Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
ÍA
3
2
Keflavík
Gary Martin '21 1-0
1-1 Guðmundur Steinarsson '37 , víti
Ólafur Valur Valdimarsson '64 2-1
2-2 Arnór Ingvi Traustason '73
Garðar Gunnlaugsson '90 3-2
20.05.2012  -  19:15
Akranesvöllur
Pepsi-deild karla
Aðstæður: Völlurinn frábær og veðrið gott
Dómari: Þóroddur Hjaltalín Jr.
Áhorfendur: 1786
Maður leiksins: Gary Martin
Byrjunarlið:
12. Árni Snær Ólafsson (m)
Jóhannes Karl Guðjónsson
Aron Ýmir Pétursson
Arnar Már Guðjónsson
Einar Logi Einarsson
Ármann Smári Björnsson ('65)
10. Jón Vilhelm Ákason
14. Ólafur Valur Valdimarsson ('67)
19. Eggert Kári Karlsson ('59)

Varamenn:
17. Andri Adolphsson
25. Andri Geir Alexandersson
29. Guðmundur Böðvar Guðjónsson ('65)
32. Garðar Gunnlaugsson ('67)

Liðsstjórn:
Páll Gísli Jónsson

Gul spjöld:
Gary Martin ('21)

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Komið þið sæl og verið velkomin í beina textalýsingu frá leik ÍA og Keflavíkur í 4. umferð Pepsi-deildar karla. Liðin hafa farið ágætlega af stað á þessu Íslandsmóti en Skagamenn hafa verið á blússandi ferð sem nýliðar í deildinni og unnið alla þrjá fyrstu leikina og eru í efsta sæti. Keflvíkingar eru aftur á móti í fimmta sæti deildarinnar og hafa unnið einn leik, gert eitt jafntefli og tapað einum leik.
Fyrir leik
Merkileg staðreynd að þessi lið hafa mæst 119 sinnum í opinberum leikjum á vegum KSÍ frá árinu 1958. Staðan í þessum innbyrðis viðureignum er sú að ÍA hefur unnið 65 leiki, Keflavík hefur unnið 36 leiki og 18 leikjum hefur lyktað með jafntefli. Markatalan í þessum leikjum er 232-156 ÍA í hag.
Fyrir leik
Þessi lið mættust síðast í efstu deild keppnistímabilið 2008. Þá unnu Keflvíkingar á Skipaskaga 4-1 en 3-1 þegar liðin mættust í Keflavík. Síðasti sigurleikur ÍA á Keflavík á Akranesi kom árið 2007 þegar ÍA vann 2-1 í sögufrægum leik þar sem Bjarni Guðjónsson skoraði sigurmarkið á umdeildan hátt.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár hérna sitt hvoru megin við við textann.

Hjá ÍA eru gerðar þrjár breytingar frá leiknum við Fylkir en út fara Mark Doninger, Páll Gísli Jónsson og Garðar Gunnlaugsson og inn koma Árni Snær Ólafsson, Ólafur Valur Valdimarsson og Eggert Kári Karlsson.

Hjá Keflavík eru gerðar tvær breytingar frá leiknum við Stjörnuna en Gregor Mohar og Einar Orri Einarsson fara út og inn koma Magnús Þór Magnússon og Denis Selimovic.
Fyrir leik
Áhorfendur eru byrjaðir að streyma inn á völlinn og stefnir í góða mætingu enda eru aðstæður á vellinum allar hinar bestu. Völlurinn upp á sitt besta og fallegt veður þrátt fyrir smá vind.
Fyrir leik
Liðin eru nú að ganga inn á völlinn og leikurinn fer brátt að hefjast.
1. mín
Leikurinn er hafinn og Keflavík byrjar með boltann.
2. mín
Skagamenn komnir í álitlega sókn og Gary Martin fær boltann inni í vítateig en missir boltann frá sér.
7. mín
Jóhann B. Guðmundsson með skot framhjá marki ÍA.
10. mín
Bæði lið hefja leik af krafti og sækja töluvert.
10. mín
Inn:Magnús Sverrir Þorsteinsson (Keflavík) Út:Hilmar Geir Eiðsson (Keflavík)
Skipting hjá Keflavík. Hilmar Geir Eiðsson fer útaf vegna meiðsla og inn kemur Magnús Sverrir Þorsteinsson
15. mín
Stórsókn að marki Keflavíkur. Gary Martin á góða sendingu utan af kanti, Eggert Kári Karlsson skallar boltann á Arnar Má Guðjónsson sem er í frábæru skotfæri en skot hans fer rétt framhjá stönginni.
17. mín
Jóhann B. Guðmundsson með góða rispu upp vallarhelming ÍA og á hörkuskot sem fer rétt yfir þverslánna.
20. mín
Einar Logi Einarsson á góða sendingu utan af vinstri kanti og þar skallar Arnar Már Guðjónsson boltann framhjá stönginni.
21. mín MARK!
Gary Martin (ÍA)
Mikill atgangur á sér stað í vítateig Keflavíkur. Eggert Kári Karlsson á skot á vítateigslínunni sem fer í varnarmann og þaðan til Gary Martin sem er einn á auðum sjó í vítateignum þar sem Ómar Jóhannsson hafði farið í úthlaup. Gary á ekki í erfiðleikum með að koma boltanum í tómt markið.
21. mín Gult spjald: Gary Martin (ÍA)
31. mín Gult spjald: Arnór Ingvi Traustason (Keflavík)
32. mín
Töluvert jafnræði er í leiknum. Bæði eiga góðar sóknarlotur en ná ekki að nýta færin.
37. mín Mark úr víti!
Guðmundur Steinarsson (Keflavík)
Aron Ýmir Pétursson handleikur boltann eftir baráttu við Jóhann B. Guðmundsson inni í vítateig ÍA og vítaspyrna dæmd. Úr vítaspyrnunni skorar Guðmundur Steinarsson af öryggi.
45. mín
Flautað er til hálfleiks og staðan 1-1.
46. mín
Seinni hálfleikur er hafinn og ÍA byrjar með boltann.
49. mín
Arnar Már Guðjónsson á hörkuskot að marki Keflavíkur en Ómar Jóhannsson ver vel í markinu.
55. mín
ÍA fær aukaspyrnu rétt fyrir utan vítateig Keflavíkur eftir að brotið er á Gary Martin. Jóhannes Karl Guðjónsson tekur skotið en botlinn fer í varnarmann.
59. mín
Inn:Wentzel Steinarr Ragnarsson Kamban (ÍA) Út:Eggert Kári Karlsson (ÍA)
62. mín
Arnór Ingvi Traustason fær boltann inni í vítateig ÍA og á frábært skot sem Árni Snær Ólafsson ver meistaralega.
64. mín MARK!
Ólafur Valur Valdimarsson (ÍA)
Dean Martin á góða rispu upp hægri kantinn og gefur sendingu inn í vítateig. Þar er Jón Vilhelm Ákason og skallar boltann aftur fyrir sig á Ólaf Val Valdimarsson sem skallar í fjærhornið.
65. mín
Inn:Guðmundur Böðvar Guðjónsson (ÍA) Út:Ármann Smári Björnsson (ÍA)
67. mín
Inn:Garðar Gunnlaugsson (ÍA) Út:Ólafur Valur Valdimarsson (ÍA)
69. mín
Inn:Sigurbergur Elísson (Keflavík) Út:Guðmundur Steinarsson (Keflavík)
73. mín MARK!
Arnór Ingvi Traustason (Keflavík)
Arnór Ingi Traustason fær boltann rétt fyrir utan vítateig ÍA og á bylmingsskot að marki sem Árni Snær Ólafsson á ekki möguleika á að verja.
76. mín Gult spjald: Denis Selimovic (Keflavík)
81. mín Gult spjald: Grétar Atli Grétarsson (Keflavík)
84. mín
Bæði lið sækja af miklum krafti til að ná fram sigurmarkinu. Marktækifæri koma á báða bóga en varnir liðanna eru sterkar.
85. mín
Jóhann B. Guðmundsson á góða sendingu frá hægri þar sem Haraldur Freyr Guðmundsson á hörkuskot rétt yfir markið.
86. mín
Mikill barningur er í vítateig Keflavíkur og Garðar Gunnlaugsson nálægt því að koma boltanum í netið en varnarmenn Keflavíkur bjarga á síðustu stundu.
90. mín MARK!
Garðar Gunnlaugsson (ÍA)
Dean Martin á gott hlaup upp hægri kantinn og nær fyrirgjöf inn í vítateig Keflavíkur. Gary Martin fær boltann við vítateigslínuna og heldur boltanum vel. Hann leggur boltann út á Garðar Gunnlaugsson sem skorar með frábæru skoti efst í markhornið. Getur það verið að Skagamenn séu að vinna einn leikinn enn með innáskiptingunum.
92. mín
Dean Martin á eina rispuna enn upp kantinn og kemur með snilldarsendingu á fjærstöngina þar sem Gary Martin er vel staðsettur en Ómar Jóhannsson ver glæsilega.
93. mín
Keflvíkingar vilja fá vítaspyrnu eftir að sóknarmaður þeirra fellur í samskiptum við varnarmann íA við vítateigslínuna. Þóroddi Hjaltalín lætur sér fátt um finnast og lætur leikinn halda áfram.
94. mín
Leik lokið með sigri heimamanna 3-2. Í enn eitt skiptið eru það varamenn ÍA sem eru að klára leikinn með stoðsendingum eða mörkum.
Byrjunarlið:
Haraldur Freyr Guðmundsson
Ómar Jóhannsson
Jóhann Birnir Guðmundsson
25. Frans Elvarsson

Varamenn:
12. Bergsteinn Magnússon (m)
9. Daníel Gylfason
11. Magnús Sverrir Þorsteinsson ('10)
11. Bojan Stefán Ljubicic

Liðsstjórn:
Sigurbergur Elísson

Gul spjöld:
Grétar Atli Grétarsson ('81)
Denis Selimovic ('76)
Arnór Ingvi Traustason ('31)

Rauð spjöld: