Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
Víkingur Ó.
0
3
Breiðablik
0-1 Gísli Eyjólfsson '13
0-2 Sveinn Aron Guðjohnsen '40
0-3 Aron Bjarnason '53
20.08.2017  -  18:00
Ólafsvíkurvöllur
Pepsi-deild karla 2017
Aðstæður: Mjög góðar. Blanka logn og heiðskýrt
Dómari: Erlendur Eiríksson
Áhorfendur: 478
Maður leiksins: Gísli Eyjólfsson
Byrjunarlið:
30. Cristian Martínez (m)
Alfreð Már Hjaltalín
2. Ignacio Heras Anglada ('46)
5. Eivinas Zagurskas
7. Tomasz Luba
8. Gabrielius Zagurskas
9. Guðmundur Steinn Hafsteinsson ('52)
13. Emir Dokara
23. Gunnlaugur Hlynur Birgisson
24. Kenan Turudija ('80)
25. Þorsteinn Már Ragnarsson

Varamenn:
1. Einar Hjörleifsson (m)
2. Alexis Egea ('46)
4. Egill Jónsson
6. Óttar Ásbjörnsson
6. Pape Mamadou Faye ('52)
22. Vignir Snær Stefánsson
32. Eric Kwakwa ('80)

Liðsstjórn:
Ejub Purisevic (Þ)
Gunnsteinn Sigurðsson
Antonio Maria Ferrao Grave
Jónas Gestur Jónasson
Suad Begic
Einar Magnús Gunnlaugsson

Gul spjöld:
Emir Dokara ('45)
Gunnlaugur Hlynur Birgisson ('60)
Eivinas Zagurskas ('90)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Mjög öruggur sigur hjá Blikum. Lyfta sér uppfyrir Víkinga með þessum sigri.

Viðtöl og skýrsla koma innan skamms
90. mín Gult spjald: Eivinas Zagurskas (Víkingur Ó.)
+4

Gult spjald fyrir að kasta boltanum í jörðina af reiði. Kwakwa dæmdur brotlegur. Fannst það virkilega soft
90. mín
Sveinn Aron sloppinn einn í gegn. Cristian kom langt út í teiginn og varði
86. mín
Nýbúinn að skrifa þetta þegar Aron kemst í ákjósanlegt færi en skotið hans varið af Cristian
85. mín
Þessi síðari hálfleikur fer mjög seint í sögubækurnar fyrir einhverja skemmtun. Blikar kláruðu þetta gjörsamlega með þriðja markinu
80. mín
Inn:Eric Kwakwa (Víkingur Ó.) Út:Kenan Turudija (Víkingur Ó.)
Afleitur leikur hjá einum besta manni í Víkingsliðinu. Alltof margar feilsendingar
79. mín
Inn:Ernir Bjarnason (Breiðablik) Út:Willum Þór Willumsson (Breiðablik)
Hrein skipting
78. mín
Nú liggur Davíð Kristján eftir. Í þriðja skipti sem einhver sest niður þrátt fyrir að enginn sé í kring. Guðmundur Steinn og Damir gerðu það báðir og fóru báðir af velli. Sýnist Davíð getað haldið áfram
78. mín Gult spjald: Gísli Eyjólfsson (Breiðablik)
Togaði vel og lengi í Emir
75. mín
Ég er að elska þetta look á Þórði Steinari. Fyrir utan hárið og skeggið sem er on point þá er hann að spila í skóm sem hann virðist hafa fundið inní skáp heima hjá sér sem hafa ekki verið notaðir síðan hann var í 2. flokk
73. mín
Inn:Þórður Steinar Hreiðarsson (Breiðablik) Út:Damir Muminovic (Breiðablik)
Damir settist niður í teignum. Sýndist hann halda um lærið. Víkingurinn inn
71. mín
Við í skýlinu erum búnir að vera reyna finna einhverja ljósa punkta hjá Ólafsvík. Mjög erfitt verkefni. Mikil barátta í Þorsteini sem og Pape
69. mín
Inn:Sólon Breki Leifsson (Breiðablik) Út:Martin Lund Pedersen (Breiðablik)
Martin Lund átti ekkert rosalegan dag. Hefði átt að skora í fyrri hálfleik
67. mín
Víkingar halda áfram að klikka á þessum einföldu sendingum. Voðalega lítið að smella hjá lærisveinum Ejub í dag
63. mín
Ef svo vill til að Aleix Egea eða Pape fá gult spjald í dag þá eru Víkingar án Nacho, Aleix, Guðmunds, Pape og Kwame.

Ef ég skil rétt þá ætti Kwame að vera í tveggja leikja banni vegna þess að hann var að fá sitt annað rauða spjald. Gulli er kominn í bann vegna gulra spjalda, Nacho og Steini eru meiddir og Pape og Aleix eru á hættusvæði
62. mín
Strax eftir færi Ólsara er Gísli við það að sleppa í gegn. Cristian gerði vel og varði í horn
61. mín
Pape með skot framhjá markinu. Ólsarar gefast ekki upp
60. mín Gult spjald: Gunnlaugur Hlynur Birgisson (Víkingur Ó.)
Hans fimmta gula spjald í sumar
55. mín
Þetta gæti verið mjög crucial leikur uppá framhaldið í fallbaráttunni. Nacho og Guðmundur Steinn báðir farnir af velli meiddir hjá Víkingum. Steini hefur verið gríðarlega mikilvægur fyrir markaskorun liðsins og með bæði Þorstein og Pape að ströggla fyrir framan markið þá gæti Víkingur verið í basli
53. mín MARK!
Aron Bjarnason (Breiðablik)
ÞAÐ ER GJÖRSAMLEGA ALLT AÐ HRYNJA HJÁ VÍKINGUM

Gabrielius rann á rassgatið og Aron labbaði framhjá honum áður en hann kláraði örugglega framhjá Cristian
52. mín
Inn:Pape Mamadou Faye (Víkingur Ó.) Út:Guðmundur Steinn Hafsteinsson (Víkingur Ó.)
51. mín
Löng pása vegna meiðsla Steina. Pape er að gera sig klárann að koma inná
48. mín
Þetta lítur mjög illa út fyrir Víking. Guðmundur Steinn skyndilega snarstoppar og grípur um bakið á sér áður en hann legst niður. Sá ekki hvað gerðist en það var ekki maður í kringum hann. Hann virðist hafa fengið eitthvern hnikk. Þorsteinn Már er tekinn við bandinu sem þýðir að Steini mun ekki halda leik sínum áfram
47. mín
Áhorfendatölur í Ólafsvík í dag eru 478
46. mín
Leikur hafinn
Það var smá töf á að leikurinn gæti hafist aftur. Aðstoðardómarinn gerði einhverja athugasemd við markið
46. mín
Inn:Alexis Egea (Víkingur Ó.) Út:Ignacio Heras Anglada (Víkingur Ó.)
Hálfleiksskipting hjá Víking. Nacho út vegna meiðsla. Aleix inn með Batman grímu eftir að hafa nefbrotnað í síðasta heimaleik
45. mín
Hálfleikur
Blikar mjög sanngjarnt 2-0 yfir í hálfleik
45. mín
+3

Tomasz Luba með sannkallað miðvarðarskot fyrir utan teig!

Sneri baki í markið, náði að halda mönnum frá sér og ætlaði svo að snúa og fara í skotið. Skelfilegt skot hins vegar. Vel framhjá
45. mín Gult spjald: Emir Dokara (Víkingur Ó.)
+2

Erlendur dómari í ruglinu hérna!!

Emir og Sveinn fóru saman í háan bolta og Sveinn lá eftir og Blikar allt annað en sáttir. Erlendur dæmdi Svein hins vegar brotlegan en eftir um það bil mínútu þá breytti hann ákvörðun sinni og dæmdi Emir brotlegan og gult spjald fór á loft. Furðulegt hjá Erlendi
45. mín
víkingar hafa alls ekki verið að spila vel í dag. Alltof fáar sendingar að heppnast hjá þeim
45. mín
Uppbótartíminn er 3 mínútur
42. mín
Alexis Egea er byrjaður að hita upp en Nacho Heras liggur niðri. Sá ekki hvað gerðist en hann þarf aðhlynningu
40. mín MARK!
Sveinn Aron Guðjohnsen (Breiðablik)
Stoðsending: Aron Bjarnason
ÞVÍLÍKUR SPRETTUR HJÁ ARONI BJARNA! 0-2

Aron rúllaði yfir vörn Víkings áður en hann renndi boltanum til hliðar á Svein Aron sem var með honum í teignum. Auðvelt færi fyrir Svein
39. mín
Til þess að komast hjá öllum misskilning þá kalla ég Gunnlaug Hlyn Gulla og Gunnleif Gulla Gull
36. mín
Spontaníus taktísk breyting hjá Ejub. Alltíeinu er Víkingur að spila 4 manna vörn með Gabrielius og Emir eru í bakvörðunum með Luba og Nacho sín á milli. Alfreð er kominn á hægri kantinn og Gulli á vinstri kantinn. Kenan og Eivinas eru djúpir með Þorstein fyrir framan sig og Steini er á toppnum
36. mín
Gísli ákveður að reyna við annað skot af svipuðu færi og áðan þegar hann gerði markið. Yfir markið í þetta sinn
33. mín
Stórhættulegt færi!

Sending frá Davíð mjög góð frá vinstri og alltíeinu 3 lausir í teignum. Gísli fyrstur í boltann en skot hans í hliðarnetið
30. mín
Mjög rólegar síðustu mínútur hérna
26. mín
ÞVÍLÍK GULLSENDING!

Eivinas Zagurskas með ruuuglaða sendingu innfyrir vörn Blika frá sínum vallarhelming. Þorsteinn tók boltann vel niður en önnur snertingin brást honum og hann kom ekki skoti frá sér
23. mín
Martin Lund með skelfilegt skot vol. 2

Aftur fær Martin boltann innfyrir í sömu stöðu og áðan. Núna eftir að Alfreð Már rann. Skotið hjá Martin himinhátt yfir aftur.
21. mín
Í þetta sinnið eru það Víkingar sem fá aukaspyrnu á góðum stað. Eivinas með fyrirgjöfina og Gunnlaugur og Nacho hoppa saman í boltann. Hvorugur hittir boltann almennilega en Gulli var fyrir innan og því dæmd rangstaða. Hefði Gulli farið frá hefði Nacho verið í mjög góðri stöðu
18. mín
Aftur kemur Kenan við sögu. Kominn aftur inná og fer í 50/50 bolta við Andra Rafn. Báðir sparka í boltann á nákvæmlega sma tíma og Andri liggur eftir. Kenan fer útúr þessu heill
16. mín
Elfar Freyr í smá skógarferð með boltann. Missti hann aðeins frá sér og þurfti að renna sér í boltann. Tók Kenan niður í leiðinni og var dæmdur brotlegur. Kenan hins vegar liggur sárþjáður eftir og þarfnast aðhlynningar
15. mín
Ég viðurkenni það fúslega að ég missti algjörlega af þessu marki! Ég var í þann mund að skrifa færslu þegar ég heyrði læti. Kolleggar mínir í blaðamannaskýlinu lýsa þessu sem einu af mörkum sumarsins
13. mín MARK!
Gísli Eyjólfsson (Breiðablik)
HVAÐ GERÐIST ÞARNA!!! VÁÁÁÁÁÁ ÞVÍLÍKT MARK

Eins og þruma úr heiðskýru lofti!. Gísli fékk boltann 25 metrum frá markinu og ákvað bara að negla. Boltinn beint í frænda Samúel. Cristian stóð eins og stytta í markinu. Ekki oft sem maður sér það gerast
11. mín
Martin Lund með skelfilegt skot

Fyrsta ákjósanlega færið úr opnu spili. Vel spilað hjá Blikum og Gísli kom með góðan bolta innfyrir á Martin Lund sem skyndilega var einn á móti Cristian en skotið himinhátt yfir
11. mín
Gott skot. Skrúfaði boltann framhjá veggnum en Cristian sá við honum
10. mín
Aftur fá Blikar aukaspyrnu. Nú rétt fyrir utan teigin eftir vægt brot. Sveinn Aron stillir sér upp til að taka spyrnuna
9. mín
Leikurinn fer mjög rólega af stað. Hvorugt liðið taka einhverja sénsa til að byrja með. Blikar reyna mikið af sendingum innfyrir vörnina
6. mín
Víkingar spila svipaða taktík og í síðustu leikjum. Leyfa andstæðingum sínum að halda boltanum mikið og liggja þétt til baka og beita hröðum sóknum
5. mín
Ekkert varð úr aukaspyrnunni en Víkingar fengu aukaspyrnu
4. mín
Blikar eiga aukaspyrnu ca 35 metrum frá markinu
3. mín
Uppstilling Milosar á Blikaliðinu
Gunnleifur
Dino-Elfar-Damir-Davíð
Willum-Gísli-Andri
Aron-Martin-Sveinn Aron
1. mín
Víkingar stilla upp hefðbundnu liði
Cristian
Gabrielius-Emir-Luba-Nacho-Alfreð
Eivinas
Kenan-Þorsteinn-Gulli
G.Steinn
1. mín
Leikur hafinn
Það eru Víkingar sem byrja með boltann og byrja þeir að sækja í átt að Sundlaug Ólafsvíkur í fyrri hálfleik
Fyrir leik
Það eru tveir fyrrum leikmenn Víkings í byrjunarliði Breiðabliks en það eru þeir Damir Muminovic sem lék eitt tímabil með liðinu árið 2013 og svo er það Gísli Eyjólfsson sem lék hálft tímabil á síðasta ári á láni áður en hann var kallaður til baka
Fyrir leik
Það vekur athygli að Einar Hjörleifsson er kominn á bekkinn hjá Víkingum en þrátt fyrir að vera búinn að leggja hanskana á hilluna þá er hann alltaf reiðubúinn að koma á bekkinn og hjálpa til ef varamarkvörður Víkings, Konráð Ragnarsson er víðs fjarri
Fyrir leik
Góðann og margblessaðan daginn kæru lesendur Fótbolta.net. Ármann heiti ég og býð ykkur öllum hjartanlega velkomin í þráðbeina textalýsingu á leik Víkings Ólafsvíkur og Breiðabliks í 16 umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu
Byrjunarlið:
Gunnleifur Gunnleifsson
4. Damir Muminovic ('73)
5. Elfar Freyr Helgason
10. Martin Lund Pedersen ('69)
11. Gísli Eyjólfsson
11. Aron Bjarnason
15. Davíð Kristján Ólafsson
17. Sveinn Aron Guðjohnsen
18. Willum Þór Willumsson ('79)
21. Dino Dolmagic
30. Andri Rafn Yeoman

Varamenn:
12. Ólafur Íshólm Ólafsson (m)
13. Sólon Breki Leifsson ('69)
16. Ernir Bjarnason ('79)
21. Guðmundur Friðriksson
25. Davíð Ingvarsson
35. Brynjar Óli Bjarnason
77. Þórður Steinar Hreiðarsson ('73)

Liðsstjórn:
Milos Milojevic (Þ)
Olgeir Sigurgeirsson
Ólafur Pétursson
Jón Magnússon
Marinó Önundarson
Aron Már Björnsson
Þorsteinn Máni Óskarsson

Gul spjöld:
Gísli Eyjólfsson ('78)

Rauð spjöld: