Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
Fram
2
2
Selfoss
0-1 Ingi Rafn Ingibergsson '2
0-2 Kristófer Páll Viðarsson '12
Helgi Guðjónsson '60 1-2
Guðmundur Magnússon '68 2-2
05.05.2018  -  14:00
Framvöllur - Safamýri
Inkasso deildin - 1. deild karla
Aðstæður: Skýjað, suð-vestan átt 9m/s og 4°C. Skiptist á sólskini og snjókomu
Dómari: Sigurður Hjörtur Þrastarson
Maður leiksins: Kristófer Páll Viðarsson
Byrjunarlið:
1. Atli Gunnar Guðmundsson (m)
2. Mikael Egill Ellertsson ('54)
3. Unnar Steinn Ingvarsson ('46)
3. Heiðar Geir Júlíusson
7. Guðmundur Magnússon (f)
10. Fred Saraiva
14. Hlynur Atli Magnússon (f)
17. Kristófer Jacobson Reyes
20. Tiago Fernandes
24. Dino Gavric
71. Alex Freyr Elísson ('86)

Varamenn:
12. Rafal Stefán Daníelsson (m)
9. Helgi Guðjónsson ('46)
9. Mihajlo Jakimoski ('54)
15. Daníel Þór Bjarkason
16. Arnór Daði Aðalsteinsson
19. Magnús Snær Dagbjartsson
23. Már Ægisson ('86)

Liðsstjórn:
Pedro Hipólito (Þ)
Ólafur Tryggvi Brynjólfsson
Bjarki Hrafn Friðriksson
Adam Snær Jóhannesson

Gul spjöld:
Pedro Hipólito ('44)
Heiðar Geir Júlíusson ('45)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Sigurður Hjörtur flautar leikinn af, 2-2 er lokaniðurstaðan í stórskemmtilegum leik í Safamýrinni!
90. mín
Þvílíkt fjör! Selfyssingar bruna beint í sókn og eiga gott skot sem endar í fangi Atla Gunnars í marki Fram.
89. mín
Strax í kjölfarið eiga Framarar góða sókn sem endar með skoti Frederico Saraiva sem lekur framhjá marki Selfoss!
89. mín
Selfyssingar með hættulegt færi eftir flotta sókn upp vinstri kantinn. Boltinn berst til Kenan Turudija sem setur boltann rétt framhjá!
88. mín
Tvær mínútur eftir af venjulegum leiktíma. Allir áhorfendur búnir að rísa úr sætum sínum til að fylgjast betur með spennandi lokamínútum!
86. mín
Inn:Már Ægisson (Fram) Út:Alex Freyr Elísson (Fram)
Hörku samstuð á miðjum vellinum og Alex Freyr Elísson liggur óvígur eftir. Virðist vera höfuðmeiðsl, Framarar gera strax skiptingu til að huga að betur að Alexi. Alex er borinn útaf á börunum, vonum að þetta sé ekki alvarlegt.
85. mín
Undirritaður þorir varla að líta niður á lyklaborðið svo hann missi ekki af neinu! Sóknarleikur af bestu gerð. Vindurinn er hættur að blása, í bili hið minnsta og Selfyssingar því með minni móstöðu frá náttúruöflunum en hefur verið allan seinni hálfleik og leikurinn því aðeins opnari.
81. mín
Framarar með stórhættulega sókn! Helgi Guðjóns hleypur upp vinstri kantinn og á flotta sendingu fyrir markið sem Guðmundur Mangúss er hársbreidd frá því að pota í markið!
76. mín
Meiri hraði kominn í leikinn og bæði lið sækja mikið. Spennandi lokamínútur framundan!
68. mín


68. mín MARK!
Guðmundur Magnússon (Fram)
Guðmundur skorar beint úr aukaspyrnunni! 2-2!
68. mín
Toni Espinosa leikmaður Selfyssinga á ljóta tæklingu á Heiðari Geir Júlíussyni. Heppinn að sleppa við spjald og Fram á aukaspyrnu á hættulegum stað
66. mín
Þorsteinn Daníel Þorsteinsson á frábæra fyrirgjöf inn í teig Framara frá hægri kantinum sem ratar beint á kollinn á Kristórferi Páli sem skallar rétt framhjá! Selfyssingar hættulegri þessa stundina.
63. mín
Bæði lið skiptast á að sækja þessa stundina og leikurinn í jafnvægi. Það getur allt gerst hérna í Safamýrinni!
60. mín MARK!
Helgi Guðjónsson (Fram)
Meðan undirritaður færir inn skiptingu Selfyssinga skora Framarar mark eftir klafs í teignum! Markið skorði varamaðurinn Helgi Guðjónsson!
59. mín
Inn:Svavar Berg Jóhannsson (Selfoss) Út:Ivan Martinez Gutierrez (Selfoss)
56. mín
Nú fer að hvessa aftur og haglélið dynur niður. Framarar með vindinn í bakið í síðari hálfleik og það gæti skipt sköpum í vindhviðunum.
54. mín
Inn:Mihajlo Jakimoski (Fram) Út:Mikael Egill Ellertsson (Fram)
Skipting hjá Fram
50. mín
Selfyssingar fá aukaspyrnu út við hliðarlínu sem endar fanginu á Atla Gunnari í marki Fram.
46. mín
Inn:Helgi Guðjónsson (Fram) Út:Unnar Steinn Ingvarsson (Fram)
Framarar gera eina breytingu á liði sínu í háflelik. Unnar Steinn Ingvarsson fer útaf og inná kemur leikmaður númer 22, Helgi Guðjónsson
46. mín
Leikur hafinn
Seinni hálfleikur er kominn af stað
45. mín
Fjörugur leikur í gangi í Safamýrinni. Selfyssingar hafa skorað öll mörkin en Framarar átt fleiri færi. Getur farið á báða bóga hérna í seinni hálfleik!
45. mín
Það er fínasta mæting hérna á Framvellinum í Safamýri í dag miðað við veður. Litla stúkann við völlinn er þétt setin og nóg af fólki sem situr inn í bifreiðum sínum bakvið stúkuna að skýla sér fyrir roki og snjókomu. Staðfestar áhorfendatölur eiga þó eftir að berast.
45. mín
Hálfleikur
Dómarar búnir að flauta til háfleiks. Selfyssingar leiða 0-2!
45. mín Gult spjald: Heiðar Geir Júlíusson (Fram)
Heiðar Geir fær gult spjald fyrir brot á miðjum vellinum rétt fyrir hálfleik.
44. mín Gult spjald: Pedro Hipólito (Fram)
Pedro Hipolito, þjálfari Fram fær nú gult spjald fyrir að segja einhver vel valin orð við dómarann.
42. mín
Kristófer Páll að eiga flottan leik fyrir Selfoss. Sýnir hér lipra takta í vítateig Fram og á skot sem Framarar ná að verjast og endar í hornspyrnu sem Selfyssingar eiga. Það hefur eflaust verið lán í óláni fyrir Selfyssinga að Gilles Mbang meiddist í upphitun og Kristófer Páll kom inn í staðinn.
39. mín Gult spjald: Gunnar Borgþórsson (Selfoss)
Nú færist en meiri hiti í leikinn og leikmenn farnir að æsa sig. Dino Garvic leikmaður Fram rífst við hálft lið Selfoss en sleppur við áminnigu. Gulu spjaldi er hins vegar gefið á bekk Selfoss. Undirritaður sá ekki alveg hver á bekknum fékk spjaldið en líklegast var það Gunnar Borgþórsson þjálfari Selfyssinga fyrir að segja eitthvað við dómaran.
36. mín
Aðstoðardómarinn flaggar og Fram fær aukaspyrnu á horni vítateigs. Framarar vilja víti en fá ekki. Fram tekst ekki að nýta sér þessa aukaspyrnu með marki.
34. mín
Kristófer Páll á svo strax í kjölfarið flotta rispu í sókn hinu megin á vellinum. Það liggur annað mark í loftinu!
33. mín
Önnur hættuleg sókn hjá Fram sem endar með skoti rétt framhjá! Guðmundur Magnússon en og aftur að skapa usla í vörn Selfyssinga og hann rennur boltanum á Hlyn Atla Magnússon sem á skot sem siglir rétt framhjá stönginni.
32. mín
Frammarar meira með boltan þessa stundina og virðast staðráðnir við að setja sitt mark á leikinn. Selfyssingar þó hættulegir í skyndusóknum sínum en bæði mörk þeirra virtust einmitt koma uppúr engu.
29. mín
Flott sókn hjá Frömmurm sem endar með skoti rétt framhjá! Guðmundur Magnússon kemst í gegnum vörn Selfyssinga og framhjá Stefáni Loga í markinu. Færið varð þó of þröngt fyrir Guðmund sem setur knöttinn í hliðarnetið.
28. mín
Og rétt í þessu er byrjað að snjóa aftur. Til hamingju Ísland.
27. mín
Það skiptist á skin og skúrum hérna í Safamýrinni. Í upphitun liða fyrir leik kom blússandi éljagangur og sólin skein svo sem skærast við upphaf leiks. Núna er farið að kvessa hressilega og lausir munir hérna í blaðamannastúkunni farnir að fjúka til.
23. mín
Gilles Mbang Ondo meiddist i­ upphitun.



18. mín
Stórhættuleg sókn hjá Selfoss! Arnar Logi átti fallega sendingu inn fyrir vörn Frammara og Kristófer var nálægt því að skora sinn annað mark í leiknum. Atli Gunnar varði vel í marki Fram og Selfyssingar fá hornspyrnu sem þeim gengur ekki að nota.
13. mín
Eitthvað hefur leikskýrslan skolast til þar sem Kristófer Páll Viðarsson var skráður á bekkinn hjá Selfoss í þessum leik. Honum hefur verið skipt inn á fyrir Gilles Mbang Ondo sem þarf þá að bíða ört lengur eftir fyrsta deildarleik sínum með Selfyssingum. Verið er að vinna í því að fá nánari upplýsingar um þessa óvæntu breytingu.
Kristófer að skora sitt fyrsta deildarmark fyrir Selfyssinga í sínum fyrsta deildarleik.
12. mín MARK!
Kristófer Páll Viðarsson (Selfoss)
Kristófer Páll Viðarsson skorar annað mark Selfoss í leiknum! Önnur löng sending fram á völlinn frá Selfyssingum sem varnarmenn Fram ráða ekki við. Klaufalegt hjá Frömmurum.
9. mín
Leikurinn í jafnvægi þessa stundina en Framarar þó grimmari og sækja meira. Sendingarnar eru þó ekki allar að rata á samherja hjá Frömmurum.
6. mín Gult spjald: Kenan Turudija (Selfoss)
Kenan Turudija fær gult spjald fyrir brot á miðjum vellinum.
5. mín
Framarar fá aukaspyrnu á hættulegum stað sem Guðmundur Magnússon tekur en skot hans fer rétt framhjá.
2. mín MARK!
Ingi Rafn Ingibergsson (Selfoss)
Ingi Rafn Ingibergsson skorar fyrsta deildarmark Selfoss í ár! Löng sending í gegnum vörn Framara sem Ingi Rafn klárar snyrtilega á nærstöng og kemur Selfoss yfir í þessum leik!
1. mín
Sigurður flautar leikinn á!
Fyrir leik
Leikmenn ganga inn á völlinn í fylgd Sigurðar Hjartar Þrastarsonar dómara. Sigurði til aðstoðar eru þeir Ásgeir Þór Ásgeirsson og Breki Sigurðsson. Veislan er að hefjast!
Fyrir leik
Hjá Selfoss er Stefán Logi að spila sinn fyrsta deildarleik í markinu eftir félagsskiptin frá KR. framherjin Gilles Mbang Ondo spilar einnig sinn fyrsta deildarleik fyrir Selfoss. Antonio Mossi og Kenan Turudija byrja sína fyrstu leiki hjá Selfoss eftir félagskipti þeirra frá Víkingi Ólafsvík. Bjarki Leósson er að spila sinn fyrsta deildarleik í meistaraflokki fyrir Selfoss.
Fyrir leik
Leikmenn komnir út á völl að hita upp og byrjunarliðin kominn í hús. Mikael Egill Ellertsson leikur sinn fyrsta deildarleik í meistarflokki fyrir Fram. Heiðar Geir Júlíusson spilar sinn fyrsta deildarleik fyrir Fram eftir skiptin sín frá Þrótti Reykjavík. Portúgalinn Tiago Manuel Silva Fernandes og Brassinn Frederico Saraiva eru báðir að byrja sína fyrstu byrjunarliðleiki í íslenskri deildarkeppni.
Fyrir leik
Oliver Sigurjónsson, miðjumaður Breiðabliks var fenginn til að spá í spilin fyrir fyrstu umferð Inkasso deildarinnar. Oliver telur að leikurinn endi með 1-1 jafntefli og hafði þetta um leikinn að segja ,,Ondo skorar með góðu skriðþunga marki og vanmetinn leikmaður til margra ára Gummi Magg setur hann fyrir Fram."
Nánar má lesa um spá Olivers hér: http://fotbolti.net/news/04-05-2018/oliver-spair-i-fyrstu-umferd-i-inkasso-deildinni
Fyrir leik
Fyrir leik
Fyrir leik
Núna hefst þriðja heila tímabil Gunnars Borgþórssonar með Selfyssinga. Leikur þessi verður sá 65. sem Gunnar stýrir karlaliði Selfoss. Gunnar þekkir vel til sín á Selfossi en hann lék sjálfur 16 leiki fyrir félagið á árunum 2008-2010. Gunnar stýrði einnig kvennaliði Selfoss frá árinu 2013 og allt þangað til að hann tók við karlaliði félagsins árið 2015. Gunnari og hans mönnum er spáð 5. sætinu hér á .net í spá þjálfara og fyrirliða Inkasso deildarinnar. Nánar má lesa um Selfyssinga og mögulegt gengi þeirra hér: http://fotbolti.net/fullStory.php?id=252208
Fyrir leik
Framarar skiptu um þjálfara um mitt síðasta sumar eftir að Ásmundur Arnarsson sagði starfi sínu lausu. Portúgalinn Pedro Hipolito tók við starfinu eftir að Ólafur Brynjólfsson, aðstoðarþjálfari Ásmundar, hafði sinnt því tímabundið. Þetta er semsagt fyrsta heila tímabil sem Pedro Hipolito fær með liðið. Hipolito sagði við Fréttarblaðið í vor að Fram væri sofandi risi og markmið hans væri að endurvekja risan til lífs. Frammarar enda í 7. sæti ef spá þjálfara og fyrirliða í Inkasso deildinni hér á fotbolta.net gengur eftir. Spána má lesa nánar hér: http://fotbolti.net/fullStory.php?id=252020
Fyrir leik
Síðustu fjórir leikir liðanna í Inkasso deildinni hafa allir endað með jafntefli. Fyrsta viðureign liðanna var í júní 2001 en þá vann Fram 0-6. Síðan þá hefur Selfoss unnið 8 viðureignir liðana og Fram 6 leiki með 0-6 leiknum meðtöldum. 5 af 19 leikjum liðanna eru skráðir sem jafntefli.
Fyrir leik
Þetta er fjórða tímabil Fram í Inkasso deildinni en liðið hefur leikið í næst efstu deild frá árinu 2015. Selfyssingar hafa leikið tveimur tímabilum lengur en Fram í Inkasso deildinni eða allt frá því að þeir féllu úr Pepsi deildinni árið 2012.
Fyrir leik
Vorhretið hefur eflaust ekki farið framhjá neinum bæði hérna sunnanlands og vestan. Slyddan, éljagangurinn og næturfrostið undanfarna daga og vikur gerir það að verkum að margir grasvellir hérna suðvestanlands eru hreinlega ekki leikhæfir núna síðla vors. Upphaflega stóð til að leika þennan leik á Laugardalsvelli en hann er ekki leikhæfur af fyrrgreindum ástæðum og mun leikurinn því fara fram á gervigrasinu í Safamýri. Loftlagsbreytingarnar farnar að hafa sín áhrif á íslenskan fótbolta!
Fyrir leik
Komið þið sæl og blessuð og verið hjartanlega velkominn í þessa beinu textalýsingu frá Safamýrinni í Reykjavík úr leik Fram og Selfoss í fyrstu umferð Inkasso deild karla!
Byrjunarlið:
Þorsteinn Daníel Þorsteinsson
Ingi Rafn Ingibergsson
Stefán Logi Magnússon
8. Ivan Martinez Gutierrez ('59)
13. Toni Espinosa
14. Hafþór Þrastarson
18. Arnar Logi Sveinsson
20. Bjarki Leósson
21. Stefán Ragnar Guðlaugsson (f)
22. Kristófer Páll Viðarsson
24. Kenan Turudija

Varamenn:
2. Guðmundur Axel Hilmarsson
3. Þormar Elvarsson
4. Jökull Hermannsson
7. Svavar Berg Jóhannsson ('59)
9. Gilles Ondo
17. Guðmundur Aðalsteinn Sveinsson

Liðsstjórn:
Gunnar Borgþórsson (Þ)
Þorkell Ingi Sigurðsson
Jóhann Bjarnason
Jóhann Árnason
Baldur Rúnarsson
Arnar Helgi Magnússon

Gul spjöld:
Kenan Turudija ('6)
Gunnar Borgþórsson ('39)

Rauð spjöld: