Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
Þróttur R.
2
0
Leiknir F.
Viktor Jónsson '30 , víti 1-0
Rafn Andri Haraldsson '52 2-0
02.09.2017  -  13:30
Eimskipsvöllurinn
Inkasso deildin 1. deild karla 2017
Aðstæður: Hvasst og kalt
Dómari: Einar Ingi Jóhannsson
Maður leiksins: Rafn Andri Haraldsson
Byrjunarlið:
Arnar Darri Pétursson
2. Grétar Sigfinnur Sigurðarson (f)
3. Finnur Ólafsson ('81)
6. Vilhjálmur Pálmason
7. Daði Bergsson (f)
8. Aron Þórður Albertsson
9. Viktor Jónsson ('73)
10. Rafn Andri Haraldsson ('73)
14. Hlynur Hauksson
19. Karl Brynjar Björnsson (f)
27. Oddur Björnsson

Varamenn:
12. Sindri Geirsson (m)
3. Árni Þór Jakobsson
6. Birkir Þór Guðmundsson
10. Ólafur Hrannar Kristjánsson
15. Víðir Þorvarðarson ('73)
18. Vilhjálmur Kaldal Sigurðsson
21. Sveinbjörn Jónasson ('73)
28. Heiðar Geir Júlíusson ('81)

Liðsstjórn:
Gregg Oliver Ryder (Þ)
Hallur Hallsson
Baldvin Már Baldvinsson
Jamie Brassington
Sveinn Óli Guðnason
Atli Örn Gunnarsson

Gul spjöld:
Karl Brynjar Björnsson ('84)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Leik lokið hér í Laugardalnum og 2-0 sigur heimamanna staðreynd.

Viðtöl og skýrsla koma síðar.
90. mín
Víðir Þorvarðarson hér í góðu færi inní teig Leiknismanna en Arkadiusz gerir vel í að hoppa fyrir boltann.
90. mín
DAUÐAFÆRI!!

Dagur Ingi fær flotta fyrirgjöf frá hægri og er nánast einn á móti marki en hittir boltann illa. Besta færi Leiknismanna í leiknum.
90. mín
Sólmundur reynir skot utan af velli sem er beint á Arnar Darra í markinu.
89. mín
Robert gerir sig sekan um mistök sem verður til þess að boltinn skoppar fyrir fætur Grétars en varnarmenn Leiknis eru fyrstir að átta sig og koma boltanum frá.
87. mín
Leiknismenn sækja stíft þessa stundina. Ég held að það sé einfaldlega of seint fyrir þá hins vegar.
86. mín
Leiknismenn í fínu færi. Almar Daði fer framhjá Arnari Darra og sendir á Valdimar Inga en Grétar Sigfinnur er mættur og blokkar skotið.
85. mín
Aukaspyrnan frá Degi Inga er hátt yfir markið. Erfitt að skora úr þessu færi.
84. mín Gult spjald: Karl Brynjar Björnsson (Þróttur R.)
Brýtur klaufalega á Kristni og Leiknismenn fá aukaspyrnu við vítateigslínuna.
82. mín
Aukaspyrna á góðum stað hérna fyrir Þróttara. Vitaly fór augljóslega í boltann þarna samt. Aukaspyrnan fer í vegginn og útaf.
81. mín
Inn:Heiðar Geir Júlíusson (Þróttur R.) Út:Finnur Ólafsson (Þróttur R.)
78. mín
Skyndisókn Þróttara endar með skoti Hlyns en boltinn yfir markið.
77. mín
Leiknismenn reyna hvað þeir geta að minnka muninn en varnarmenn Þróttar eru þéttir og gefa lítið af færum á sig.
76. mín
Valdimar Ingi reynir hér skot úr vonlausu færi sem er langt framhjá.
74. mín
Báðir markaskorarar dagsins koma hér útaf. Rafn búinn að vera besti leikmaður vallarins hingað til og má vera sáttur með sitt dagsverk. Minna búið að bera á Viktori.
73. mín
Inn:Víðir Þorvarðarson (Þróttur R.) Út:Rafn Andri Haraldsson (Þróttur R.)
73. mín
Inn:Sveinbjörn Jónasson (Þróttur R.) Út:Viktor Jónsson (Þróttur R.)
73. mín
Inn:Almar Daði Jónsson (Leiknir F.) Út:Marteinn Már Sverrisson (Leiknir F.)
69. mín
Valdimar Ingi er búinn að vera sprækastur í liði gestanna. Hann fer hérna illa með Karl Brynjar og er kominn í ákjósanlegt færi enn er alltof lengi að skjóta og Hlynur Hauks gerir vel í að vinna boltann af honum.
65. mín
Lítið að gerast þessa stundina. Þróttarar halda boltanum vel og reyna að bæta við.
63. mín
Sólmundur kominn aftur inná. Virtist fá blóðnasir þarna en hann heldur ótrauður áfram.
60. mín
Oddur Björnsson í fínu færi hérna en Sólmundur nær að fleygja sér fyrir boltann. Hann liggur eftir í kjölfarið.
59. mín
Þróttarar vilja hér fá vítaspyrnu og hafa svosem eitthvað til síns máls. Einar Ingi dæmir horn í staðinn.
56. mín
Þróttarar nálægt því að bæta við hérna. Aron Þórður fær boltann út á vængnum og á flotta sendingu fyrir sem að Sólmundur skallar næstum því í eigið net en sem betur fer fyrir Leiknismenn fer boltinn yfir markið. Ekkert kemur úr hornspyrnunni í kjölfarið.
52. mín MARK!
Rafn Andri Haraldsson (Þróttur R.)
2-0!

Rafn Andri fær boltann inná teiginn frá Finni og fíflar Robert markmann uppúr skónum og skorar í autt markið. Virkilega vel gert.
50. mín
Hér reynir Daði Bergs að endurgera Hönd Guðs en Einar Ingi sér við honum. Spjaldar hann hins vegar ekki.
49. mín
Hér fýkur Stjörnusnakkspoki um völlinn. Sýnist hann vera með paprikubragði.
46. mín
Inn:Vitaly Barinov (Leiknir F.) Út:Unnar Ari Hansson (Leiknir F.)
Unnar Ari var haltrandi í lok fyrri hálfleiks og kemur hér útaf.
46. mín
Leikur hafinn á ný.
45. mín
Svo ég fari aðeins betur yfir vítaspyrnudóminn í fyrri hálfleik þá hafði Karl Brynjar skammað Einar Inga dómara fyrir að vera ekki að fylgjast með peysutogi í hornspyrnunni þar á undan. Í kjölfar næstu hornspyrnu Þróttar flautar Einar Ingi vítaspyrnu. Hvort Karl Brynjar hafði einhver áhrif veit ég ekki.
45. mín Gult spjald: Kristinn Justiniano Snjólfsson (Leiknir F.)
45. mín
Hálfleikur
Einar Ingi flautar hér til hálfleiks í furðulegum leik. Jesus Suarez og Sólmundur Aron ræða hér málin við Einar dómara. Kristinn Justiniano sendir honum síðan kaldar kveðjur í kjölfarið og er verðlaunaður með gulu spjaldi.
44. mín
Góð fyrirgjöf frá Hlyni Hauks endar með lélegu skoti Viktors á lofti. Daði Bergs var fyrir aftan hann í betri stöðu og hefði Viktor átt að láta hann fara þarna.
43. mín
Marteinn fær boltann rétt fyrir utan vítateig en skot hans er hátt yfir. Leiknismenn frískari þessa stundina.
42. mín
Povilas með góðan snúning við vítateigslínuna en skot hans langt framhjá.
40. mín
Leiknismenn halda boltanum vel á milli sín þessa stundina en Þróttarar eru þéttir og erfitt er að finna leiðir í gegnum varnir þeirra.
38. mín
Valdimar Ingi sleppur hér í gegn en skot hans er beint á Arnar Darra í markinu.
32. mín
ÞARNA MUNAÐI LITLU!!

Rafn á góða fyrirgjöf sem endar fyrir fætur Grétars Sigfinns sem nær að koma boltanum á Hlyn. Hlynur skýtur en Leiknismenn bjarga á línu.
30. mín
Ég skil Viðar vel að vera pirraður yfir þessu. Rétt áðan sleppti dómari leiksins að dæma á augljóst peysutog. Svo dæmir hann á þetta sem að enginn virtist sjá. Spes.
30. mín Mark úr víti!
Viktor Jónsson (Þróttur R.)
Viktor skorar af miklu öryggi.
28. mín
VÍTASPYRNA!

Ekki sá ég hvað gerðist þarna en Einar Ingi gefur merki um það að einhver hafi togað í peysuna á einhverjum. Viðar Jóns er brjálaður.
25. mín
Viðar þjálfari Leiknis ekki sáttur með dómara leiksins og skiljanlega. Valdimar Ingi var að spretta upp kantinn þegar að Rafn Andri togar auðsjáanlega í treyjuna hans beint fyrir framan línuvörðinn. Sóknin rennur svo útí sandinn og ekkert er dæmt.
21. mín
Stuðningsmenn Þróttar láta vel í sér heyra og er þar fremstur í flokki Gunnar Helgason leikari og rithöfundur. Þvílíkur maður Gunni Helga.
19. mín
Darius með góða hornspyrnu sem fer yfir Arnar Darra en enginn Leiknismaður er mættur til að stanga boltann í autt markið. Leiknismenn líklegri þessa stundina.
18. mín
Báðum liðum gengur erfiðlega að halda boltanum hérna. Það er mjög hvasst og vindurinn gleypir alla háa bolta.
17. mín
Valdimar Ingi með fína tilraun hér rétt fyrir utan teig en boltinn framhjá.
14. mín
Þetta var furðulegt. Þróttarar eiga hornspyrnu sem að vindurinn feykir næstum því inní markið en Robert er vel á verði og bjargar. Í kjölfarið ákveður Einar Ingi að flauta aukaspyrnu. Á hvað veit ég ekki.
12. mín
Aron Þórður reynir hér skot við vítateigshornið en boltinn framhjá. Vonandi fer að koma eitthvað líf í þennan leik.
11. mín
Leiknismenn sækja meira þessa stundina án þess að skapa sér neitt af viti.
5. mín
Leikurinn fer rólega af stað. Þróttarar meira með boltann.
2. mín
Karl Brynjar reynir hér að taka volley langt fyrir utan teig en skot hans endar í innkasti. Fyrsta tilraun dagsins staðreynd.
1. mín
Leikur hafinn
Leiknismenn byrja með boltann og sækja í átt að Laugardalsvelli.
Fyrir leik
Liðin ganga hér inná völlinn. Mætingin er arfaslök og það liggur við að það séu fleiri inná vellinum heldur enn í stúkunni.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin hér inn.

Heimamenn gera tvær breytingar. Hreinn Ingi Örnólfsson og Árni Þór Jakobsson koma út og inn koma Karl Brynjar Björnsson og Hlynur Hauksson.

Austfirðingarnir gera hins vegar þrjár breytingar frá síðasta leik. Út fara Hilmar Freyr Bjartþórsson, Björgvin Stefán Pétursson og Kristófer Páll Viðarsson. Inn koma Marteinn Már Sverrisson, Valdimar Ingi Jónsson og Sólmundur Aron Björgólfsson.
Fyrir leik
Þrír leikmenn Leiknis F. taka út leikbann í dag en það eru þeir Björgvin Stefán Pétursson, Guðmundur Arnar Hjálmarsson og Hilmar Freyr Bjartþórsson.

Í liði Þróttar er Hreinn Ingi ekki með vegna leikbanns.
Fyrir leik
Austfirðingarnir í Leikni F. sitja hins vegar í nesta sæti deildarinnar, níu stigum frá öruggu sæti. Sigur fyrir þá er því algjörlega nauðsynlegur vilji þeir taka þátt í #Inkasso18.
Fyrir leik
Þessi leikur er mjög mikilvægur fyrir bæði lið af mjög ólíkum ástæðum. Þróttur situr í fjórða sæti deildarinnar, sex stigum á eftir Fylki í öðru sætinu. Sigur fyrir þá í dag myndi halda Pepsi draumnum á lífi.
Fyrir leik
Jæja góðan og blessaðan daginn maður! Verið hjartanlega velkomin í þessa textalýsingu á leik Þróttar R. og Leiknis F.
Byrjunarlið:
1. Robert Winogrodzki (m)
7. Arkadiusz Jan Grzelak (f)
10. Marteinn Már Sverrisson ('73)
10. Kristinn Justiniano Snjólfsson
16. Unnar Ari Hansson ('46)
18. Valdimar Ingi Jónsson
18. Jesus Guerrero Suarez
21. Darius Jankauskas
23. Sólmundur Aron Björgólfsson
23. Dagur Ingi Valsson
29. Povilas Krasnovskis

Varamenn:
5. Vitaly Barinov ('46)
5. Almar Daði Jónsson ('73)
6. Jón Bragi Magnússon
15. Kristófer Páll Viðarsson

Liðsstjórn:
Viðar Jónsson (Þ)
Ellert Ingi Hafsteinsson
Jens Ingvarsson
Magnús Björn Ásgrímsson
Fannar Bjarki Pétursson

Gul spjöld:
Kristinn Justiniano Snjólfsson ('45)

Rauð spjöld: