Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Fram
1
5
Fylkir
Hlynur Atli Magnússon '5 1-0
1-1 Albert Brynjar Ingason '19
1-2 Andri Þór Jónsson '27
1-3 Albert Brynjar Ingason '28
1-4 Ásgeir Örn Arnþórsson '41
1-5 Albert Brynjar Ingason '56 , víti
25.08.2017  -  19:15
Laugardalsvöllur
Inkasso deildin 1. deild karla 2017
Aðstæður: Skýjað en hlýtt. Flottar aðstæður fyrir fótboltaleik
Dómari: Þóroddur Hjaltalín
Maður leiksins: Albert Brynjar Ingason
Byrjunarlið:
1. Hlynur Örn Hlöðversson (m)
4. Sigurpáll Melberg Pálsson (f)
7. Guðmundur Magnússon (f)
10. Orri Gunnarsson ('46)
14. Hlynur Atli Magnússon (f) ('74)
16. Arnór Daði Aðalsteinsson ('31)
17. Kristófer Jacobson Reyes
21. Indriði Áki Þorláksson
21. Ivan Bubalo
24. Dino Gavric
32. Högni Madsen

Varamenn:
1. Atli Gunnar Guðmundsson (m)
6. Brynjar Kristmundsson
9. Helgi Guðjónsson ('31)
16. Þorsteinn Örn Bernharðsson
19. Axel Freyr Harðarson ('74)
19. Óli Anton Bieltvedt
23. Benedikt Októ Bjarnason ('46)
71. Alex Freyr Elísson

Liðsstjórn:
Pétur Örn Gunnarsson (Þ)
Pedro Hipólító (Þ)
Ólafur Tryggvi Brynjólfsson
Hulda Björk Brynjarsdóttir

Gul spjöld:
Benedikt Októ Bjarnason ('63)
Guðmundur Magnússon ('88)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Þóroddur flautar hér til leiks loka og 5-1 sigur Fylkismanna staðreynd.

Viðtöl og skýrsla koma síðar.
90. mín
Ekkert verður úr horninu. Tveimur mínútum bætt hér við.
90. mín
Fylkismenn halda hér boltanum en skapa sér ekki neitt af viti. Eiga hornspyrnu núna sem að Arnar Már ætlar að taka.
88. mín Gult spjald: Guðmundur Magnússon (Fram)
Guðmundur er orðinn pirraður og er alltof seinn hérna. Hárrétt hjá Þóroddi að spjalda hann.
86. mín
Steindauðar mínútur þessa stundina. Væri gaman að fá smá líf síðustu sekúndurnar.
80. mín
Guðmundur Magnússon fellur hér í teignum eftir hornspyrnu og heimtar vítaspyrnu. Þóroddur lætur leikinn halda áfram og fær að heyra það í kjölfarið frá framherjanum.
78. mín
Ivan Bubalo með flottan snúning hér inní vítateig Fylkismanna og er kominn í kjörstöðu en fyrirgjöf hans er afleitt og endar aftur fyrir endamörk.
77. mín
Guðmundur Magnússon fær hér góðan bolta innfyrir og reynir að vippa boltanum yfir Aron Snæ sem er vel á verði og slær boltanum í horn. Ekkert verður úr horninu frekar en fyrri daginn.
76. mín
Inn:Axel Andri Antonsson (Fylkir) Út:Oddur Ingi Guðmundsson (Fylkir)
74. mín
Inn:Axel Freyr Harðarson (Fram) Út:Hlynur Atli Magnússon (Fram)
Síðasta skipting Pedro í leiknum.
74. mín
Dauðafæri!

Hákon nánast einn á móti marki en skot hans lélegt.
71. mín
Úff þarna munaði litlu.

Frammarar komast hér þrír á móti Ara Leifssyni en frábær tækling hjá miðverðinum stoppar þessa sókn.
70. mín
Inn:Arnar Már Björgvinsson (Fylkir) Út:Ragnar Bragi Sveinsson (Fylkir)
Ragnar Bragi búinn að vera mjög flottur í dag.
69. mín
Fínt færi hjá Helga Guðjóns en Aron Snær með góða vörslu í horn. Ekkert verður úr horninu.
67. mín Gult spjald: Andrés Már Jóhannesson (Fylkir)
Alltof seinn í tæklingu á Kristófer. Verðskuldað gult spjald.
63. mín Gult spjald: Benedikt Októ Bjarnason (Fram)
62. mín
Benedikt Októ reynir hér skot við vítateigshornið en boltinn framhjá.
60. mín
Hákon Ingi hér með gott skot utan af velli en Hlynur er vel á verði og slær boltanum yfir markið. Ekki galin tilraun þarna.
58. mín
Inn:Hákon Ingi Jónsson (Fylkir) Út:Albert Brynjar Ingason (Fylkir)
Heiðursskipting hér. Albert búinn að vera frábær í dag.
56. mín Mark úr víti!
Albert Brynjar Ingason (Fylkir)
Öryggið uppmálað og Albert fullkomnar hér þrennuna sína.
55. mín
VÍTI FYRIR FYLKI!

Hlynur Örn gerir herfilega og missir boltann alltof langt frá sér og endar á að brjóta á Ragnari Braga.
54. mín
Gjörsamlega ekkert að gerast akkúrat núna. Liðin skiptast á að vera með boltann en gera ekkert á seinasta þriðjung.
49. mín
Misskilningur milli miðvarða Fram býr til flott færi fyrir Andrés en skot hans í varnarmann og útaf. Ekkert verður svo úr horninu.
48. mín
Fylkismenn taka hér snögga aukaspyrnu og Albert Brynjar nær fríum cross en enginn Fylkismaður er mættur til að setja boltann í netið.
47. mín
Aukaspyrna Frammara endar hér á kollinum á Ivan Bubalo en skallinn framhjá.
46. mín
Inn:Benedikt Októ Bjarnason (Fram) Út:Orri Gunnarsson (Fram)
Leikurinn er hafinn hér á ný. Pedro gerir sína aðra breytingu í leiknum.
45. mín
Hálfleikur
Þóroddur flautar hér til hálfleiks. Fylkismenn leiða verðskuldað 4-1. Spurning hvað Frammarar gera í seinni hálfleik.
45. mín
Tvær mínútur í uppbótatíma.
45. mín
Enn sækja Fylkismenn en skot Valdimars er hátt yfir markið.
43. mín
Fylkismenn halda áfram að sækja. Gjörsamlega búnir að taka öll völd á vellinum.
41. mín MARK!
Ásgeir Örn Arnþórsson (Fylkir)
4-1.

Ásgeir er aleinn inní vítateig Frammara og vinstri bakvörðurinn klárar prýðilega. Nú er brekkan orðin ansi brött fyrir Frammara.
40. mín
Það er fín stemmning hérna á Laugardalsvelli og stuðningsmenn beggja liða láta vel í sér heyra.
39. mín
Lítið sem ekkert að gerast þessar mínútur. Ef eitthvað eru Fylkismenn líklegri til að bæta við heldur en Frammarar að minnka muninn.
35. mín
Lítið að gerast þessar mínútur. Frammarar reyna hvað þeir gera að sækja en ekkert gengur hjá þeim.
31. mín
Inn:Helgi Guðjónsson (Fram) Út:Arnór Daði Aðalsteinsson (Fram)
Arnór Daði haltrar hér útaf.
28. mín MARK!
Albert Brynjar Ingason (Fylkir)
HVAÐ ER AÐ GERAST!?

Ég var ennþá að reyna að átta mig á síðasta marki þegar að Albert Brynjar sleppur einn í gegn og klárar frábærlega. Þetta er fljótt að gerast maður.
27. mín MARK!
Andri Þór Jónsson (Fylkir)
FYLKISMENN KOMNIR YFIR!!!

Misskilnigur milli varnarmanns og markvarðar verður að lélegri hreinsun sem að Andri skallar í nánast opið markið.
27. mín
Aukaspyrnan er góð en Hlynur Örn er vel á verði og ver í horn.
26. mín
Aukaspyrna á stórhættulegum stað hér fyrir Fylkismenn. Andrés Már gerir sig kláran til að taka spyrnuna.
25. mín
Ivan Bubalo við það að sleppa í gegn en Orri Sveinn er vel á verði og nær að koma boltanum burt.
24. mín
Liðin skiptast hér á að sækja án þess að skapa sér neitt af viti.
19. mín MARK!
Albert Brynjar Ingason (Fylkir)
FYLKISMENN BÚNIR AÐ JAFNA!!

Albert Brynjar nær að spóla sig í gegnum vörn Frammara og skorar með hnitmiðuðu skoti í fjærhornið. Þetta er leikur kæru lesendur.
18. mín
Hlynur Atli reynir hér skot af löngu færi en boltinn er beint á Aron Snæ í markinu.
17. mín
Aukaspyrnan ratar beint á kollinn á Valdimar en skallinn framhjá.
16. mín
Fylkismenn hér í bullandi skyndisókn og Ásgeir Börkur er sloppinn einn í gegn en Þóroddur ákveður að flauta aukaspyrnu. Glórulaust hjá Dodda þarna.
15. mín
Góð fyrirgjöf frá Ragnari Braga endar fyrir fætur Alberts en Dino er fljótur að átta sig og nær að henda sér fyrir boltann.
13. mín
Fylkismenn meira með boltann þessa stundina en þeim gengur erfiðlega að finna leiðir í gegnum varnarmenn Frammara.
9. mín
Ekkert verður úr horninu.
8. mín
Fylkismenn sækja stíft og eiga hornspyrnu. Oddur gerir sig reiðubúinn í að taka hana.
5. mín MARK!
Hlynur Atli Magnússon (Fram)
FRAM ER KOMIÐ YFIR.

Hornspyrna Frammara endar beint á kollinum á Hlyn Atla sem að á frábæran skalla í fjærhornið. Frábær byrjun á þessum leik.
2. mín
Flott sókn Fylkismanna endar hér með skoti frá Ragnari Braga en skotið er hátt yfir.
1. mín
Þóroddur flautar hér leikinn á. Fram byrjar með boltann og sækja í átt að Laugardalshöll.
Fyrir leik
Liðin mættust í fyrri umferðinni á Floridana vellinum í Árbænum fyrir 649 áhorfendur. Þá vann Fylkir 2-0 sigur. Hákon Ingi Jónsson kom þeim yfir í uppbótartíma fyrri hálfleiks og Ásgeir Örn Arnþórsson bætti við öðru marki eftir klukkutíma leik.

Þá var Ásmundur Arnarsson þjálfari Fylkis en hann var í kjölfarið rekinn og Ólafur Brynjólfsson stýrði liðinu tímabundið þar til hinn portúgalski Pedro Hipólító tók við.
Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Fylkir er í bullandi baráttu um sæti í Pepsi-deild karla að ári. Liðið er í 2. sæti deildarinnar með 33 stig, jafnmörg og Þróttur sem er í 3. sætinu með leik meira.

Framarar eru hinsvegar í 8. sætinu með 23 stig, of langt frá toppi og botni til að vera í einhverri baráttu en botnlið Gróttu og Leiknis F eru með 9 og 7 stig.
Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Komiði sæl og verið velkomin í beina textalýsingu frá viðureign Fram og Fylkis í 18. umferð Inkasso deildar karla.

Leikið er á Laugardalsvelli klukkan 19:15 og hér að neðan munum við uppfæra allt það helsta sem gerist í leiknum.
Hafliði Breiðfjörð
Byrjunarlið:
1. Aron Snær Friðriksson (m)
Oddur Ingi Guðmundsson ('76)
Ragnar Bragi Sveinsson ('70)
4. Andri Þór Jónsson
5. Orri Sveinn Stefánsson
10. Ásgeir Börkur Ásgeirsson
10. Andrés Már Jóhannesson
11. Valdimar Þór Ingimundarson
14. Albert Brynjar Ingason (f) ('58)
23. Ari Leifsson
49. Ásgeir Örn Arnþórsson

Varamenn:
9. Hákon Ingi Jónsson ('58)
11. Arnar Már Björgvinsson ('70)
17. Davíð Þór Ásbjörnsson
24. Elís Rafn Björnsson
29. Axel Andri Antonsson ('76)

Liðsstjórn:
Rúnar Pálmarsson (Þ)
Ólafur Ingi Stígsson (Þ)
Helgi Sigurðsson (Þ)
Þorleifur Óskarsson (Þ)
Daði Ólafsson
Björn Metúsalem Aðalsteinsson
Ólafur Ingvar Guðfinnsson
Magnús Gísli Guðfinnsson

Gul spjöld:
Andrés Már Jóhannesson ('67)

Rauð spjöld: