ÍR
1
2
Haukar
Sergine Fall '16 1-0
1-1 Aron Jóhannsson '30
1-2 Alexander Helgason '84
28.07.2017  -  19:15
Hertz völlurinn
Inkasso deildin 1. deild karla 2017
Aðstæður: Góðar , léttskýjað logn og fullkomið hitastig
Dómari: Jóhann Ingi Jónsson
Maður leiksins: Terrance William Dieterich
Byrjunarlið:
Helgi Freyr Þorsteinsson
Styrmir Erlendsson
4. Már Viðarsson (f)
7. Jón Gísli Ström
13. Andri Jónasson ('80)
14. Óskar Jónsson
18. Jón Arnar Barðdal
21. Jordian Farahani
22. Axel Kári Vignisson
27. Sergine Fall ('78)
29. Stefán Þór Pálsson ('80)

Varamenn:
1. Steinar Örn Gunnarsson (m)
3. Reynir Haraldsson
7. Jónatan Hróbjartsson
11. Guðfinnur Þórir Ómarsson ('78)
19. Eyþór Örn Þorvaldsson

Liðsstjórn:
Arnar Þór Valsson (Þ)
Ásgeir Aron Ásgeirsson (Þ)
Halldór Arnarsson
Hilmar Þór Kárason
Magnús Þór Jónsson
Sævar Ómarsson
Eyjólfur Þórður Þórðarson

Gul spjöld:
Andri Jónasson ('20)
Halldór Arnarsson ('88)
Axel Kári Vignisson ('90)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Leik lokið . Haukar fara með 2-1 sigur á Hertz vellinum í kvöld en og aftur eru ÍR að tapa leik sem þeir eru betri aðilinn í en virðast ekki ná að halda út í 90 mínútur .

Góð 3 stig fyrir Hauka
90. mín
Inn:Haukur Björnsson (Haukar) Út:Arnar Aðalgeirsson (Haukar)
Loka skipting gestanna
90. mín Gult spjald: Axel Kári Vignisson (ÍR)
Svekkelsis brot
88. mín
Seinustu 10 mínútur leikja eru ekki mjög hliðhollar ÍR-ingum þeir eru að fá á sig alltof mörg mörk á þessum mínútum og eru að tapa mikilvægum stigum á því
88. mín Gult spjald: Halldór Arnarsson (ÍR)
Léttan kjaft verðskuldað
86. mín
Axel Kári með góða aukaspyrnu í markmannshornið en Terrance með frábæra vörslu ver í horn
84. mín MARK!
Alexander Helgason (Haukar)
Stoðsending: Alexander Freyr Sindrason
Haukar eru komnir yfir ! ÍR-ingar við það að bruna í skyndisókn þegar Haukar vinna boltann og boltinn er settur á fyrirliðan Alexander Freyr sem að leggur hann út en ÍR ná aðeins að pota í hann og varamaðurinn Alexander Helgason kemur á fleygiferð og hamrar hann í netið ! Alexandrarnir tveir sjá um þetta mark !
82. mín
Hilmar kemur inn með kraft ! Keyrir á vörn gestanna en þeir ná að pota í boltann Strömvélinn kemur og ætlar að setja hann í fjær en hann hittir ekki markið vantar sjálfstraust í hann
80. mín
Inn:Hilmar Þór Kárason (ÍR) Út:Stefán Þór Pálsson (ÍR)
Tvöföld skipting
80. mín
Inn:Halldór Arnarsson (ÍR) Út:Andri Jónasson (ÍR)
78. mín
Inn:Guðfinnur Þórir Ómarsson (ÍR) Út:Sergine Fall (ÍR)
Fall kemur útaf búin að ógna nokkrum sinnum Addó setur reynsluna inná í Guðfinni
77. mín
Aron Jóhannsson á gott skot fyrir utan en Helgi er búin að eiga flottan leik . Það eru 12 mínútur eftir nær annað hvort liðið að kreista út sigur ?
77. mín
Haukar kalla eftir víti en Haukur Ásberg datt inn í teig . Það var lítið í þessu
75. mín
Geggjuð varsla hjá Helga Frey ÍR-ingar kalla eftir aukaspyrnu á meðan boltinn dettur niður í teignum Þórði Jón gæti ekki verið meira sama er fyrstur á boltan og á virkilega gott skot sem að Helgi ver mjög vel !
70. mín
Haukar gera mikla atlögu að marki ÍR-inga fyrst missir Helgi af boltanum Haukar nái skoti sem ÍR-ingar komast fyrir svo skoppar boltinn í teignum en enginn gerir atlögu á hann
69. mín
Inn:Þórður Jón Jóhannesson (Haukar) Út:Harrison Hanley (Haukar)
Vinur Adnan Januzaj Þórður Jón kemur hér inná
65. mín
Jón Arnar er búin vera mjög góður í dag leggur boltann út á já þú giskaðir rétt Styrmir Erlendsson sem heldur að hann sé á skotæfingu nær góðu skoti en Terrance með frábæra vörslu og ver hann í horn
63. mín
Trúi ekki öðru en að báðir þjálfarar fari að huga að breytingum . Það vantar aðeins upp á hérna og tilvalinn tími til að koma með skiptingu í leit að þremur stigum.
62. mín
Sergine Fall er búin að vera líflegur einnig í kvöld á hér gott skot en framhjá fer það .
60. mín
Haukur Ásberg á hér gott skot sem fer framhjá markinu búinn að vera líflegur
59. mín
Styrmir Erlendsson með einn eitt skotið í þetta skiptið fer það beint á Terrance í markinu .
58. mín
Andri Jónasson á gtt skot i varnarmann og yfir markið ÍR fær en eina hornspyrnuna.
55. mín
ÍR-ingar ógna loksins í síðari hálfleik Fall með fyrirgjöf sem að Terrance grípur auðvledlega inn í.
51. mín
Haukar byrja síðari hálfleik af meiri krafti en heimamenn og eru að skap asér hálffæri Harrison Hanley með skot yfir markið úr ágætri stöðu
49. mín
Flottur sprettur hjá Hauki Ásberg upp vinstri kantinn fer framhjá Andra Jónssyni og á stórhættulega fyrirgjöf eftir jörðinni og mér sýndist það vera Aron Jóhannsson sem rétt missti af honum
47. mín
Jóhann ingi dómari leiksins hefur verið full mjúkur í kvöld og er að dæma á litlar sakir trekk í trekk
45. mín
Inn:Alexander Helgason (Haukar) Út:Ísak Jónsson (Haukar)
45. mín
Ég ætla vona að síðari hálfleikur verði aðeins meiri gæði en sá fyrri það væri algjör synd að fá ekki alvöru leik í svona veðri
45. mín
Jæja seinni hálfleikur er hafinn það eru heimamenn sem byrja með boltann samkvæmt reglum
45. mín
Hálfleikur
Þessi fyrri hálfleikur fer ekki í sögubækurnar þrátt fyrir að staðan sé 1-1 mjög bragðdaufur fyrri hálfleikur það vantar allan hraða og kraft í þetta nokkrir leikmenn hafa þó sýnt flott tilþrif .
44. mín
Aron Jóhannsson á góða aukaspyrnu á fjærstöngina þar sem Alexander Freyr er einn á auðum sjó en hann hittir ekki boltann þetta var alveg gott færi Alexander !
43. mín
Óskar Jónsson tekur aukaspyrnu sem fer himinhátt yfir
41. mín Gult spjald: Aron Jóhannsson (Haukar)
Fyrir kjaftbrúk og svekkelsis köll
41. mín
Þó að staðan sé 1-1 þá hefur þessi fyrri hálfleikur ekki boðið upp á mikla skemmtun svei mér þá ég held að það sé skemmtilegra að horfa á mömmu hekla
40. mín
Styrmir Erlends með slakt skot sem fer yfir markið .
35. mín
ÍR búnir að fá þrjár hornspyrnur í röð að lokum dæmir dómarinn brot og Haukar geta andað
30. mín MARK!
Aron Jóhannsson (Haukar)
Hvaða hax spyrna var þetta ! ? Haukar fá aukaspyrnu af svona 35 metrum, Aron Jóhannsson ákveður bara smyrja hann í vínkillinn eins og ekkert væri sjálfsagðara.
29. mín
Það heyrist ekkert í stúkunni ég auglýsi eftir smá köllum og klappi í stúkunni áfram ÍR eða áfram Haukar tökum þátt í leiknum sem stuðningsmenn
24. mín
Það vantar mikið upp á sóknarleik gestanna þegar Björgvin er ekki með frekar hugmyndasnautt hjá þeim fyrstu 25
23. mín
ÍR-ingar eru að skapa færin eins og svo oft áður . Styrmir Erlendsson með góða sendingu á Strömvélina sem tekur manninn á og tekur vinstri fótar skot en það er auðvelt fyrir Terrance i markinu.
20. mín Gult spjald: Andri Jónasson (ÍR)
Eins mikið gult spjald og það verður tekur eina iðnaðar á Hauk Ásberg sem hefur fengið að finna fyrir því í byrjun leiks.
16. mín MARK!
Sergine Fall (ÍR)
MARK !!! ÍR-ingar fá hornspyrnu, Jón Arnar með góða spyrnu. ÍR-ingar ná fyrsta boltanum hann dettur fyrir Fall sem á skot í varnarmann en hann er svo fljótur í fyrstu skrefunum að hann nær frákastinu og neglir honum framhjá Terrance í markinu !
15. mín
Jón Arnar Barðdal með einn snuddu klobba hann er búinn að vera flottur fyrsta korterið
14. mín
Styrmir Erlendsson með gott skot utan teigs í fyrsta sem fer rétt yfir markið !
12. mín
Harrisson Hanley með stórhættulega fyrirgjöf eftir jörðinni og það mátti engu muna að gestirnir kæmust í boltann þarna inn á teig !
12. mín
Jón Gísli Ström tók spyrnuna en hún var arfaslök beint í vegginn
11. mín
ÍR fá aukaspyrnu á stórhættulegum stað Alexander Freyr brýtur á Jóni Arnari. Axel Kári er líklegur til þess að taka spyrnuna
10. mín
Ágætis mæting á Hertz völlinn í kvöld en það er algjör kirkjugarðs stemming í menn ræða mál líðandi stunda yfir heitum kaffibolla enda er leikurinn fremur rólegur
6. mín
ÍR fá fyrstu hornspyrnu leiksins . Fall nýtir hraða sinn vel og nær fyrirgjöf sem Haukar hreinsa í horn
5. mín
Nánast allir varamenn Hauka eru byrjaðir að hita upp Stefán vill að menn séu heitir
4. mín
Jæja ! ÍR-ingar komast í gott færi á teigslínunni en Terrance ver skot Stefáns Þórs vel
3. mín
Fyrstu þrjár mínúturnar fremur rólegar
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er komið af stað það er Haukar sem byrja með boltann og sækja í átt að Breiðholtinu
Fyrir leik
Leikmenn ganga til leiks og að hætti breiðholtsins skellir vallarþulurinn " Hard in the paint " í gang.
Fyrir leik
Bæði lið eru án sterkra leikmanna sem taka út leikbann í dag . Hjá ÍR er miðjumaðurinn sterki Viktor Örn í banni og hjá Haukum tekur markamaskínan Björgvin Stefánsson út leikbann .
Fyrir leik
Leikmenn eru að hita upp út á velli og það styttist í leik .
Fyrir leik
Það eru frábærar aðstæður til knattspyrnuiðkunnar í dag. Það er létt skýjað, logn og fínt hitastig.

Verð að gefa ÍR-ingum klapp á bakið þeir eru í alls herjar hreingerningum hérna það er verið að skipta um gervigras, kominn nýr grasvöllur á svæðið og bygging að hefjast á velli sem verður í skjóli innandyra. Vel gert.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár en þau má sjá hér til hliðar.

ÍR-ingar gera 4 breytingar frá síðasta tapleik gegn Þrótti. Helgi Freyr kemur í markið fyrir meiddan Steinar Örn , Már viðarsson er mættur aftur í vörnina ásamt Andra Jónassyni og Fall kemur í fremstu viglínu.

Haukar gera tvær breytingar á sínu liði eftir góðan sigur á Fram. Davíð Sigurðsson og Harrison Hanley koma í byrjunarliðið fyrir Gunnar Gunnarsson og Björgvin Stefánsson.
Fyrir leik
Styrmir Erlendsson( ÍR ) NR 3 hefur spilað vel í undanförnum leikjum fyrir ÍR og heldur sæti sínu í liðinu . Hann er með gífurlega öflugan fót og les leikinn vel heimamenn þurfa mörk svo hann mætti skjóta oftar á markið.
Fyrir leik
Haukar hafa unnið 5 leiki tapað 3 en gert 5 jafntefli sem er ein af ástæðum þess að þeir sitji í 6 sæti Inkasso deildarinnar. Þeir hafa hinsvegar leikmann eins og Björgvin Stefánsson sem hefur skorað 7 mörk í 11 leikjum í ár og verið þeirra hættulegasti maðiur fram á við . Það er kannski svipað hjá Haukum og ÍR-ingum þeim vantar fleiri mörk og að klára sína leiki.
Fyrir leik
Eins og áður segir ( og hefur undirritaður skrifað um nokkra leiki hjá ÍR-ingum í sumar ) þá verða ÍR-ingar að fara skora mörk Strömvélin hefur engan veginn fundið markaskóna í sumar og það er lítið að koma frá öðrum leikmönnum. Markhæsti leikmaður liðsins eftir 14 leiki er hafsentinn Már Viðarsson sem segir mikið til um vandræði ÍR fyrir framan markið.
Fyrir leik
ÍR-ingar sitja í 10 sæti með 11 stig og hafa tapað þremur leikjum í röð. Þetta eru allt leikir sem þeir hafa verið betri í og ef ÍR-ingar byrja að klára færin sín þá ættu þeir ekki þurfa hafa neinar áhyggjur af botnbaráttunni.

Haukar sigla hinsvegar lygnan sjó í 6 sæti deildarinnar og þurfa litlar áhyggjur að hafa af fallbaráttunni og eru 10 stigum á eftir toppliði Fylkis svo það verður að sjá þá blanda sér í þá baráttu meðan topp 3 liðin eru að spila svona vel.
Fyrir leik
Hér mun fara fram bein textalýsing frá leik ÍR og Hauka í Inkasso ástríðunni
Byrjunarlið:
1. Terrance William Dieterich (m)
3. Sindri Scheving
7. Haukur Ásberg Hilmarsson
7. Davíð Sigurðsson
8. Ísak Jónsson (f) ('45)
11. Arnar Aðalgeirsson ('90)
17. Daníel Snorri Guðlaugsson
19. Baldvin Sturluson
22. Aron Jóhannsson (f)
22. Alexander Freyr Sindrason (f)
33. Harrison Hanley ('69)

Varamenn:
6. Þórður Jón Jóhannesson ('69)
6. Gunnar Gunnarsson
12. Þórir Jóhann Helgason
16. Birgir Magnús Birgisson
17. Gylfi Steinn Guðmundsson
21. Alexander Helgason ('45)
28. Haukur Björnsson ('90)

Liðsstjórn:
Stefán Gíslason (Þ)
Hilmar Trausti Arnarsson
Árni Ásbjarnarson
Elís Fannar Hafsteinsson
Andri Fannar Helgason
Þórður Magnússon

Gul spjöld:
Aron Jóhannsson ('41)

Rauð spjöld: