Valur
2
1
KR
Dion Acoff '69 1-0
1-1 Pálmi Rafn Pálmason '93
Tobias Thomsen '94 2-1
27.04.2018  -  20:00
Valsvöllur
Pepsi-deild karla
Aðstæður: Geggjaðar
Dómari: Ívar Orri Kristjánsson
Áhorfendur: 2.489
Maður leiksins: Haukur Páll - Valur
Byrjunarlið:
33. Anton Ari Einarsson (m)
Haukur Páll Sigurðsson
2. Birkir Már Sævarsson
4. Einar Karl Ingvarsson
9. Patrick Pedersen
10. Kristinn Freyr Sigurðsson ('70)
11. Sigurður Egill Lárusson ('86)
16. Dion Acoff ('80)
19. Tobias Thomsen
21. Bjarni Ólafur Eiríksson
23. Eiður Aron Sigurbjörnsson

Varamenn:
25. Sveinn Sigurður Jóhannesson (m)
3. Ívar Örn Jónsson
5. Sindri Björnsson
8. Kristinn Ingi Halldórsson ('80)
10. Guðjón Pétur Lýðsson ('70)
13. Rasmus Christiansen ('86)
71. Ólafur Karl Finsen

Liðsstjórn:
Ólafur Jóhannesson (Þ)
Rajko Stanisic
Sigurbjörn Örn Hreiðarsson
Halldór Eyþórsson
Fannar Gauti Dagbjartsson
Einar Óli Þorvarðarson
Jóhann Emil Elíasson

Gul spjöld:
Einar Karl Ingvarsson ('21)
Sigurður Egill Lárusson ('61)
Tobias Thomsen ('94)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
VÁÁÁÁÁ!!!! ÞVÍLÍK BYRJUN Á ÞESSU MÓTI!

94. mín Gult spjald: Tobias Thomsen (Valur)
Fær gult spjald fyrir að fagna með því að rífa sig úr treyjunni!
94. mín MARK!
Tobias Thomsen (Valur)
Stoðsending: Einar Karl Ingvarsson
ÉG Á EKKI ORÐ!!! Fyrirgjöf frá vinstri og Tobias klárar þetta með flugskalla! Þvílíkt og annað eins. Fyrrum leikmaður KR að klára þetta fyrir Val. Sá fagnar af innlifun! Rosalegt!
93. mín MARK!
Pálmi Rafn Pálmason (KR)
Stoðsending: Kennie Chopart
KR JAFNAR! Frábærlega gert hjá KR! Pálmi Rafn hefur jafnað! Það eru SENUR hérna! Chopart lagði boltann mjög smekklega á Pálma í teignum og hann kláraði frábærlega.
92. mín
Tíminn að fljúga frá KR-ingum.
90. mín
Uppbótartíminn er að minnsta kosti 4 mínútur.
88. mín
Inn:Atli Sigurjónsson (KR) Út:Finnur Orri Margeirsson (KR)
86. mín
Inn:Rasmus Christiansen (Valur) Út:Sigurður Egill Lárusson (Valur)
Sóknarleikmaður út. Varnarmaður inn.
83. mín
Inn:Björgvin Stefánsson (KR) Út:André Bjerregaard (KR)
Getur Inkasso-markahrókurinn skapað jöfnunarmark gegn sínu gamla félagi. Bjerregaard augljóslega mjög pirraður þegar hann er tekinn af velli.
82. mín
Beitir varði skot frá Patrick Pedersen.
80. mín
Inn:Kristinn Ingi Halldórsson (Valur) Út:Dion Acoff (Valur)
79. mín
KR-INGAR NÆSTUM BÚNIR AÐ JAFNA! Chopart líklegur, skallaði framhjá úr DAUÐAFÆRI! Mjög furðulegur skalli hjá Dananum! Rétt áður varði Anton naumlega frá honum.
78. mín
FRÁBÆR sókn Vals endar með því að Patrick á skot í stöngina! KR-ingar STÁLHEPPNIR að fá ekki annað mark í grímuna.
75. mín
Inn:Pablo Punyed (KR) Út:Skúli Jón Friðgeirsson (KR)
74. mín
Haukur Páll fyrirliði með eina fallbyssuneglu af löngu færi! Náði ekki að hitta á markið en þetta var ekki mjög fjarri!
73. mín
Þetta mark hjá Valsmönnum hefur gefið þeim byr undir báða vængi. Þeir eiga leikinn þessar mínútur!
70. mín
Inn:Guðjón Pétur Lýðsson (Valur) Út:Kristinn Freyr Sigurðsson (Valur)
Það segir sitt um gæði Valsliðsins að það geti haft Guðjón, sem var í liði ársins í fyrra, á bekknum!
69. mín MARK!
Dion Acoff (Valur)
Stoðsending: Patrick Pedersen
VALSMENN HAFA TEKIÐ FORYSTUNA!!! Haukur Páll með geggjaða stungusendingu á Patrick sem renndi boltanum á Dion í teignum og hann kláraði rétt fyrir utan markteiginn!

Patrick var á ógnarhraða og Dion klárað imeð því að skjóta bara upp í þaknetið! Takk takk!
68. mín
Allt opnaðist í varnarlínu Vals en KR-ingar fóru illa með þetta! Óskar Örn var stöðvaður.
67. mín
Skúli Jón og Tobias lentu í árekstri, skölluðu saman. Hafa jafnað sig og eru báðir mættir aftur út á völlinn.
63. mín
KR með HÖRKUSKOT framhjá! Albert Watson lét vaða af nokkuð löngu færi. Þetta kom í kjölfarið á hornspyrnu. Liðin skiptast á að sækja þessa stundina.
62. mín
Óli Jó mjög pirraður yfir því að Valur hafi ekki fengið aukaspyrnu rétt fyrir utan teiginn! Dion reyndi að smeygja sér milli tveggja varnarmanna KR en féll.
61. mín Gult spjald: Sigurður Egill Lárusson (Valur)
Braut á KR-ing og stöðvaði skyndisókn.
58. mín
Fín sókn KR-inga endar með því að þeir fá hornspyrnu. Ekkert kemur út úr horninu.
55. mín
Tobias Thomsen með HÖRMULEGT skot langt yfir. Stuðningsmenn KR syngja "Hver ert þú, hver ert þú? Það er öllum drullusama!" og bæta svo við "KR reject!".
50. mín
VAÁÁÁ!!!! Siggi Lár nálægt því að skora eftir hornspyrnu! Ég hélt að þessi væri á leiðinni inn. Boltinn dettur ti hans í teignum og hann lætur vaða í fyrsta. Beitir nær naumlega að verja í horn. Besta tækifæri leiksins til þessa.
46. mín
Síðari hálfleikur er hafinn
45. mín
Áhorfendatölur eru mættar. 2.489 áhorfendur. Skrambi gott.
45. mín
Hálfleikur
Valsmenn enduðu þennan fyrri hálfleik með fínni pressu á mark KR-inga, ágætis spilkaflar og svo átti Siggi Lár skot sem fór þó talsvert framhjá markinu, Patrick einnig með marktilraun en beint í fangið á Beiti.
39. mín
Valsmenn sækja mun meira en vantar herslumuninn, vanda sendingarnar aðeins betur og þá mætti Dion hafa gert betur í nokkur skipti. Í stúkunni eru það KR-ingar sem eru talsvert háværari.
34. mín
Patrick Pedersen fær boltann í teignum en er aðþrengdur! KR-ingar verjast vel.
Sekur!
30. mín
Einar Karl með fína skottilraun fyrir utan teig en beint á Beiti, auðvelt fyrir markvörð KR-inga. Valsmenn talsvert meira með boltann en ekki fengið mörg alvöru færi.
28. mín
Sigurður Egill með skot fyrir utan teig eftir hornspyrnu en nær ekki að hitta á rammann.
26. mín
Watson mjög stórkallalegur í hjarta varnarinnar hjá KR. Er í smá brasi með boltann og hreinsar í innkast undir engri pressu.
25. mín
Chopart fékk smá höfuðhögg og leikurinn var stöðvaður í stuttan tíma en nú er allt komið á fulla ferð aftur.
23. mín
Óskar Örn með gott bjartsýnisskot af roooosalega löngu færi, tók boltann á lofti. Vel framhjá markinu. En ef það er einhver í deildinni sem má reyna þetta þá er það Óskar!
21. mín Gult spjald: Einar Karl Ingvarsson (Valur)
Óskar Örn var kominn á hættulegan sprett og Einar Karl tekur á sig gult spjald. Vel dæmt hjá Ívari. KR fær aukaspyrnu á miðjum vallarhelmingi Vals.
17. mín
Helsta ógn Vals í upphafi að koma þegar Dion fer á sprettinn. Það er ekkert eðlilegt við það hversu snöggur gaurinn er!
15. mín
KR-ingar hafa sýnt góða pressu og náð að loka ágætlega á Valsmenn hér í upphafi. Íslandsmeistararnir ekki enn náð að finna sinn besta gír. Þetta verður fróðlegur leikur allt til loka!
13. mín
Ég skal segja ykkur það! Peppa vísað í burtu. Peppi í fullmiklu stuði við varamannabekk Valsmanna og er fyrir Óla Jó í boðvangnum. Fjórði dómarinn lætur vallarstarfsmenn færa Peppa til.
10. mín
Dion með stórhættulega fyrirgjöf! Barátta í teignum en Watson nær að koma knettinum í horn. Beitir í vandræðum í horninu! Missir boltann en nær svo að handsama hann aftur með naumindum!
3. mín
Óskar Örn með fyrirgjöf frá vinstri en Valsmenn koma boltanum í burtu.

Skúli Jón er á miðjunni. Arnór Sveinn með Watson í miðverði. KR leikur því 4-3-3.

Beitir
Beck - Arnór - Watson - Kristinn
Skúli - Finnur - Pálmi
Chopart - Bjerregaard - Óskar
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er farið af stað! Stúkan orðin full svo einhverjir áhorfendur þurfa að koma sér fyrir í stæðum hinumegin.
Fyrir leik
Willum Þór Þórsson er sérstakur heiðursgestur leiksins, enda þjálfað bæði lið, og hann heilsar upp á leikmenn. Menn eru mættir út á völlinn og áhorfendur virðast í stuði.
Fyrir leik
Peppi er mættur, lukkudósin hressa. Stúkan virðist vera orðin algjörlega pakkfull. Ég er ROSALEGA spenntur. ROSALEGA!
Fyrir leik
Kristinn Ingi Halldórsson er á bekknum hjá Val. Það vantaði hann inn áðan, mannleg mistök sem hafa verið leiðrétt. Áfram gakk. Valur er að sjálfsögðu með fullan hóp.
Fyrir leik
Valur er í 3-5-2, alvöru sóknaruppstilling:
Anton Ari
Birkir - Eiður - Bjarni Ólafur
Dion - Siggi Lár (vængbakverðir)
Haukur Páll - Kristinn Freyr - Einar Karl
Tobias - Patrick
Fyrir leik
KR er væntanlega að stilla upp þriggja manna hafsentakerfi með Beck og Kristinn í vængbakvörðum:
Beitir
Watson - Skúli - Arnór
Beck - Kristinn (vængbakverðir)
Finnur Orri - Pálmi
Chopart - Bjerregaard - Óskar

Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin:
Byrjunarlið Vals er nákvæmlega eins og búist var við. Þeir eru í þriggja hafsenta kerfi með Birki Má, Eið og Bjarna Ólaf í varnarlínunni. Tobias Thomsen og Patrick Pedersen eru saman í sóknarlínunni.

Athygli vekur að Valsmenn eru ekki með fullan varamannabekk.

Hjá KR eru Skúli Jón Friðgeirsson og Óskar Örn Hauksson báðir í liðinu en talað var um í aðdraganda leiksins að þeir væru tæpir.
Fyrir leik
Verið að vökva gervigrasið á fullu. Óli Jó tók sér smá göngutúr um völlinn. Er í jakkafötum núna, er samt líklegur til að fara úr þeim áður en flautað verður til leiks.

Valsmenn með umgjörðina á hreinu og bjóða fjölmiðlamönnum upp á kótilettur í raspi. Þegar ég sagði að það væri fiskimánuðurinn mikli hjá mér fékk ég lax. Já þetta eru Íslandsmeistararnir!
Fyrir leik
Spennandi að sjá hversu marga áhorfendur við fáum í kvöld. Kollegi minn og góðvinur Tómas Þór Þórðarson reiknar með hátt í 3.000 manns. Það er mikil spenna fyrir þessu Íslandsmóti, maður finnur sterklega fyrir því!
Fyrir leik
Spámaður leiksins er Einar Gunnarsson, vallarþulur Vals, sem er bjartsýnn fyrir leikinn og spáir 4-1 sigri sinna manna. Hann vill taka það fram að Kristinn Ingi muni skora eitt af mörkunum. En hvernig spáir Tryggvi Guðmunds?

"Ég held að þetta verði nokkuð jafn og spennandi leikur en Valsmenn hafa þetta 2-1" segir Tryggvi.
Fyrir leik
Fyrir leik
Fótbolti.net spáir KR fimmta sæti í Pepsi-deildinni í sumar.
Fyrir leik
Danski sóknarmaðurinn Tobias Thomsen er að fara að mæta sínum gömlu félögum. Hann hefur verið sjóðandi heitur á undirbúningstímabilinu. Hann lék með KR í fyrra en Vesturbæjarfélagið ákvað að semja ekki við hann aftur.
Fyrir leik
Flóðljós á föstudagskvöldi
Þetta er að bresta á! Loksins! Tveir fyrstu leikir Pepsi-deildarinnar verða leiknir í kvöld og það verður að segjast eins og er að leikur Vals og KR er sá leikur sem allir hafa verið að tala um! Ívar Orri Kristjánsson flautar til leiks klukkan 20.

Íslandsmeistararnir sem allir spá að muni vinna mótið aftur. Birkir Már Sævarsson og Rúnar Kristinsson aftur mættir til landsins. Erkifjendur mætast. Bæði félög með öflugar upphitanir fyrir stuðningsmenn. Þetta orð er ofmnotað en nú á það við: Þetta verður VEISLA!
Byrjunarlið:
1. Beitir Ólafsson (m)
Pálmi Rafn Pálmason
2. Morten Beck
4. Albert Watson
5. Arnór Sveinn Aðalsteinsson
7. Skúli Jón Friðgeirsson ('75)
8. Finnur Orri Margeirsson ('88)
11. Kennie Chopart (f)
15. André Bjerregaard ('83)
19. Kristinn Jónsson
22. Óskar Örn Hauksson (f)

Varamenn:
13. Sindri Snær Jensson (m)
3. Ástbjörn Þórðarson
4. Jóhannes Kristinn Bjarnason
6. Gunnar Þór Gunnarsson
9. Björgvin Stefánsson ('83)
16. Pablo Punyed ('75)
18. Aron Bjarki Jósepsson
23. Atli Sigurjónsson ('88)

Liðsstjórn:
Rúnar Kristinsson (Þ)
Magnús Máni Kjærnested
Valgeir Viðarsson
Jón Hafsteinn Hannesson
Bjarni Eggerts Guðjónsson
Kristján Finnbogi Finnbogason

Gul spjöld:

Rauð spjöld: