Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
Víkingur Ó.
1
2
Valur
0-1 Guðjón Pétur Lýðsson '24
Guðmundur Steinn Hafsteinsson '37 1-1
1-2 Patrick Pedersen '49
25.07.2017  -  19:15
Ólafsvíkurvöllur
Pepsi-deild karla 2017
Dómari: Erlendur Eiríksson
Maður leiksins: Guðjón Pétur Lýðsson
Byrjunarlið:
30. Cristian Martínez (m)
Alfreð Már Hjaltalín
2. Alexis Egea ('83)
2. Ignacio Heras Anglada
4. Egill Jónsson ('66)
7. Tomasz Luba
9. Guðmundur Steinn Hafsteinsson
10. Kwame Quee
23. Gunnlaugur Hlynur Birgisson
24. Kenan Turudija
32. Eric Kwakwa ('72)

Varamenn:
12. Konráð Ragnarsson (m)
5. Eivinas Zagurskas ('72)
6. Óttar Ásbjörnsson
6. Pape Mamadou Faye ('66)
18. Leó Örn Þrastarson
22. Vignir Snær Stefánsson
25. Þorsteinn Már Ragnarsson ('83)

Liðsstjórn:
Ejub Purisevic (Þ)
Gunnsteinn Sigurðsson
Antonio Maria Ferrao Grave
Jónas Gestur Jónasson
Einar Magnús Gunnlaugsson

Gul spjöld:
Eric Kwakwa ('55)
Eivinas Zagurskas ('84)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Valur sigrar 2-1 sigur. Í heildina litið sanngjarn sigur
93. mín
Valur fær horn og taka stutt til að halda boltanum við fánann. Missa boltann hins vegar strax
91. mín
Valsarar strax farnir að halda boltanum út við hornfána
90. mín
5 mínútur í uppbót
88. mín
Aftur virðist Haukur Páll fá högg á andlitið og liggur eftir. Ekki er dæmt í þetta skipti en Erlendur stöðvar bara leikinn
86. mín
Inn:Kristinn Ingi Halldórsson (Valur) Út:Patrick Pedersen (Valur)
Markaskorarinn út
85. mín
Valur reyndi frábæra taktík í aukaspyrnunni þarna!

Bjarni Ólafur hljóp yfir boltann og Guðjón Pétur kom svo með chippuna yfir veggin fyrir Bjarna. Bjarni misreiknaði skoppið og náði ekki skoti á markið.
84. mín Gult spjald: Eivinas Zagurskas (Víkingur Ó.)
Of seinn í boltann og Dion var á undan til. Hárrétt að spjalda
83. mín
Inn:Þorsteinn Már Ragnarsson (Víkingur Ó.) Út:Alexis Egea (Víkingur Ó.)
Ejub ætlar sér að fá eitthvað útúr þessum leik!
82. mín
STANGARSKOT!!

Dion fíflaði varnarmenn Víking uppúr skónum áður en hann kom boltanum út á Pedersen. Hann reyndi að koma boltanum í fjær hornið en í stöngina. Óheppinn
79. mín
Inn:Arnar Sveinn Geirsson (Valur) Út:Nicolas Bögild (Valur)
Valur klárar leikinn í fjögurra manna vörn
79. mín Gult spjald: Haukur Páll Sigurðsson (Valur)
Taktískt brot. Stoppaði hraða sókn
78. mín
Eivinas með sterkann skalla á miðjunni sem sendir Guðmund Stein í gegn. Skotið úr mjög þröngu færi beint á Anton Ara
75. mín
Valur heimtar víti!
Sigurður Egill féll í teignum og Erlendur var við það að fara dæma. Kominn með flautuna í kjaftinn og byrjaður að lyfta hendinni að punktinum. Hætti snögglega við og veifaði áfram með leikinn. Valsarar ekki sáttir
74. mín
Fyrstu mistök sem ég sé Erlend gera í leiknum. Búinn að vera mjög góður í leiknum.

Búið að brjóta á Kenan en boltinn barst til Kwame sem skýldi boltanum frá Hauki Pál. Haukur virtist fá högg á andlitið en rétt eftir það tók svo Guðjón Pétur Kwame niður. Aukaspyrna á Kwame
72. mín
Inn:Eivinas Zagurskas (Víkingur Ó.) Út:Eric Kwakwa (Víkingur Ó.)
Eivinas að koma inná í sinn fyrsta leik á Íslandi fyrir Kwakwa sem er á spjaldi
71. mín
Eivinas að gera sig klárann fyrir skiptingu
68. mín
Áhugavert að Pape er kominn inn á undan Þorsteini. Hlítur að vera eitthvað mikið meiddur. Ekki það að Pape eigi ekki skilið að vera kominn inná en þá er bara Þorsteinn Már töluvert betri leikmaður
66. mín
Inn:Dion Acoff (Valur) Út:Andri Adolphsson (Valur)
Að mínu mati besti leikmaður Pepsi-deildarinnar kominn inná
66. mín
Inn:Pape Mamadou Faye (Víkingur Ó.) Út:Egill Jónsson (Víkingur Ó.)
Pape mættur inn
65. mín
Leikurinn mjög rólegur núna. Valur reynir mikið af sendingum innfyrir og Víkingur pressar mest bara uppi á öftustu línuna
61. mín
Hættuleg aukaspyrna hjá Víking. Fyrirgjöf frá Kenan þar sem Enginn Valsari náði að eiga við boltann. Þeir náðu hins vegar að blokkera skalla Steina og skot Kwame sem fylgdi. Leikurinn svo stöðvaður þar sem Steini fékk höfuðhögg og lág eftir
60. mín
Afsaka lítil skrif núna. Bara erfitt að finna eitthvað núna til þess að skrifa um. Boltinn mikið á miðjunni eða úti við hornfána
55. mín Gult spjald: Eric Kwakwa (Víkingur Ó.)
Stöðvaði hraða sókn. Togaði aftaní Pedersen. Fékk aðvörun seint í fyrri. Rétt hjá Erlendi að gefa spjald
53. mín
Hröð skyndisókn hjá Val. Siggi Egill vann boltann og kom honum á Andra sem keyrði upp miðjan völlinn. Guðjón Pétur var vinstra meginn við hann en Andri ákvað að fara í skotið. Það var hins vegar afleytt og langt framhjá
52. mín
Víkingar virka bara stressaðir núna. Taka mjög skrítnar ákvarðanir á bolta og spila boltanum of auðveldlega frá sér
49. mín MARK!
Patrick Pedersen (Valur)
ÞETTA TÓK EKKI LANGAN TÍMA

PATRICK ER MÆTTUR AFTUR TIL ÍSLANDS!

Alfreð með afleyta hreinsun og Patrick hélt Nacho frábærlega frá sér áður en hann setti boltann frábærlega uppí samskeytinn. Virkilega vel klárað
47. mín
Valsarar byrja á því að halda boltanum vel á milli sín á sínum helmingi fyrstu mínútu síðari hálfleiks
45. mín
Leikur hafinn
Leikurinn er hafinn á ný. Vonumst eftir jafn skemmtilegum síðari hálfleik
45. mín
Hálfleikur
1-1 í mjög fjörugum fyrri hálfleik. Valur hefði getað gert 3 eða 4 mörk á fyrstu 30 mínútunum. Eftir það kom kafli þar sem heimamenn sóttu af miklum krafti og hefðu getað skorað 2 ef ekki 3 sjálfir
42. mín
Aukaspyrna frá miðjunni hjá Val. Boltinn hár í teiginn og Luba fór upp í boltann. Fékk boltann ofaná hendina áður en Cristian greip. Það var hins vegar búið að brjóta á Tomaszi og Erlendur beitti hagnaði. Luba liggur eftir
40. mín
Luba með glafralegt brot fyrir utan teiginn. Guðjón Pétur með aukaspyrnuna framhjá veggnum en aftur ver Martinez mjög vel!
37. mín MARK!
Guðmundur Steinn Hafsteinsson (Víkingur Ó.)
Stoðsending: Cristian Martínez
HVAÐ GERIÐST ÞARNA!?!?!?!

Enn og aftur samskiptaleysi hjá Eiði Aroni og Antoni Ara. Í þetta skipti var það Steini sem kom sér á milli. Tók boltann aðeins frá markinu áður enn hann renndi boltanum í markið.

MARTINEZ MEÐ STOÐSENDINGUNA
35. mín
Víkingar svo sannarlega að komast aðeins meira inn í leikinn núna. Kwame með gott hlaup upp völlinn þar sem hann fann Eric fyrir utan sem tók skotið í fyrsta. Boltinn fastur og rétt framhjá samskeytinni. Það mátti heyra mörg úúú í stúkunni
34. mín
RISAFÆRI!!

Kwakwa með glórulaust skot utan af teigi sem fór beint í lappirnar á Guðmundi Steini sem náði að snúa á Eið Aron og taka skotið strax. Skotið rétt framhjá markinu
31. mín
Guðmundur Steinn fer niður í teignum og vill fá vítaspyrnu. Rétt hjá Erlendi að dæma ekkert þarna en það má heyra á stuðningsmönnum Víkinga að þeir eru ekki sáttir með manninn sem sér um að flauta leikinn. Líklega vegna gamalla leikja sem hann hefur dæmt hjá liðinu
29. mín
Valur er að yfirspila allt á miðjunni. Víkingar vita ekkert hvernig þeir eiga að verjast þessu. Þeir fara ofar í pressu og þá opnast allt fyrir Valsara
26. mín
Valur vann boltann bara strax eftir markið. Andri Adolphsson fékk sendingu í gegn og kom boltanum fyrir þar sem Bögild setti boltann í netið en það var búið að flagga rangstöðu á Andra. HVAÐ ER AÐ FRÉTTA!?
24. mín MARK!
Guðjón Pétur Lýðsson (Valur)
Stoðsending: Haukur Páll Sigurðsson
Sóknarþunginn skilaði sér loksins!

Langt innkast frá Sigurði Agli og Haukur Páll með flikkið. Boltinn af varnarmanni Víkings og beint fyrir lappirnar á Guðjóni sem þakkar pent fyrir sig með marki. 1-0
24. mín
Hef loksins fengið það staðfest að Eiður Aron átti skallann í slánna og Guðjón Pétur átti flippið
22. mín
Valur heldur áfram að sækja af miklum krafti. Haukur Páll á skot sem Cristian ver í horn.

Heimamenn verða heppnir ef þeir ná að halda hálfleikinn út
19. mín
AFTUR Í SLÁNNA!!!

Hornspyrna hjá Val. Skalli í slánna frá nærstönginni ég sá ekki frá hverjum. Bögild reyndi svo flikk með hælnum fyrir framan marklínuna. Cristian var eins og köttur í markinu og varði flikkið hans. Allir Valsarar heimtuðu mark en ekkert gefið
15. mín
SLÁARSKOT!

Þetta er það sem ég var að tala um! frábært spil. Andri fékk boltann innfyrir á kantinn og sneri inn að marki og lét vaða. Beint í slánna
14. mín
Valsarar eru svo ofboðslega góðir! Það virðist svo auðvelt fyrir þá að spila sín á milli. Nokkrum sinnum framanaf nálægt því að spila sig í gegn
11. mín
Sigurður Egill fær boltann innfyrir frá Bögild og allir varnarmenn Víkings stoppa og horfa á línuvörðinn. Samkvæmt Gumma Ben var hann réttstæður en rangstaða var dæmt.. Víkingar mjög heppnir
8. mín
Kwame með glafralegt brot á Einari Karli. Mjög hátt uppi með löppina. Sem betur fer fór hann ekkert í hann en réttilega brot dæmt samt sem áður fyrir áhættuspark
6. mín
SAMSKIPTAVANDRÆÐI HJÁ VAL!

Eiður og Anton eru ekki sammála um hver eigi að taka boltann. Kwame kom inní milli en skot hans beint á Anton
5. mín
FRÁBÆRLEGA VARIÐ HJÁ CRISTIAN!

Bjarni Ólafur tók spyrnuna en Spánverjinn smái sá vel við honum og varði vel í horn
4. mín
Kwakwa brýtur á Bögild á STÓRHÆTTULEGUM STAÐ!
3. mín
Valsarar fengu tvær hornspyrnur í röð og langt innkast í kjölfarið en sköpuðu ekkert
2. mín
Uppstilling liðanna:
VÓ:
Cristian
Kenan-Aleix-Luba-Nacho-Alfreð
Kwakwa-Egill
Gulli-Kwame
G.Steinn

Valur:
Anton Ari
Eiður-Bjarni Ó-Orri
Einar-Haukur
Andri-Guðjón-Siggi
Bögild
Pedersen
1. mín
Leikur hafinn
Það eru Valsarar sem byrja með boltann í fyrri hálfleik og sækja þeir í átt að Gilinu í fyrri hálfleiknum
Fyrir leik
Ég hef fengið það staðfest mínum manni að Víkingar spila áfram með 5 manna vörn. Kenan Turudija kemur inn í bakvörðinn fyrir Emir og Alfreð er áfram í stöðu hægri bakvarðar. Egill og Eric eru djúpir með Gulla og Kwame eru fyrir framan þá. Fyrirliðinn er svo einn uppi á topp

Við í blaðamannaskýlinu vorum svo að velta því fyrir okkur hvort Valsarar væru að spegla Víkinga og spila sjálfir í 5 manna varnarlínu eða 3 manna með Bjarna ÓIaf í hafsent. Við fáum það staðfest hvort það sé rétt eða rangt þegar leikurinn byrjar
Fyrir leik
Eftir leikina á laugardag og sunnudag í 12. umferðinni þá duttu Víkingar úr 7 sæti niður í það 10.

Með sigri í dag geta þeir lyft sér upp í það 5. Valsarar hins vegar geta náð góðu 6 stiga forskoti á Stjörnuna sem situr í 2. sætinu
Fyrir leik
Eivinas Zagurskas er nýr leikmaður hjá Ólafsvík en bæði hann og bróðir hans eru að koma til liðsins núna í glugganum. Bróðirinn er ekki mættur til landsins en Eivinas byrjar á bekknum eftir að hafa mætt á sína fyrstu æfingu með liðinu á laugardaginn síðasta
Fyrir leik
Liðin hafa nú þegar mæst tvisvar á þessu sumri bæði í deild og bikar. Í bæði skiptin báru Valsarar sigur úr býtum, 2-0 í deild og 1-0 í bikar
Fyrir leik
Góðann og margblessaðan daginn kæru lesendur og verið hjartanlega velkomin í þennan lokaleik 12 umferðar Pepsi deildar karla þar sem Valsarar fara í heimsókn til Ólafsvíkur
Byrjunarlið:
33. Anton Ari Einarsson (m)
Haukur Páll Sigurðsson
4. Einar Karl Ingvarsson
9. Patrick Pedersen ('86)
9. Nicolas Bögild ('79)
10. Guðjón Pétur Lýðsson
11. Sigurður Egill Lárusson
17. Andri Adolphsson ('66)
20. Orri Sigurður Ómarsson
21. Bjarni Ólafur Eiríksson
23. Eiður Aron Sigurbjörnsson

Varamenn:
Ásgeir Þór Magnússon (m)
5. Sindri Björnsson
8. Kristinn Ingi Halldórsson ('86)
13. Arnar Sveinn Geirsson ('79)
13. Rasmus Christiansen
16. Dion Acoff ('66)
23. Andri Fannar Stefánsson

Liðsstjórn:
Ólafur Jóhannesson (Þ)
Rajko Stanisic
Sigurbjörn Örn Hreiðarsson
Halldór Eyþórsson
Fannar Gauti Dagbjartsson
Einar Óli Þorvarðarson

Gul spjöld:
Haukur Páll Sigurðsson ('79)

Rauð spjöld: