Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Mjólkurbikar karla
Höttur/Huginn
14:00 0
0
Fylkir
Mjólkurbikar karla
ÍBV
14:00 0
0
Grindavík
Mjólkurbikar karla
Árbær
14:00 0
0
Fram
Stjarnan
4
0
Fjölnir
Hilmar Árni Halldórsson '15 , víti 1-0
Ólafur Karl Finsen '36 2-0
Jóhann Laxdal '73 3-0
Guðjón Baldvinsson '76 4-0
21.08.2017  -  19:15
Samsung völlurinn
Pepsi-deild karla 2017
Aðstæður: Hliðarvindur frá stúkunni, mögulega aðeins í átt að Flataskóla. Þurrt og fínt fótboltaveður, 14 stiga hiti og teppið lítur vel út.
Dómari: Þorvaldur Árnason
Áhorfendur: 703
Maður leiksins: Jósef Kristinn Jósefsson
Byrjunarlið:
Haraldur Björnsson
2. Brynjar Gauti Guðjónsson
3. Jósef Kristinn Jósefsson
4. Jóhann Laxdal ('85)
5. Óttar Bjarni Guðmundsson
7. Guðjón Baldvinsson
8. Baldur Sigurðsson
10. Hilmar Árni Halldórsson ('85)
14. Hörður Árnason
17. Ólafur Karl Finsen ('60)
20. Eyjólfur Héðinsson

Varamenn:
25. Sveinn Sigurður Jóhannesson (m)
6. Þorri Geir Rúnarsson
9. Daníel Laxdal
16. Ævar Ingi Jóhannesson ('60)
23. Dagur Austmann
27. Máni Austmann Hilmarsson ('85)
77. Kristófer Konráðsson ('85)

Liðsstjórn:
Rúnar Páll Sigmundsson (Þ)
Fjalar Þorgeirsson
Brynjar Björn Gunnarsson
Davíð Snorri Jónasson
Sigurður Sveinn Þórðarson
Davíð Sævarsson
Friðrik Ellert Jónsson

Gul spjöld:
Jóhann Laxdal ('28)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Öruggur heimasigur.

Viðtöl og skýrsla á leiðinni.
90. mín
Þrjár mínútur í uppbót.
89. mín Gult spjald: Marcus Solberg (Fjölnir)
Pirringsbrot á Brynjari Gauta.
87. mín
ÞVERSLÁ!!!

Enn og aftur hætta Stjörnunnar frá vinstri, Kristófer nú með sendinguna á Guðjón sem snýr Hans af sér en neglir í slánna úr markteignum.
85. mín
Inn:Máni Austmann Hilmarsson (Stjarnan) Út:Jóhann Laxdal (Stjarnan)
85. mín
Inn:Kristófer Konráðsson (Stjarnan) Út:Hilmar Árni Halldórsson (Stjarnan)
83. mín
Það er verið að sigla þessum leik heim bara.

Stjarnan að rúlla boltanum sín á milli á meðan Fjölnismenn reyna að pressa...árangurslítið.
82. mín
Inn:Ingibergur Kort Sigurðsson (Fjölnir) Út:Þórir Guðjónsson (Fjölnir)
77. mín
Inn:Fredrik Michalsen (Fjölnir) Út:Gunnar Már Guðmundsson (Fjölnir)
Hrein skipting.
76. mín MARK!
Guðjón Baldvinsson (Stjarnan)
Stoðsending: Jósef Kristinn Jósefsson
Hér er sláturtíð!

Jósef í enn einni ferðinni upp vinstri kantinn, labbar fram hjá Siers og leggur í markteiginn, Guðjón fær nógan tíma til að klára þennan í netið.
73. mín MARK!
Jóhann Laxdal (Stjarnan)
Stoðsending: Guðjón Baldvinsson
Geggjað mark!

Jói fær boltann í hlaupinu á sóknarþriðjungnum, spilar nettan þríhyrning við Guðjón á vítateigslínunni og neglir hann með vinstri í fjærhornið.
70. mín
Skyndisókn Fjölnis endar á skotfæri af vítateigslínu frá Gunnari Má en hann neglir yfir markið.
69. mín
Guðjón rétt sloppinn í gegn eftir hreinsun Ævars.

Þórður vakandi þegar hann þarf að koma langt út úr teignum og hreinsa af tám framherjans.
65. mín
Hætta við Stjörnumarkið, flottur sprettur hjá Linus, sending hans fyrir lendir í Herði og skoppar í gegnum markteiginn þar sem að Stjörnumenn hreinsa.
64. mín
Inn:Marcus Solberg (Fjölnir) Út:Birnir Snær Ingason (Fjölnir)
Búið að vera mikið líf í Birni í leiknum...hlýtur að vera hnjaskaður.
60. mín
Inn:Ævar Ingi Jóhannesson (Stjarnan) Út:Ólafur Karl Finsen (Stjarnan)
Fínn klukkutími hjá Ólafi.
59. mín
Vel varið Þórður!

Jóhann og Guðjón þríhyrna sig í gegnum vörnina hægra megin og Guðjón neglir úr markteignum en Þórður ver vel af stuttu færi.
58. mín
Birnir enn að stríða Stjörnumönnum, kemst framhjá Jóhanni og á sendingu inní sem Stjarnan kemur í horn.

Gunnar á fínan skalla upp úr horninu en Haraldur ver vel.
55. mín
Rangstöðumark!

Linus með sendingu inn í teiginn þar sem Þórir afgreiðir hann í netið af vítapunktinum en Jóhann með flaggið á lofti og þetta telur ekki...
53. mín
Góð vörn hjá Brynjari Gauta, Birnir komst upp hægra megin og sendi inn í markteiginn en þar náði Brynjar að komast fyrir skot Þóris og bjarga út úr teignum.
51. mín
Stjörnumenn hafa verið afskaplega yfirvegaðir í þessum leik hingað til og pressa gestanna er ekki að breyta því hingað til.

Sækja að mestu bara á 4 leikmönnum núna, enda staðan afskaplega vænleg.
47. mín
Fjölnismenn byrja seinni hálfleik á því að pressa Stjörnumenn hærra en þeir gerðu í þeim fyrri.
46. mín
Leikur hafinn
Óbreytt liðsskipan í Garðabæ í seinni hálfleik.
45. mín
Fjölnismenn sendir hér út áður en dómarinn rekur þá á teppið...spurning hvort Gústi hefur sett hárþurrkuna í gang í hléi???

45. mín
Hálfleikur
Stjarnan í þægilegum málum eftir að hafa skorað úr tveim fyrstu sóknum sínum.

Leikurinn frekar rólegur hingað til.
45. mín
Ein mínúta í uppbót í dag.

44. mín
Hilmar með skot utan teigs eftir hraða sókn en Þórður ver af öryggi.
41. mín
Fjölnismenn beint upp í fína sókn en skot Birnis er rétt framhjá stönginni.
41. mín
Ólafur Karl rétt sloppinn einn í gegn, sending Guðjóns þó aðeins of stutt og Þórður kemst í hana.
39. mín
ÞVERSLÁ!

Aftur fara Stjörnumenn upp vinstra megin, Jósef kemst á bakvið Siers og á fasta sendingu með jörðinni í gegnum teiginn á fjær.

Þar er Guðjón í upplögðu færi fyrir nánast opnu marki en neglir þennan í slá.
36. mín MARK!
Ólafur Karl Finsen (Stjarnan)
Stoðsending: Jósef Kristinn Jósefsson
Eitt sérkennilegasta mark sumarsins, boltinn færður yfir á vinstri væng þar sem Jósef leggur hann í gegn á Ólaf Karl sem er í fáránlega þröngu færi beinlínis á endalínunni. Hann á skot sem lekur einhvern veginn framhjá Þórði.

Það fagnaði enginn í stúkunni fyrr en 5 sekúndum seinna, boltinn einhvern veginn flaut um netið. Stjarnan með tvær alvöru sóknir og tvö mörk!
31. mín
Fjölnir í flottu færi.

Brynjar Gauti með misheppnaða sendingu sem Þórir étur og æðir að marki. Tekur sér of mikinn tíma og varnarmenn ná að þrengja skotvinkilinn og að lokum dúndrar hann yfir úr teignum. Átti að gera betur...
28. mín Gult spjald: Jóhann Laxdal (Stjarnan)
Brýtur á Birni í skyndisókn. Hárrétt.
27. mín
STANGARSKOT!!!

Birnir Snær fær ótrúlegan tíma inni í vítateig Stjörnunnar, leggur boltann fyrir sig, tékkar inn og snýr boltann í átt að fjærhorni, boltinn smellur í stönginni með Harald frosinn.
25. mín
Aftur dottið í uppleggið sem var í byrjun, liðin skiptast á að halda boltanum en lítil sköpun á síðasta þriðungi.
22. mín
Falleg sókn Stjörnumanna endar á sendingu frá Lax-inum frá hægri, aðeins of löng og Jósef nær ekki til boltans.
20. mín
Stjarnan að hirða tökin sýnist mér, láta boltann ganga sín á milli án þess að fara í mikil læti.

Kalla hér reglulega "þolinmæði" sín á milli...hvort það er eitthvað veit ég ekki.
17. mín
Nú er að sjá hvaða áhrif markið hefur á leikinn...sem var búinn að vera ansi daufur hingað til!
15. mín Mark úr víti!
Hilmar Árni Halldórsson (Stjarnan)
Klína í skeytin einfaldlega!
14. mín Gult spjald: Linus Olsson (Fjölnir)
14. mín
VÍTI FYRIR STJÖRNUNA.

Aukaspyrna frá hægri á fjær, Baldur Sig að ná í boltann þegar Linus ýtir í hann, Þorvaldur rétt við atvikið og algerlega sannfærður um vítið.
12. mín
Fjölnismenn aðeins að ná tökum á leiknum, átt fín upphlaup sem hafa þó stöðvast á lokaþriðjungi.
8. mín
Skákmúv hér í byrjun, bæði lið frekar varkár.

Ægir á fyrsta skotið að marki, af vítateigslínunni en Haraldur ver þetta auðveldlega. Beint á hann.
7. mín
Fjölnismenn spila 4-1-4-1

Þórður

Siers - Hans - Dzolan - Tadejevic

Gunnar

Linus - Jugovic - Ægir - Birnir

Þórir.
6. mín
Stjarnan spilar 4-2-3-1

Haraldur

Jóhann - Brynjar - Óttar - Hörður

Eyjólfur - Baldur

Hilmar - Ólafur - Jósef

Guðjón.
4. mín
Strax komin þrjú dómaraflaut, enginn hasar en menn ætla sýnilega að spila fast.
1. mín
Leikur hafinn
Lagt af stað í Garðabænum, Stjarnan prófaði ekki að þjófstarta þó Þorvaldur væri með flautuna.
Fyrir leik
Fjölnir unnu hlutkestið og byrja á að sækja í átt að Flataskóla undan golunni að hluta allavega.

Stjarnan byrjar.
Fyrir leik
Allt að verða klárt í Garðabænum, þessi verður alvöru.
Fyrir leik
Íðilhljómfögur rödd vallarþuls þeirra Garðbæinga hefur lokið því að lesa upp liðsskipanina.

Eins og yfirleitt þegar Ólafur Karl spilar var mest klappað fyrir hans nafni við þann upplestur.
Fyrir leik
Heimir Hallgríms og Helgi Kolviðs eru mætti að horfa á leikinn, væri nú bara helvíti flott ef fleiri myndu mæta með þeim á völlinn!

Fyrir leik
Alex Þór Hauksson og Hólmbert Aron Friðjónsson taka út leikbann í liði Stjörnunnar. Eyjólfur Héðinsson kemur aftur inn á miðjuna og Ólafur Karl Finsen byrjar sinn fyrsta leik síðan í júní.

Ingimundur Níels Óskarsson er í banni hjá Fjölni og Igor Jugovic kemur inn í liðið fyrir hann síðan í leiknum gegn KA á dögunum.
Magnús Már Einarsson
Fyrir leik
Þá er tilvalið að minnast á það líka að þeir sem eru á twitter eiga endilega að skella myllumerkinu #fotboltinet inn í sín tíst ef þeir hafa hug á því að leyfa þeim að fljóta með í umræðunni okkar um þennan leik...
Fyrir leik
Fljótt á litið eru engir leikmenn í hópnum sem að hafa spilað leiki fyrir mótherjann.

Ef einhver vill leiðrétta þær upplýsingar þá þigg ég það með þökkum...t.d. með því að benda mér á það á twitter.
Fyrir leik
Fyrri leik þessara liða lauk með 3-1 sigri Stjörnumanna í Grafarvoginum.

Fyrrnefndur Hólmbert Aron setti tvö mörk fyrir gestina í þeim leik og Guðjón Baldvinsson skoraði það þriðja. Fyrir Fjölnismenn skoraði Marcus Solberg, minnkaði muninn í 1-3 þegar um kortér lifði leiks.
Fyrir leik
Dómarateymi dagsins er skipað eftirfarandi mönnum:

Þorvaldur Árnason er á flautunni, honum til aðstoðar með flöggin eru þeir Bryngeir Valdimarsson (AD1) og Jóhann Gunnar Guðmundsson (AD2). Varadómari er Sigurður Óli Þórleifsson og eftirlitinu í kvöld sinnir Björn Guðbjörnsson.
Fyrir leik
Stjörnumenn búa við það að hafa 2 leikmenn í leikbanni í þessum leik, Hólmbert Aron Friðjónsson fékk rauða spjaldið í leik liðsins við KA og Alex Þór Hauksson er í leikbanni vegna uppsafnaðra fjögurra gulra spjalda í sumar.

Það sama á við Ingimund Níels Óskarsson hjá Fjölni, hann situr leikinn af sér í banni vegna uppsafnaðra spjalda.
Fyrir leik
Það er auðvitað að heilmiklu að keppa fyrir bæði lið.

Stjarnan gæti minnkað muninn á Valsmenn niður í tvö stig á toppnum ef úrslit kvöldsins verða þeim hagstæð svo að þar er draumur um toppslag í algleymi.

Fjölnismenn eru hins vegar á kafi í fallbaráttunni, eftir sigur ÍBV eru Grafarvogspiltar nú jafnfætis Eyjapeyjum í stigagjöfinni í fallbaráttunni með 16 stig og einungis betri markatala þeirra heldur þeim frá fallsæti.
Fyrir leik
Leikurinn er liður í 16.umferð Pepsideildar en að honum loknum verða Fjölnismenn þó bara búnir að leika 15 leiki í deildinni þar sem þeir eiga inni leik við FH frá í síðustu umferð.
Fyrir leik
Góða kvöldið og verið hjartanlega velkomin í beina textalýsingu frá Stjörnuvellinum þar sem heimamenn fá Grafarvogspiltana úr Fjölni í heimsókn.
Byrjunarlið:
12. Þórður Ingason (m)
Gunnar Már Guðmundsson ('77)
2. Mario Tadejevic
5. Ivica Dzolan
7. Birnir Snær Ingason ('64)
8. Igor Jugovic
9. Þórir Guðjónsson ('82)
10. Ægir Jarl Jónasson
15. Linus Olsson
20. Mees Junior Siers
28. Hans Viktor Guðmundsson (f)

Varamenn:
1. Jökull Blængsson (m)
5. Torfi Tímoteus Gunnarsson
6. Fredrik Michalsen ('77)
7. Ingibergur Kort Sigurðsson ('82)
18. Marcus Solberg ('64)
26. Ísak Óli Helgason
33. Ísak Atli Kristjánsson

Liðsstjórn:
Ágúst Þór Gylfason (Þ)
Gunnar Sigurðsson
Einar Hermannsson
Gestur Þór Arnarson
Kári Arnórsson
Guðmundur Steinarsson
Andri Roland Ford

Gul spjöld:
Linus Olsson ('14)
Marcus Solberg ('89)

Rauð spjöld: