Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Í BEINNI
Besta-deild karla
Stjarnan
LL 1
0
Valur
Valur
2
0
Breiðablik
Hlín Eiríksdóttir '14 1-0
Elín Metta Jensen '75 2-0
10.08.2017  -  19:15
Valsvöllur
Pepsi-deild kvenna 2017
Dómari: Elías Ingi Árnason
Maður leiksins: Elín Metta Jensen
Byrjunarlið:
12. Sandra Sigurðardóttir (m)
3. Pála Marie Einarsdóttir
4. Arna Sif Ásgrímsdóttir
5. Ariana Calderon ('89)
8. Laufey Björnsdóttir
10. Elín Metta Jensen
14. Hlín Eiríksdóttir
17. Thelma Björk Einarsdóttir ('83)
26. Stefanía Ragnarsdóttir
31. Vesna Elísa Smiljkovic ('79)
44. Málfríður Erna Sigurðardóttir

Varamenn:
12. Bryndís Gunnarsdóttir (m)
2. Hlíf Hauksdóttir ('89)
5. Hrafnhildur Hauksdóttir ('83)
9. Margrét Lára Viðarsdóttir
13. Anisa Raquel Guajardo ('79)
16. Ísabella Anna Húbertsdóttir
20. Hallgerður Kristjánsdóttir
27. Hanna Kallmaier

Liðsstjórn:
Úlfur Blandon (Þ)
Ásta Árnadóttir
Kristín Ýr Bjarnadóttir
Rajko Stanisic
Thelma Guðrún Jónsdóttir
Jón Stefán Jónsson

Gul spjöld:
Elín Metta Jensen ('40)
Thelma Björk Einarsdóttir ('50)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Leik lokið. Sanngjarn sigur Valskvenna.
Skýrsla og viðtöl koma inn bráðum.
Takk fyrir mig!
90. mín
Pála með skalla í stöngina. DAUÐAFÆRI!! Þetta var óvænt! Annað færið hennar Pálu í leiknum. Hún er stórhættulegt í teignum, það verður ekki tekið af henni!

89. mín
Inn:Hlíf Hauksdóttir (Valur) Út:Ariana Calderon (Valur)
Ariana lenti í samstuði og liggur enn hinum megin í aðhlynningu hjá sjúkraþjálfara.

Hlíf kemur inn á fyrir hana og hittir systur sína Hrafnhildi á vellinum. Heimilislegt.
87. mín
Nei ég er ekki sofnuð. Hér hefur bara lítið gerst. Blikar reyna hvað þær geta til að byggja upp sókn. Þetta gengur bara lítið. Valskonur ætla að halda þetta út
83. mín
Inn:Hrafnhildur Hauksdóttir (Valur) Út:Thelma Björk Einarsdóttir (Valur)
82. mín
Nú er Fanndís komin fram og Sólveig er komin á vinstri kantinn.
79. mín
Inn:Kristín Dís Árnadóttir (Breiðablik) Út:Arna Dís Arnþórsdóttir (Breiðablik)
79. mín
Inn:Anisa Raquel Guajardo (Valur) Út:Vesna Elísa Smiljkovic (Valur)
Vesna búin að vera geggjuð í dag. Mætti halda að hún hafi verið ljósrituð fyrir leikinn í nokkuð mörgum eintökum. Hún var út um allan völl og alltaf stórhættuleg
75. mín
Fanndís með enn eitt skotið. Sandra blakar honum yfir! Vel gert Sandra
75. mín MARK!
Elín Metta Jensen (Valur)
Stoðsending: Pála Marie Einarsdóttir
GLEÐILEG JÓL frá Elínu Mettu!

Langt innkast frá Pálu. Elín heldur honum inn í teig, snýr og bombar honum upp í nærhornið. Þvílíkt einstaklingsframtak og þvílík tilþrif.

Þess má geta að Elín er með fyrirliðabandið í dag. Ég held að þetta sé í fyrsta skipti í sumar. Aldrei að vita nema þetta mark hafi verið í tilefni þess, hvað veit maður!
73. mín
Berglind brýtur á Elínu Mettu úti hægra megin. Vesna tekur þetta en enginn hætta
73. mín
Sonný svífur og grípur þennan
72. mín
Valsmenn vinna hornspyrnu. Vesna tekur hana
71. mín
Skemmtilega gert. Sam rennir honum út til hægri á Söndru Sif sendir inn í en Sandra grípur þennan.
70. mín
Aukaspyrna á hættulegum stað sem Blikar eiga. Aðstoðardómarinn ákvað þetta eftir að hafa séð eitthvað athugavert
68. mín
Elín Metta kemst ein í gegn vinstra megin!! Nær skotinu en það er hátt yfir! Enn og aftur er eitthvað klúður á Blikavörninni.
67. mín
Arna Sif með skalla yfir eftir hornspyrnu! Úff þetta var nærri!
65. mín
Aftur keyrir Fanndís upp vinstra megin, að þessu sinni er það Málfríður sér rennir sé fyrir og setur hann í horn. Ef Fanndís ætlar að sjá um þetta svona ein fyrir sitt lið það sem eftir er af leiknum þurfum við að leggja hana innn á Heilsubælið í Hveragerði eftir leik, ég verð þreytt að horfa á þetta. Elsku Blikakonur, hjálpiði henni.
63. mín
Enn og aftur hér í seinni hálfleik er Fanndís með boltann vinstra megin. Snýr á tvær og keyrir inn á völlinn, nær skoti en þetta er auðvelt fyrir Söndru. Hún verður að fá meiri aðstoð frá sínum konum!
61. mín
Inn:Sandra Sif Magnúsdóttir (Breiðablik) Út:Svava Rós Guðmundsdóttir (Breiðablik)
Sandra fer niður í hægri bakvörðinn og Arna Dís færir sig ofar og fer í stöðuna hennar Svövu.

Eins mögnuð og Svava hefur verið í sumar þá sást hún ekki hér í kvöld. Blikar þurfa að fá meira frá henni í leikjum
60. mín
Sólveig vinnur boltann úti við hornfána af Málfríði Ernu. Úr því kemur hættuleg sókn.
Sólveig hefur komið vel inn í þetta, mikil hreyfing og hún er tilbúin í þennan slag og vel það
59. mín
Fanndís er vöknuð og vel það. Keyrir aftur inn á völlinn og nær skoti. Varið
58. mín
Fanndís með tvo menn hangandi í sér vinstra megin. Nær að snúa á þær og nær skoti sem fer í varnarmann og Sandra nær að grípa hann á ögurstundu áður en Bliki nær að pikka í hann.
55. mín
Þetta var það sem við köllum dúndra. Rakel að athuga hvort að Sandra sé vakandi. Rétt yfir
52. mín
Það er að færast meiri harka í þetta, bæði lið koma allavegana grjóthörð frá hálfleiksræðunni
50. mín Gult spjald: Thelma Björk Einarsdóttir (Valur)
Úff þetta var hressilegt!! Thelma Björk býður Sólveigu velkomna inn á völlinn með þvílíkri tæklingu. Sólveig heppin að halda báðum fótunum. Gult spjald.
49. mín
Ariana með sendingu á Elínu, góður varnarleikur hjá Blikum sem ná að fara fyrir þetta og það er hornspyrna
47. mín
Svava með sprett upp og á sendingu fyrir. Ágætt að sjá að hún hefur notað hálfleikinn í að lesa textalýsinguna frá mér!
47. mín
Blikar byrja þetta ágætlega, Rakel með skot framhjá
46. mín
Leikur hafinn
45. mín
Inn:Sólveig Jóhannesdóttir Larsen (Breiðablik) Út:Heiðdís Sigurjónsdóttir (Breiðablik)
Inn kemur Sólveig. Hún fer beint inn á miðjuna með Hildi og Rakel og Selma Sól fer niður í miðvörðinn fyrir Heiðdísi.

Heiðdís einmitt kom inn í liðið fyrir Guðrúnu sem var farin til USA.

Sólveig er fædd 2000, uppalin í Breiðablik en hefur spilað með Augnablik. Á yngri landsleiki að baki.
45. mín
Hálfleikur
Valur hafa bara verið skipulagðari. Eru þéttar til baka og beita skyndisóknum sem hafa verið hættulegar. Vesna, Elín og Hlín hafa allar verið sprækar og með Thelmu og Stefaníu sem vængbakverði hefur þetta virkað glimrandi vel.

Blikar hafa verið mikið með boltann en það hefur allt vantað á síðasta þriðjung. Þeirra aðalmenn, Berglind, Fanndís og Svava Rós hafa lítið sem ekkert sést. Ef Blikar ætla að fá eitthvað út úr þessum leik þá verða þær að vakna, það er ekkert flóknara.
41. mín
Svava og Hildur halda stutta tölu fyrir Elías dómara. Um hvað veit ég ekki. Það eru ekki hverfandi líkur á að þær séu orðnar pirraðar enda gengur lítið upp hjá þeim
40. mín Gult spjald: Elín Metta Jensen (Valur)
Annað eða þriðja brot hjá Elínu sem var búin að fá tiltal. Ekkert sérstaklega gróft brot en hér ræður dómarinn. Gult skal það vera.
38. mín
Hjálpi mér allir heilagir!!!!

Ingibjörg með boltann í vörninni. Restin af blikaliðinu einsog styttur og ekki ein einasta hreyfing fyrir hana til að senda á. Elín Metta hirðir af henni boltann og gerir allt rétt. Brunar upp völlinn og á bara eftir að renna honum framhjá Sonný en lúðrar honum yfir! Hátt yfir!!Þetta var dauðafæri
36. mín
Lítið að gerast núna. Valsstúlkur eru mjög hreyfanlegar og með Hlín, Vesnu og Elínu eru þær stórhættulegar framm á við. Þær eru út um allan völl
32. mín
Sam náði fyrirgjöf og Sandra virtist vera með þennan en Arna tekur ekki sénsinn og skellir honum í horn.
30. mín
Fanndís með góðan sprett upp vinstra megin, sendir inn í og Svava leggur hann út á Selmu sem nær skoti. Í varnarmann og framhjá! HORN
28. mín
Arna Dís sem kom inn í liðið fyrir Ástu Eir í hægri bakvörð Blika hefur haft nóg að gera þennan fyrsta hálftíma. Valskonur eru duglegar að sækja upp vinstra megin og herja á hana og hafa þær skapað nokkrum sinnum bullandi hættu þarna. Vinkonur hennar í Blikaliðinu verða að aðstoða hana meira svo þetta endi ekki illa.
27. mín
Blikar að byggja upp sókn. En þær eiga í mesta basli við að finna glufur á þéttri vörn Valskvenna. Þetta rennur út í sandinn hjá Blikum
24. mín
Hornspyrna fyrir Val. Valskonur fljótar að hugsa. Vesna með fyrirgjöf, Málfríður Erna nær skalla á fjærstöng. Boltinn skoppar í teignum. ÆTLAR ENGINN Í HANN ? Jú Pála Marie nær honum á fjær. Rennir sér í hann en RÉTTFRAMHJÁ. STÚKAN TÓK ANDKÖF ÞARNA. Svo vel að það heyrðist hér inn í fréttamannastúku.

22. mín
Hildur keyrir á vörnina og fær óvinalegar móttökur frá fyrrum félögum sínum í Val. Aukaspyrna dæmd. Elín Metta fær tiltal fyrir þetta brot.

Fanndís tekur þessa aukaspyrnu og hún er framhjá vinstra megin. Ekki nokkur hætta!
20. mín
Þetta mark hefur ekki farið vel í Þorstein þjálfara Blika, öll hersingin send að hita upp. Skýr skilaboð
18. mín
Aukaspyrna úti vinstra megin. Vesna lúðrar þessu inn í og Valur vinnur horn
14. mín MARK!
Hlín Eiríksdóttir (Valur)
Stoðsending: Vesna Elísa Smiljkovic
Þvílíkt kæruleysi í vörn Blika! Hlín alein frammi og nær þessu fyrir. Þar er enginn nema tveir varnarmenn blika. Sem ákveða í staðinn fyrir að bomba honum fram að snúa sér í hringi með hann og gefa hann svo á Sonný. Þar fékk Sonný tækifæri til að bomba honum fram en ákveður að senda hann á Sam sem var í engu jafnvægi til þess að gera nokkurn skapaðan hlut. Vesna hirðir af henni boltann,þakkar Sam svo kærlega fyrir sig, rennir honum út á Hlín sem smyr hann upp í fjærhornið. Þvílík afgreiðsla!
Hvað voru Blikar að spá?
12. mín
Það er hörkumæting hér á Valsvöllinn í þessu Benedorm veðri. Mæli með því að þeir sem eru ekki lagðir á stað kippi með sér sólarvörn.
11. mín
Hún var alveg arfaslök, þetta sér maður ekki á hverjum degi hjá henni Fanndísi
9. mín
Blikar eiga hornspyrnu!
8. mín
Þarna tók Rakel næstum hausinn af Örnu Sif. Úff, þetta var næstum því mjög ljótt. Hún rétt náði að beyja hausinn undan fótunum á Rakel sem voru í himnahæð.
7. mín
Þetta endar með skoti á markið á hana Söndru. Ver auðveldlega
6. mín
Dómarinn flautar. Enginn á vellinum veit á hvað. Sam tekur aukaspyrnuna og gefur inn í en það virðist þá hafa farið í hendina á Valskonu. Þetta er auka spyrna á stórhættulegum stað fyrir Fanndísi.
5. mín
Heyrðu ég mæli með að fólk skelli sér hingað á Valsvöllinn, þetta byrjar með krafti. Stefanía gabbar einn varnarmann Blika og nær skoti á markið, bammm bamm en framhjá.
4. mín
Fanndís er greinilega lennt frá Hollandi. Þvílík negla á markið upp úr engu.
3. mín
Gott spil hjá Val. Thelma Björk nær geggjaðri sendingu en fyrir en þar er ekki sála.
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er byrjað!!! Blikar byrja með boltann
Fyrir leik
Nei hvað sé ég!! Er ég að sjá rétt?? Ég bara veit það ekki!

Fylkir er að vinna Þór/KA 3-1 á heimavelli Þórs/KA. En Fylkir sat fyrir leikinn í botnsæti með 4 stig.

NÚ ER ÞESSI LEIKUR HÉR Í KVÖLD ORÐIN RISA STÓR. AMEN
Fyrir leik
Eins og áður kom fram eru þær Ásta, Andrea og Guðrún farnar til Bandaríkjanna og inn í liðið frá síðasta leik koma Arna Dís, Heiðdís og Selma Sól.

Frá 1-3 tapinu hjá Val út í Eyjum gerir Valur eina breytingu. Stefanía Ragnarsdóttir kemur inn fyrir Anisu Raquel Guajardo sem er skellt á bekkinn.

Fyrir leik
Hjá Val er líka skólastúss.
Málfríður Anna, Þorgerður varamarkmaður eru farnar út. Einnig eru systurnar Katrín og Nína Gylfadætur farnar út til Bandaríkjanna. Jahérna hér, það er aldeilis hersing. Málfríður er þó eina sem hefur verið í byrjunarliðinu í sumar.

Málfríður Erna, Sandra markmaður, Elín Metta og Arna Sif voru allar í landsliðshópnum í Hollandi.
Jæja hættum að tala um Holland.

Þær geta eflaust ekki beðið eftir þessum leik í kvöld og ég reikna með því að planið sé 3 stig hjá Val í kvöld og þær ætli sér hærra í töflunni.
Fyrir leik
Andrea Rán, Ásta Eir, Guðrún og Esther Rós eru allar komnar til Bandaríkjanna í háskólanám og verða ekki meira með Breiðablik á þessu móti.
Það verður fróðlegt að sjá hvernig Blikar leysa það enda hafa þær Andrea, Ásta og Guðrún verið í byrjunarliðinu í sumar.

Þar sem Blikar eru 7 stigum á eftir Þóra/KA þegar 7 umferðir eru eftir verður fróðlegt að sjá hvernig Þorsteinn stillir upp liðinu í kvöld. Fá ungir leikmenn tækifæri? Verður allt gefið í botn til að halda í við Þór/KA?
Þær hreinlega verða að vinna leikinn.

Í liði Breiðabliks eru allnokkrar sem skelltu sér til Hollands með landsliðinu. Sonný Lára markmaður, Berglind, Rakel, Fanndís og Ingibjörg voru fulltrúar Blika í hópnum.

Fyrir leik
Eins og ég sagði hér áður spiluðu liðin síðast 2.júlí.

Valur tapaði 1-3 í í Eyjum og Breiðablik tapaði toppslagnum við Þór/KA 1-2 á sínum heimavelli.

Ég verð örugglega ekkert vinsæl að rifja þetta upp en það verður að hafa það.
Fyrir leik
Góða kvöldið!
Það er stórleikur í kvöld hér á Valsvelli en hér fer fram leikurinn Valur-Breiðablik.

Síðast spiluðu liðin í deildinni 2.júlí. Samkvæmt mínum útreikningum er svolítið síðan það var og vel það.
Ég vona að liðin verði ekki jafn ryðguð og ég og þetta stjórnborð. En nóg um það.

Breiðablik og Valur sitja í 4. og 5. sæti.
Breiðablik með 24 stig og Valur með 19 stig.

Þór/KA hefur ekkert haggast af toppnum og situr þar með 31 stig og á leik við Fylki í kvöld.

Liðin eiga eftir 7 leiki og verður gaman að sjá hvernig liðin mæta til leiks eftir þessa löngu EM pásu.

Byrjunarlið:
Sonný Lára Þráinsdóttir
2. Svava Rós Guðmundsdóttir ('61)
3. Arna Dís Arnþórsdóttir ('79)
5. Samantha Jane Lofton
8. Heiðdís Sigurjónsdóttir ('45)
10. Berglind Björg Þorvaldsdóttir
21. Hildur Antonsdóttir
22. Rakel Hönnudóttir
23. Fanndís Friðriksdóttir
25. Ingibjörg Sigurðardóttir
27. Selma Sól Magnúsdóttir

Varamenn:
12. Telma Ívarsdóttir (m)
14. Berglind Baldursdóttir
14. Guðrún Gyða Haralz
18. Kristín Dís Árnadóttir ('79)
21. Sólveig Jóhannesdóttir Larsen ('45)
27. Sandra Sif Magnúsdóttir ('61)

Liðsstjórn:
Þorsteinn H Halldórsson (Þ)
Ragna Björg Einarsdóttir
Ólafur Pétursson
Atli Örn Gunnarsson
Jóhanna Kristbjörg Einarsdóttir
Aron Már Björnsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld: