Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
Valur
0
1
KR
0-1 Magnús Már Lúðvíksson '66
20.05.2012  -  19:15
Vodafonevöllurinn
Pepsi-deild karla
Aðstæður: Flottar, sól og smá gola
Dómari: Gunnar Jarl Jónsson
Áhorfendur: 2628, vallarmet
Maður leiksins: Hannes Þór Halldórsson (KR)
Byrjunarlið:
7. Haukur Páll Sigurðsson
10. Guðjón Pétur Lýðsson ('88)
23. Andri Fannar Stefánsson

Varamenn:
10. Kristinn Freyr Sigurðsson

Liðsstjórn:
Matthías Guðmundsson

Gul spjöld:
Atli Sveinn Þórarinsson ('58)
Guðjón Pétur Lýðsson ('49)

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Góða kvöldið! Það er spenna í lofti á Vodafonevellinum þar sem Valur og KR mætast í Reykjavíkurslag klukkan 19:15.
Fyrir leik
Báðir þjálfararnir hrista upp í byrjunarliðinu frá því í síðari hálfleik. Hjá KR koma bakverðirnir Magnús Már Lúðvíksson og Gunnar Þór Gunnarsson inn fyrir Hauk Heiðar Hauksson og Guðmund Reyni Gunnarsson. Emil Atlason tekur einnig stöðu Dofra Snorrasonar í liðinu síðan í 3-2 sigrinum á ÍBV fyrir helgi.
Fyrir leik
Kristján Guðmundsson, þjálfari Vals, gerir fimm breytingar frá því í 1-0 tapinu gegn Breiðablik. Haukur Páll Sigurðsson er klár eftir meiðsli og þeir Hafsteinn Briem, Hörður Sveinsson, Ásgeir Þór Ingólfsson og Úlfar Hrafn Pálsson koma inn. Matarr Jobe er ekki með í dag og þá detta Matthías Guðmundsson, Atli Heimisson, Kristinn Freyr Sigurðsson og Brynjar Kristmundsson einnig út úr liðinu.
Fyrir leik
Leikmenn eru að hita upp í sólinni á Vodafonevellinum. Gunnar Jarl Jónsson dómari leiksins er einnig farinn að hita upp með aðstoðarmönnum sínum Birki Sigurðarsyni og Andra Vigfússyni.
Fyrir leik
Þónokkur fjöldi áhorfenda er mættur nú þegar en Valsmenn hafa staðið fyrir hátíðardagskrá í dag þar sem fólk hefur meðal annars verið að gæða sér á hamborgurum frá Hamborgarafabrikkunni.
Fyrir leik
Minnum fólk að sjálfsögðu á að nota hashtagið ,,fotbolti" á Twitter færslur tengdar leiknum.
Guðmundur Óli Steingrímsson:
HHH á bekknum hjá KR er ávísun á vesen #disaster #TeamHHH
Fyrir leik
Áhorfendur flykkjast á völlinn enda veðrið flott. Um að gera að rífa sig upp úr sófanum og mæta Vodafonvöllinn til að sjá stórleik!
Fyrir leik
Liðin eru mætt inn á völl. Fyrir leik heilsa formaðurinn Börkur Edvardsson og Hrafnhildur Skúladóttir fyrirliði kvennaliðs Vals í handbolta upp á leikmenn.
1. mín
Leikurinn er hafinn. KR-ingar leika í átt að Keiluhöllinni og byrja með boltann.
4. mín
Guðjón Pétur Lýðsson spilar ekki á miðjunni hjá Val í dag heldur á vinstri kantinum. Hörður Sveinsson er síðan fremstur en hann hefur tekið sæti Atla Heimissonar.
8. mín
Fyrsta færi leiksins og það munar engu að KR-ingar komist yfir. Óskar Örn Hauksson fær svæði á vinstri kantinum og gefur fyrir á fjærstöng þar sem Emil Atlason á hörkuskalla sem Sindri Snær Jensson ver út í teig. Viktor Bjarki Arnarsson fær boltann en Sindri Snær ver skot hans í horn.
11. mín
Guðjón Pétur Lýðsson á góðan sprett þar sem hann sólar Grétar Sigfinn Sigurðarson upp úr skónum og á fyrirgjöf sem Rhys Weston skallar í horn.
14. mín
Peppi Pepsi-kall er mættur á völlinn og í stúkunni er Baldur Bongó í stuði með trommurnar fyrir Valsmenn. KR-ingar eru einnig fjölmennir en stúkan er full og þá er talsvert af fólki í stæðunum á hinum enda vallarins.
16. mín
Magnús Már Lúðvíksson er of seinn í skallabolta og skallar Úlfar Hrafn Pálsson. Gunnar Jarl biður Magnús að róa sig en Valsmenn eru ósáttir og heimta spjald.
Guðjón Baldvinsson fyrrum leikmaður KR:
@maggilulla i starting ! Nú byrjar sýningin, lágmark 1 assist
26. mín
Hættulegasta færi Vals í leiknum! Rúnar Már Sigurjónsson leikur á varnarmann og á þrumuskoti úr vítateignum með vinstri fæti en Hannes nær að verja í horn.
33. mín
Kjartan Henry Finnbogason vinnur boltann í miðjuboganum þegar Halldór Kristinn Halldórsson skallar í hann. Kjartan Henry tekur á rás og nær á endanum skoti úr þröngri stöðu en Sindri Snær ver.
37. mín
Rólegt yfir leiknum þessa stundina, KR-ingar þó öllu líklegri.
Magnús Sigurbjörnsson veðmálasérfræðingur:
Miðjurnar hjá báðum liðum að fuðra upp. Þetta er eins og að horfa á kvennaleik. #fotbolti
45. mín
Búið er að flauta til leikhlés. Markalaust eftir frekar tíðindalítinn fyrri hálfleik. Við skulum vona að við fáum mörk í sólinni í síðari hálfleik.
45. mín
,,Þetta er agalegur leikur, jahérna," segir Bjarni Fel sem lýsir leiknum í KR-útvarpinu. Ekki fyrsti leikurinn sem Bjarni sér á ferlinum.
46. mín
Við skulum vona að Bjarni Fel fái fleiri færi í síðari hálfleiknum. Valsmenn hafa lokið við sérstakar upphitunaræfingar fyrir síðari hálfleikinn og Gunnar Jarl hefur flautað á.
Gísli Þorkelsson:
Það hitar ekkert byrjunarlið upp í hálfleik.....jú KFUM félagið á Hlíðarenda #eittsinnskati
49. mín Gult spjald: Guðjón Pétur Lýðsson (Valur)
Guðjón Pétur er fyrstur í bókina. Fær spjald fyrir að brjóta á Magnúsi Má Lúðvíkssyni.
58. mín
Inn:Þorsteinn Már Ragnarsson (KR) Út:Emil Atlason (KR)
KR-ingar gera sínu fyrstu skiptingu. Kjartan Henry Finnbogason fer á hægri kantinn og Þorsteinn Már í fremstu víglínu.
58. mín Gult spjald: Atli Sveinn Þórarinsson (Valur)
Braut á Þorsteini Má sem var að koma inn á.
60. mín
Vallarmet! 2628 áhorfendur eru á vellinum í kvöld og það er met á Vodafonevellinum.
61. mín
Hafsteinn Briem á skot sem fer langt yfir, svo langt yfir að boltinn fer yfir vegginn fyrir aftan markið og út á götu.
66. mín MARK!
Magnús Már Lúðvíksson (KR)
KR-ingar komast yfir! Bjarni Guðjónsson á aukaspyrnu sem endar hjá Magnúsi Má á fjærstönginni og hann skorar með skoti upp í þaknetið. Valsmenn steinsofandi en þeir gleymdu Magnúsi sem var einn og óvaldaður.
67. mín
Inn:Matthías Guðmundsson (Valur) Út:Ásgeir Þór Ingólfsson (Valur)
Kristján Guðmundsson þjálfari Vals gerir strax breytingu.
69. mín
Guðjón Pétur Lýðsson á góða sendingu inn fyrir á Hörð Sveinsson en Hannes Þór Halldórsson er rétt á undan í boltann.
74. mín
Inn:Haukur Heiðar Hauksson (KR) Út:Magnús Már Lúðvíksson (KR)
Magnús Már er búinn að skila sínu dagsverki. Magnús er að komast í gang eftir meiðsli en þetta var fyrsti leikur hans í sumar.
78. mín
Inn:Kolbeinn Kárason (Valur) Út:Hafsteinn Briem (Valur)
Valsmenn auka sóknarþungann, boxarinn mætir á vettvang.
81. mín
Hörður Sveinsson tekur boltann á ,,kassann" og skorar með skoti í fjærhornið en markið er dæmt af vegna rangstöðu.
82. mín
Gunnar Jarl Jónsson spjaldar Frey Alexandersson aðstoðarþjálfara Vals. Þeir félagar léku saman í vörn Leiknis R. á sínum tíma. Freyr var hægri bakvörður á meðan Gunnar lék í hjarta varnarninar og lét finna vel fyrir sér.
84. mín
Inn:Guðmundur Reynir Gunnarsson (KR) Út:Óskar Örn Hauksson (KR)
KR-ingar nota síðustu skiptingu sína. Mummi er nýkominn heim frá Bandaríkjunum þar sem hann var í námi en hann byrjaði í 3-2 sigrinum á ÍBV í síðustu viku.
86. mín
KR-ingar virðast vera að góðri leið með að sigla sigrinum heim.
87. mín Gult spjald: Kjartan Henry Finnbogason (KR)
88. mín
Inn:Hilmar Rafn Emilsson (Valur) Út:Guðjón Pétur Lýðsson (Valur)
Egill Einarsson einkaþjálfari:
Maggi Lú búinn að vera eins og vél í Sporthúsinu undanfarið og með 150% mataræði. Kemur ekki á óvart að hann hafi skorað í sínum fyrsta leik
90. mín
Matthías Guðmundsson nálægt því að jafna. Átti skalla eftir aukaspyrnu sem Hannes Þór Halldórsson varði vel út við stöng.
Leik lokið!
Leiknum er lokið með 1-0 sigri KR-inga en Magnús Már Lúðvíksson skoraði markið sem skildi liðin að. Nánari umfjöllun um leikinn kemur á Fótbolta.net innan tíðar.
Byrjunarlið:
Viktor Bjarki Arnarsson
2. Grétar Sigfinnur Sigurðarson
6. Gunnar Þór Gunnarsson
8. Baldur Sigurðsson
9. Kjartan Henry Finnbogason
11. Emil Atlason ('58)
22. Óskar Örn Hauksson (f) ('84)

Varamenn:
3. Haukur Heiðar Hauksson ('74)
5. Egill Jónsson
8. Þorsteinn Már Ragnarsson ('58)
21. Guðmundur Reynir Gunnarsson ('84)
23. Atli Sigurjónsson

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Kjartan Henry Finnbogason ('87)

Rauð spjöld: