Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Valur
6
0
ÍA
Patrick Pedersen '44 1-0
Guðjón Pétur Lýðsson '45 2-0
Eiður Aron Sigurbjörnsson '63 3-0
Orri Sigurður Ómarsson '74 4-0
Sigurður Egill Lárusson '78 5-0
Kristinn Ingi Halldórsson '89 6-0
31.07.2017  -  20:00
Valsvöllur
Pepsi-deild karla 2017
Aðstæður: Sól og gola
Dómari: Erlendur Eiríksson
Maður leiksins: Guðjón Pétur Lýðsson - Valur
Byrjunarlið:
33. Anton Ari Einarsson (m)
Haukur Páll Sigurðsson
4. Einar Karl Ingvarsson ('76)
9. Patrick Pedersen
9. Nicolas Bögild ('69)
10. Guðjón Pétur Lýðsson
11. Sigurður Egill Lárusson
17. Andri Adolphsson ('69)
20. Orri Sigurður Ómarsson
21. Bjarni Ólafur Eiríksson
23. Eiður Aron Sigurbjörnsson

Varamenn:
Ásgeir Þór Magnússon (m)
5. Sindri Björnsson
8. Kristinn Ingi Halldórsson ('69)
13. Arnar Sveinn Geirsson
13. Rasmus Christiansen
16. Dion Acoff ('69)
23. Andri Fannar Stefánsson ('76)

Liðsstjórn:
Ólafur Jóhannesson (Þ)
Rajko Stanisic
Sigurbjörn Örn Hreiðarsson
Halldór Eyþórsson
Fannar Gauti Dagbjartsson
Einar Óli Þorvarðarson
Jóhann Emil Elíasson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Toppliðið burstaði botnliðið hér á Hlíðarenda í kvöld. Valsmenn eru nú með átta stiga forskot á toppnum á meðan ÍA er á botninum, fjórum stigum frá öruggu sæti.

Skýrsla og viðtöl innan tíðar.
89. mín MARK!
Kristinn Ingi Halldórsson (Valur)
Stoðsending: Dion Acoff
Ísinn er brotinn! Kristinn Ingi skorar loksins sitt fyrst mark í sumar!

Dion dregur sinn á miðjuna og fær sendingu frá Hauki Páli. Dion rennir boltanum síðan inn fyrir á Kristin sem klobbar Ingvar í markinu.

Léttir fyrir Kristin sem hefur klikkað á mörgum færum í sumar.
88. mín
Sigurður Egill á skot í varnarmann eftir undirbúning Dion. Þarna átti hann að skjóta með hægri í fyrsta í stað þess að taka móttökuna.
84. mín
Inn:Aron Ingi Kristinsson (ÍA) Út:Hallur Flosason (ÍA)
Rashid Yussuf fer úr bakverðinum inn á miðjuna fyrir Hall. Aron fer í bakvörðinn.
82. mín
Andri Fannar með þrumuskot fyrir utan teig sem Ingvar ver.
80. mín
Patrick Pedersen með skot í utanverða stöngina eftir góða sókn.
79. mín
Þvílík einstefna! Valsmenn hóta því að bæta við ennþá fleiri mörkum. Sýning hjá toppliðinu!
78. mín MARK!
Sigurður Egill Lárusson (Valur)
Stoðsending: Guðjón Pétur Lýðsson
Glæsilegt mark. Fær glæsilega sendingu inn fyrir frá Guðjóni Pétri, tekur boltann á kassann og klobbar Ingvar Þór Kale.
77. mín
Þvílíkt færi! Kristinn Ingi stingur alla af á hægri kantinum og rennir boltanum fyrir þar sem þrír Valsmenn eru einir gegn Ingvari. Andri Fannar tekur skotið en það er beint á Ingvar.
77. mín
Haukur Páll skallar í netið eftir hornspyrnu. Rangstaða. Þetta telur ekki!
76. mín
Inn:Andri Fannar Stefánsson (Valur) Út:Einar Karl Ingvarsson (Valur)
Síðasta skipting Valsmanna.
76. mín
Inn:Stefán Teitur Þórðarson (ÍA) Út:Steinar Þorsteinsson (ÍA)
Þetta færi var það síðasta hjá Steinari í dag.
75. mín
Langbesta færi Skagamanna! Garðar kemur boltanum yfir á Steinar Þorsteinsson sem er einn vinstra megin í teignum. Steinar á þrumuskot en Anton ver vel.
74. mín MARK!
Orri Sigurður Ómarsson (Valur)
Skorar með skoti af 25 metra færi! Glæsilega gert!

Orri fékk ekki að fara inn á teiginn í hornspyrnu. Boltinn barst út eftir hornið og Orri þakkaði fyrir sig með því að smella honum niður í bláhornið af 25 metra færi.
69. mín
Inn:Kristinn Ingi Halldórsson (Valur) Út:Nicolas Bögild (Valur)
Tvöföld skipting hjá Valsmönnum.
69. mín
Inn:Dion Acoff (Valur) Út:Andri Adolphsson (Valur)
69. mín
Siggi Lár með skot fyrir utan vítateig sem Ingvar slær til hliðar.
66. mín
Bögild með skot beint á Ingvar í markinu.
64. mín Gult spjald: Þórður Þorsteinn Þórðarson (ÍA)
Þórður að leika sér að eldinum. Traðkar á Patrick þegar búið var að dæma aukaspyrnu. Það hefði getað verið annar litur á þessu spjaldi.

Smá ryskingar á milli leikmanna í kjölfarið en Erlendur nær að róa mannskapinn.
63. mín MARK!
Eiður Aron Sigurbjörnsson (Valur)
Stoðsending: Guðjón Pétur Lýðsson
Eiður skallar hornspyrnu Guðjóns í netið af nærstönginni. Game over!
59. mín
Inn:Garðar Gunnlaugsson (ÍA) Út:Guðmundur Böðvar Guðjónsson (ÍA)
Taktísk breyting. Garðar fer up á topp með Tryggva og út af fer djúpur miðjumaður. Skagamenn reyna að auka sóknarþungann.
55. mín
Lítið sem bendir til þess að ÍA sé að koma til baka. Valsmenn líklegri til að bæta við.
54. mín
Sigurður Egill reynir að vippa yfir Ingvar Kale fyrir utan vítateig. Ingvar sér auðveldlega við honum og grípur boltann.
53. mín
Andri Adolphsson með hörkusprett. Viktor Örn kemur til bjagar. Viktor er að leika sinn fyrsta leik með ÍA eftir að hafa komið á láni frá Breiðabliki.
Varamenn Vals taka að sér ýmis hlutverk!


47. mín Gult spjald: Guðmundur Böðvar Guðjónsson (ÍA)
Mikið kapp í Gumma. Fær fyrsta spjald kvöldsins.
46. mín
Síðari hálfleikurinn hafinn. Óbreytt liðsskipan.
45. mín
Hálfleikur
Eftir afar bragðdaufan fyrri hálfleik þá skoruðu Valsmenn tvö mörk á tveimur mínútum eftir gott spil vinstra megin. Þungur róður fyrir botnlið ÍA núna.
45. mín MARK!
Guðjón Pétur Lýðsson (Valur)
Stoðsending: Bjarni Ólafur Eiríksson
Valsmenn eru að fara langt með að klára leikinn á tveimur mínútum undir lok hálfleiksins!

Aftur opnast allt vinstra megin. Ingvar átti slakt útspark og Hafþór fór út úr stöðu í hægri bakverðinum til að reyna að ná til boltans. Boltinn barst út til vinstri, Bjarni Ólafur átti fyrirgjöfina á Guðjón Pétur sem kom á ferðinni og skoraði. 2-0 fyrir toppliðinu gegn botnliðinu!
44. mín MARK!
Patrick Pedersen (Valur)
Stoðsending: Sigurður Egill Lárusson
Valsmenn eiga langa og góða sókn þar sem þeir opna vinstri kantinn. Sigurður Egill á fyrirgjöf á Patrick sem skallar að marki.

Skallinn hjá Patrick var ekkert sérstakur og beint á Ingvar í markinu. Ingvar ver skallann en boltinn fer síðan yfir marklínuna. Ingvar sló boltann út eftir að hafa varið en aðstoðardómarinn flaggaði mark. Valsmenn komnir yfir!
40. mín
Fyrirgjöf frá hægri fellur fyrir fætur Guðjóns Péturs í teignum. Varnarmaður ÍA nær að trufla Guðjón og skotið framhjá.
37. mín
Bjarni Ólafur með hættulegt hlaup inn í teiginn. Hann kemst upp að endamörkum en skagamenn ná að koma fyrirgjöfinni í burtu.
36. mín
Patrick Pedersen fær boltann skoppandi á vítateigslínu en hittir hann illa. Skotið fer framhjá.
35. mín
Hörku skyndisókn hjá ÍA. Albert Hafsteinsson er að komast í færi þegar fyrsta snertingin svíkur hann. Albert fellur síðan eftir baráttu við Hauk Pál. Skagamenn vilja víti en Erlendur hlustar ekkert á það.
34. mín
Skagamenn eru fljótir að taka öll föst leikatriði og markspyrnur. Reyna að koma Valsmönnum í opna skjöldu.
31. mín
Það er að lifna yfir þessu. Haukur Páll með hörkuskalla eftir aukaspyrnu frá Guðjóni en boltinn framhjá.
30. mín
ÞÞÞ með skot úr aukaspyrnu af 30 metra færi. Boltinn fer beint á Anton í markinu.
28. mín
Sigurður Egill með fyrirgjöf en Patrick nær ekki skallanum á markið.

Skagamenn áttu tvær sóknir á undan þessu en þegar kom að teignum runnu þær út í sandinn.
26. mín
Sólin er á móti stúkunni hér á Valsvelli. Margir áhorfendur með derhúfu til að sjá betur.

Óli Jó er að sjálfsögðu með 10/11 derhúfuna sína! Gulli Jóns líka með derhúfu á bekknum hjá ÍA.
21. mín
Það er ekki búið að vera mikið af færum hér í byrjun. Valsmenn áfram meira með boltann en vörn ÍA er þétt.
15. mín
Valsmenn eru miklu meira með boltann. Skagamenn ná honum og hreinsa. Valur byggir þá aftur upp sókn. Endurtekningar á þessu í byrjun leiks.
11. mín
Skagamenn byrja ekki að pressa Valsmenn fyrr en nokkrum metrum fyrir aftan miðju. Þéttur skagamúr!
8. mín
Valsmenn öllu líklegri í byrjun.

Andri Adolphsson reynir að fá vítaspyrnu gegn gömlu félöguum. Fellur eftir baráttu við Rashid Yussuf. Ekkert dæmt.
5. mín


Valur með þriggja manna vörn líkt og gegn Víkingi Ólafsvík.

3. mín
ÍA með fjögurra manna varnarlínu í dag en ekki fimm eins og að undanförnu.

1. mín
Leikur hafinn
Erlendur er búinn að flauta til leiks!

Fyrir leik
Skagamenn hafa bæði spilað með fjögurra manna vörn í sumar sem og með fimm manna vörn á köflum. Spennandi að sjá hvaða taktík þeir nota í kvöld.
Fyrir leik
Verið að vökva Valsvöllinn og allt að verða klárt.
Fyrir leik
Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, var greinilega sáttur eftir síðasta leik gegn Víkingi Ólafsvík sem fór þannig að Valur vann 2-1.

Óli byrjar með nákvæmlega sama byrjunarlið. Arnar Sveinn Geirsson og Dion Acoff eru áfram á bekknum.

Hjá ÍA kemur Ingvar Þór Kale aftur í markið, en auk þess gerir Gunnlaugur Jónsson tvær aðrar breytingar.

Garðar Gunnlaugsson og Arnar Már Guðjónsson eru ekki með, en Viktor Örn Margeirsson og Guðmundur Böðvar Guðjónsson byrja í þeirra stað. Guðmundur Böðvar er með fyrirliðabandið. Garðar eða Arnar eru vanalega með bandið. Garðar byrjar á bekknum í kvöld en Arnar er í banni.
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár!
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrir leik
Einar Örn Jónsson spáir í leiki umferðarinnar

Valur - ÍA 1
Þrjú stig á Hlíðarenda. PP mættur og farinn að skora og ef Valur ætlar sér titilinn eru þetta stig sem mega ekki tapast.
Fyrir leik
Patrick Pedersen spilar leik á Valsvelli í dag í fyrsta skipti síðan hann fór frá Val 2015. Patrick kom aftur til Vals frá Viking í Noregi á dögunum en fyrstu tveir leikir hans í þessu mánuði hafa verið á útivelli.

Patrick skoraði sigurmarkið í 2-1 sigri Vals á Víkingi Ólafsvík í síðustu umferð.
Fyrir leik
Arnar Már Guðjónsson, miðjumaður ÍA, tekur út leikbann í dag eftir að hafa fengið fjögur gul spjöld á tímabilinu.
Fyrir leik
Góðan og blessaðan!

Hér verður bein textalýsing frá leik Vals og ÍA í 13. umferð Pepsi-deildarinnar.

Valsmenn sitja á toppnum fyrir leikinn í kvöld með 27 stig en ÍA er með 9 stig á botni deildarinnar.
Byrjunarlið:
33. Ingvar Þór Kale (m)
Arnór Snær Guðmundsson
2. Þórður Þorsteinn Þórðarson
8. Hallur Flosason ('84)
8. Albert Hafsteinsson
10. Steinar Þorsteinsson ('76)
10. Tryggvi Hrafn Haraldsson
15. Hafþór Pétursson
18. Rashid Yussuff
24. Viktor Örn Margeirsson
29. Guðmundur Böðvar Guðjónsson ('59)

Varamenn:
12. Árni Snær Ólafsson (m)
3. Aron Ingi Kristinsson ('84)
14. Ólafur Valur Valdimarsson
18. Stefán Teitur Þórðarson ('76)
19. Patryk Stefanski
20. Gylfi Veigar Gylfason
32. Garðar Gunnlaugsson ('59)

Liðsstjórn:
Gunnlaugur Jónsson (Þ)
Jón Þór Hauksson (Þ)
Páll Gísli Jónsson
Guðmundur Sigurbjörnsson
Hjalti Rúnar Oddsson
Daníel Þór Heimisson

Gul spjöld:
Guðmundur Böðvar Guðjónsson ('47)
Þórður Þorsteinn Þórðarson ('64)

Rauð spjöld: