Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Stjarnan
1
2
ÍBV
Hilmar Árni Halldórsson '60 1-0
1-1 Hafsteinn Briem '66
1-2 Kaj Leo í Bartalsstovu '73
27.07.2017  -  17:30
Samsung völlurinn
Borgunarbikar karla
Dómari: Pétur Guðmundsson
Maður leiksins: Kaj Leó í Bartalsstovu (ÍBV)
Byrjunarlið:
Haraldur Björnsson
2. Heiðar Ægisson ('88)
3. Jósef Kristinn Jósefsson
4. Jóhann Laxdal
5. Óttar Bjarni Guðmundsson
7. Guðjón Baldvinsson ('63)
9. Daníel Laxdal
10. Hilmar Árni Halldórsson
19. Hólmbert Aron Friðjónsson
20. Eyjólfur Héðinsson
27. Máni Austmann Hilmarsson ('88)

Varamenn:
25. Sveinn Sigurður Jóhannesson (m)
2. Brynjar Gauti Guðjónsson ('88)
14. Hörður Árnason ('88)
16. Ævar Ingi Jóhannesson ('63)
17. Ólafur Karl Finsen
23. Dagur Austmann
77. Kristófer Konráðsson

Liðsstjórn:
Rúnar Páll Sigmundsson (Þ)
Brynjar Björn Gunnarsson
Davíð Snorri Jónasson
Sigurður Sveinn Þórðarson
Davíð Sævarsson
Friðrik Ellert Jónsson
Valur Gunnarsson

Gul spjöld:
Óttar Bjarni Guðmundsson ('42)
Daníel Laxdal ('90)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Þetta er búið! Eyjamenn eru á leið í bikarúrslit annað árið i röð! Stjarnan getur nagað sig í handarbökin að hafa ekki nýtt færin og sóknirnar betur. Kaj Leó refsaði Garðbæingum harkalega í síðari hálfleiknum.

Skýrsla og viðtöl innan tíðar.
93. mín
Eyjamenn spila með fimm manna varnarlínu og tvo mjög varnarsinnaða miðjumenn í augnablikinu!
90. mín Gult spjald: Daníel Laxdal (Stjarnan)
Rífur kjaft við Derby þegar markvörðurinn liggur á vellinum eftir að hafa gripið fyrirgjöf.
90. mín
Inn:Matt Garner (ÍBV) Út:Pablo Punyed (ÍBV)
Varnarskipting. Eyjamenn reyna að sigla sigrinum heim.
88. mín
Inn:Brynjar Gauti Guðjónsson (Stjarnan) Út:Heiðar Ægisson (Stjarnan)
Tvöföld skipting. Áhugavert að Ólafur Karl komi ekki inn á þegar Stjarnan er í leit að marki. Brynjar Gauti fer á miðjuna.
88. mín
Inn:Hörður Árnason (Stjarnan) Út:Máni Austmann Hilmarsson (Stjarnan)
87. mín
Skyndisókn hjá ÍBV! Kaj Leó og Gunnar Heiðar komast tveir gegn tveimur varnarmönnum Stjörnunnar. Kaj gefur á Gunnar sem er í fínu færi en Haraldur ver skot hans aftur fyrir. Hornspyrna!
86. mín
Sindri Snær með skot eftir sendingu frá Kaj Leó.
85. mín
Stjarnan pressar stíft þessa stundina en Eyjamenn verjast. Tíminn líður hægt hjá Eyjamönnum. Bikarúrslitaleikurinn er handan við hornið.
81. mín
Eyjamenn hafa hátt í stúkunni núna á meðan minna heyrist í Stjörnumönnum. ,,Bikarinn til Eyja" er öskrað.
81. mín Gult spjald: Atli Arnarson (ÍBV)
Stöðvar Jósef á sprettinum.

77. mín
Hólmbert nær að snúa í teignum eftir fyrirgjöf frá Ævari en skotið er máttlaust og beint á Derby.
75. mín
Stjarnan hefur heilt yfir sótt meira í leiknum og fengið mun fleiri færi. Eyjamenn hafa hins vegar náð að nýta sínar sóknir betur og eru núna yfir. Hvað gerist síðasta korterið?
73. mín MARK!
Kaj Leo í Bartalsstovu (ÍBV)
Stoðsending: Sindri Snær Magnússon
Eru Eyjamenn á leið í úrslit annað árið í röð! Eftir gríðarlega þunga sókn Stjörnunnar áttu Eyjamenn eldsnögga skyndisókn sem endaði með marki.

Sindri Snær átti frábæra skiptingu yfir á Kaj Leó sem brunaði inn í teiginn og skoraði með þrumukoti í fjærhornið!
69. mín
Hólmbert með þrumuskot úr aukaspyrnu frá vítateigshorni sem Derby slær aftur fyrir endamörk.
67. mín
Inn:Gunnar Heiðar Þorvaldsson (ÍBV) Út:Arnór Gauti Ragnarsson (ÍBV)
Æskan út og reynslan inn.
66. mín MARK!
Hafsteinn Briem (ÍBV)
Kaj Leó í Bartalsstovu fær hrósið fyrir þetta mark! Hann leikur á tvo varnarmenn og á þrumuskot sem Haraldur ver til hliðar. Þar er Hafsteinn mættur og hann skorar með skoti í autt markið.
Það er skuggi í stúkunni en á vellinum er sól.


64. mín
Inn:Atli Arnarson (ÍBV) Út:Mikkel Maigaard (ÍBV)
63. mín
Inn:Ævar Ingi Jóhannesson (Stjarnan) Út:Guðjón Baldvinsson (Stjarnan)
Guðjón líklega eitthvað tæpur.
60. mín MARK!
Hilmar Árni Halldórsson (Stjarnan)
Ég held að hann hafi ekki ætlað að skjóta en markið telur!

Í kjölfarið á hornspyrnu fær Hilmar boltann úti á hægri kanti. Hann ætlar að senda fyrir með vinstri en boltinn fer yfir Derby og í netið! Derby bjóst við fyrirgjöfinni og var farinn aðeins af línunni.

Af viðbrögðum Hilmars að dæma þá var þetta ekki skot heldur sending. Hann tekur markinu fagnandi hins vegar!
59. mín
Stjarnan heldur áfram að ógna! Hilmar Árni með þrumuskot sem Hafsteinn Briem hendir sér fyrir á ævintýralegan hátt.
58. mín
Stórhættuleg fyrirgjöf frá Jóa Lax! Boltinn rúllar framhjá hverjum leikmanninum á fætur öðrum og aftur fyrir endamörk. Heiðar Ægis og Jónas Þór voru í baráttu á fjærstönginni og þaðan fór boltinn út af. Stjarnan vill horn en Pétur dæmir markspyrnu.
55. mín
Jósef í flottu færi! Eftir langa sókn Stjörnunnar á Guðjón Baldvins fyrirgjöf frá hægri. Boltinn ratar út í teiginn á Jósef en þrumuskot hans fer framhjá.
53. mín
Skalli í slána!! Eyjólfur Héðins með fyrirgjöf á Hólmbert sem lúrir á fjærstönginni. Hann hefur betur í baráttu við Brian í loftinu en skallar í slána!
50. mín
Eyjamenn byrja seinni hálfleikinn af krafti.
46. mín
Síðari hálfleikurinn er hafinn. Að sjálfsögðu er framlengt ef staðan verður jöfn eftir 90. Hvaða lið tryggir sér sæti í úrslitaleiknum á Laugardalsvelli?
45. mín
Hálfleikur
Hálfleikur. Stjarnan sótti meira fyrri hluta hálfleiksins og fékk færi til að komast yfir. Eyjamenn hafa verið að hressast undanfarnar mínútur og þeir fá núna vindinn í bakið. Spennandi síðari hálfleikur framundan!
44. mín
Felix áfram ógnandi. Leikur á Hólmbert og á þrumuskot en boltinn fer í Óttar Bjarna. Felix fær boltann aftur og tekur enn eina fyrirgjöfina en líkt og áður þá finnur hann ekki samherja.
42. mín Gult spjald: Óttar Bjarni Guðmundsson (Stjarnan)
Fyrsta spjald leiksins. Brot á miðjum velli. Óttar meiðist reyndar sjálfur og þarf aðhlynningu. Heldur svo áfram eftir meðhöndlun hjá Frikka sjúkraþjálfara.
39. mín
Skammt stórra högga á milli! Kaj Leó í Bartalsstovu á þrumuskot á hinum enda vallarins en það fer rétt yfir.
39. mín
Stjarnan vill fá víti! Jósef Kristinn gefur á Hilmar sem vippar honum frábærlega aftur á Jósef. Jósef er að komast í dauðafæri þegar Jónas Þór Næs á frábæra tæklingu. Stjörnumenn vilja víti en Pétur dæmir ekkert. Réttur dómur held ég. Jónas virtist fara í boltann.
38. mín
Minnum á #fotboltinet fyrir Twitter færslur tengdar leiknum.

36. mín
Langbesta tilraun Eyjamanna! Mikkel Maigaard á þrumuskot fyrir utan teig sem Haraldur slær út í teiginn. Arnór Gauti og Kaj Leó reyna að skora úr frákastinu en eru flaggaðir rangstæðir.
32. mín
Helsta ógn Eyjamanna hingað til hefur verið vinstra megin. Felix Örn er búinn að eiga fjölda fyrirgjafa en þær hafa ekki verið nógu hættulegar.
29. mín
Guðjón Baldvins með skot í slána og yfir! Eftir hornspyrnu Hilmars Árna hoppaði Guðjón upp í boltann. Í kjölfarið datt boltinn niður dauður í teignum og Guðjón átti skot í slána og yfir. Þetta var gott færi!
28. mín
Á meðan það er dauður tími í leiknum er allt í lagi að minnast á það að fimm dómarar dæma hér í dag. Pétur Guðmundsson er dómari en hann er bæði með aðstoðardómara á hliðarlínunum sem og sprotadómara fyrir aftan mörkin!
24. mín
Hólmbert sleppur inn fyrir en skot hans framhjá! Var reyndar með Atkinson alveg í bakinu. Einhverjir Stjörnumenn vildu brot en ekkert dæmt. Hilmar Árni átti sendinguna eftir magnaða móttöku.
21. mín
Eyjólfur Héðinsson með viðstöðulaust skot á lofti af 25 metra færi en framhjá.

Stjarnan er með vindinn í bakið og um að gera að reyan að skjóta.
19. mín
Færi! Frábært spil hjá Stjörnunni endar með skoti frá Hilmari Árna úr teignum. Derby ver aftur fyrir endamörk.

Stjarnan sækir meira það sem af er.
11. mín
Ekki fullt í stúkunni. Vonbrigði miðað við hversu stór leikur þetta er.
10. mín
Hafsteinn Briem er kominn hægra megin í þriggja manna varnarlínu ÍBV á meðan David Atkinson er í miðjunni eins og sjá má á uppstillingunni hér að neðan.
9. mín
8. mín
Jóhann Laxdal með langt innkast en Derby kemur mjög langt út í teiginn til að grípa boltann!
4. mín
1. mín
Dauðafæri strax í byrjun! Jósef á hörkuhlaup inn í teiginn og hann fær sendinginuna inn fyrir. Derby gerir vel með því að verja. Guðjón Baldvins nær frákastinu og gefur á Hólmbert en skot hans er máttlítið. Stjarnan byrjar af krafti!
1. mín
Leikur hafinn
Fjörið er byrjað!

Stjarnan leikur með smá vind í bakið í fyrri hálfleik.
Fyrir leik
Sól í Garðabæ en svolítill vindur. Stuðningsmenn hita upp á torginu fyrir utan völlinn. Stemning.
Fyrir leik
ÍBV hefur harma að hefna síðan í leiknum gegn Stjörnunni í Pepsi-deildinni í Garðabænum í vor. Þá vann Stjarnan 5-0!

Síðan vill svo til að næsti deildarleikur liðanna er á sunnudaginn i Eyjum, ÍBV-Stjarnan!
Fyrir leik
Tryggvi Guðmundsson, sérfræðingur Fótbolta.net, spáir Stjörnunni sigri í dag.

Stjarnan 2 - 1 ÍBV
Miðað við stöðu liðanna í deildinni, hvar leikurinn fer fram og hvernig liðin hafa spilað upp síðkastið þá verður maður að segja að Stjörnusigur er líklegri. Þetta er hins vegar önnur keppni og ÍBV komst alla leið í bikarúrslitin í fyrra. Ég er spenntur að sjá ÍBV núna eftir að tveir nýir miðverðir eru komnir inn. Þessi Írani blómstraði ekki í fyrsta leik í deildinni en það verður gaman að sjá hvort hann fái aftur séns í framlínunni í dag. ÍBV hefur verið að ströggla í deildinni á meðan Stjarnan hefur verið að finna taktinn sinn og Stjörnusigur er mjög líklegur. Vestmannaeyingar verða pirraðir út í mig núna en ég spái 2-1 sigri Stjörnunni.
Fyrir leik
Máni spilar á vinstri kantinum í dag og Hilmar Árni fer af kantinum á miðjuna í stöðu Baldurs.


Fyrir leik
Liðin eru klár. Heiðar Ægisson og Máni Austmann Hilmarsson koma inn í liðið frá því í 5-0 sigrinum á Grindavík í Pepsi-deildinni á sunnudag. Þeir koma inn fyrir Baldur Sigurðsson og Alex Þór Hauksson sem eru í banni.

David Atkinson og Brian Stuart McLean koma báðir inn í varnarlínu ÍBV en þeir eru báðir nýkomnir til félagsins.

Matt Garner og Óskar Elías Zoega Óskarsson fara á bekkinn frá því í leiknum gegn Fjölni á sunnudaginn.

Gunnar Heiðar Þorvaldsson skoraði gegn Fjölni en hann byrjar á bekknum í kvöld líkt og Shahab Zahedi Tabar sem byrjaði líka í síðasta leik. Kaj Leo í Bartalsstovu og Mikkel Maigaard Jakobsen koma inn í þeirra stað.
Fyrir leik
ÍBV fékk í gær skoska miðvörðinn Brian McLean í sínar raðir. Fyrir helgi kom hinn enski David Atkinson til félagsins. Báðir leikmenn gætu leikið sinn fyrsta leik með ÍBV í dag.

Þeir eiga að fylla skarð Avni Pepa sem fór til Noregs í síðustu viku.
Fyrir leik
Tvö gul spjöld þýða leikbann í Borgunarbikarnum.

Alex Þór Hauksson og Baldur Sigurðsson, miðjumenn Stjörnunnar, taka báðir út bann í dag.

Spjöldin í dag telja hins vegar ekki áfram og því verður enginn leikmaður í banni í úrslitunum út af gulum spjöldum.
Fyrir leik
Leið liðanna í undanúrslitin

Stjarnan
32-liða: Þróttur V. 0 - 1 Stjarnan
16-liða: Valur 1 - 2 Stjarnan
8-liða: Stjarnan 3 - 2 KR

ÍBV
32-liða: ÍBV 4 - 1 KH
16-liða: ÍBV 5 - 0 Fjölnir
8-liða: Víkingur R. 1 - 2 ÍBV
Fyrir leik
Góðan daginn!
Hér verður fylgst með bikarslag Stjörnunnar og ÍBV. Sæti í úrslitaleiknum á Laugardalsvelli er í húfi!

ÍBV fór í bikarúrslit í fyrra þar sem liðið tapaði 2-0 gegn Val.

Stjarnan fór í bikarúrslitin 2012 og 2013 en þar tapaði liðið gegn KR og Fram.

Bæði lið eru því orðin þyrst í bikar!
Byrjunarlið:
22. Derby Rafael Carrilloberduo (m)
3. Felix Örn Friðriksson
4. Hafsteinn Briem
5. David Atkinson
6. Pablo Punyed ('90)
7. Kaj Leo í Bartalsstovu
9. Mikkel Maigaard ('64)
11. Sindri Snær Magnússon
12. Jónas Þór Næs
19. Arnór Gauti Ragnarsson ('67)
27. Brian McLean

Varamenn:
21. Halldór Páll Geirsson (m)
10. Shahab Zahedi
11. Sigurður Grétar Benónýsson
24. Óskar Elías Zoega Óskarsson
30. Atli Arnarson ('64)

Liðsstjórn:
Andri Ólafsson (Þ)
Kristján Guðmundsson (Þ)
Matt Garner
Gunnar Heiðar Þorvaldsson
Kristján Yngvi Karlsson
Jóhann Sveinn Sveinsson
Magnús Birkir Hilmarsson

Gul spjöld:
Atli Arnarson ('81)

Rauð spjöld: