Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
ÍBV
1
0
FH
Gunnar Heiðar Þorvaldsson '37 1-0
12.08.2017  -  16:00
Laugardalsvöllur
Borgunarbikar karla
Aðstæður: Sól en smá vindur á annað markið. Völlurinn í toppstandi
Dómari: Vilhjálmur Alvar Þórarinsson
Maður leiksins: Gunnar Heiðar Þorvaldsson (ÍBV)
Byrjunarlið:
22. Derby Rafael Carrilloberduo (m)
Matt Garner ('54)
Gunnar Heiðar Þorvaldsson
5. David Atkinson
6. Pablo Punyed
7. Kaj Leo í Bartalsstovu
9. Mikkel Maigaard
11. Sindri Snær Magnússon
12. Jónas Þór Næs
27. Brian McLean
30. Atli Arnarson

Varamenn:
21. Halldór Páll Geirsson (m)
3. Felix Örn Friðriksson ('54)
10. Shahab Zahedi
11. Sigurður Grétar Benónýsson
18. Alvaro Montejo
19. Arnór Gauti Ragnarsson
24. Óskar Elías Zoega Óskarsson

Liðsstjórn:
Andri Ólafsson (Þ)
Kristján Guðmundsson (Þ)
Jón Ólafur Daníelsson
Kristján Yngvi Karlsson
Jóhann Sveinn Sveinsson
Magnús Birkir Hilmarsson
Georg Rúnar Ögmundsson

Gul spjöld:
Pablo Punyed ('57)
Gunnar Heiðar Þorvaldsson ('79)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Vilhjálmur Alvar flautar af.

ÍBV ER BIKARMEISTARI ÁRIÐ 2017!

Skýrsla og viðtöl innan tíðar!
92. mín
Vörn FH er mjög fáliðuð og Kaj Leó sleppur einn í gegn. Gunnar Nielsen nær hins vegar að sjá við landa sínum og verja. ÍBV fær hornspyrnu.
90. mín
Viðbótartími!
88. mín
Atli Viðar með skalla framjá! FH-ingar henda öllu fram í leit að jöfnunarmarki.
84. mín
Pablo í dauðafæri! Þetta er enda á milli núna og mikið fjör. Í kjölfarið á hornspyrnu FH nær Pablo að sleppa í gegnum fámenna vörn Hafnfirðinga. Pablo kemst einn gegn Gunnari en Færeyingurinn ver vel. Boltinn berst út fyrir vítateig á Mikkel en skot hans fer framhjá!
83. mín
ÍBV nær hættulegri skyndisókn en Kaj Leó dettur þegar hann reynir að leika á Kassim Doumbia sem var aftastur í vörn FH.

FH fer beint í sókn og Atli Viðar er að sleppa í gegn! Derby kemur út á móti og nær að verja í horn.
82. mín
"Þar sem hjartað slær" hljómar í stúkunni hjá ÍBV. Inni á vellinum reyna Eyjamenn að halda forystunni. FH sækir áfram stíft.

ÍBV betri í fyrri og FH í seinni!


79. mín Gult spjald: Gunnar Heiðar Þorvaldsson (ÍBV)
78. mín
Inn:Atli Viðar Björnsson (FH) Út:Kristján Flóki Finnbogason (FH)
Tvöföld skipting hjá Heimi. Ná Atli Viðar og Bjarni að hjálpa FH að jafna?

Gummi Kalli fer í hægri bakvörðinn í stað Bergsveins og Bjarni fer á miðjuna.
78. mín
Inn:Bjarni Þór Viðarsson (FH) Út:Bergsveinn Ólafsson (FH)
77. mín
FH fær sína níundu hornspyrnu. Emil Pálsson á skalla yfir í kjölfarið.
74. mín
Bergsveinn og Atli Arnars skella saman eftir hornspyrnu. Fá báðir aðhlynningu. Sýnist þeir geta haldið leik áfram.
70. mín
FH-ingar hafa ekki skapað mikla hættu undanfarnar mínútur. Pressan aðeins minni frá þeim.

Í stúkunni eru Eyjamenn byrjaðir að syngja Afgan með Bubba.
63. mín
ÍBV bjargar á línu! Derby fer í skógarhlaup eftir hornspyrnu og missir boltann. Eftir darraðadans nær Emil Pálsson skoti en Felix bjargar glæsilega á línu!
62. mín
Þung pressa áfram hjá FH-ingum. Eyjamenn í varnarhlutverkinu.
58. mín
Derby ver frábærlega! Lennon á hornspyrnu og Bergsveinn hörkuskalla en Derby ver út í teiginn!
57. mín Gult spjald: Pablo Punyed (ÍBV)
Hélt of lengi á boltanum eftir að búið var að dæma.
56. mín
Besta færi FH-inga! Atli Guðna með fyrirgjöf af hægri kantinum sem Guðmundur Karl skallar áfram. Emil Pálsson kemur á ferðinni og nær að teygja sig í boltann en skotið fer yfir markið.

Taflið hefur snúit við. FH er mun líklegri aðilinn hér í síðari hálfleik.
54. mín
Inn:Felix Örn Friðriksson (ÍBV) Út:Matt Garner (ÍBV)
Reyndur út og ungur inn.
53. mín Gult spjald: Emil Pálsson (FH)
Stöðvar Gunnar Heiðar sem er á leið í skyndisókn.
52. mín
Allt annað að sjá til FH hér í byrjun seinni!
50. mín
Steven Lennon með skot utarlega úr teignum en Derby ver.
48. mín
FH byrjar seinni hálfleikinn af meiri krafti. Hornspyrna í kjölfarið á fyrirgjöf hjá Bergsveini.
46. mín
Inn:Guðmundur Karl Guðmundsson (FH) Út:Þórarinn Ingi Valdimarsson (FH)
Þórarinn Ingi tekinn af velli í halfleik gegn gömlu félögunum.

Síðari hálfleikurinn er hafinn!
45. mín
Hálfleikur
Fyrri hálfleikurinn hefur verið eitt stórt partý hjá Eyjamönnum, innan vallar sem og í stúkunni!

ÍBV verðskuldar forystuna svo sannarlega. FH-ingar hafa ekki ennþá átt alvöru færi. Heimir Guðjónsson tekur eflaust góða ræðu á sína menn í hálfleik.


42. mín Gult spjald: Pétur Viðarsson (FH)
Fer harkalega aftan í Gunnar Heiðar á miðjunni.

37. mín MARK!
Gunnar Heiðar Þorvaldsson (ÍBV)
Stoðsending: Kaj Leo í Bartalsstovu
Þetta er fyllilega verðskuldað! Eyjamenn ná skyndisókn sem endar með marki. Pablo Punyed á langa sendingu fram á Kaj Leó á hægri kantinum. Færeyingurinn á fyrirgjöf á Gunnar Heiðar sem kemur með frábært hlaup inni á teignum áður en hann skorar með hnénu af markteig.

Eyjamenn tryllast úr fögnuði í stúkunni.
35. mín
ÍBV hefur heilt yfir verið sterkari fyrstu 35 mínúturnar. FH-ingar hafa ekki náð að skapa sér alvöru færi ennþá.


28. mín
Mikkel Maigaard í dauðafæri! Brian lyfti boltanum yfir varnarlínu FH á Mikkel sem var kominn einn í gegn. Skot Mikkel fór hins vegar framhjá. Bergsveinn náði að trufla hann í skotinu.

22. mín
Gunnar Heiðar í baráttunnni en Böðvar tæklar fyrir skot hans.
20. mín
Enda á milli núna. Kaj Leó tekur skærin og reynir að fara framhjá Pétri Viðarssyni en er stöðvaður. FH fer í sókn og Steven Lennon kemst inn í teiginn vinstra megin. Hann á síðan fyrirgjöf sem Derby handsamar.
16. mín
Atli Guðna með fyrirgjöf frá hægri en beint í fangið á Derby Carrillo.
Stuð í stúkunni hjá Eyjamönnum. Mættir með gítarleikara.

11. mín
Gunnar Heiðar leikur framhjá Doumbia á hægri kantinum og kemst inn á teiginn. Hættuleg sending en FH-ingar hreinsa. Mikill kraftur í ÍBV í byrjun.
8. mín
Eyjamenn eru líklegri hér í byrjun.
6. mín
Fyrsta færi leiksins og það er fínasta færi! Mikkel Maigaard kemst inn á teiginn og á skot sem Gunnar Nielsen ver vel. Nokkuð þröngur skotvinkill en Mikkel var nálægt markinu.
5. mín


1. mín
Hefðbundið 4-3-3 hjá FH.

1. mín
Sindri Snær Magnússon, fyrirliði ÍBV, tekur stöðu Hasteins Briem í vörninni. 3-5-2 áfram hjá ÍBV!

1. mín
Leikurinn er hafinn!
Fyrir leik
ÍBV er í hvítum búningum en FH í svörtum. Fyrirliðarnir Sindri Snær Magnússon og Davíð Þór Viðarsson heilsast.
Fyrir leik
Fyrir leik
Liðin fara að mæta til leiks. Þetta er að bresta á!
Fyrir leik
Raggi Sjonna stýrir stemningunni í stúkunni hjá ÍBV. Hann ætlar að sleppa dúfum í stúkunni fyrir leikinn eins og hann gerði einnig fyrir bikarúrslitaleikinn í fyrra.
Fyrir leik
Áhorfendur mættir í stúkuna. Fínasta stemning hér fyrir leik.

Fyrir leik
Króatíski kantmaðurinn Matija Dvornekovic er í hóp í fyrsta skipti síðan hann kom til FH í lok júlí en ennþá er bið eftir að sjá franska varnarmanninn Cédric D'Ulivo i hóp. Cedric kom einnig til FH á lokadegi félagaskiptagluggans.
Fyrir leik
Eyjamenn eru mættir snemma út í upphitun.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár hér til hliðar.

Hjá FH er skoski miðjumaðurinn Robbie Crawford fjarri góðu gamni. Þórarinn Ingi Valdimarsson kemur inn í liðið fyrir hann síðan í sigrinum á Val í vikunni.

Hafsteinn Briem er ekki með ÍBV í dag vegna meiðsla. Jónas Þór Næs er hins vegar búinn að jafna sig af meiðslum og hann er með.

Atli Arnarson kemur inn í byrjunarliðið frá því í leiknum gegn Víkingi R. og Felix Örn Friðriksson dettur út.

Eyjamenn gætu því verið að skipta um leikkerfi og fara í 4-3-3 eftir að hafa leikið 3-5-2 að undanförnu. Annar möguleiki er að einhver miðjumanna liðsins fari niður í vörnina.

Kristján Guðmundsson hefur áður komið á óvart með leikkerfi í bikarurslitum. Sjáum hvað hann býður upp á í dag.
Fyrir leik
Heimir Guðjónsson, þjálfari FH
Þetta er bara einn leikur og ÍBV liðið er gott. Það eru margir góðir leikmenn í liðinu og þeir hafa klókan þjálfara sem hefur unnið þennan titil. Við vitum að þó við séum sigurstranglegri þá þurfum við virkilega að hafa fyrir hlutunum til að vinna þennan bikar.
Fyrir leik
Sindri Snær Magnússon er að fara í sinn þriðja bikarúrslitaleik á fjórum árum. Hann tapaði með Keflavík gegn KR árið 2014 og var í tapliði ÍBV í fyrra.

Sindri Snær segir
Það verður tvöföld þjóðhátíð þetta árið. Við tókum hátíðina í Vestmannaeyjum um síðustu helgi en núna tökum við hana í Laugardalnum.

Mér finnst hafa verið stígandi í síðustu leikjum. Við erum á góðri uppleið þó við höfum ekki náð í eins mörg stig og við vildum í deildinni. Mér finnst við vera að bæta okkar leik svo við mætum fullir sjálfstrausts á laugardaginn.
Fyrir leik
FH mun í fyrsta sinn spila í svörtu í úrslitum bikarsins. ÍBV spilar í hefðbundnum hvítum treyjum.

Davíð Þór Viðarsson, fyrirliði FH, ætlar að gera þennan viðburð sögulegan með því að ná í titil fyrir FH í fyrsta sinn í svörtu.

FH mun í fyrsta sinn spila í svörtu í úrslitum bikarsins en Davíð ætlar að gera þennan viðburð sögulegan með því að ná í titil fyrir FH í fyrsta sinn í svörtu.

Davíð Þór Viðarsson
Ég er mjög ánægður með það og búinn að kalla eftir því lengi að varabúningarnir verði svartir og það er mjög jákvætt. Við munum sjá til þess að FH vinni í fyrsta skiptið titil í svörtum búning.
Fyrir leik
Vilhjálmur Alvar Þórarinsson dæmir leikinn í dag en hann hefur átt gott sumar á flautunni í Pepsi-deildinni.

Aðstoðardómarar verða þeir Jóhann Gunnar Guðmundsson og Oddur Helgi Guðmundsson. Líkt og í undanúrslitunum er fimm dómara kerfi en svokallaðir sprotadómarar verða fyrir aftan mörkin.

Gunnar Jarl Jónsson og Þorvaldur Árnason verða sprotadómarar.

Frosti Viðar Gunnarsson er síðan fjórði dómari leiksins.
Fyrir leik
Fótbolti.net spáir því að Heimir Guðjónsson haldi óbreyttu liði frá 2-1 sigrinum gegn Val í Pepsi-deildinni á þriðjudag. FH-ingar léku frábærlega í þeim leik og engin þörf á breytingum.

Fyrir leik
Hafsteinn Briem og Jónas Þór Næs voru ekki með Eyjamönnum í 1-1 jafnteflinu gegn Víkingi Reykjavík á þriðjudaginn. Við ætlum að spá því að þeir harki af sér fyrir bikarúrslitaleikinn og byrji báðir.

Ef þeir verða ekki klárir eru það Matt Garner og Óskar Elías Zoega Óskarsson sem eru tilbúnir að koma inn.

Fyrir leik
Á leið sinni í úrslitin hefur FH slegið út þessi lið:
32 liða úrslit - 6-1 sigur á Sindra.
16 liða úrslit - 2-1 sigur á Selfossi.
8 liða úrslit - 1-0 sigur á Fylki.
Undanúrslit - 1-0 sigur á Leikni Reykjavík.

Á leið sinni í úrslitin hefur ÍBV slegið út þessi lið:
32 liða úrslit - 4-1 sigur á KH.
16 liða úrslit - 5-0 sigur á Fjölni.
8 liða úrslit - 2-1 sigur á Víking Reykjavík.
Undanúrslit - 2-1 sigur á Stjörnunni.
Fyrir leik
Gleðilega hátíð!
Hér verður bein textalýsing frá úrslitaleik ÍBV og FH í Borgunarbikar karla.

ÍBV hefur 11 sinnum komist í úrslitaleikinn og unnið hann fjórum sinnum. FH hefur komist fimm sinnum í úrslitaleikinn og unnið tvisvar.

FH komst síðast í úrslit árið 2010 og sigraði þar KR 4-0. ÍBV komst síðast alla leið í fyrra en tapaði 2-0 fyrir Val. Síðasti bikarmeistaratitill ÍBV kom árið 1998 þegar liðið lagði Leiftur í úrslitum.
Byrjunarlið:
1. Gunnar Nielsen (m)
Davíð Þór Viðarsson
4. Pétur Viðarsson
5. Bergsveinn Ólafsson ('78)
7. Steven Lennon
8. Emil Pálsson
11. Atli Guðnason
18. Kristján Flóki Finnbogason ('78)
20. Kassim Doumbia
21. Böðvar Böðvarsson
23. Þórarinn Ingi Valdimarsson ('46)

Varamenn:
12. Vignir Jóhannesson (m)
16. Jón Ragnar Jónsson
17. Atli Viðar Björnsson ('78)
19. Matija Dvornekovic
22. Halldór Orri Björnsson
29. Guðmundur Karl Guðmundsson ('46)

Liðsstjórn:
Heimir Guðjónsson (Þ)
Ólafur Páll Snorrason
Bjarni Þór Viðarsson
Eiríkur K Þorvarðsson
Guðjón Örn Ingólfsson
Ólafur H Guðmundsson
Róbert Magnússon
Haukur Heiðar Hauksson

Gul spjöld:
Pétur Viðarsson ('42)
Emil Pálsson ('53)

Rauð spjöld: