Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
ÍR
1
0
Augnablik
Jón Gísli Ström '26 , víti 1-0
Aron Skúli Brynjarsson '90
Kári Ársælsson '90
23.04.2018  -  19:00
Hertz völlurinn
Bikarkeppni karla
Aðstæður: Skýjað, milt og hægur vindur.
Dómari: Gunnþór Steinar Jónsson
Áhorfendur: 120
Maður leiksins: Jón Gísli Ström
Byrjunarlið:
25. Patrik Sigurður Gunnarsson (m)
3. Aron Ingi Kristinsson ('81)
4. Már Viðarsson (f)
6. Gísli Martin Sigurðsson
7. Jón Gísli Ström
9. Björgvin Stefán Pétursson ('45)
13. Andri Jónasson
14. Óskar Jónsson
15. Teitur Pétursson
22. Axel Kári Vignisson
24. Halldór Jón Sigurður Þórðarson ('63)

Varamenn:
5. Gylfi Örn Á Öfjörð
7. Jónatan Hróbjartsson
10. Jóhann Arnar Sigurþórsson ('63)
17. Máni Austmann Hilmarsson ('45)
19. Brynjar Óli Bjarnason
21. Aron Skúli Brynjarsson ('81)

Liðsstjórn:
Ásgeir Aron Ásgeirsson (Þ)
Brynjar Þór Gestsson (Þ)
Helgi Freyr Þorsteinsson
Eyjólfur Þórður Þórðarson
Davíð Örn Aðalsteinsson

Gul spjöld:
Óskar Jónsson ('68)

Rauð spjöld:
Aron Skúli Brynjarsson ('90)
Leik lokið!
Leik lokið með sigri ÍR i bragðdaufum leik. Skýrsla og viðtöl koma inn síðar í kvöld.
90. mín Rautt spjald: Kári Ársælsson (Augnablik)
Kári fær svo seinna gula fyrir kjaft og þar með rautt! Nóg drama þótt leikurinn sé ekki sá besti.
90. mín Rautt spjald: Aron Skúli Brynjarsson (ÍR)
Glórulaus ákvörðun hjá Gunnþóri. hár bolti inn á miðjunna og leikmenn hoppa saman. Leikmaður Augnabliks fellur með tilþrifum og Aron Skúli uppsker rautt.

Algjör steypa frá mínu sjónarhorni.
90. mín
Guðjón Máni með skot úr erfiðri stöðu. Ekki líklegt til árangur en kudos fyrir að reyna.
90. mín
Augnablik reynir að sækja en ÍR-ingar verjast ágætlega.
90. mín
Inn:Guðjón Gunnarsson (Augnablik) Út:Steinar Logi Rúnarsson (Augnablik)
Síðasta skipting leiksins.
88. mín
Skotið úr aukaspyrnunni fast með jörðinni en framhjá.
88. mín
Brotið á Ellerti og Augnablik á aukaspyrnu á stórhættulegum stað.
86. mín
Páll Olgeir með bylmingskot í teignum eftir fína sókn Augnabliks en boltinn smellur í stönginni!
85. mín
Úr því verður ekkert Kristján Ómar brýtur af sér í teignum.
84. mín
Augnablik með horn
82. mín
Inn:Kristján Ómar Björnsson (Augnablik) Út:Jökull I Elísabetarson (Augnablik)
81. mín
Inn:Aron Skúli Brynjarsson (ÍR) Út:Aron Ingi Kristinsson (ÍR)
Síðasta skipting ÍR
77. mín
Máni með fínt skot sem Sigmar slær frá. Hættan líður hjá.
73. mín
Hreinn Bergs dansar með boltann í vítateig Ír og nær skotinu. Patrik ver og heldur boltanum.
68. mín Gult spjald: Óskar Jónsson (ÍR)
Gult fyrir brot á miðjum vellinum.
67. mín
Frábær sending inn fyrir vörnina hjá Augnablik sem Jón Gísli tekur á lofti en boltinn í slánna og yfir.
65. mín
Lítið að frétta héðan eins og er. Barningur og barátta í fyrirúmi.
63. mín
Fínt færi hjá Augnblik skot úr teignum en framhjá
63. mín
Inn:Jóhann Arnar Sigurþórsson (ÍR) Út:Halldór Jón Sigurður Þórðarson (ÍR)
59. mín
Máni Austmann með gott skot við vítateiginn sem Sigmar slær yfir i horn.
56. mín
Kári Ársæls með ágætis skot fyrir utan en Patrik sér við honum.
52. mín
Inn:Júlíus Óli Stefánsson (Augnablik) Út:Arnór Brynjarsson (Augnablik)
52. mín
Arnór Brynjarsson leikmaður Augnabliks borinn af velli og alla leið inn í hús lítur ekkert sérstaklega vel út. Líklega tognun á læri
50. mín
Stórhætta við mark ÍR Jökull með fína fyrirgjöf frá hægri og algjört samskiptaleysi hjá Patrik í marki ÍR og varnarmanna sem endar næstum með sjálfsmarki.
47. mín
Töluverður barningur og harka hér í upphafi seinni hálfleiks. En það er bara vel.
46. mín
Komið á stað á ný. Vonumst eftir betri leik og fleiri mörkum.
45. mín
Inn:Máni Austmann Hilmarsson (ÍR) Út:Björgvin Stefán Pétursson (ÍR)
Björgvin eitthvað laskaður eftir samstuðið áðan
45. mín
Hálfleikur
Gunnþór flautar hér til hálfleiks í hálf bragðdaufum leik en erfitt að segja annað en að forysta ÍR sé sanngjörn.
45. mín
Kári Ársæls brýtur hér af sér á miðjum vellinum. Verður að passa sig er á spjaldi.
45. mín
Færi! ÍR-ingar sækja hratt upp vinstri kantinn og berst boltinn inn í teiginn í gegnum allann pakkann þar sem Halldór Jón stendur einn og óvaldaður um 8 metra frá marki en hamrar boltann framhjá!
41. mín
Dauft yfir þessu í augnablikinu stöðubarátta og lítið um fallegan fótbolta.
37. mín
Eftir hornspyrnu berst boltinn á Aron Inga Kristinsson á markteigshorninu. Hann á skot úr þröngu færi en Sigmar ver.
33. mín
Björgvin Pétursson lendir hér í samstuð við Sigmar markvörð og stingur aðeins við. Virðist þó vera í lagi og er mættur aftur inná.
31. mín
Augnabliksmenn virðast hálf slegnir eftir að hafa lent undir. Gengur illa að koma upp spili og ná sjaldan fleiri en tveimur sendingum sín á milli.
26. mín Mark úr víti!
Jón Gísli Ström (ÍR)
Öruggt víti, Sigmar í rétt horn en boltinn var fastur og í góðri hæð.
25. mín Gult spjald: Jökull I Elísabetarson (Augnablik)
Sýndist það vera Jökull sem braut af sér og gaf vítið. Fyrir það fær hann gult.
25. mín
Vítaspyrna! ÍR fær hér víti! Sending inn í teiginn og augljós bakhrinding. Réttur dómur.
23. mín
Jón Gísli hér með fínt skot í vítateigsboganum eftir snyrtilegan undirbúning. En Sigmar vel á verði og handsamar knöttinn.
20. mín
ÍR-ingar liggja töluvert á Augnabliksmönnum og eru að komast trekk í trekk í fínar stöður á köntunum en eru ekki að koma boltanum inn á teiginn.
15. mín
Augnablik fær aukaspyrnu í fyrirgjafarstöðu en hún er léleg.
13. mín
ÍR-ingar sækja tölvert en engin færi að telja ennþá. Vantar þess úrslitasendingu.
8. mín Gult spjald: Kári Ársælsson (Augnablik)
Kári fær hér gult fyrir tuð.
Hafliði Breiðfjörð
6. mín
Ellert Hreinsson var hér kominn í álitlega stöðu og virtist brotið á honum á vítateigslínu. En flaggið var á lofti. Rangstaða
4. mín
Strömvélin tók spyrnuna en hún var auðveld viðureignar fyrir Sigmar.
3. mín
ÍR sækir af krafti hér í upphafi og uppsker hornspyrnu sem ekkert verður úr en boltinn berst út fyrir teiginn þar sem Augnabliksmenn brjóta af sér á hættulegum stað
1. mín
Leikur hafinn
Leikurinn er hafinn. Það eru Breiðhyltingar sem hefja leik og sækja í átt að ÍR-heimilinu. Grænir Kópavogsmenn sækja svo í átt að heimabænum.
Fyrir leik
Leikurinn í kvöld fer fram á gervigrasvelli þeirra ÍR-inga þar sem aðalvöllur þeirra á tölvuvert í land með að verða tilbúin.

En þeir eru höfðingjar heim að sækja hér í Breiðholtinu og bjóða uppá fyrirtaks aðstöðu fyrir undiritaðann.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru mætt í hús eins og glöggir lesendur sjá hér til hliðar. Helstu fréttir af þeim eru að Halldór Jón Þórðarson og Óskar Jónsson sem báðir komu að láni í dag byrja hjá ÍR. Viktor Örn Guðmundsson er svo ekki með vegna meiðsla.

Augnablik stillir svo upp sterku liði þar sem Kári Ársælsson, Ellert Hreinsson og Jökull Elísabetarson byrja.
Fyrir leik
Dómari leiksins er Gunnþór Steinar Jónsson og honum til halds og trausts eru aðstoðardómararnir Bryngeir Valdimarsson og Helgi Sigurðsson.
Fyrir leik
Fyrr í dag var dregið í 32.liða úrslit Mjólkurbikarsins og upp úr hattinum kom að sigurlið þessa leiks fær FH í heimsókn.
Ekki amalegir mótherjar það.
Fyrir leik
En ÍR-ingar eru langt frá því að vera einhverjir aukvisar og hafa innan sinna raða fjölmarga frambærilega knattspyrnumenn. Má þar nefna Jón Gísla Ström sem hefur fengið það skemmtilega viðurnefni Strömvélin, Björgvin Stefán Pétursson fyrrum fyrirliða Leiknis F. sem og Mána Austmann Hilmarsson sem kom á láni frá Stjörnunni fyrir tímabilið.
Fyrir leik
Fyrirfram mætti ætla að leið ÍR í 32 liða úrslit væri greið en ef mið er tekið af úrslitum í 1.umferð bikarsins getum við átt von á spennandi leik hér í dag.

Leikmannahópur Augnabliks inniheldur ansi marga reynslubolta úr Pepsi deildinni eins og Ellert Hreinsson og Kára Ársælsson. Þar er einnig að finna Pál Olgeir Þorsteinsson sem gerði sér lítið fyrir og setti fimm mörk gegn Kormáki/Hvöt í fyrstu umferð og það sem varamaður.
Fyrir leik
Bæði lið hófu leik í fyrstu umferð þar sem ÍR vann 1-0 sigur á Ægi frá Þorlákshöfn en Augnablik hreinlega rústaði Kormáki/Hvöt 17-0. En þess má til gamans geta að Kormákur/Hvöt er sameiginlegt lið Kormáks frá Hvammstanga og Hvatar frá Blönduósi.
Fyrir leik
Heil og sæl og verið velkominn í beina textalýsingu frá leik Inkasso liðs ÍR og 3.deildarliðs Augnabliks í 2.umferð Mjólkurbikarsins sem fram fer á Hertz vellinum.
Byrjunarlið:
12. Sigmar Ingi Sigurðarson (m)
Jökull I Elísabetarson ('82)
3. Hrannar Bogi Jónsson (f)
5. Sindri Þór Ingimarsson
8. Guðjón Máni Magnússon
9. Ellert Hreinsson
10. Hreinn Bergs
14. Steinar Logi Rúnarsson ('90)
16. Arnór Brynjarsson ('52)
19. Kári Ársælsson
19. Páll Olgeir Þorsteinsson

Varamenn:
4. Júlíus Óli Stefánsson ('52)
7. Ágúst Örn Arnarson
11. Hermann Ármannsson
13. Kristján Ómar Björnsson ('82)
15. Sölvi Guðmundsson
21. Hrafnkell Freyr Ágústsson

Liðsstjórn:
Guðjón Gunnarsson (Þ)
Eiríkur Raphael Elvy (Þ)
Sæþór Atli Harðarson
Axel Snær Rúnarsson
Egill Sigfússon
Hlynur Snær Stefánsson
Hjörvar Hermannsson

Gul spjöld:
Kári Ársælsson ('8)
Jökull I Elísabetarson ('25)

Rauð spjöld:
Kári Ársælsson ('90)