Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Selfoss
1
2
Keflavík
0-1 Jeppe Hansen '3
0-2 Marc McAusland '52
Svavar Berg Jóhannsson '62 1-2
02.08.2017  -  19:15
JÁVERK-völlurinn
Inkasso deildin 1. deild karla 2017
Aðstæður: Frábærar aðstæður á Selfossi. Sólin skín og allir hamingjusamir.
Dómari: Einar Ingi Jóhannsson
Áhorfendur: 380 stykki.
Maður leiksins: Hólmar Örn Rúnarsson
Byrjunarlið:
1. Guðjón Orri Sigurjónsson (m)
Þorsteinn Daníel Þorsteinsson
Ingi Rafn Ingibergsson
Óttar Guðlaugsson
3. Gylfi Dagur Leifsson
4. Andy Pew (f)
7. Svavar Berg Jóhannsson
8. Ivan Martinez Gutierrez ('60)
15. Elvar Ingi Vignisson
16. James Mack ('73)
17. Haukur Ingi Gunnarsson ('60)

Varamenn:
1. Pétur Logi Pétursson (m)
9. Leighton McIntosh ('60)
13. Kristinn Sölvi Sigurgeirsson ('73)
14. Hafþór Þrastarson
18. Arnar Logi Sveinsson ('60)
20. Eysteinn Aron Bridde
21. Stefán Ragnar Guðlaugsson
22. Adam Örn Sveinbjörnsson
23. Arnór Ingi Gíslason

Liðsstjórn:
Gunnar Borgþórsson (Þ)
Elías Örn Einarsson
Jóhann Bjarnason
Hafþór Sævarsson
Jóhann Árnason
Baldur Rúnarsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
LEIK LOKIÐ!

Keflvíkingar tylla sér í toppsæti Inkassodeildarinnar með þessum sigri.

Takk fyrir mig í kvöld, gleðilega verslunarmannahelgi.
90. mín
Keflvíkingar fá hornspyrnu, taka stutt og tefja.
90. mín
SELFYSSINGAR NÁLÆGT ÞVÍ!

Þorsteinn Daníel með langt innkast og Andy kemur í flikkið, flikkar á fjær þar sem Ingi Rafn er, leggur boltann til hliðar og tekur skotið sem er RÉTT framhjá!
90. mín
Þá siglum við inn í uppbótartíma.

Þetta verða ekki mikið meira en solid 3 mínútur.
87. mín
Inn:Anton Freyr Hauks Guðlaugsson (Keflavík) Út:Lasse Rise (Keflavík)
Keflvíkingar þétta raðirnar.
86. mín
Þorsteinn Daníel með misheppnaða skot tilraun. Fer á vinstri fótinn og boltinn langt yfir markið.

Hægri betri.
84. mín
Selfyssingar þurfa bara einfaldlega að gera meira ætli þeir sér stig úr þessum leik.

Lítur ekkert út fyrur jöfnunarmark.
81. mín
10 mínútur eftir.

Selfyssingar að færa sig framar á völlinn.
78. mín
Keflvíkingar BRJÁLAÐIR!

Lasse Rise fær stungusendingu en Magnús Garðarsson aðstoðardómari lyftir upp flagginu. Kolrangur dómur hjá mínum manni, því miður.
75. mín
Allt í einu tveir boltar komnir inn á völlinn og Einar Ingi dómari ætlar að sparka boltanum útaf meðan leikurinn er i gangi en sparkar í Ísak Óla sem er ekki skemmt.

Saklaust og fyndið.
73. mín
Inn:Kristinn Sölvi Sigurgeirsson (Selfoss) Út:James Mack (Selfoss)
JC átt líflegri daga, verður að segjast.
70. mín
Rólegt yfir þessu núna.

Macintosh auðvitað kominn inná hjá Selfyssingum og beinast öll augu stuðningsmanna Selfyssinga að honum, á að skora mörkin.
66. mín
ÞETTA ER ENDANNA Á MILLI, ÞVÍLÍKUR LEIKUR!

Elvar Ingi fær boltann á lofti rétt fyrir utan teig og þvílíkur HAMMER en rétt framhjá því miður fyrir hann!
65. mín
Jeppe Hansen í fínu færi eftir sendingu frá Lasse, fyrsta snerting þó léleg og Gaui ver boltann frá honum.
63. mín
ADAM ÁRNI!

Sólar 4-5 leikmenn Selfyssinga og er allt í einu kominn einn í gegn, nær síðan skoti sem Gaui ver frábærlega.

Þvílík tilþrif!
62. mín MARK!
Svavar Berg Jóhannsson (Selfoss)
Stoðsending: Elvar Ingi Vignisson
MAAAAAAARK!

Selfyssingar eru að minnka muninn og það er varnarsinnaði miðjumaðurinn Svavar Berg sem gerir það eftir frábæra sendingu frá Elvari Inga.

Fyrirgjöf meðfram jörðinni beint á Svavar sem rennir boltanum í netið.
61. mín
Inn:Leonard Sigurðsson (Keflavík) Út:Juraj Grizelj (Keflavík)
60. mín
Inn:Leighton McIntosh (Selfoss) Út:Ivan Martinez Gutierrez (Selfoss)
60. mín
Inn:Arnar Logi Sveinsson (Selfoss) Út:Haukur Ingi Gunnarsson (Selfoss)
58. mín
SLÁÁÁÁIN!

Pachu Ivan Martinez með þrumufleyg og beint í slánna! Þvílíkt skot!

Sjáum hvort þetta kveiki í heimamönnum.
56. mín
Sýnist Selfyssingar vera að undirbúa tvöfalda skiptingu.
52. mín MARK!
Marc McAusland (Keflavík)
Stoðsending: Marko Nikolic
MAAAAAARK!

Keflvíkingar að auka forystu sína og aftur er það í upphafi síðari hálfleiks! Það var þó í upphafi fyrri hálfleiks áðan!

Keflvíkingar fá virkilega soft aukaspyrnu úti hægra megin sem Marko Nikolic tekur, boltinn ratar beint á Marc Ausland sem setur boltann í netið!
49. mín
DAUÐAFÆRI!

Jeppe Hansen fær frábæra fyrirgjöf frá Juraj og fær frían skalla svona einum metra frá markinu en skallar boltann rétt yfir.

Selfyssingar heppnir!
48. mín
Hér er ég hræddur um að Ísak Óli hafi steinrotast!

JC með hrikalega fast skot sem smellur í hausnum á Ísaki og hann steinliggur. Fær aðhlynningu.
46. mín
Seinni hálfleikur er hafinn og mér sýnist bæði lið vera óbreytt.
45. mín
Hálfleikur
Hálfleikur á Selfossvelli.

Ansi dýrt fyrir Selfyssinga að hafa ekki byrjað leikinn fyrr en á 20. mínútu.

Sjáumst í seinni.
45. mín
Erum komin í uppbótartíma fyrri hálfleiks.

Lítið í gangi.
43. mín
Gylfi Dagur búin að eiga góðan dag í vinstri bakverðinum hjá Selfyssingum.

Kemur hér með fína fyrirgjöf en aðstoðardómarinn metur svo að boltinn hafi farið útaf. Við treystum því.
41. mín
Fáum sennilega fínan uppbótartíma við þennan fyrri hálfeik.
38. mín Gult spjald: Lasse Rise (Keflavík)
Leikurinn búin að vera stopp núna í 4 mínútur.

Verið að hlúa að báðum leikmönnum. Lasse Rise fær gult spjald þegar hann stendur upp, verðskuldað.
35. mín
Samstuð í vítateig Selfyssinga.

Það kemur fyrirgjöf frá vinstri og Guðjón Orri ætlar að kýla boltann burt en Lasse Rise kemur á fullri ferð inn í Guðjón og þeir liggja báðir á vellinum.
31. mín
Ansi rólegt þessar mínúturnar.

Bæði lið skiptast á að vera með boltann og missa hann til hvors annars.
28. mín
Elvar Ingi tröll inn í teignum!

Fær fyrirgjöf frá Þorsteini, tekur boltann á kassann og nær honum niður en er í litlu jafnvægi þegar hann nær skotinu og það því hátt yfir.
26. mín
Heimamenn heldur betur að lifna við og Keflvíkingar komast hvorki lönd né strönd. Elvar Ingi með skot eftir fyrirgjöf en Sindri grípur.
23. mín
Selfyssingar hér með sitt fyrsta skot á mark og það er Elvar Ingi sem á það en skotið laflaust og ekkert ves fyrir Sindra Kristinn.
21. mín
Selfyssingar eru aðeins að róast hérna og eru farnir að ná að spila boltanum upp. Eiga hér nokkra krossa í röð sem Keflvíkingar ná alltaf að skalla burt. Endar með því að Sindri grípur einn boltann og kemur honum fram.
18. mín
Juraj Grizelj búin að vera virkilega flottur þessar fyrstu mínútu og á hér MJÖG gott skot að marki Selfyssingar sem Gaui ver frábærlega og varnarmenn Selfyssinga ná frákastinu og koma boltanum burt.
16. mín
Jeppe Hansen með nokkuð gott skot á vítateigslínu sem fer af Andy og afturfyrir, hornspyrna Keflvíkinga.
14. mín
JC Mack brýtur klaufalega á Adami Árna við hornfána.

Grizelj tekur spyrnuna sem er góð og Þorsteinn Daníel bjargar aftur á línu en það var þó aldrei í hættu og Selfyssingar koma boltanum frá.
13. mín
Selfyssingar eru bara í miklum vandræðum þessar fyrstu mínútur. Öll grundvallaratriði fótboltans í ólagi. Einfaldar sendingar að klikka og menn virðast stressaðir.
9. mín
Selfyssingar bjarga á LÍNU!

Adam Árni kemst í þröngt færi sem Guðjón Orri vel ver en boltinn fer aftur í Adam og virðist vera á leiðinni inn en Þorsteinn Daníel mættur og bjargar því að Keflvíkingar auki forystu sína.

Selfyssingar þurfa að vakna.
7. mín
u-17 ára landslið Danmerkur er mætt á völlinn og sest í Keflavíkur stúkuna og tekur þátt í söngvum með stuðningsmönnum Keflavíkur. Þeir eru þáttakendur á Norðurlandamóti u-17 ára liða en einn riðillinn er spilaður á Selfossi.

Eru væntanlega að fylgjast með sínum nanni Lasse Rise í liði Keflavíkur.
5. mín
Selfyssingar fá hér fyrstu hornspyrnu leiksins í einmitt sinni fyrstu sókn. Þorsteinn Daníel tekur spyrnuna en Keflvíkingar skalla boltann auðveldlega frá.
3. mín MARK!
Jeppe Hansen (Keflavík)
Stoðsending: Juraj Grizelj
MAAAAAAARK!


3 mínútur SLÉTTAR á klukkunni þegar Jeppe Hansen kemur Keflvíkingum. Juraj Grizelj einfaldlega með frábæra stungusendingu inn fyrir á Jeppe Hansen sem klárar færið eins og alvöru framherji, sem hann er!

Frábær byrjun hjá Keflvíkingum sem hafa verið með öll völd á vellinum þessar fyrstu mínútur.
2. mín
SLÁÁÁÁIN!

Lasse Rise fær boltan á vítateigslínu Selfyssinga, fíflar tvo leikmenn og HAMRAR boltanum í slánna. Einhverjir Keflvíkingar heimta það að boltinn hafi farið inn þegar hann skoppaði niður en ég skal ekki segja!

Svakaleg byrjun!
1. mín
Leikur hafinn
Leikurinn er hafinn og það eru heimamenn sem hefja leik með boltann. Ég ætla að gerast svo djarfur og lofa 3-5 mörkum í þennan leik.

Góða skemmtun!
Fyrir leik
Þá er þetta að hefjast. Liðin ganga hér út á völlinn, Einar Ingi Jóhannsson og hans aðstoðarmenn fremstir í flokki.

Bæði lið í sínum aðalbúningum hér í kvöld.
Fyrir leik
Fyrir þá sem ómögulega komast á völlinn verður hann sýndur í beinni útsendingu á SelfossTv.

Linkur á forsíðunni.
Fyrir leik
Byrjurarlið Keflvíkinga ógnarsterkt, gera eina breytingu frá jafnteflinu við Fylki í síðustu umferð.

Sigurbergur sest á bekkinn og Jura Grizelj kemur inn í liðið.
Fyrir leik
Selfyssingar að gera það sem ég hef aldrei verið hrifin af, hita upp í aðalbúningum. Verið í einhverjum upphitunartreyjum!
Fyrir leik
Hjá Selfyssingum kemur lítið á óvart nema kannski það að Óttar Guðlaugsson byrjar leikinn. Hafþór Þrastarson ekki verið með í síðustu leikjum en hann glímir við meiðsli.

Nýjasti leikmaður Selfyssinga, Leighton McIntosh á varamannabekknum.
Fyrir leik
Hér sjáum við byrjunarliðin koma inn.
Fyrir leik
Félögum í stuðningsmannaklúbbi Selfyssinga verður boðið upp á allskyns kræsingar í hálfleik í kvöld en það er ekki frásögufærandi nema fyrir þær sakir að það verða nýjungar, Macintosh, nammið frábæra verður einnig á boðstólnum.

Tilefnið er einmitt það að McIntosh gekk til liðs við Selfoss nú á dögunum.
Fyrir leik
Síðustu 5 viðureignir þessara liða hafa verið nokkuð jafnar.

Þrír leikir hafa endað með jafntefli og síðan hafa liðin unnið sitthvoran leikinn. Síðasti leikur á milli þessara liða fór fram fyrr í sumar en þá lauk leiknum einmitt með jafntefli, 2-2.
Fyrir leik
Selfyssingar fengu liðstyrk á lokadegi gluggan þegar liðið nældi sér í skoskan framherja, sá heitir McIntohs en hann hefur spilað í neðri deildum Skotlands síðustu ár.

Verður spennandi að sjá hvernig McIntohs kemur inn í íslenska boltann.
Fyrir leik
Selfyssingar voru í bölvuði basli fyrri hluta mótsins að skora mörk. Gunnar Borgþórsson og hans teymi hafa greinilega verið að vinna í því að bæta það því liðið hefur skorað 8 mörk í síðustu 3 leikjum.

Liðið vann þægilegan sigur gegn Gróttu í síðustu umferð, 0-2. Elvar "Uxi" Vignisson með tvö mörk.
Fyrir leik
Það er bullandi partý í Keflavík um þessar mundir en liðið hefur einungis tapað einum leik í síðustu 9!

Liðið gerði 3-3 jafntefli við topplið Fylkis í síðustu umferð en fyrir leikinn í kvöld sitja Keflvíkingar í 2.sæti deildarinnar, einmitt tveimur stigum á eftir Fylki.

Keflvíkingar gætu því tölfræðilega tyllt sér í toppsætið í kvöld.
Fyrir leik
Ívar Örn, betur þekktur sem aukspyrnu-Ívar, leikmaður Víkings R. er spámaður umferðarinnar en svona spáir hann þessum leik:

Selfoss 1 - 1 Keflavík
Hörkuleikur sem endar með jafntefli. Selfyssingar sjá eftir stigunum enda að missa af toppbaráttunni.
Fyrir leik
Góða kvöldið og verið velkomin á JÁVERK-völlinn á Selfossi þar sem við ætlum að fylgjast með leik Selfoss-Keflavík í 15.umferð Inkasso-deildarinnar.

Viðureign ÍR-Fram fór fram í gærkvöldi en heilir 5 leikir verða spilaðir í deildinni í kvöld.

ÍR-Fram (2-2)
Haukar-Þór
Leiknir F-Leiknir R
Þróttur-Grótta
Selfoss-Keflavík
Fylkir-HK

Byrjunarlið:
1. Sindri Kristinn Ólafsson (m)
Marc McAusland
2. Ísak Óli Ólafsson
5. Juraj Grizelj ('61)
8. Hólmar Örn Rúnarsson (f)
9. Adam Árni Róbertsson
14. Jeppe Hansen
16. Sindri Þór Guðmundsson
18. Marko Nikolic
25. Frans Elvarsson
99. Lasse Rise ('87)

Varamenn:
7. Rúnar Þór Sigurgeirsson
22. Leonard Sigurðsson ('61)
29. Fannar Orri Sævarsson
45. Tómas Óskarsson

Liðsstjórn:
Guðlaugur Baldursson (Þ)
Ómar Jóhannsson
Sigurbergur Elísson
Aron Elís Árnason
Jónas Guðni Sævarsson
Þórólfur Þorsteinsson
Jón Örvar Arason
Anton Freyr Hauks Guðlaugsson
Anna Pála Magnúsdóttir

Gul spjöld:
Lasse Rise ('38)

Rauð spjöld: