Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
Þór
3
1
Þróttur R.
Sveinn Elías Jónsson '9 1-0
1-1 Erlingur Jack Guðmundsson '21
Robin Strömberg '30 2-1
Orri Freyr Hjaltalín '90 3-1
19.05.2012  -  14:00
Þórsvöllur
1. deild karla
Aðstæður: Sól og rjómablíða
Dómari: Guðmundur Ársæll Guðmundsson
Maður leiksins: Robin Strömberg
Byrjunarlið:
Sveinn Elías Jónsson ('28)
Orri Freyr Hjaltalín
5. Atli Jens Albertsson ('74)
9. Jóhann Helgi Hannesson (f)
10. Sigurður Marinó Kristjánsson
11. Kristinn Þór Björnsson
13. Ingi Freyr Hilmarsson
15. Janez Vrenko

Varamenn:
6. Ármann Pétur Ævarsson ('74)
16. Kristinn Þór Rósbergsson
17. Halldór Orri Hjaltason

Liðsstjórn:
Kristján Steinn Magnússon
Orri Sigurjónsson

Gul spjöld:
Jóhann Helgi Hannesson ('64)

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Verið velkomin á beina textalýsingu héðan af Þórsvellinum. Hér er alveg þetta fínasta fótboltaveður þó að það mætti alveg vera meiri hiti en þessar 6° sem boðið er upp á. Smávægileg norðanátt en ekkert sem ætti að hafa áhrif á gang leiks.
Fyrir leik
Þórsarar náðu í 3 stig í fyrstu umferð með 2-0 sigri á Leikni en Þróttarar fengu ekki alveg þá byrjun sem þeir vonuðust eftir. Þeir tóku á móti nýliðum Hattar sem voru að leika sinn fyrsta leik í 1. deild í sögu félagsins og nýliðarnir gerðu sér lítið fyrir og unni 3-1 sigur.
Fyrir leik
Þróttarar eru bara með fimm varamenn á tréverkinu hér í dag. Samkvæmt Páli Einars þjálfara Þróttar þá er það svona smá blanda af meiðslum, sparnaði á ferðakostnaði og tækifæri til að gefa mönnum auka pláss í erfiðri rútuferð norður.
Fyrir leik
Ef þetta hefði verið leikur í fyrstu umferð þá hefðum við svo sannarlega getað kallað þetta botnslag... svona er nú bara stafrófið skemmtilegt gott fólk.
Fyrir leik
Jæja, þá eru liðin mætt inn á völl og allt að verða klárt. Þróttarar eru í algjörlega svörtum búningum en Ögmundur í markinu hjá þeim er í skær appelsínugulu. Robin Strömberg er á tréverki hjá Þór, við gætum fengið að sjá hann spila hér í dag.
1. mín
Dómarinn búinn að flauta leikinn á
4. mín
Þórsarar eru mun grimmari hér í upphafi og setja töluverða pressu á þróttara. Kristinn Þór Björnsson reynir að stinga sér á milli tveggja varnarmanna en þeir loka á hann, hann vill fá víti en Guðmundur Ársæll dómari leiksins er ekki sammála.
9. mín MARK!
Sveinn Elías Jónsson (Þór )
Loksins þegar vörn Þróttar ætlaði að færa sig framar þá fengu þeir stungusendingu beint í andlitið. Jóhann Helgi átti stoðsendinguna inn fyrir vörnina þar sem Sveinn Elías var fljótastur manna og kláraði færið vel framhjá Ögmundi í marki Þróttar.
12. mín
Það er meira líf í sóknarleik Þróttara eftir að þeir fengu á sig þetta mark. Heimamenn eru samt ennþá nokkuð áberandi betra liðið á vellinum.
19. mín
Jóhann Helgi með hættulega sendingu fyrir mark Þróttara, boltinn rúllar í gegnum markteiginn en Kristinn Þór Björnsson náði ekki að koma fæti í boltann.
21. mín MARK!
Erlingur Jack Guðmundsson (Þróttur R.)
Erlingur Jack tók að sér að vera öflugasti maðurinn í boxinu eftir hornspyrnu Þróttara og skallaði boltann í netið, vel klárað!
23. mín
Ögmundur Ólafsson varð nokkuð vinsæll á internetinu eftir síðustu ferð sína hingað norður og hann nær því næstum aftur. Í þetta sinn fær hann sendingu aftur frá Erlingi sem hann reynir að hreinsa fram en Jóhann Helgi nær að komast fyrir. Boltinn fer af Jóhanni og virðist stefna í netið en Ögmundur er fljótur og nær honum.
26. mín
Hlynur Hauksson á góða sendingu fyrir en Arnþór Ari nær ekki að koma fæti í boltann, þetta hefði auðveldlega getað verið þeirra annað mark hér í dag. Virkilega vel spilað og alveg ljóst að sjálfstraust Þróttara er að aukast.
28. mín
Inn:Robin Strömberg (Þór ) Út:Sveinn Elías Jónsson (Þór )
Sveinn virðist haltra
28. mín
Inn:Orri Sigurjónsson (Þór ) Út:Baldvin Ólafsson (Þór )
29. mín Gult spjald: Hlynur Hauksson (Þróttur R.)
Hlynur Hauksson virtist fara inn í þetta með takka á undan og gæti verið ágætlega heppinn að sleppa með bara gult
30. mín MARK!
Robin Strömberg (Þór )
Robin Stromberg skorar með sinni fyrstu snertingu! Langur bolti inn í boxið af hægri vængnum virðist ætla að lenda í höndum Ögmundar en hann nær ekki stjórn á boltanum. Það var leikmaður Þórs sem var í honum og Ögmundur vill aukaspyrnu en fær ekki. Boltinn datt niður fyrir fætur Robin Strömberg sem skoraði með sinni fyrstu snertingu fyrir Þór, ágætis byrjun þar á ferð.
30. mín Gult spjald: Erlingur Jack Guðmundsson (Þróttur R.)
fyrir mótmæli
Helgi Thor Jonasson
Strömberg 3minutur ad finna netið
36. mín
Þórsarar fá nokkuð ódýra aukaspyrnu á sama stað og þegar markið kom áðan. Hlynur Hauksson var einfaldlega sterkari en Halldór Orri Hjaltason. Jóhann Helgi komst í ágætis skallafæri eftir aukaspyrnuna en skalli hans var ekki nægilega góður og fór vel framhjá.
37. mín
Þróttarar eiga ágætis langskot sem ætti að vera auðveldur bolti fyrir Rajkovic í marki Þórs en hann ákveður að kýla boltann í stað þess að grípa hann. Varnarmenn Þórs ná að hreinsa í horn en þarna slapp Rajkovic nokkuð vel, furðuleg ákvörðun og illa framkvæmd.
42. mín
Þvílík varsla! Erlingur á hroðalega sendingu beint á Robin Strömberg sem gaf flotta stungu inn á Kristinn Þór Björnsson en Ögmundur varði alveg hreint glæsilega!
45. mín
Þórsarar eru nokkuð verðskuldað 2-1 yfir í skemmtilegum leik sem hefur boðið upp á mörk, meiðsli og dramatík. Vonandi heldur fjörið áfram í seinni hálfleiknum
46. mín
Seinni hálfleikur hefst
52. mín
hmmmm... þetta hefði getað verið víti. Þórsarar eru að hreinsa frá en boltinn virðist fara í hendina á Sigurði Marinó en ekkert dæmt, Þróttarar ekki sáttir.
55. mín
Nokkuð líflegur hálfleikur hingað til en þó án þess að liðin séu að ná að skapa sér færi. Það er að færast smá harka í leikinn, við viljum nú frekar sjá mörk en brot.
58. mín
Dauðafæri! Vilhjálmur Pálmason á skot sem Rajkovic ver beint út í teig þar sem Andri Gíslason er mættur og á bara eftir að koma boltanum í netið en það gengur ekki upp. Þetta gerðist mjög hratt en Andri virtist einfaldlega ekki hitta boltann nægilega vel.
62. mín
Aftur dauðfæri! Langur bolti fram sem endar á því að Ögmundur og Jóhann Helgi fara saman upp í smá loftbardaga sem Jóhann vinnur en skalli hans fer framhjá tómu markinu.
64. mín Gult spjald: Jóhann Helgi Hannesson (Þór )
Jóhann Helgi fær gult spjald fyrir það að reyna að renna sér fyrir hreinsun sem Karl Brynjar Björnsson var að framkvæma en menn hér í fréttamannaherberginu vilja meina að engin snerting hafi átt sér stað.
66. mín
Hvað var þetta? Ég man ekki eftir að hafa séð þetta áður svona í fljótu bragði. Robin Strömberg sleppur einn í gegn á móti Ögmundi en hittir ekki boltann, það gerir Ögmundur ekki heldur og boltinn rúllar yfir endalínu... markspyrna.
71. mín
Rajkovic missir boltann frá sér enn einu sinni í þessum leik og sleppur með það. Í þetta sinn féll boltinn fyrir fætur Andra Gísla en hann náði ekki að koma boltanum í gegnum þvöguna og Þórsarar ná að hreinsa frá.
74. mín
Inn:Guðfinnur Þórir Ómarsson (Þróttur R.) Út:Andri Gíslason (Þróttur R.)
74. mín
Inn:Ármann Pétur Ævarsson (Þór ) Út:Atli Jens Albertsson (Þór )
Þriðja og síðasta skipting heimamanna
76. mín
Þetta á alltaf að vera víti. Ármann Pétur á skot rétt fyrir utan teig Þróttara en Hallur Hallsson nær að komast fyrir. Það virðist þó vera að hann hafi notað hendina og Þórsarar vilja fá víti en Guðmundur Ársæll bendir þeim á að taka hornið.
77. mín
Sedjan Rajkovic með nokkuð skrautlegt úthlaup og úr verður nokkur ringulreið sem endar á því að Guiseppe Funicello nær að hreinsa frá með laglegri hjólhestaspyrnu. Rajkovic hefur ekki virkað traustur í aðgerðum sínum hér í dag og sloppið nokkuð vel frá nokkrum mistökum hingað til.
79. mín
Vel varið Ögmundur! Jóhann Helgi kemst upp vinstri vænginn og á fasta sendingu fyrir á Robin Strömberg sem setur boltann á markið með brjóstkassanum. Þessi virtist vera á leið inn en góð viðbrögð Ögmundar sáu til þess að staðan er ennþá 1-2.
83. mín
Inn:Jón Konráð Guðbergsson (Þróttur R.) Út:Aron Lloyd Green (Þróttur R.)
85. mín
Hvernig er staðan ennþá 1-2? Færin standa ekki á sér núna en mörkin gera það. Sigurður Marinó kemur upp vinstri vænginn og á flotta sendingu fyrir sem fer yfir Ögmund þar sem Kristinn Þór er mættur á fjærstöng en skall hans fer rétt framhjá opnu marki. Hefði hann verið 2cm stærri þá væri staðan 3-1
88. mín
Inn:Hreinn Ingi Örnólfsson (Þróttur R.) Út:Vilhjálmur Pálmason (Þróttur R.)
89. mín
Janez Vrenko með þrumuskot fyrir utan teig sem er á leið í vinkilinn en Ögmundur með þessa líka keppnis vörslu! Heimamenn fá horn
90. mín MARK!
Orri Freyr Hjaltalín (Þór )
Orri Freyr Hjaltalín skallar boltann inn á fjærstöng eftir að Robin Strömberg skallar boltann áfram eftir hornspyrnu.
90. mín
Dauðfæri! Erlingur Jack skallar rétt framhjá eftir flotta sendingu fyrir en þar var á ferð Guðfinnur Þórir Ómarsson
90. mín Gult spjald: Karl Brynjar Björnsson (Þróttur R.)
Leik lokið!
Sanngjarn sigur heimamanna í skemmtilegum leik. Nánari umfjöllun og viðtöl væntanleg
Byrjunarlið:
Hallur Hallsson
Erlingur Jack Guðmundsson
1. Ögmundur Ólafsson (m)
9. Arnþór Ari Atlason
11. Halldór Arnar Hilmisson
14. Hlynur Hauksson
22. Andri Gíslason ('74)
23. Aron Lloyd Green ('83)
27. Oddur Björnsson

Varamenn:
25. Snæbjörn Valur Ólafsson (m)
2. Kristján Einar Auðunsson
4. Hreinn Ingi Örnólfsson ('88)
16. Jón Konráð Guðbergsson ('83)
22. Guðfinnur Þórir Ómarsson ('74)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Karl Brynjar Björnsson ('90)
Erlingur Jack Guðmundsson ('30)
Hlynur Hauksson ('29)

Rauð spjöld: