Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
HK/Víkingur
3
2
ÍA
0-1 Ruth Þórðar Þórðardóttir '33
Karólína Jack '45 1-1
1-2 Maren Leósdóttir '48
Linda Líf Boama '67 2-2
Linda Líf Boama '83 3-2
01.08.2017  -  19:15
Víkingsvöllur
1. deild kvenna
Aðstæður: Sól og blíða!
Dómari: Ásgeir Viktorsson
Maður leiksins: Linda Líf Boama
Byrjunarlið:
21. Björk Björnsdóttir (m)
Karólína Jack
2. Gígja Valgerður Harðardóttir
5. Margrét Sif Magnúsdóttir
7. Ragnheiður Kara Hálfdánardóttir
9. Margrét Eva Sigurðardóttir
10. Isabella Eva Aradóttir ('55)
14. Eyvör Halla Jónsdóttir
21. Edda Mjöll Karlsdóttir ('44)
24. María Soffía Júlíusdóttir ('46)
26. Laufey Elísa Hlynsdóttir

Varamenn:
4. Brynhildur Vala Björnsdóttir
11. Dagmar Pálsdóttir
13. Linda Líf Boama ('44)
17. Arna Eiríksdóttir
19. Elísabet Freyja Þorvaldsdóttir ('46)

Liðsstjórn:
Jóhannes Karl Sigursteinsson (Þ)
Milena Pesic
Anna María Guðmundsdóttir
Stefanía Ásta Tryggvadóttir
Andri Helgason
Ögmundur Viðar Rúnarsson
Egill Atlason
Hrafnhildur Hjaltalín

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
HK/Víkingur tekur öll 3 stigin hér í kvöld og tyllir sér í efsta sæti deildarinnar, a.m.k. um sinn. Heimaliðið var lengi í gang en tryggðu þennan sigur með kröftugum seinni hálfleik. Leikmenn ÍA fara heim með sárt ennið eftir að hafa spilað fínan fyrri hálfleik en þær gáfu of mikið eftir í seinni.

Ég minni á viðtöl og skýrslu seinna í kvöld.
Takk fyrir mig í bili!
90. mín
Linda á sendingu inn á Karólínu sem tekur boltann aðeins og langt en nær þó hörku skoti á markið en beint á Guðrúnu í markinu.
90. mín
Gestirnir fá horn sem Bergdís tekur en þessi fer bara beint aftur fyrir! Það er dýrt á þessum tímapunkti!
84. mín
Inn:Unnur Elva Traustadóttir (ÍA) Út:Sandra Ósk Alfreðsdóttir (ÍA)
83. mín MARK!
Linda Líf Boama (HK/Víkingur)
Stoðsending: Karólína Jack
Aftur skorar Linda eftir stoðsendingu frá Karólínu. Þær eru báðar búnar að vera mjög sprækar hérna í seinni hálfleiknum. Karólína kemur sér upp að endamörkum og leggur boltann út á Lindu sem afgreiðir þetta eins og sönnum sóknarmanni sæmir!
82. mín
DAUÐAFÆRI!!!

Heimastúlkur að koma sér í dauðafæri þar sem Ragnheiður Kara kom með enn eina fyrirgjöfina, í þetta skiptið beint á Lindu Líf, sem þurfti þó að hafa aðeins fyrir að ná boltanum niður, en Linda ákvað að leggja hann út á Margréti Sif sem var í betra færi. Margrét ætlaði að leggja boltann framhjá Guðrúnu en Guðrún gerði vel og varði með fætinum! Frábært færi til að komast yfir en inn vildi boltinn ekki!
77. mín
Ragnheiður Kara með flottan sprett upp vinstri kantinn og kemur með fyrirgjöf inn í teig en varnarmenn ÍA koma þessu frá. Það er greinilegt að Ragnheiður Kara kann betur við sig á kantinum vinstra megin en í hægri bakverðinum, sem hún spilaði í fyrri hálfleik.
76. mín
Bergdís með háa fyrirgjöf inní teiginn fyrir gestina en aftur kemur Björk vel út og grípur boltann.
74. mín
Unnur Ýr sendir háan bolta á fjær þar sem Björk kemur útúr markinu og hirðir hann áður en Maren nær til hans. Vel gert hjá Björk.
67. mín MARK!
Linda Líf Boama (HK/Víkingur)
Stoðsending: Karólína Jack
Það hlaut að koma að því! Þetta lá í loftinu!

Margrét Sif átti flotta sendingu aftur fyrir vörn gestanna þar sem Karólína kom á sprettinum. Aftur tók hún Guðrúnu í markinu á og kom svo boltanum út á Lindu Líf sem setti boltann auðveldlega í netið. Virkilega vel gert!
65. mín
FÆRI!!!

Margrét Sif aftur í fínu færi útí teignum eftir fína sókn HK/Víkings en skotið alls ekki nógu gott og varnarmenn ÍA koma þessu frá.

Þær hljóta bara að fara að jafna þennan leik!
61. mín
Ragnheiður Kara á hér fínan sprett upp vinstra megin. Fer framhjá varnarmanni gestanna og á skot, en það er yfir. Heimaliðið er að skapa sér töluvert fleiri færi hérna í seinni hálfleik heldur en í þeim fyrri.
60. mín
DAUÐA, DAUÐAFÆRI HJÁ HK/VÍKINGI!

Margrét Sif komst ein gegn Guðrúnu í markinu eftir sendingu inn fyrir frá Ragnheiði Köru! Guðrún kom út á móti henni en Margrét renndi honum hárfínt framhjá fjærstönginni!! Þarna voru gestirnir heldur betur heppnir!
59. mín
Linda Líf á geggjaða skiptingu yfir á Karólínu á hægri kantinum hjá heimastúlkum en aðstoðardómarinn flaggar rangstöðu. Karólína hefði verið komin í álitlegt færi ef hún hefði ekki verið flögguð rangstæð.
58. mín
Unnur Ýr sýnir fína takta hérna á hægri kantinum fyrir gestina. Klobbar varnarmann og lætur vaða í átt að markinu en skotið frekar langt framhjá.
57. mín
Margrét Eva tekur aukaspyrnu fyrir heimastúlkur af löngu færi en spyrnan er heldur löng og beint í hendurnar á Guðrúnu í markinu.
55. mín
Inn:Stefanía Ásta Tryggvadóttir (HK/Víkingur) Út:Isabella Eva Aradóttir (HK/Víkingur)
Miðjumaður inn fyrir miðjumann.
48. mín MARK!
Maren Leósdóttir (ÍA)
Stoðsending: Bergdís Fanney Einarsdóttir
Bergdís leggur boltann út í teig á Maren sem lendir í einhverju klafsi rétt fyrir utan markteig, einhvern veginn ná tveir varnarmenn HK/Víkings ekki að koma honum frá og eftirleikurinn auðveldur fyrir Maren og Björk kemur engum vörnum við enda skotið af afar stuttu færi.
46. mín
Inn:Elísabet Freyja Þorvaldsdóttir (HK/Víkingur) Út:María Soffía Júlíusdóttir (HK/Víkingur)
Elísabet Freyja fer í stöðu hægri bakvarðar og Ragnheiður Kara sem lék þá stöðu í fyrri hálfleik færir sig upp á vinstri kantinn.
46. mín
Leikur hafinn
Heimaliðið ætlar greinilega að setja meiri kraft í sóknarleikinn hér strax í byrjun seinni hálfleiks. Margrét Sif kemst upp hægri kantinn og gefur hann fyrir á Lindu Líf sem á fína marktilraun en varnarmaður ÍA gerir vel og kemst fyrir. HK/Víkingur fær horn og þar kemur Linda Líf á fullri siglingu inní teiginn og er ekki langt frá því að ná skalla að marki en aftur kemst varnarmaður fyrir.
45. mín
Hálfleikur
Athygli vekur að Helana og Aníta Lísa, þjálfarar ÍA, eru ekki á skýrslu í kvöld. Uppúr krafsinu hefur komið að þær eru fararstjórar í Bobby Charlton knattspyrnuskólanum í Englandi á vegum ÍT ferða þessa dagana.
45. mín MARK!
Karólína Jack (HK/Víkingur)
Stoðsending: Margrét Sif Magnúsdóttir
Karólína gerði þetta afar snyrtilega. Fékk flottan bolta inn fyrir frá Margréti Sif og keyrði í átt að marki. Guðrún kom út á móti henni en Karólína var pollróleg og fór framhjá henni og renndi boltanum svo í netið án þess að varnarmenn ÍA, sem voru á miklum spretti til baka, næðu að komast í milli.
45. mín
Eyvör Halla með stórfurðulega sendingu til baka á Björk í markinu. Hún virtist halda að hún væri undir meiri pressu en hún í raun var og lyfti boltanum til baka og Björk þurfti að hafa sig alla við að koma út á móti, út fyrir teig og hreinsa áður en sóknarmaður ÍA hirti hann hreinlega! Þarna voru heimastúlkur heppnar!
44. mín
Inn:Linda Líf Boama (HK/Víkingur) Út:Edda Mjöll Karlsdóttir (HK/Víkingur)
Meiðsli Eddu Mjallar eru greinilega það alvarleg að hún getur ekki haldið áfram leik hér í kvöld. Inná kemur Linda Líf og tekur stöðu Eddu Mjallar fremst á vellinum.
42. mín
Leikurinn stöðvaður þar sem leikmaður HK/Víkings, Edda Mjöll, þarf að fá aðhlynningu.
36. mín
Hrafnhildur Arín á fyrirgjöf frá hægri sem ratar á Heiðrúnu sem nær ágætis skoti á markið en Björk grípur hann auðveldlega. Gestirnir halda áfram að skapa sér færi á meðan heimaliðið hefur ekki skapað mikið fram á við ennþá.
33. mín MARK!
Ruth Þórðar Þórðardóttir (ÍA)
Stoðsending: Maren Leósdóttir
Isabella Eva brýtur klaufalega á sóknarmanni ÍA á milli teigs og hliðarlínu. Maren tekur aukaspyrnuna sem er dæmd í kjölfarið og enn og aftur er uppleggið það sama - senda hann háan inná fjær á Ruth sem skallar hann í þetta skiptið í stöngina og inn!
30. mín
HK/Víkingur fær aukaspyrnu á miðjum vallarhelmingi gestanna sem Gígja tekur. Boltinn hár og beint á Guðrúnu í markinu og enginn sóknarmaður gerði atlögu. Heimaliðið verður að fara að setja meiri kraft í sóknarleikinn ef þær ætla sér að vinna þennan leik og tylla sér í efsta sæti deildarinnar.
23. mín
Heiðrún Sara á arfaslaka sendingu til baka sem fer beint á miðjumann HK/Víkings, þaðan berst boltinn til Karólínu sem setur háan bolta í átt að markinu sem Guðrún grípur. Ég ætla að leyfa mér að giska á að þetta hafi átt að vera fyrirgjöf en ekki skot að marki.
20. mín
DAUÐAFÆRI!!!

Maren í dauðafæri eftir að fyrirgjöf frá hægri fer í gegnum alla og til hennar þar sem hún var í hlaupi á fjær. Hún var með hann á vinstri og skotið arfaslakt!! Ég er ekki viss um að það hefði drifið að markinu þó að Björk hefði ekki komið á móti og handsamað hann! Þarna átti Maren að gera miklu, miklu betur!
16. mín
Þarna voru heimastúlkur heppnar!!!

ÍA stúlkur sækja horn sem Maren tekur og aftur fer hann á pönnuna á Ruth sem nær ágætis skalla að marki. Björk stekkur upp en nær ekki að grípa boltann og dettur, varnarmaður ætlar að hreinsa en skýtur í sóknarmann ÍA og inn í markið fer boltinn. En dómarinn dæmir aukaspyrnu á eitthvað brot sem ég gat alls ekki séð. Og ekki gat ég séð að aðstoðardómarinn hafi flaggað þarna heldur þannig að ég ætla að leyfa mér að segja að heimastúlkur séu mjög heppnar að vera ekki marki undir!!
15. mín
Fyrsta tilraun heimastúlkna!
Fengu aukaspyrnu nálægt miðlínu sem berst á Margréti Sif en skallinn hennar er laus og auðveldur fyrir Guðrúnu í markinu.
13. mín
Gestirnir fá horn. Maren tekur hornið og Ruth stekkur hæst allra í teignum og nær skalla en hann er ekki nægilega góður og varnarmenn HK/Víkings ná að stoppa þetta eftir smá klafs.
12. mín
Karólína kemur aftur inná eftir að hafa fengið aðhlynningu utan vallar. Virðist vera í lagi með hana sem er gott fyrir heimaliðið.
9. mín
Leikurinn er stöðvaður þar sem Karólína, leikmaður HK/Víkings, þarf aðhlynningu. Ég gat ekki séð að hún hefði lent í neinu samstuði en hún heldur um hægra hnéð.
8. mín
Bergdís Fanney reynir skot af frekar löngu færi eftir sendingu frá Ruth en boltinn frekar langt yfir og engin hætta. En gestirnir eru að byrja af ágætis krafti. Heimaliðið hefur ekki komið sér í færi ennþá.
2. mín
Fyrsta færi leiksins eiga gestirnir. Fengu hornspyrnu sem barst til Ruthar sem átti skot rétt framhjá. Gestirnir halda svo pressunni.
1. mín
Leikur hafinn
HK/Víkingur hefur leik og sækir í átt að Víkingsheimilinu.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár.
HK/Víkingur gerir eina breytingu á sínu liði frá sigurleiknum gegn Víkingi Ó. í síðustu umferð. Þar kemur Karólína Jack inn fyrir Þórhönnu Ingu Ómarsdóttur.
ÍA gerir 3 breytingar á sínu liði frá tapinu gegn Keflavík í síðustu umferð. Þar kemur Guðrún Valdís Jónsdóttir inn í markið fyrir Katrínu Maríu Óskarsdóttur. Hrafnhildur Arín Sigfúsdóttir tekur sæti Anítu Sól Ágústsdóttur og Heiðrún Sara Guðmunsdóttir tekur sæti Veronicu Líf Þórðardóttur.
Fyrir leik
Bæði lið léku síðustu leiki sína á föstudaginn. HK/Víkingur sótti 3 stig í Ólafsvík á meðan ÍA tapaði í Keflavík. Það er greinilegt að leikmenn HK/Víkings hafa komið vel stemmdar heim frá Hollandi þar sem þær voru í æfingaferð á meðan íslenska landsliðið spilaði á EM.
Fyrir leik
Lið gestanna hefur ekki náð því flugi sem reiknað var með fyrir mót og hefur einungis unnið 4 af sínum 12 leikjum hingað til. Þær sitja í 7. sæti deildarinnar með 14 stig, sem er þó nokkuð þægilega fjarri fallsæti en að sama skapi heldur langt frá toppbaráttunni. En með sigri í kvöld myndu þær jafna ÍR að stigum sem situr í 5. sæti deildarinnar. Ég held að það sé alveg ljóst að þær vilji vinna hér í kvöld til að klifra aðeins hærra í töflunni.
Fyrir leik
Mikil spenna er að færast í toppbaráttu deildarinnar þar sem einungis munar 6 stigum á liðinu í 1. sæti og því í 4. sætinu. En liðin í 2.-4. sæti eiga öll leik til góða á topplið deildarinnar, Selfoss. Eins og staðan er núna situr HK/Víkingur í 3. sæti deildarinnar með 24 stig en Selfoss er með 26 stig. Heimaliðið getur því komið sér uppí efsta sætið með sigri hér í kvöld og haldið því a.m.k. þangað til annað kvöld þegar Þróttur R. sækir heim Víking Ó. Þróttur R. er sem stendur með 25 stig í 2. sæti deildarinnar og getur því með sigri á morgun komið sér í efsta sæti deildarinnar. Það er því mjótt á munum á toppnum og verður spennandi að sjá hver staðan verður eftir leiki kvöldsins og morgundagsins.
Fyrir leik
Góða kvöldið!
Hér fer fram bein textalýsing frá leik HK/Víkings og ÍA í 1. deild kvenna.
Byrjunarlið:
1. Guðrún Valdís Jónsdóttir (m)
Heiðrún Sara Guðmundsdóttir
Hrafnhildur Arín Sigfúsdóttir
6. Hulda Margrét Brynjarsdóttir (f)
9. Maren Leósdóttir
11. Fríða Halldórsdóttir
13. Birta Stefánsdóttir
17. Unnur Ýr Haraldsdóttir
18. Bergdís Fanney Einarsdóttir
20. Sandra Ósk Alfreðsdóttir ('84)
32. Ruth Þórðar Þórðardóttir

Varamenn:
30. Katrín María Óskarsdóttir (m)
6. Ásta María Búadóttir
13. Elísa Eir Ágústsdóttir
22. Karen Þórisdóttir
23. Þórhildur Arna Hilmarsdóttir

Liðsstjórn:
Kristinn H Guðbrandsson (Þ)
Steindóra Sigríður Steinsdóttir
Aldís Ylfa Heimisdóttir
Unnur Elva Traustadóttir
Anna Sólveig Smáradóttir
Hjördís Brynjarsdóttir

Gul spjöld:

Rauð spjöld: