Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Í BEINNI
Besta-deild karla
Stjarnan
LL 1
0
Valur
Mexíkó
3
0
Ísland
Marco Fabian '37 1-0
Miguel Layun '64 2-0
Miguel Layun '91 3-0
24.03.2018  -  02:30
Levi's leikvangurinn
Vináttulandsleikur
Aðstæður: Geggjaðar. Grasið fullkomið.
Dómari: Armando Villarreal (BNA)
Áhorfendur: 68.917
Byrjunarlið:
1. Jesus Corona (m)
2. Nestor Araujo
3. Carlos Salcedo
5. Diego Reyes
7. Miguel Layun
9. Raul Jimenez
10. Marco Fabian
15. Hector Moreno
17. Jesus Manuel Corona
18. Andrés Guardado
21. Jesús Gallardo

Varamenn:

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Miguel Layun ('84)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Leik lokið með 3-0 sigri Mexíkó. Íslenska landsliðið heldur nú til New York þar sem það mætir Perú í vináttuleik á þriðjudaginn.
Magnús Már Einarsson
91. mín MARK!
Miguel Layun (Mexíkó)
Layun skorar furðulegt mark. Hann er um 25 metra frá marki á móts við vítateigslínuna hægra megin. Rúnar Alex bjóst við fyrirgjöfinni og Layun nýtti sér það með því að lyfta boltanum yfir hann. Vel gert hjá Layun en Rúnar Alex er eflaust ekki sáttur með þetta mark.

Þessar lokatölur eru alltof stórar miðað við gang leiksins.
Magnús Már Einarsson
90. mín
Þetta er að fjara út. Tvær mínútur í viðbótartíma.
Magnús Már Einarsson
84. mín Gult spjald: Miguel Layun (Mexíkó)
Allt að sjóða upp úr! Birkir Bjarna og Miguel Layun lenda í útistöðum úti við hliðarlínunni og í kjölfarið verða mikil læti. Báðir fá að líta gula spjaldið.
Magnús Már Einarsson
84. mín Gult spjald: Birkir Bjarnason (Ísland)
Magnús Már Einarsson
82. mín
Endursýning á markinu sem var dæmt af sýnir að Hólmar var ekki rangstæður. Viðar var mögulega rangstæður í aðdragandnum en það er þó tæpt.
Magnús Már Einarsson
81. mín
Inn:Theodór Elmar Bjarnason (Ísland) Út:Jóhann Berg Guðmundsson (Ísland)

Magnús Már Einarsson
81. mín
Inn:Kjartan Henry Finnbogason (Ísland) Út:Björn Bergmann Sigurðarson (Ísland)
Magnús Már Einarsson
76. mín
Hvað er í gangi?! Stangarskot og mark dæmt af Íslandi í sömu sókninni! Fyrst átti Viðar Örn hörkuskot í stöng úr þröngu færi. Boltinn barst aftur á fjærstöngina á Viðar sem sendi fyrir á Hólmar sem skoraði í autt markið. Markið var dæmt af vegna rangstöðu en það virtist vera umdeildur dómur.
Magnús Már Einarsson
74. mín
ÍSLAND ROSALEGA NÁLÆGT ÞVÍ AÐ MINNKA MUNINN! Hefur verið góð pressa frá strákunum okkar núna. Ari Freyr og Viðar Örn með skottilraunir sem Corona hefur varið og svo kom skalli, frá Sverri Inga, rétt yfir markið. Það væri nú gaman að fá allavega eitt íslenskt mark hérna!
69. mín
Inn:Rúrik Gíslason (Ísland) Út:Emil Hallfreðsson (Ísland)
64. mín MARK!
Miguel Layun (Mexíkó)
Béskotans.

Sverrir tapaði boltanum á miðjunni. Ari fór úr stöðu og missti Vela frá sér. Hann fann Layun, leikmann Sevilla, sem var einn hægra megin í teignum og kláraði frábærlega, skaut í fjærstöngina og inn. Óverjandi.

Gerðist gríðarlega hratt.
63. mín
Hætta upp við mark Íslands en sóknarmaður Mexíkó á herfilegt skot sem fer víðsfjarri markinu.
62. mín
Carlos Vela er kominn inn hjá Mexíkó. Þessi 29 ára framherji Los Angeles FC spilaði fjölmarga leiki fyrir Real Sociedad á sínum ferli. Þá var hann hjá Arsenal um tíma, gerði 3 mörk þar í 29 spiluðum leikjum.
58. mín
Birkir Bjarnason stingur knettinum á Viðar Örn sem er flaggaður rangstæður.
57. mín
Flottur kafli hjá íslenska liðinu núna. Erum meira með knöttinn þessar mínútur og erum að ná að skapa hættu með fyrirgjöfum og hreyfanleika í sóknarleiknum.
56. mín
Með því að smella hérna má sjá eina markið sem skorað hefur verið til þessa í leiknum.
55. mín
Sverrir Ingi með skalla eftir hornspyrnuna en nær ekki að koma boltanum á markið!
54. mín
Birkir Bjarnason vinnur hornspyrnu.
52. mín
Kári Árnason með skalla NAUMLEGA framhjá eftir aukaspyrnu.
49. mín
Rúnar Alex sló boltann frá eftir hættulega sendingu Mexíkóa inn í teiginn.
48. mín Gult spjald: Ari Freyr Skúlason (Ísland)
Braut af sér og stöðvaði hættulega sókn.
46. mín
Inn:Viðar Örn Kjartansson (Ísland) Út:Albert Guðmundsson (Ísland)
Aðdáendur VÖK gleðjast yfir þessu. Þeir eru ófáir og háværir!
46. mín
Inn:Samúel Kári Friðjónsson (Ísland) Út:Birkir Már Sævarsson (Ísland)
Spennandi að sjá þennan unga leikmann.
46. mín
Inn:Hólmar Örn Eyjólfsson (Ísland) Út:Aron Einar Gunnarsson (Ísland)
Sverrir færist á miðjuna.
46. mín
Seinni hálfleikur er hafinn
45. mín
Tölfræði fyrri hálfleiks:
Mexíkó - Ísland
Skot: 4-6
Varin skot: 3-2
Brot: 4-7
Hornspyrnur: 1-2
Rangstöður: 1-1
45. mín
Verið að tala um að Sverrir Ingi fari í stöðu varnartengiliðs í seinni hálfleik. Aron Einar þá væntanlega á leiðinni af velli.
45. mín
Varðandi aukaspyrnuna sem Mexíkó fékk og skoraði úr. Hef rætt við virtan dómarasérfræðing sem segir að þetta hafi verið afskaplega strangur dómur. Dæmt var hættuspark á Emil, hann fór ekkert rosalega hátt með fótinn og leikmaður Mexíkó beygði sig fram.
45. mín
Markið hjá Mexíkó slökkti aðeins í okkar mönnum. Vonandi nýta menn hálfleikinn vel til að gíra sig í gang aftur!
45. mín
Hálfleikur
Svekkjandi að vera undir. Höfum heilt yfir fengið talsvert betri færi en Mexíkóarnir.

Spilamennska Íslands með miklum ágætum. Vonandi snúum við stöðunni við í seinni hálfleik.
44. mín Gult spjald: Emil Hallfreðsson (Ísland)
Fyrir brot á miðjum vellinum.
44. mín
Leikmaður Mexíkó lætur sig falla með miklum tilþrifum rétt fyrir utan teiginn. Sem betur fer féll bandaríski dómarinn ekki í þessa gildru! Réttilega dæmdi hann ekkert. Mexíkó einokað boltann eftir markið.
37. mín MARK!
Marco Fabian (Mexíkó)
Mexíkó kemst yfir úr aukaspyrnu. Boltinn var tíaður upp fyrir Marco Fabian sem náði góðu skoti sem söng í netinu.

Aukaspyrnan á stórhættulegum stað, rétt fyrir utan miðjan vítateiginn. Dæmt var brot á Emil Hallfreðsson sem Íslendingar voru heldur betur ósáttir við að fá á sig. Dómarinn dæmdi hættuspark á Emil sem fór klárlega í boltann.

Andskotinn...
36. mín
Ísland með fínt spil við teig Mexíkóa en nær ekki að finna skotglufu. Boltinn svo hirtur af Alberti. Stuttu síðar lætur Jói Berg vaða fyrir utan teig en skotið í varnarmann.
35. mín
Mexíkó sækir mikið upp hægra megin. Ari Freyr var að komast fyrir fyrirgjöf. Hefur verið nóg að gera hjá honum.
32. mín
Vel varið Rúnar Alex! Jesus Manuel Corona (nafnið verður bara meira töff) með fínasta skot en Rúnar Alex gerði allt hárrétt og lét vörsluna líta út fyrir að vera auðvelda.

29. mín
Mexíkó með fyrirgjöf en Rúnar Alex handsamar boltann með fallegu flugi!
27. mín
Mexíkó með bjartsýnisskot af löngu færi. Laust og auðvelt fyrir Rúnar Alex.
26. mín
JÓI BERG Í HÖRKUFÆRI! Góð sókn Íslands og Birkir Bjarnason með fyrirgjöf sem endar við markteiginn hægra megin þar sem Jói var einn á móti markverði. Markvörðurinn náði að loka vel á hann og bjarga í horn!
24. mín
Mexíkó bjargar í hornspyrnu. Birkir Bjarnason mætir á vettvang til að taka hornið, frá hægri. Rennir boltanum á Jóa Berg sem kom hlaupandi og sendi inn í teiginn þar sem MIKIL hætta skapaðist en markvörður Mexíkóa náði að handsama boltann með naumindum.

Ísland hefur komist mun nær því að skora í þessum leik.
22. mín
Flott spil hjá íslenska liðinu við teig Mexíkó! Brotið á Alberti og aukaspyrna við vítateigshornið vinstra megin. Vænlegur staður.
21. mín
Ari Freyr gerir mistök og Mexíkó fer í hættulega sókn en þá kemur Birkir Már eins og vindurinn og bjargar. Frábærlega gert hjá Birki!
17. mín
Jesus Manuel Corona (geggjað nafn) tekur á rás en nær ekki að komast framhjá Ara Frey Skúlasyni. Mexíkó meira með boltann. Þá kom skot af löngu færi sem fór framhjá. Lítil hætta. Rúnar Alex var alltaf með þetta.
13. mín
Hættuleg sending sem Birkir Már bjargar í horn. Fyrsta hornspyrna leiksins. Kári öflugur og skallar spyrnuna frá.

Að öðru, er einhver að fylgjast með þessari textalýsingu inn á B5?
11. mín
Íslendingar halda áfram að ógna. Boltinn dansaði í teignum eftir langt innkast sem Aron Einar tók. Mexíkó náði að koma hættunni frá.
10. mín
HÖRKUSKOT!!! Birkir Bjarnason með skot fyrir utan teig sem Corona nær að verja en heldur ekki boltanum. Við náðum því miður ekki að hirða frákastið.
8. mín
Jói Berg hársbreidd frá því að vinna horn en Corona í marki Mexíkóa nær naumlega að koma í veg fyrir að boltinn færi út af.
6. mín
Birkir Bjarnason tekur aukaspyrnu á miðjum vellinum. Kemur með sendingu inn í teig en Mexíkó á ekki í vandræðum með að verjast þessu. Stuðningsmenn á vellinum í stuði, taka bylgju ítrekað! Mexican wave!
3. mín
Leikmaður Mexíkó með fyrirgjöf, kemst framhjá Ara og nær að koma boltanum fyrir en Birkir Már skallar frá.
1. mín
Leikur hafinn
Það er búið að flauta til leiks. Ég fæ ekki amalegan félagsskap. Edda Sif Pálsdóttir í næsta sæti. Hún villtist á þessum magnaða leikvangi áðan en er búin að skila sér á réttan stað!
Fyrir leik
Liðin mætt út á völl. Það er komið að þjóðsöngvunum.
Fyrir leik
Mikið stuð á vellinum og allir í góðum gír. Upphitun leikmanna er lokið og nú er verið að bleyta í grasinu. Spilað við toppaðstæður hérna í kvöld!

Við hvetjum lesendur til að nota kassamerkið #fotboltinet á Twitter - Endilega hendið á okkur myndum ef þið eruð í gleðskap!
Fyrir leik
Fram kom í upphitun RÚV að Viðar Örn Kjartansson muni koma inn í hálfleik og þá líklega fyrir Albert.

Svo vekur athygli að Hannes sé á bekknum.

"Ég held að þetta sé til að leyfa Alex að spila. Hannes spilaði ekki síðasta leik Randers og það gæti verið hluti af skýringunni," segir Ólafur Kristjánsson sem er í settinu.
Fyrir leik
Áhorfendur taka vel við sér þegar lið Mexíkó mætir út í upphitun.

Byrjunarlið Mexíkó gegn Íslandi kemur mexíkóskum fjölmiðlamönnum á óvart.

Andres Guardado, miðjumaður Real Betis, er með fyrirliðabandið en hann hefur verið að glíma við meiðsli.

Þá er Javier "Chicharito" Hernandez, sóknarmaður West Ham, hvíldur. Hann er að glíma við minniháttar meiðsli og er stefnt að því að hann spili á þriðjudag þegar Mexíkó leikur gegn Króatíu í vináttulandsleik.
Fyrir leik
Þó leikurinn sé opinberlega sagður eiga að hefjast klukkan 2 þá verður hann ekki flautaður á fyrr en 2:30. Þetta er gert til að fá fólk inn á leikvanginn fyrr.
Fyrir leik
Í markinu fær Rúnar Alex Rúnarsson tækifæri. Hann hefur staðið sig gríðarlega vel með Nordsjælland í Danmörku.
Fyrir leik
Byrjunarlið Íslands er opinberað. Albert Guðmundsson er í sóknarlínunni.

Albert er leikmaður PSV Eindhoven og fær áframhaldandi tækifæri eftir frábæra frammistöðu í Indónesíuverkefninu í janúar. Fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson er í byrjunarliðinu eins og búist var við.

Miðað við æfinguna í gær virtist Samúel Kári Friðjónsson eiga að byrja leikinn í hægri bakverði. Ekki veit ég hvort hann hafi eitthvað meiðst eða hver ástæðan sé fyrir því að hann er á bekknum.
Fyrir leik
Fyrir leik
Mexíkóar eru með öðruvísi leikstíl en við eigum að venjast frá evrópskum mótherjum okkar. Heimir Hallgrímsson talaði um það á fréttamannafundinum í gær að íslenska liðið þyfti að framkvæma hlutina hraðar en venjulega gegn snöggum Mexíkóum. Mikil einstaklingsgæði í mótherjunum í dag.
Fyrir leik
Þetta er í fjórða sinn sem liðin mætast, en tveir leikir hafa endað með jafntefli og Mexíkó hafa unnið einn. Liðin mættust síðast 9. febrúar 2017, en Mexíkó vann hann 1-0.
Fyrir leik
Fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson sagði á fréttamannafundi í gær að stefnan væri sú að hann myndi spila 45-60 mínútur í leiknum.

"Mér líður vel og ég hef æft vel síðustu tvo til þrjá daga og er tilbúinn að fá mínútur og koma mér í gang aftur. Völlurinn lítur mjög vel út og grasið er frábært. Ég er spenntur fyrir að spila á móti Mexíkó, þeir eru með gott lið og liprir græjar sem verður gaman að kljást við," sagði Aron sem er að snúa aftur eftir talsvert langa veru á meiðslalistanum.
Fyrir leik
Það hefur verið gígantísk fjölmiðlaathygli á strákunum okkar í vikunni og þeir hafa verið í myndatökum og auglýsingatökum. Nú er loksins komið að því að einbeita sér að fótboltanum.

Þrír leikmenn sem voru valdir í þetta verkefni eru óleikfærir í dag en vonast til að geta verið með gegn Perú. Það eru þeir Hörður Björgvin Magnússon, Kolbeinn Sigþórsson og Jón Daði Böðvarsson.
Fyrir leik
Rétt eins og við Íslendingar eru Mexíkóar að hita sig upp fyrir HM. Þeir verða með Þýskalandi, Svíþjóð og Suður-Kóreu í riðli. Við Íslendingar erum með Argentínu, Nígeríu og Króatíu eins og allir lesendur ættu að vita.
Fyrir leik
Leikurinn verður klukkan 19 að staðartíma, 2 um nótt að íslenskum tíma. Armando Villarreal, bandarískur dómari, mun halda um flautuna.

Það er búið að vera góður púbb fyrir utan leikvanginn þar sem stuðningsmenn Mexíkó hafa verið að hita upp í allan dag eins og hægt er að sjá á samfélagsmiðlum okkar, Snapchat og Instagram.

Vonandi fáum við skemmtilegan leik og íslenskan sigur!
Fyrir leik
Heilir og sælir lesendur góðir og verið velkomnir með okkur til Santa Clara í Bandaríkjunum þar sem vináttulandsleikur Íslands og Mexíkó fer fram. Búist er við 65 þúsund áhorfendum á þessum 70 þúsund manna leikvangi, Levi's stadium. Geggjað mannvirki sem er heimavöllur San Francisco 49ers í NFL-deildinni.
Byrjunarlið:
2. Birkir Már Sævarsson ('46)
5. Sverrir Ingi Ingason
7. Jóhann Berg Guðmundsson ('81)
8. Birkir Bjarnason
14. Kári Árnason
17. Aron Einar Gunnarsson ('46)
20. Emil Hallfreðsson ('69)
20. Albert Guðmundsson ('46)
23. Ari Freyr Skúlason

Varamenn:
3. Hólmar Örn Eyjólfsson ('46)
5. Jón Guðni Fjóluson
6. Ragnar Sigurðsson
6. Samúel Kári Friðjónsson ('46)
11. Kjartan Henry Finnbogason ('81)
19. Rúrik Gíslason ('69)
25. Theodór Elmar Bjarnason ('81)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Emil Hallfreðsson ('44)
Ari Freyr Skúlason ('48)
Birkir Bjarnason ('84)

Rauð spjöld: