Selfoss
0
2
Leiknir R.
0-1 Ragnar Leósson '8 , víti
Gunnar Borgþórsson '57
Elías Örn Einarsson '57
0-2 Tómas Óli Garðarsson '90
17.08.2017  -  18:30
JÁVERK-völlurinn
Inkasso deildin 1. deild karla 2017
Aðstæður: Sun is shining!
Dómari: Guðmundur Ársæll Guðmundsson
Áhorfendur: 303
Maður leiksins: Eyjólfur Tómasson
Byrjunarlið:
1. Guðjón Orri Sigurjónsson (m)
Þorsteinn Daníel Þorsteinsson
4. Andy Pew (f)
7. Svavar Berg Jóhannsson
8. Ivan Martinez Gutierrez
9. Leighton McIntosh
12. Giordano Pantano
14. Hafþór Þrastarson
15. Elvar Ingi Vignisson ('82)
16. James Mack ('75)
18. Arnar Logi Sveinsson

Varamenn:
1. Pétur Logi Pétursson (m)
3. Gylfi Dagur Leifsson
13. Kristinn Sölvi Sigurgeirsson ('82)
17. Haukur Ingi Gunnarsson
20. Sindri Pálmason
21. Stefán Ragnar Guðlaugsson
23. Arnór Ingi Gíslason

Liðsstjórn:
Gunnar Borgþórsson (Þ)
Ingi Rafn Ingibergsson
Elías Örn Einarsson
Jóhann Bjarnason
Hafþór Sævarsson
Jóhann Árnason
Baldur Rúnarsson

Gul spjöld:
Leighton McIntosh ('55)
Arnar Logi Sveinsson ('66)

Rauð spjöld:
Elías Örn Einarsson ('57)
Gunnar Borgþórsson ('57)
Leik lokið!
GAME OVER!

Slakur dómari leiksins, Guðmundur Ársæll flautar hér til leiksloka á Selfossvelli. Þriðji sigur Leiknismanna í röð!
90. mín MARK!
Tómas Óli Garðarsson (Leiknir R.)
MAAAAAARKK!!!!

Leiknismenn klára hér leikinn eftir skelfilegt úthlaup frá Guðjóni Orra. Tómas þarf ekki að gera mikið meira en að leggja boltann í netið!

0-2!
90. mín
Selfyssingar færa sig framar á völlinn og freista þess að ná jöfnunarmarki í þetta.
90. mín
Leiknismenn fá hér hornspyrnu og ég get sko sagt ykkur það að þeir eru ekki að drífa sig að þessu!
90. mín
UPPBÓTARTÍMI!
88. mín
Það fer að styttast í þessu hjá okkur!

Ekki mikið sem bendir til þess að Selfyssingar jafni leikinn en við skulum samt sjá.
85. mín Gult spjald: Ósvald Jarl Traustason (Leiknir R.)
Gult fyrir að tefja eða kjaft. Sá ekki hvort!
84. mín
Selfyssingar HEIMTA vítaspyrnu og ég er ekki frá því að þetta hafi farið í varnarmann Leiknismanna!

Menn hópast að Guðmundi og eru ekki sáttir!
83. mín

82. mín
Inn:Kristinn Sölvi Sigurgeirsson (Selfoss) Út:Elvar Ingi Vignisson (Selfoss)
81. mín Gult spjald: Tómas Óli Garðarsson (Leiknir R.)
Mér finnst Guðmundur vera hægt og rólega að missa öll tök á leiknum en að sama skapi leikmennirnir að gera honum mjög erfitt fyrir.
80. mín
Inn:Árni Elvar Árnason (Leiknir R.) Út:Ingvar Ásbjörn Ingvarsson (Leiknir R.)
80. mín
Ingi Rafn með spyrnuna en ég hefði viljað sjá Þorstein taka þessa, verið með baneitraðar sendingar í leiknum.

Leiknismenn koma boltanum burt.
78. mín Gult spjald: Halldór Kristinn Halldórsson (Leiknir R.)
Brýtur á Elvari Inga og klárt gult spjald á Halldór.

Selfyssingar fá aukaspyrnu á fínum stað.
76. mín
Langt innkast hjá Þorsteini, Andy kemur og flikkar inn og úr verður eitthvað klafs og eina sem ég sé er að Eyjó hendir sér niður og ver skot! Leiknismenn ná síðan að hreinsa boltann burt.
75. mín
Inn:Ingi Rafn Ingibergsson (Selfoss) Út:James Mack (Selfoss)
Fyrsta skipting Selfyssinga.
73. mín
Inn:Kolbeinn Kárason (Leiknir R.) Út:Aron Fuego Daníelsson (Leiknir R.)
70. mín
Frábæær sókn hjá Selfyssingum sem endar á fyrirgjöf frá JC Mack. McIntosh búin að staðsetja sig vel inní teig og nær góðum skalla rétt framhjá!
68. mín
Inn:Tómas Óli Garðarsson (Leiknir R.) Út:Sævar Atli Magnússon (Leiknir R.)
Fyrsta skipting leiksins.
68. mín
Þorsteinn Daníel örugglega með sína 5. aukaspyrnu á góðum stað en í þetta sinn fer hún í varnarvegginn og aftur í leik.
66. mín Gult spjald: Eyjólfur Tómasson (Leiknir R.)
Eyjólfur Tómasson í alvöru skógarúthlaupi og það nær alla leið út fyrir teig Leiknis þar sem hann handleikur knöttinn og fær að launum gult spjald.

Selfyssingar fá aukaspyrnu á hættulegum stað.
66. mín Gult spjald: Arnar Logi Sveinsson (Selfoss)
Fyrir kjaft.
65. mín
ÞAÐ eru LÆTI á vellinum og Guðmundur er byrjaður að dreifa gulum spjöldum! Menn farnir að kítast.
64. mín
Þorsteinn Daníel tekur aukaspyrnuna en hún fer rétt framhjá.
63. mín Gult spjald: Anton Freyr Ársælsson (Leiknir R.)
Brýtur á Martinez rétt fyrir utan teig. Aukaspyrna sem Selfyssingar fá á fínum stað.
62. mín
Leiknismenn að fá hér tvær hornspyrnur í röð en Selfyssingar verjast þægilega.
60. mín
Lítið sem ekkert að gerast í leiknum þessa stundina. Bæði lið að reyna að finna opnanir en varnirnar eru að standa vel!
57. mín Rautt spjald: Elías Örn Einarsson (Selfoss)
Markmannsþjálfari Selfyssinga einnig rekinn upp í stúku.
57. mín Rautt spjald: Gunnar Borgþórsson (Selfoss)
Gunni sendur upp í stúku.
55. mín Gult spjald: Leighton McIntosh (Selfoss)
ÞAÐ ER EITTHVAÐ ROSALEGT Í GANGI!

McIntosh fellur í teignum og fær að launum gult spjald fyrir leikaraskap. Varamannabekkur Selfoss TRYLLIST sem endar með því að Gunnar Borgþórsson og Elías Örn eru reknir upp í stúku!
53. mín
Misheppnaðar sendingar eru það sem einkennir þessar fyrstu mínútur síðari hálfleiks. Hjá báðum liðum í raun og veru.
49. mín
Aron Daníelsson skorar en aðstoðardómarinn búin að lyfta flagginu, rangstæður í þetta skiptið.
47. mín
SLÁÁIN!

Svavar Berg skallar boltann í slánna aftur! og AFTUR eftir sendingu frá Þorsteini!

Selfyssingar koma grimmir út.
47. mín
Arnar Logi með alvöru tilraun hér strax í upphafi leiks!

Algjör hammer af 30 metrunum sem Eyjó þarf að slá afturfyrir endamörk. Selfyssingar fá horn.
46. mín
Síðari hálfleikur er hafinn og það eru bæði lið óbreytt sýnist mér á öllu.

Fáum smá stuð hérna!
45. mín

45. mín
Hálfleikur
Hálfleikur á Selfossvelli. Í heildina frekar dapur leikur en Leiknismenn hafa gert vel í því að halda forystunni.
45. mín
Frááábær skyndisókn hjá Selfyssingum!

Leiknismenn fá hornspyrnu en Selfyssingar vinna boltann og bruna upp völlinn. Pachu og Svavar með gott þríhyrningaspil sem endar á því að Svavar stingur boltanum innfyrir á McIntosh sem nær skoti á marki en Eyjó ver frábærlega!
44. mín
Rólegt núna.

Selfyssingar virðast ekki ætla að jafna leikinn hér í fyrri hálfleik að minnsta kosti.
40. mín
Eyjó virðist ætla að halda leik áfram. Fékk sennilega einhvern góðan plástur á þetta.
38. mín
Eyjó Tómasson er lagstur í jörðina. Fær aðlhynningu.

Skelfilegt fyrir Leiknismenn ef hann þyrfti að fara útaf. Vonum ekki fyrir þá.
38. mín
Þriðja fína færið sem Elvar Ingi fær eftir langar sendingar en hann þarf að vera grimmari og setja helst bara hausinn í þessa bolta staðin fyrir að reyna að leggja hann eitthvað.

Vitum öll hvað Elvar getur í loftinu.
36. mín
ALVÖRU spyrna frá Þorsteini og Eyjó tekur eina fyrir TV-ið og ver boltann í horn!

Flott spyrna og varslan fín!
35. mín
Selfyssingar fá hér aukaspyrnu á STÓRHÆTTULEGUM stað eftir að brotið er á McIntosh rétt við vítateigslínuna!

Sjáum hvað gerist hér.
33. mín
Gestirnir heimta vítaspyrnu!

Vilja meina að boltinn hafi farið í hönd Gio en Guðmundur Ársæll þvertekur fyrir það og lætur leikinn halda áfram. Þetta var sennilega meira víti en vítið sem Leiknir fékk í byrjun.
31. mín
Ansi rólegar mínútur núna. Leiknismenn halda boltanum þessa stundina og reyna að finna opnanir á vörn Selfyssinga sem er þétt fyrir.
28. mín
Sævar Atli í frábæru færi eftir góða sendingu frá Ósvaldi Jarli en aftur er það Andy Pew sem kemur í veg fyrir að skotið endi á markinu!
25. mín
Leiknismenn ná að halda boltanum og róa leikinn eftir áhlaup Selfyssinga. Virðast líða ágætlega með boltann.
22. mín
Svavar Berg liggur hér á miðju vallarins eftir samstuð við Ragnar Leósson. Sá ekki nákvæmlega hvað gerðist en Svavar fær aðlhynningu og kemur síðan væntanlega inná aftur.
20. mín
SLÁIN!

Þorsteinn Daníel með hornspyrnu sem ratar til Hafþórs Þrastarsonar sem nær skoti en það syngur í slánni!

Leiknismenn þurfa að vakna!
20. mín
Selfyssingar liggja gríðarlega þungt á Leiknismönnum þessa stundina!
18. mín
TVÆR ROSALEGAR VÖRSLUR FRÁ EYJÓLFI!!

Svavar Berg nær góðum skalla eftir innkast frá Þorsteini, góður skalli en Eyjólfur nær að verja boltann frábærlega í stöngina. Elvar Ingi var mættur þangað en Eyjó fljótur upp og nær að verja skotið hans líka!

Gegggjaðar vörslur!
16. mín
Pachu með skot af 30 metrunum. Ekkert vitlaus tilraun en þessi var aldrei að fara inn.
15. mín
Sóknarmenn Selfyssinga eru bara ekki vaknaðir! Þessir björgunarsveitarmenn hérna þurfa að koma inná og blása lífi í þá.

3. flotti boltinn í röð frá Þorsteini en þeir láta þetta framhjá sér fara eins og ekkert sé. Menn þurfa að vera grimmir í boxinu.
13. mín
Selfyssingar fá sína fyrstu hornspyrnu. Föstu leikatriða-Þorsteinn tekur spyrnuna en Leiknismenn koma henni burt nokkuð þægilega bara.
11. mín
Heimamenn fá aukaspyrnu á fínum stað sem Þorsteinn Daníel tekur.

Flottur bolta frá steina en Elvar og McIntosh ekki nógu grimmir í þetta og boltinn fer afturfyrir. Markspyrna.
10. mín
Ég var nýbúinn að koma inná það að Selfyssingar væru komnir yfir kaflann sem hafa reynst þeim erfiðir, þá fá þeir þetta mark á sig!
8. mín Mark úr víti!
Ragnar Leósson (Leiknir R.)
Ragnar skorar af miklu öryggi!

Sendir Guðjón í vitlaust horn og gestirnir eru komnir yfir!
7. mín
VÍTI!!

Leiknismenn fá vítaspyrnu eftir fyrstu hornspyrnu leiksins og ég veit hreinlega ekki hvað var verið að dæma á en Brynjar fellur eftir viðskipti við Gio!

Guðmundur Ársæll virtist ekki vera sannfærður en eitthvað var það sem lét hann benda á punktinn!
6. mín
Selfyssingar eru komnir yfir kaflann sem hafa reynst þeim erfiður í síðustu leikjum. Þessar fyrstu 5 mínútur leikjanna.

Nú sjáum við hvað þeir gera.
4. mín
Fín tilraun hjá Ivan Pachu. Fær boltann rétt fyrir utan teig og sér McIntosh vera á hlaupinu, reynir hælsendingu innfyrir en varnarmaður Leiknis sér við þessu.
2. mín
Ragnar Leósson með fína tilraun við vítateigslínu. Þrumuskot en Andy Pew fórnar sér fyrir skotið og þaðan fer boltinn aftur í spil.
1. mín
Leikur hafinn
Leikurinn er hafinn í sólinni á Selfossi og það eru gestirnir sem hefja leik með boltann á móti léttvægri golu!

Góða skemmtun kæru lesendur!
Fyrir leik
Hér ganga liðin út á völlinn, fremstur í flokki er að sjálfsögðu Guðmundur Ársæll og hans tríó.

Selfyssingar í sínum aðalbúningum en Breiðhyltingar í sínum varabúningum, hvítir.
Fyrir leik
Veðrið leikur svoleiðis við okkur hér á Selfossi í kvöld. Sennilega í kringum 15 stiga hita og létt gola. Ekki ský á himni.

Vonum að leikurinn verði jafn góður og veðrið.
Fyrir leik
Leiknismenn úr Breiðholti stilla upp sama byrjunarliði og vann Fylki í síðustu umferð.

Engin ástæða til þess að breyta neinu á þeim bænum.
Fyrir leik
Hafþór Þrastarson er loks kominn í byrjunarlið Selfyssinga eftir að hafa verið frá í síðustu 3-4 leikjum. Ætti að styrkja vörn Selfyssinga til muna.

Arnar Logi kemur inn í liðið ásamt Gio Pantano. Haukur og Gylfi setjast á bekkinn.
Fyrir leik
Byrjunarlið liðanna eru klár!
Fyrir leik
Ingólfur Sigurðsson fyrrum leikmaður Gróttu spámaður 17. umferð Inkassodeildarinnar. Hann hefur þetta um leikinn að segja:

Selfoss 1 - 2 Leiknir
Stemningin er Leiknismegin þessar vikurnar. Selfyssingar komast yfir snemma í leiknum en Leiknismenn jafna fyrir lok hálfleiksins. Ingvar Ásbjörn skorar síðan sigurmarkið með hjólhestaspyrnu eða eitthvað... allavega mun Ósvald Jarl eiga stoðsendinguna, enda einstaklega glæsilegur maður.
Fyrir leik
Það má segja að Leiknismenn séu komnir með tak á Selfyssingum enda unnið 4 af síðustu 5 viðureignum liðanna.

Liðin hafa tvisvar mæst árið 2017, í fyrra skiptið í Fótbolti.net mótinu þar sem Leiknir vann 1-0. Í seinna skiptið var það í Breiðholtinu í Inkasso deildinni að Leiknir R. vann einnig leikinn, 2-0.
Fyrir leik
Selfyssingar verið í basli í síðustu leikjum og hafa ekki unnið nema einn leik í síðustu fjórum. Liðið tapaði gegn HK í síðasta leik 2-1 eftir að hafa fengið mark á sig á 1. mínútu leiksins. Svipað atvik átti sér stað í leiknum á undan gegn Keflavík þegar þeir fengu mark á sig í upphafi leiks.

Selfyssingar ætla væntanlega að reyna að koma í veg fyrir þetta í kvöld, þeir hljóta að verða orðnir leiðir á því að byrja leikina einu marki undir.

Selfyssingar geta með sigri komist fyrir ofan Leiknismenn í kvöld og hirt þá 7.sætið af þeim.
Fyrir leik
Breiðhyltingar hafa verið að rétta aðeins úr kútnum í síðustu leikjum og hafa unnið síðustu tvo. Fyrir það töpuðu þeir þremur í röð. Liðið vann Fylki í síðustu umferð 1-0 þar sem Ingvar Ásbjörn skoraði sigurmarkið.

Leiknismenn í 7.sæti með 23 stig en fara þó líklega ekki upp um neitt sæti með sigri nema að sigurinn verði stór þar sem Þórsarar eru með 26 stig og betri markatölu.
Fyrir leik
Gott kvöldið!

Það verður flautað til leiks hér á JÁVERK-vellinum á Selfossi klukkan 18:30 í leik Selfoss-Leikni R. í 17.umferð Inkassodeildarinnar. Ég geri ráð fyrir hörkuleik þar sem liðin eru á svipuðum stað í deildinni, Leiknismenn fyrir leikinn með tveggja stiga forskot á Selfyssinga.
Byrjunarlið:
Eyjólfur Tómasson
Halldór Kristinn Halldórsson
3. Ósvald Jarl Traustason
4. Bjarki Aðalsteinsson (f)
7. Ingvar Ásbjörn Ingvarsson ('80)
10. Sævar Atli Magnússon (f) ('68)
10. Ragnar Leósson
11. Brynjar Hlöðversson
15. Kristján Páll Jónsson (f)
17. Aron Fuego Daníelsson ('73)
23. Anton Freyr Ársælsson

Varamenn:
1. Hrólfur Vilhjálmsson (m)
8. Árni Elvar Árnason ('80)
9. Kolbeinn Kárason ('73)
10. Daníel Finns Matthíasson
14. Birkir Björnsson
16. Skúli E. Kristjánsson Sigurz
19. Ernir Freyr Guðnason
80. Tómas Óli Garðarsson ('68)

Liðsstjórn:
Kristófer Sigurgeirsson (Þ)
Elvar Páll Sigurðsson
Gísli Þór Einarsson
Gísli Friðrik Hauksson
Gunnlaugur Jónasson
Garðar Gunnar Ásgeirsson

Gul spjöld:
Anton Freyr Ársælsson ('63)
Eyjólfur Tómasson ('66)
Halldór Kristinn Halldórsson ('78)
Tómas Óli Garðarsson ('81)
Ósvald Jarl Traustason ('85)

Rauð spjöld: