Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Í BEINNI
Mjólkurbikar karla
Fjölnir
31' 0
1
Selfoss
KR
2
0
Fjölnir
Pálmi Rafn Pálmason '43 1-0
Óskar Örn Hauksson '75 2-0
27.07.2017  -  19:15
Alvogenvöllurinn
Pepsi-deild karla 2017
Aðstæður: Toppaðstæður, logn og völlurinn grænn.
Dómari: Ívar Orri Kristjánsson
Áhorfendur: 952
Maður leiksins: Óskar Örn Hauksson (KR)
Byrjunarlið:
1. Beitir Ólafsson (m)
Pálmi Rafn Pálmason
2. Morten Beck ('71)
5. Arnór Sveinn Aðalsteinsson
6. Gunnar Þór Gunnarsson
8. Finnur Orri Margeirsson
11. Kennie Chopart (f) ('88)
11. Tobias Thomsen ('64)
15. André Bjerregaard
18. Aron Bjarki Jósepsson
22. Óskar Örn Hauksson (f)

Varamenn:
1. Stefán Logi Magnússon (m)
3. Ástbjörn Þórðarson ('71)
7. Skúli Jón Friðgeirsson ('64)
9. Garðar Jóhannsson
20. Robert Sandnes ('88)
23. Guðmundur Andri Tryggvason
29. Óliver Dagur Thorlacius

Liðsstjórn:
Willum Þór Þórsson (Þ)
Arnar Gunnlaugsson
Magnús Máni Kjærnested
Jón Hafsteinn Hannesson
Henrik Bödker
Vésteinn Kári Árnason

Gul spjöld:
André Bjerregaard ('74)
Pálmi Rafn Pálmason ('78)
Skúli Jón Friðgeirsson ('82)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Þessu er lokið á Alvogen-vellinum. KR fer með sigur af hólmi og því lýkur sigurhrinu Fjölnismanna. KR fer upp í fimmta sætið með sigrinum en Fjölnir fer niður um eitt sæti og í sjöunda sætið. Viðtöl og skýrsla koma innan skamms.
90. mín Gult spjald: Mario Tadejevic (Fjölnir)
Tadejevic er bókaður en eftir því sem ég kemst næst og hef séð þá fékk hann gult spjald áðan fyrir brot úti á vængnum. Það verður leiðrétt ef það er ekki rétt en þetta horfir fyrir mér þannig að hann hafi verið á gulu.
90. mín
Fjölnismenn reyna hvað þeir geta til að minnka muninn en gengur ekkert.
88. mín
Inn:Robert Sandnes (KR) Út:Kennie Chopart (KR)
86. mín
SOLBERG MEÐ SKALLA!! Gunnar Már með frábæra fyrirgjöf frá hægri inn á Solberg sem stangaði boltann beint á Beiti. Hann hefur verið öruggur í markinu í síðustu leikjum.
82. mín Gult spjald: Skúli Jón Friðgeirsson (KR)
Alvöru tækling hjá Skúla en fær gult spjald. Veit ekki alveg með það.
81. mín
Ingimundur tekur aukaspyrnuna og hún fer beint á Beiti í markinu, þetta var auðvelt.
79. mín
Aron Bjarki með skalla rétta framhjá markinu eftir aukaspyrnu. Þetta er eign KR þessi leikur!
78. mín Gult spjald: Pálmi Rafn Pálmason (KR)
77. mín
KENNIE MEÐ HÖRKUSKOT!! Fékk boltann í teignum og lét vaða en það var varið.
75. mín MARK!
Óskar Örn Hauksson (KR)
ÓSKAR ÖRN HAUKSSON FÆR SITT MARK Í DAG!!! Lét vaða á markið rétt fyrir utan og boltinn af varnarmanni og í netið. Þórður sá hann ekki þarna.
74. mín Gult spjald: André Bjerregaard (KR)
73. mín
GUÐ MINN ALMÁTTUGUR!!! Óskar Örn með rosalegt skot frá miðju og boltinn rétt yfir markið. Þórður var heldur framarlega en geggjuð tilraun engu að síður.
71. mín
Inn:Ástbjörn Þórðarson (KR) Út:Morten Beck (KR)
68. mín
Chopart með öflugt skot eftir hornspyrnu en Þórður heldur þessu, hefur haldið Fjölnismönnum inn í þessum leik.
65. mín
Inn:Igor Jugovic (Fjölnir) Út:Ægir Jarl Jónasson (Fjölnir)
Þetta er undarlegt allt saman. Igor var tekinn úr byrjunarliðinu í skýrslu fyrir leik og það kom annar maður inn á skýrslu fyrir hann en nú er hann kominn inná.
64. mín
Inn:Skúli Jón Friðgeirsson (KR) Út:Tobias Thomsen (KR)
61. mín
Tobias með hörkuskot sem Þórður ver. Það liggur annað mark í loftinu.
58. mín
Inn:Ingimundur Níels Óskarsson (Fjölnir) Út:Birnir Snær Ingason (Fjölnir)
57. mín
KENNIE CHOPART Í DAUÐAFÆRI!! Hann spólaði í gegnum vörn Fjölnismanna og lét vaða en skotið var slakt og sýndist Þórður komast í þetta. Vel varið og KR fær hornspyrnu.
56. mín Gult spjald: Torfi Tímoteus Gunnarsson (Fjölnir)
54. mín
BJERREGAARD MEÐ SKOT SEM ÞÓRÐUR VER Í STÖNG!!! KR-ingar búnir að sækja af krafti. Bjerregaard fékk gullið tækifæri til að bæta við öðru en Þórður varði gott skot hans í stöng og út. Frábær varsla.
52. mín
TOBIAS MEÐ SKOT!! Gott samspil milli hans og Bjerregaard, sem endar með því að Tobias lætur vaða á markið en Þórður var vel á verði og tók þennan bolta.
48. mín
Þarna munaði litlu. Fjölnismenn ætla að bjarga marki en enda á að skalla boltann í slá og yfir markið.
46. mín
Síðari hálfleikur er hafinn.
45. mín
Hálfleikur
KR leiðir í hálfleik og það sanngjarnt. Óskar var búinn að vera að ógna markinu ákaflega mikið og heimamenn uppskáru mark eftir margar tilraunir. Sanngjörn niðurstaða.
43. mín MARK!
Pálmi Rafn Pálmason (KR)
Stoðsending: Morten Beck
ERUÐ ÞIÐ EKKI AÐ GRÍNAST??? Morten Beck með fyrirgjöf sem Fjölnismenn hreinsa út fyrir teiginn. Pálmi lagði boltann fyrir sig og skoraði með vinstri fæti í stöng og inn. Þvílíkt mark!
42. mín
ÓSKAR GRÁTLEGA NÁLÆGT ÞVÍ AÐ KOMA KR YFIR!!! Kennie fékk boltann fyrir framan teiginn, renndi honum hægra megin á Óskar sem keyrði inn á miðjan vítateiginn en skotið fer rétt framhjá markinu. Ótrúlegt að KR sé ekki komið yfir.
41. mín
KENNIE CHOPART MEÐ SKALLA Á MARKIÐ!!! Morten Beck með frábæra fyrirgjöf sem ratar beint á hausinn á Chopart en hann skallar beint á Þórð í markinu. Þarna átti hann að gera betur.
38. mín
ÓSKAR ÖRN MEÐ HÖRKUSKOT!!! Fékk boltann í teignum, mundaði skotfótinn og þrumaði á markið en Þórður ver meistaralega út í teig.
37. mín
Óskar Örn með skot framhjá markinu af stuttu færi. Það er að koma meira líf í KR-inga núna.
26. mín
BIRNIR SNÆR INGA MEÐ AUKASPYRNU SEM FER Í STÖNG!!! Fín spyrna hjá honum með vinstri. Boltinn fór í gegnum vegginn og í stöng og aftur fyrir endamörk. KR opnaði vegginn sinn fullmikið þarna.
22. mín
LINUS OLSSON Í DAUÐAFÆRI!! Hann var búinn að prjóna sig í gegnum vörnina vinstra megin í teignum en þegar hann ætlaði að munda skotfótinn þá klikkaði eitthvað og boltinn rúllaði hægt og rólega að Beiti.
19. mín
Solberg komst í gott færi en Beitir sá við honum. Fjölnismenn töluvert hættulegri.
12. mín
MARCUS SOLBERG FELLUR Í TEIGNUM EFTIR VIÐSKIPTI SÍN VIÐ GUNNAR ÞÓR!!! Dómari leiksins dæmir ekkert. Það var vítaspyrnulykt af þessu, skal alveg viðurkenna það. Vel gert hjá Solbert í aðdragandanum og var kominn í ákjósanlegt færi. Það þarf að skoða þetta betur.
10. mín
Gunnar Már með fyrstu tilraun dagsins. Hann fékk boltann vinstra megin við vítateiginn, tókst að snúa mann af sér og ná skoti en það var slappt og Beitir handsamaði þennan bolta.
9. mín
Þetta er búið að vera fremur rólegt. Fjölnismenn eru að sækja aðeins á KR-inga núna. Þórir átti fyrirgjöf frá hægri en KR-ingar koma boltanum aftur fyrir endamörk. Það er hornspyrna.
3. mín
Uppstilling Fjölnis er 4-4-2:
Þórður
Siers - Hans Viktor - Torfi - Tadejevic
Birnir - Gunnar - Ægir - Linus
Þórir - Solberg
3. mín
Uppstilling KR er 4-4-2:
Beitir
Morten Beck - Aron Bjarki - Gunnar - Arnór
Óskar Örn - Finnur Orri - Pálmi - Chopart
Bjerregaard - Thomsen
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er byrjað í Vesturbænum.
Fyrir leik
Carnival De Paris spilað fyrir leikinn. Þvílíkur fiðringur að heyra þetta lag. Nostalgía frá HM 1998.
Fyrir leik
Það eru nokkrar mínútur í leik. Ég skal viðurkenna að mætingin hefur oft verið betri.
Fyrir leik
TG9 spáir 2-1 sigri KR í dag. Hann er að vanda hress hérna í blaðamannastúkunni.
Fyrir leik
Það þarf varla að tilkynna þetta en Bóas, stuðningsmaður KR númer 1, er mættur á völlinn. Hann er í miklu stuði og þannig viljum við hafa þetta. Maður sem er með alvöru ástríðu fyrir leiknum.
Fyrir leik
Kristján Örn Marko Stosic kemur á bekkinn í stað Gunnars. Hann er fæddur árið 1998.
Fyrir leik
Uppfærsla á byrjunarliði Fjölnis: Gunnar Már Guðmundsson kemur inn fyrir Igor Jugovic. Hann hefur líklegast meiðst í upphitun.
Fyrir leik
Ef mér skjátlast ekki hrapalega þá er Jasmín Erla Ingadóttir, leikmaður Fylkis í Pepsi-deild kvenna, systir hans. Fótboltagenin í hámarki. Otto Marinó er einnig bróðir þeirra en hann á að baki yfir 50 leiki í deild- og bikar fyrir Fjölni.
Fyrir leik
Kristall Máni Ingason tekur sæti á bekknum hjá Fjölni en hann er fæddur árið 2002. Anton Freyr Ársælsson er vanalega í hóp hjá þeim gulklæddu en hann er farinn í Leikni R.
Fyrir leik
Það eru engar breytingar á byrjunarliðum beggja liða frá síðasta leik þeirra. Það eru þó einhverjar tilfæringar á bekknum. Skúli Jón Friðgeirsson kemur á bekkinn hjá KR en Atli Sigurjónsson er ekki í hóp.
Fyrir leik
Þórir Guðjónsson, sem hefur leikið mikilvægt hlutverk í liði Fjölnis síðustu ár, hefur gert þrjú mörk í síðustu tveimur leikjum liðsins. Hann er kominn með fimm mörk í sumar og lagt upp þrjú mörk. Hann er að koma sér í gang í byrjun seinni umferðar.
Fyrir leik
KR vann öruggan 3-0 sigur gegn Víking R. í síðustu umferð á meðan Fjölnir vann 2-1 sigur á ÍBV. Síðasti tapleikur Fjölnis kom þann 19. júní en KR tapaði hins vegar fyrir Stjörnunni á dögunum, 2-0.
Fyrir leik
KR-ingar eru með 14 stig í níunda sæti deildarinnar en Fjölnir er með 15 stig í 6. sæti. Leik þessara liða í tíundu umferð var frestað í ljósi þess að KR var að leika í Evrópukeppni.
Fyrir leik
Það er mikið undir hjá báðum liðum í dag. Sigur hjá annað hvort KR eða Fjölni fleytir þeim upp í fimmta sætið.
Fyrir leik
Verið hjartanlega velkomin í beina textalýsingu frá leik KR og Fjölnis í Pepsi-deild karla.
Byrjunarlið:
12. Þórður Ingason (m)
Gunnar Már Guðmundsson
2. Mario Tadejevic
5. Torfi Tímoteus Gunnarsson
7. Birnir Snær Ingason ('58)
9. Þórir Guðjónsson
10. Ægir Jarl Jónasson ('65)
15. Linus Olsson
18. Marcus Solberg
20. Mees Junior Siers
28. Hans Viktor Guðmundsson (f)

Varamenn:
1. Jökull Blængsson (m)
5. Ivica Dzolan
7. Ingibergur Kort Sigurðsson
7. Bojan Stefán Ljubicic
8. Igor Jugovic ('65)
22. Kristjan Örn Marko Stosic
27. Ingimundur Níels Óskarsson ('58)
31. Kristall Máni Ingason

Liðsstjórn:
Ágúst Þór Gylfason (Þ)
Gunnar Sigurðsson
Gestur Þór Arnarson
Kári Arnórsson
Hildur Lilja Ágústsdóttir
Guðmundur Steinarsson
Andri Roland Ford

Gul spjöld:
Torfi Tímoteus Gunnarsson ('56)
Mario Tadejevic ('90)

Rauð spjöld: