Ólafsvíkurvöllur
laugardagur 09. september 2017  kl. 16:30
Pepsi-deild karla
Aðstæður: Nánast logn. Engin sól en samt alveg hlítt. Völlurinn flottur
Dómari: Vilhjálmur Alvar Þórarinsson
Áhorfendur: 410
Maður leiksins: Linus Olsson
Víkingur Ó. 4 - 4 Fjölnir
1-0 Pape Mamadou Faye ('6)
2-0 Kenan Turudija ('19)
3-0 Þorsteinn Már Ragnarsson ('26)
3-1 Linus Olsson ('29)
3-2 Ingimundur Níels Óskarsson ('36)
3-3 Linus Olsson ('60)
3-4 Hans Viktor Guðmundsson ('81)
4-4 Kenan Turudija ('86)
Byrjunarlið:
30. Cristian Martínez (m)
3. Nacho Heras ('60)
5. Eivinas Zagurskas
7. Tomasz Luba ('54)
10. Þorsteinn Már Ragnarsson (f)
13. Emir Dokara
17. Kwame Quee
18. Alfreð Már Hjaltalín
19. Pape Mamadou Faye ('73)
23. Gunnlaugur Hlynur Birgisson
24. Kenan Turudija

Varamenn:
12. Konráð Ragnarsson (m)
2. Alexis Egea ('54)
4. Egill Jónsson ('73)
8. Gabrielius Zagurskas ('60)
21. Pétur Steinar Jóhannsson
22. Vignir Snær Stefánsson

Liðstjórn:
Leó Örn Þrastarson
Ejub Purisevic (Þ)
Gunnsteinn Sigurðsson
Antonio Maria Ferrao Grave
Jónas Gestur Jónasson
Suad Begic

Gul spjöld:
Kwame Quee ('43)
Kenan Turudija ('49)
Alfreð Már Hjaltalín ('66)
Gabrielius Zagurskas ('70)

Rauð spjöld:

@fotboltinet Ármann Örn Guðbjörnsson


90. mín Leik lokið!
+3

Leik lokið hérna í Ólafsvík. Þessum verður erfitt að gleyma. Viðtöl og skýrsla koma eftir smá
Eyða Breyta
90. mín
+1

HVORUM MEGIN DETTUR ÞETTA. ÞAÐ ERU SÓKNIR HÆGRI VINSTRI HÉRNA
Eyða Breyta
90. mín
ÞREM MÍNÚTUM BÆTT VIÐ
Eyða Breyta
89. mín
Víkingar komust skyndilega þrír á tvo en skyndisóknin var mjög illa skipulögð og fjaraði út
Eyða Breyta
87. mín
Þessi leikur er alls ekki búinn enn. Ég býst við einu marki í viðbót að minsta kosti
Eyða Breyta
86. mín MARK! Kenan Turudija (Víkingur Ó.), Stoðsending: Þorsteinn Már Ragnarsson
VÍKINGAR JAFNA!!!

ÞVÍLÍKUR LEIKUR

Snyrtilegur þríhyrningur hjá Kenan og Þorsteini og Kenan kláraði fallega stöngin inn.

Þessi leikur...VÁ!
Eyða Breyta
85. mín
Skelfileg mistök hjá Alfreð og Ægir nálægt því að refsa. Rétt framhjá
Eyða Breyta
83. mín Gult spjald: Linus Olsson (Fjölnir)
Tók Gabrielius niður
Eyða Breyta
82. mín Fredrik Michalsen (Fjölnir) Igor Jugovic (Fjölnir)
Síðasta skipting þessa leiks
Eyða Breyta
81. mín MARK! Hans Viktor Guðmundsson (Fjölnir), Stoðsending: Ægir Jarl Jónasson
FJÖLNIR ER KOMIÐ YFIR Í ÞESSUM LEIK!!

Magnaður viðsnúningur!

Darraðadans í teignum hjá Víking. Cristian varði skalla af stuttu færi frá Ivica en á endanum var það Hans Viktor sem skóflaði boltanum inn.
Eyða Breyta
78. mín Ægir Jarl Jónasson (Fjölnir) Marcus Solberg (Fjölnir)
Önnur skipting Gústa. Önnur sóknarsinnuð skipting. Gústi vill sigur (skiljanlega)
Eyða Breyta
73. mín Egill Jónsson (Víkingur Ó.) Pape Mamadou Faye (Víkingur Ó.)
Varnarsinnuð skipting. Ejub vill fjölmenna á miðjuna þessar lokamínútur
Eyða Breyta
70. mín Gult spjald: Gabrielius Zagurskas (Víkingur Ó.)
Varamaðurinn fær gult spjald
Eyða Breyta
69. mín
Birnir Snær með skot utan teigs en auðvelt fyrir Cristian að verja
Eyða Breyta
66. mín Gult spjald: Alfreð Már Hjaltalín (Víkingur Ó.)
Kippti Birni niður við miðjuna
Eyða Breyta
64. mín
Pape nálægt því að koma með magnaða sendingu yfir á Kwame en Hans rétt náði að bjarga
Eyða Breyta
62. mín
Mögnuð markvarsla hjá Martinez!!!

Solberg stökk miklu hærra en Aleix sem virtist smeykur eða efins. Skallinn mjög góður en Cristian gerði frábærlega til að verja
Eyða Breyta
60. mín Gabrielius Zagurskas (Víkingur Ó.) Nacho Heras (Víkingur Ó.)
Ejub breytir strax. Fer í fjögurramanna varnarlínu
Eyða Breyta
60. mín MARK! Linus Olsson (Fjölnir)
FJÖLNISMENN ERU BÚNIR AÐ JAFNA ÞENNAN LEIK

ÞVÍLÍKA SIRKUSMARKIÐ SEM ÞETTA VAR

Boltinn í Nacho og í Cristian. Cristian fann ekki boltann og Linus stökk á boltann og skoraði
Eyða Breyta
58. mín Birnir Snær Ingason (Fjölnir) Ingimundur Níels Óskarsson (Fjölnir)
Fyrsta breyting Gústa. Ingimundur út
Eyða Breyta
56. mín
Strax hinum megin hjá Solberg hættulegt skot rétt framhjá marki Víkinga
Eyða Breyta
55. mín
Flott samspil hjá Kenan og Pape til að ná marktækifæri. Kenan endaði sóknina á skoti af ca 25 metra færi. Beint á Þórð hins vegar
Eyða Breyta
54. mín Alexis Egea (Víkingur Ó.) Tomasz Luba (Víkingur Ó.)
Hrikalegur missir fyrir Víkinga sem þurfa á sigri að halda
Eyða Breyta
53. mín
Tomasz Luba liggur eftir inní vítateig Ólsara og biður Vilhjálm um að kalla á aðhlynningu fyrir sig
Eyða Breyta
49. mín Gult spjald: Kenan Turudija (Víkingur Ó.)
Kenan skellir sér í bann. Gunnar Már ætlaði að taka aukaspyrnu fljótt en Kenan fór fyrir. Benti Gunnari svo kurteisislega á það að aukaspyrnan átti að vera meter aftar. Afskaplega heimskulegt hjá Kenan
Eyða Breyta
46. mín
Fjölnir á aukaspyrnu á hættulegum stað

Mario stillti upp í skotið en það fór hátt yfir og beint í sundlaugina
Eyða Breyta
46. mín Leikur hafinn
Seinni hálfleikur er farinn af stað. Vonandi að hann verði jafn fjörugur og hinn fyrri
Eyða Breyta
45. mín Hálfleikur
Magnaður fyrri hálfleikur hérna í Ólafsvík. Víkingar komust 3-0 yfir eftir 26 mínútna leik en Fjölnismenn hafa klórað í bakkann. 3-2 í hálfleik
Eyða Breyta
45. mín
+1

Dauðafæri!!

Þorsteinn dró boltann út á Pape en hann lét Þórð verja frá sér. Átti að gra betur þarna
Eyða Breyta
45. mín
Fín sókn hjá gestunum. Marcus í kapphlaup við Cristian. Náði að taka boltann frá Cristian og út á kant. Sendingin fyrir endaði hjá Þóri en skot hans afleytt og langt framhjá
Eyða Breyta
43. mín Gult spjald: Kwame Quee (Víkingur Ó.)
Alltof seinn inní Ivica. Réttlætir gult
Eyða Breyta
41. mín
Fjölnismenn í þungri sókn
Eyða Breyta
36. mín MARK! Ingimundur Níels Óskarsson (Fjölnir)
HVAÐ ER Í GANGI SEGI ÉG BARA AFTUR!

Boltinn datt fyrir Ingimund í teignum, Luba reyndi að stoppa hann en náði ekki til og Ingimundur kláraði vel framhjá Cristian
Eyða Breyta
33. mín
FJÖLNIR Í FÆRI!!

Linus fíflaði Alfreð gjörsamlega og renndi boltanum út á Þóri en skot hans hátt yfir markið
Eyða Breyta
31. mín
JAHÉRNAHÉR!!

Þvílíkur leikur! 3 mörk á 10 mínútna kafla og 4 mörk á hálftíma. Þorsteinn Már labbar strax að varnarmönnum sínum og segir þeim að róa sig niður. Cristian er fokillur að hafa fengið á sig mark
Eyða Breyta
29. mín MARK! Linus Olsson (Fjölnir)
ÞVÍLÍKUR LEIKUR!!

Víkingar værukærir og Linus náði að snúa á Nacho og skora framhjá Cristian. Stórskemmtilegur fótboltaleikur hérna í Ólafsvík
Eyða Breyta
26. mín MARK! Þorsteinn Már Ragnarsson (Víkingur Ó.), Stoðsending: Emir Dokara
HVAÐ ER AÐ GERAST HÉRNA Í ÓLAFSVÍK!!

Emir með háan bolta fram og alltíeinu Þorsteinn Már sloppinn einn í gegn. Fannst skotið alls ekki neitt rosalega gott en undir Þórð fer boltinn. Set stórt spurningarmerki á vörn Fjölnis og Þórð í markinu
Eyða Breyta
25. mín
Það er kominn mjög mikill pirringur í Fjölnismenn og þá sérstaklega Ingimundur Níels
Eyða Breyta
21. mín
Sjálfstraustið er í botni hjá Kwame Quee sem var rétt í þessu að fífla tvo Fjölnismenn uppúr skónum, nú á vinstri kantinum. Tók svo skotið sjálfur í stað þess að koma með boltann fyrir en laflaust skot
Eyða Breyta
19. mín MARK! Kenan Turudija (Víkingur Ó.), Stoðsending: Kwame Quee
FRÁÁÁBÆRT MARK!

Kwame Quee gerði frábærlega og fór framhjá fjórum ef ekki fimm á hægri kantinum áður en hann kom með hnitmiðaða fyrirgjöf eftir jörðinni beint á Kenan sem þurfti bara að stýra boltanum á markið. Magnað hjá Kwame
Eyða Breyta
15. mín
Hættulega fyrirgjöf hjá Linus sem svífur yfir allan pakkann. Cristian ætlar að blaka boltanum yfir sig en nær ekki fingrunum í boltann. Ingimundur er einn á fjær en hittir ekki boltann almennilega
Eyða Breyta
13. mín
Það er fjölmargir leikmenn Víkings á hættusvæði þegar kemur að gulum spjöldum en sem dæmi má nefna, Tomasz Luba, Eivinas, Pape, Kenan, Nacho og fjóra aðra
Eyða Breyta
11. mín
Ég hef sagt það áður að Pape er mjög góður leikmaður þegar hann byrjar leikinn en hann hefur ekki enn heillað mig sem Super-sub. Hann hefur byrjað flesta leiki á bekknum en á alltaf mjög solid leik þegar hann fær traustið í byrjunarliðinu
Eyða Breyta
9. mín
Fjölnismenn halda áfram að sækja mikið þrátt fyrir markið. Eiga tvær góðar sóknir í röð strax. Fyrri sóknin endaði með slöku skoti frá Marcus en hin síðari endaði með skoti frá Gunnari Má sem fór í samherja og útaf í útspark
Eyða Breyta
6. mín MARK! Pape Mamadou Faye (Víkingur Ó.), Stoðsending: Eivinas Zagurskas
ÞAÐ ER KOMIÐ MARK Í ÞENNAN LEIK!

Eins og þruma úr heiðskýru lofti!
Fjölnismenn miklu betri í byrjun leiks en Víkingar fá aukaspyrnu við miðlínuna sem Eivinas tók. Pape stökk manna hæst og stýrði boltanum í netið 1-0
Eyða Breyta
5. mín
Fjölnir stillir upp í 4-3-3
Þórður
Mees-Hans-Ivica-Mario
Igor-Gunnar-Linus
Ingimundur-Þórir-Marcus
Eyða Breyta
2. mín
VÍKINGAR VERJA Á MARKLÍNU!!!

Leikurinn er ekki lengi að bjóða uppá eitthvað spennandi!
Hornspyrna sem Fjölnir fékk eftir mistök Emir Dokara, boltinn datt í teignum og Marcus Solberg náði að snúa og skjóta boltanum á lofti í átt að marki. Cristian sá boltann aldrei en Emir Dokara varði á marklínu með öxlinni sýndist mér
Eyða Breyta
2. mín
Víkingar stilla upp í 5-3-2
Cristian
Alfreð-Nacho-Eivinas-Luba-Emir
Kwame-Kenan-Gunnlaugur
Þorsteinn-Pape
Eyða Breyta
1. mín Leikur hafinn
Það eru Fjölnismenn sem byrja með boltann og sækja þeir í áttina að Gilinu í fyrri hálfleik.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Káramenn, stuðningssveit Fjölnismanna hafa gert sér ferð vestur á land til að styðja við bakið á sínum mönnum í þessum 6 stiga leik. Þið getið fylgst með ferð þeirra á .net snappinu @fotboltinet

Guðmundur Steinn Hafsteinsson, fyrirliði Ólsara er meiddur og er því ekki í leikmannahópi heimamanna í dag. Hinsvegar er Pape Mamadou Faye orðinn heill heilsu eftir flensuvesen og er kominn í byrjunarlið Víkinga.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Eyjamenn voru rétt í þessu að bæta við þriðja markinu á Alvogen vellinum í Frostaskjólinu. KR 0-3 ÍBV. Það þýðir að Víkingur Ó, ÍBV og Fjölnir eru öll með 19 stig en Víkingar með verstu markatöluna og sitja því í fallsætinu. Fari leikurinn í dag milli Víkinga og Fjölnis þá sitja bæði lið einu stigi fyrir ofan fallsæti
Eyða Breyta
Fyrir leik
Hjörvar Hafliðason, sparkspekingur með meiru spáði þessum leik 1-1 stórmeistarajafntefli og að Ólsarar kæmust yfir í leiknum í fyrri hálfleiknum en Fjölnismenn myndu síðan jafna með marki frá Linus Olsson
Eyða Breyta
Fyrir leik

Eyða Breyta
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik

Eyða Breyta
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Hér verður bein textalýsing frá hrikalega mikilvægum fallbaráttuslag í 18. umferð Pepsi-deildarinnar. Bæði lið eru með 19 stig, þremur stigum frá fallsæti og má búast við harðri baráttu.
Eyða Breyta
Elvar Geir Magnússon
Byrjunarlið:
12. Þórður Ingason (m)
0. Gunnar Már Guðmundsson
2. Mario Tadejevic
5. Ivica Dzolan
8. Igor Jugovic ('82)
9. Þórir Guðjónsson
15. Linus Olsson
18. Marcus Solberg ('78)
20. Mees Junior Siers
27. Ingimundur Níels Óskarsson ('58)
28. Hans Viktor Guðmundsson

Varamenn:
30. Jökull Blængsson (m)
6. Fredrik Michalsen ('82)
7. Birnir Snær Ingason ('58)
7. Bojan Stefán Ljubicic
10. Ægir Jarl Jónasson ('78)
14. Ísak Atli Kristjánsson
24. Torfi Tímoteus Gunnarsson

Liðstjórn:
Gunnar Sigurðsson
Ágúst Þór Gylfason (Þ)
Gestur Þór Arnarson
Kári Arnórsson
Hildur Lilja Ágústsdóttir
Guðmundur Steinarsson
Andri Roland Ford

Gul spjöld:
Linus Olsson ('83)

Rauð spjöld: