Leiknir R.
1
0
Fylkir
Ingvar Ásbjörn Ingvarsson '21 1-0
11.08.2017  -  19:15
Leiknisvöllur
Inkasso deildin 1. deild karla 2017
Aðstæður: Sólin skín og völlurinn er þrusuflottur
Dómari: Helgi Mikael Jónasson
Maður leiksins: Bjarki Aðalsteinsson - Leiknir
Byrjunarlið:
Eyjólfur Tómasson
Halldór Kristinn Halldórsson
3. Ósvald Jarl Traustason
4. Bjarki Aðalsteinsson (f)
7. Ingvar Ásbjörn Ingvarsson ('93)
10. Sævar Atli Magnússon (f) ('85)
10. Ragnar Leósson
11. Brynjar Hlöðversson
15. Kristján Páll Jónsson (f)
17. Aron Fuego Daníelsson ('71)
23. Anton Freyr Ársælsson

Varamenn:
1. Hrólfur Vilhjálmsson (m)
8. Árni Elvar Árnason ('71)
10. Daníel Finns Matthíasson ('93)
16. Skúli E. Kristjánsson Sigurz ('85)
19. Ernir Freyr Guðnason
25. Máni Arnarson
29. Vuk Oskar Dimitrijevic

Liðsstjórn:
Kristófer Sigurgeirsson (Þ)
Elvar Páll Sigurðsson
Gísli Þór Einarsson
Gísli Friðrik Hauksson
Gunnlaugur Jónasson
Garðar Gunnar Ásgeirsson

Gul spjöld:
Aron Fuego Daníelsson ('38)
Anton Freyr Ársælsson ('69)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Annað tap Fylkismanna í röð en þeir halda sér samt í öðru sætinu. Spennan eykst bara í þessari ótrúlegu deild.
93. mín
Inn:Daníel Finns Matthíasson (Leiknir R.) Út:Ingvar Ásbjörn Ingvarsson (Leiknir R.)
92. mín
Boltinn fer í hornspyrnu eftir hornspyrnu. Mikil pressa á Leikni. Fjórar hornspyrnur í röð...
89. mín
Fylkismenn leggja allt kapp á að reyna að jafna metin. Leiknismenn verjast af kappi. Mikil ákefð og spenna hér í Breiðholti.
87. mín
Fylkir fékk aukaspyrnu á hættulegum stað. Elís Rafn með slaka spyrnu beint í varnarvegginn.
85. mín
Inn:Skúli E. Kristjánsson Sigurz (Leiknir R.) Út:Sævar Atli Magnússon (Leiknir R.)
Varnarsinnuð skipting hjá Breiðhyltingum. Varnarmaður inn fyrir sóknarmann.
84. mín
Stórhætta við mark Fylkis en Kristján Páll kom boltanum í horn. Þarna vantaði meiri greddu hjá Árbæingum.
83. mín
Inn:Elís Rafn Björnsson (Fylkir) Út:Andrés Már Jóhannesson (Fylkir)
79. mín
VÁÁÁ!!! Ingvar Ásbjörn rosalega nálægt því að skora annað mark Leiknis. Rosalega nálægt. Flott skot hárfínt framhjá fjærstönginni.
77. mín
Inn:Ásgeir Örn Arnþórsson (Fylkir) Út:Emil Ásmundsson (Fylkir)
Emil haltrar af velli.
76. mín
Of margar fyrirgjafir Fylkis hafa flogið aftur fyrir endamörk. Íslenskir krossar hægri vinstri. Það þarf meiri gæði en þetta.
74. mín
#WengerIn
73. mín Gult spjald: Orri Sveinn Stefánsson (Fylkir)
Fyrir brot.
71. mín
Inn:Daði Ólafsson (Fylkir) Út:Hákon Ingi Jónsson (Fylkir)
71. mín
Inn:Árni Elvar Árnason (Leiknir R.) Út:Aron Fuego Daníelsson (Leiknir R.)
70. mín
Mönnum er heitt í hamsi hérna núna. Emil Ásmunds féll áðan inn í teig þegar boltinn var ekki nálægt og lét Helga Mikael dómara heyra það. Helgi heldur smá fundarhöld til að róa menn niður.
69. mín Gult spjald: Anton Freyr Ársælsson (Leiknir R.)
Fyrir brot.
67. mín
Andrés Már með skot rétt framhjá! Fylkismenn færast nær jöfnunarmarkinu.
65. mín
Hættulegt skallafæri! Oddur Ingi skallaði framhjá. Þarna skall hurðin nærri hælunum.
63. mín
Leiknir í annarri hættulegri sókn! Endar með skoti frá Antoni framhjá!
61. mín
Ragnar Leósson með hættulega marktilraun fyrir Leikni.
57. mín
Oddur með skot af löngu færi. Yfir girðingu. Glataður bolti fyrir Leiknismenn.
55. mín
Darraðadans í vítateig Leiknis eftir horn. Hákon Ingi nær hælspyrnuskoti beint á Eyjólf. Leiknismenn náðu að létta á pressunni.
52. mín
Leiknismenn liggja vel til baka. Fylkir reynir að finna glufur en það er ekki að ganga vel hjá þeim í upphafi seinni hálfleiksins.
50. mín
Helgi Sig og hans menn á bekk Fylkis láta vel í sér heyra. Reyna að drífa sína menn áfram.
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn - Og sólin er horfin.
45. mín
Hálfleikur
Fylkismenn sótt meira en Leiknismenn ógnað úr skyndisóknum og sýnt flotta baráttu. Ég er farinn út að tana. Heyrumst eftir korter.
45. mín
Emil Ásmunds með talsvert betra skot en áðan, fór í varnarmann og í hornspyrnu. Hættulegur skalli eftir hornið en í varnarmann. Þokkalegt fimbulfamb við vítateig Leiknis þessa stundina.
42. mín
Emil Ásmunds með skot af löngu færi en hitti boltann ekki vel. Þessi endað í Breiðholtslauginni.
41. mín
Flott barátta í Leiknisliðinu. Ekki að sjá á þeim að þeir hafi ekki að neinu að keppa.
38. mín Gult spjald: Aron Fuego Daníelsson (Leiknir R.)
Andrés Már með aukaspyrnu inn í teiginn en Eyjólfur mætir með sína ofurlöngu handleggi og handsamar boltann eins og haförn. Örskömmu síðar fær svo Fuego fyrsta gula spjaldið í leiknum, fyrir brot. Réttilega.
37. mín
Oddur Ingi lagði boltann skemmtilega fyrir Hákon Inga sem skaut beint í fangið á Eyjólfi. Nóg að gerast í þessum leik.
35. mín
Þá fær Leiknir hörkufæri eftir hornspyrnu en Anton Freyr hitti ekki boltann! Hann heldur fyrir andlitið, svekktur að hafa ekki náð að koma fæti í boltann því þá hefði komið mark.
34. mín
Leikurinn er kominn á fulla ferð. Albert Brynjar skallar að marki en laflaust og engin hætta.
32. mín
Emil Ásmundsson fékk höfuðhögg og leikurinn er stopp. Emil var valinn besti leikmaður umferða 1-11 af Fótbolta.net.
29. mín
AFTUR Í SLÁNA! Valdimar Þór skallar ofan á þverslána. Það er ekki hægt að segja að staðan sé í takt við gang leiksins.
26. mín
STÓRHÆTTULEG sókn hjá Fylki. Sending á Hákon Inga en Bjarki Aðalsteinsson sýnir góða vörn og bjargar. Það er þung sókn hjá appelsínugulum þessa stundina!
23. mín
Fylkir hefur verið meira með boltann og átt mun fleiri sóknir en Leiknir... en það er ekki spurt að því í fótbolta.
21. mín MARK!
Ingvar Ásbjörn Ingvarsson (Leiknir R.)
Stoðsending: Ragnar Leósson
Laglegt mark hjá Ingvari sem er fuuunheitur þessa dagana.

Aron Fuego tók á rás með boltann, sendi á Ragnar sem færði boltann yfir til vinstri á Ingvar sem var einn og óvaldaður og setti boltann í fjærhornið.
18. mín
Mér finnst leiðinlegt hvað Twitter notendur eru lítið að tjá sig um þennan leik... hann er eitthvað að falla í skuggann á leik á Englandi.
15. mín
Valdimar Þór með STÓRHÆTTULEGA skottilraun af þröngu færi! Eyjólfur Tómasson í marki Leiknis varði í horn.

Gestirnir hættulegri hér í upphafi.
8. mín
SLÁARSKOT HJÁ FYLKI!

Emil Ásmundsson fór illa með varnarmenn Leiknis, boltinn barst á Hákon sem átti skot í fyrsta bein í slána!
4. mín
Ragnar Leósson með boltann og sá ekki sendingamöguleika svo hann skaut bara á mark Fylkis. Aron náði að verja. Handsamaði boltann ekki af öryggi en hélt honum þó!
2. mín
Það er verið að fylgjast vel með þessari textalýsingu um allt land. Við skilum sérstökum kveðjum á Báruna á Þórshöfn þar sem fólk er að ofnota F5 takkann.
1. mín
Leikur hafinn
Helgi Mikael hefur flautað til leiks í blíðunni í Breiðholti. Góða skemmtun!
Fyrir leik
Kristófer Skúli Sigurgeirsson, þjálfari Leiknis, með tvær breytingar á liði sínu frá síðasta leik.

Skúli Sigurz og Kolbeinn Kárason út. Bjarki Aðalsteinsson og Aron Fuego Daníelsson koma inn
Fyrir leik
Alltaf gaman þegar sólin skín. Sérstaklega í Breiðholtinu. Völlurinn þrusuflottur, DJ Þórir er í ham, byrjað að grilla borgara og Oscar Clausen vallarþulur er í sumarblússu. Þetta gæti ekki verið betra.
Fyrir leik
Helgi Sigurðsson gerir fjórar breytingar á byrjunarlið Fylkis frá síðasta leik.

Andri Þór Jónsson, Orri Sveinn Stefánsson, Andrés Már Jóhannesson og Valdimar Þór Ingimundarson koma inn.

Út fara Ragnar Bragi Sveinsson, Ari Leifsson, Elís Rafn Björnsson og Daði Ólafsson.
Fyrir leik
Ragnar Bragi Sveinsson tekur út leikbann hjá Fylki. Hjá Leiknismönnum er Kolbeinn Kárason í leikbanni.
Fyrir leik
Þessi lið mættust í Árbænum í byrjun júní þar sem Fylkir vann 2-0 sigur. Hákon Ingi Jónsson og Orri Sveinn Stefánsson skoruðu mörkin.

Liðin voru saman í Pepsi-deildinni 2015 þar sem Fylkir vann sinn heimaleik 3-1. Á Leiknisvellinum urðu úrslitin 1-1 þar sem Albert Brynjar Ingason kom Fylki yfir en Ólafur Hrannar Kristjánsson, núverandi sóknarmaður Þróttar, jafnaði.
Fyrir leik
Fylkismenn eru á hinn bóginn í bullandi toppbaráttu. Liðið er sem stendur í öðru sæti, stigi á eftir Keflavík og með jafn mörg stig og Þróttur sem er í þriðja sæti.

Fylkir tapaði óvænt fyrir HK í síðustu umferð og gerði jafntefli gegn Keflavík í leiknum þar á undan. Ekkert annað en sigur kemur til greina hjá Árbæingum.
Fyrir leik
Leiknismenn unnu nafna sína frá Fáskrúðsfirði í síðasta leik. 3-1 útisigur þar sem Ingvar Ásbjörn Ingvarsson skoraði tvö mörk. Fyrir þann leik hafði liðið tapað tveimur leikjum í röð.

Liðið er í áttunda sæti með 20 stig svo óhætt er að segja að liðið sé ekki í neinni baráttu á lokakaflanum.
Fyrir leik
Halló Breiðholt! Hér verður bein textalýsing frá Inkasso-leik Leiknis og Fylkis sem fram fer á Ghetto-ground. Helgi Mikael Jónasson sér um að flauta leik kvöldsins en aðstoðardómarar eru Gylfi Már Sigurðsson og Sigursteinn Árni Brynjólfsson.
Byrjunarlið:
1. Aron Snær Friðriksson (m)
Oddur Ingi Guðmundsson
2. Ásgeir Eyþórsson
4. Andri Þór Jónsson
5. Orri Sveinn Stefánsson
9. Hákon Ingi Jónsson ('71)
10. Ásgeir Börkur Ásgeirsson
10. Andrés Már Jóhannesson ('83)
11. Valdimar Þór Ingimundarson
14. Albert Brynjar Ingason (f)
16. Emil Ásmundsson ('77)

Varamenn:
23. Ari Leifsson
24. Elís Rafn Björnsson ('83)
29. Axel Andri Antonsson
49. Ásgeir Örn Arnþórsson ('77)
77. Bjarki Ragnar Sturlaugsson

Liðsstjórn:
Rúnar Pálmarsson (Þ)
Ólafur Ingi Stígsson (Þ)
Helgi Sigurðsson (Þ)
Þorleifur Óskarsson (Þ)
Kristján Valdimarsson
Daði Ólafsson
Björn Metúsalem Aðalsteinsson
Ólafur Ingvar Guðfinnsson
Magnús Gísli Guðfinnsson

Gul spjöld:
Orri Sveinn Stefánsson ('73)

Rauð spjöld: