Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
ÍBV
4
2
Einherji
Shahab Zahedi '38 1-0
Shahab Zahedi '46 2-0
Atli Arnarson '83 , víti 3-0
3-1 Jökull Steinn Ólafsson '90
3-2 Númi Kárason '90
Ágúst Leó Björnsson '90 4-2
01.05.2018  -  12:30
Hásteinsvöllur
Bikarkeppni karla
Aðstæður: Frábært veður í Vestmannaeyjum í dag.
Dómari: Gunnþór Steinar Jónsson
Áhorfendur: 349
Maður leiksins: Shahab Zahedi Tabar
Byrjunarlið:
21. Halldór Páll Geirsson (m)
Gunnar Heiðar Þorvaldsson ('62)
2. Sigurður Arnar Magnússon
3. Felix Örn Friðriksson ('45)
6. Dagur Austmann
7. Kaj Leo í Bartalsstovu
10. Shahab Zahedi ('74)
11. Sindri Snær Magnússon
15. Devon Már Griffin
19. Yvan Erichot
30. Atli Arnarson

Varamenn:
22. Derby Rafael Carrilloberduo (m)
8. Priestley Griffiths
12. Eyþór Orri Ómarsson ('74)
17. Róbert Aron Eysteinsson
17. Ágúst Leó Björnsson ('45)
18. Ásgeir Elíasson ('62)
25. Guy Gnabouyou

Liðsstjórn:
Andri Ólafsson (Þ)
Kristján Guðmundsson (Þ)
Jón Ólafur Daníelsson
Jóhann Sveinn Sveinsson
Georg Rúnar Ögmundsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Leiknum lokið! ÍBV komnir áfram í 16. liða úrslit Mjólkurbikarsins með sigri á Einherja. Sem eiga hrós skilið fyrir góða baráttu. Munu standa sig vel í þriðju deildinni í sumar. Ég þakka kærlega fyrir mig. Viðtöl og skýrsla koma inn eftir smá. Elskum friðinn. HJ
90. mín MARK!
Ágúst Leó Björnsson (ÍBV)
Stoðsending: Halldór Páll Geirsson
LILTI LEIKURINN SEM ÞETTA ER! Halldór Páll með geggjaða sendingu á Ágúst Leó sem var kominn einn í gegn, setti boltann í slánna og niður, ekkert mark dæmt en lagði síðan boltann í netið. Öruggt. ÍBV komnir áfram.
90. mín MARK!
Númi Kárason (Einherji)
Barátta hjá Núma! Lék inn fyrir vörn ÍBV og lagði boltann framhjá Halldóri. Cupset?
90. mín MARK!
Jökull Steinn Ólafsson (Einherji)
Einherji klórar í bakkann. Devon rann, Jökull komst einn gegn Halldóri og setti hann í klofið á honum. Afsakið mig ég sá ekki hver átti stoðsendinguna.
88. mín
Inn:Fjölnir Brynjarsson (Einherji) Út:Zhivko Dinev (Einherji)
88. mín
Inn:Óliver Jóhannsson (Einherji) Út:Heiðar Snær Ragnarsson (Einherji)
Tvöföld skipting hjá Einherja.
86. mín
Jahérna. Það er ekki ein hornspyrna, ekki tvær, ekki tíu. Heldur 20 hornsyrnur búnar að líta dagsins ljós hjá Eyjamönnum í dag. Magnað dæmi!
83. mín Mark úr víti!
Atli Arnarson (ÍBV)
Stoðsending: Ágúst Leó Björnsson
Brot á Ágústi Leó inn í teig og vítaspyrna dæmd. Atli Arnarsson steig á punktinn og setti boltan öruggt upp í vinstra hornið. Oskars fór þó í rétt horn.
81. mín
Færi, eftir færi, eftir færi! Ágúst Leó með gott skot, Oskars varði, Eyþór átti skot, Oskars varði og Dagur átti síðan lokahnikkinn og Oskars varði! Oskars að gera tilkall til MOTM.
74. mín
Inn:Eyþór Orri Ómarsson (ÍBV) Út:Shahab Zahedi (ÍBV)
Litli eyjamaðurinn Eyþór Orri Ómarsson að koma inn á fyrir markaskorarann Shahab. Eyþór er 15 ára sóknarmaður og alltaf gaman að sjá unga og efnilega leikmenn koma inn á. Ætlar hann að nýta tækifærið og sýna hvað í honum býr? Spennandi.
71. mín
Sú gula búin að vera mjög sýnileg í dag. Alltaf gott veður í Vestmannaeyjum.
70. mín
Inn:Sigurður Donys Sigurðsson (Einherji) Út:Gunnlaugur Bjarnar Baldursson (Einherji)
Donni að koma inn fyrir Gunnlaug. Donni er gæðaleikmaður, verður spennandi að sjá hvað hann gerir í þessum leik.
66. mín
Dóri staðið sig mjög vel hingað til og átt margar góðar sendingar fram völlinn, enda er hann með hægri fót sem flestu leikmenn landins myndu vilja hafa. Uppáhaldsdrykkurinn hans Dóra er Bleikur Kristall.
65. mín
Færi! Devon rann á blautum vellinum og Númi Kárason komst einn gegn Halldóri Pál, en Dóri las hann eins og opna bók. Viktor Daði náði frákastinu aðeins hægra megin í teignum og átti skot í stöngina. Eyjamenn stálheppnir.
64. mín
Shahab með skalla rétt yfir eftir góða sendingu hjá Degi. Þeir virðast ná mjög vel saman.
62. mín
Inn:Ásgeir Elíasson (ÍBV) Út:Gunnar Heiðar Þorvaldsson (ÍBV)
Pepsi Geiri að koma inn fyrir gamla manninn. Gunni staðið sig vel í leiknum og fengið nokkur færi. Ásgeir spilaði með KFS síðasta sumar og skoraði 8 mörk í 15 leikjum. Frábær strákur þarna á ferð.
59. mín
Áhorfendatölur á Hásteinsvelli í dag eru 349. Góð mæting meðað við aldur og fyrri störf.
59. mín
14. hornspyrna eyjamanna að fara í gang núna. Shahab tekur hana. Ekkert kom úr henni, nema jú hornspyrna númer 15.
49. mín
Sigurður Arnar með bjartsýnisskot langt yfir markið. Guðmundur Tómas fréttaritari mbl.is er að þjálfa 7.flokk og er að kenna þeim þessa reglu og kallaði í fréttamannastúkunni til Sigurðs ''halla sér yfir boltann''. Skemmtilegt.
46. mín MARK!
Shahab Zahedi (ÍBV)
WHAT!!!!!!!!!! Shahab með mark beint úr horni! Tók horn hægra megin og boltinn sveif inn í samskekytin nær með smá hjálp frá vindinum og Oskars sem sló hann inn. Þessi gæji sko. Hann er að detta í gang. Maskína.
45. mín
Leikur hafinn
Seinni hálfleikur hafinn.
45. mín
Inn:Ágúst Leó Björnsson (ÍBV) Út:Felix Örn Friðriksson (ÍBV)
Skipting í hálfleik. Ágúst Leó kemur inn fyrir Felix.
45. mín
Hálfleikur
Eyjamenn mættir inn á völlinn, fresmtur í flokki er Devon Már Griffin. Frábær strákur, frábær leikmaður.
45. mín
Hálfleikur
Gunnþór flautar hálfleik. ÍBV mikið meira með boltann í fyrri, sjáum til hvað gerist í seinni.
45. mín
Litlu vörslurnar hjá Oskars! Atli með rosalegt skot sem Oskars slær upp í loft og slær aftur út í teig. Og hvað gerist svo... hornspyrna sem ekkert kom úr.
45. mín
Lítið að frétta af #celebvaktinni þessa stundina. Meira í hálfleik. Alveg að detta í half time.
38. mín MARK!
Shahab Zahedi (ÍBV)
Stoðsending: Dagur Austmann
MARK! Shahab Zahedi Tabar með fyrsta mark ÍBV á Hásteinsvelli í sumar. Dagur með fastann bolta meðfram jörðinni og Shahab gerir ekki sömu mistök aftur og leggur boltann í markið. Frábært liðsmark.
36. mín
Stuðningsmannahópur Einherja eru mættir alla leið frá Vopnafrirði til að styðja sitt lið. Stórt hrós á þá.
32. mín
Hornspyrna hjá ÍBV númer 100, og hún á stórhættulegum stað. Ekkert kom úr henni. Hlýtur að fara að detta inn bráðum. Einherjamenn að standa sig vel.
32. mín
Dagur með strangheiðarlega fasta sendingu niðri fyrir markið, en Shahab nær ekki að teygja sig í boltann.
30. mín
Kaj setur boltann yfir vegginn... og yfir markið. Næsta mál.
29. mín
Aukaspyrna á stórhættulegum stað rétt fyrir utan teig. Kaj Leo í Bikarsstovu stendur yfir knettinum og gerir sig líklegan.
26. mín
Gunnar Heiðar í góðu færi, en varnarmennirnir komast fyrir og enn ein hornspyrnan að líta dagsins ljós. En, ekkert kom úr henni frekar en venjulega.
24. mín
#celebvaktin. Breki Ómarsson, Sigurður Grétar Benónýsson og Alfreð Már Hjaltalín allir mættir í stúkuna. Þrír sem verða hættulegir í sumar. Ætla að setja pressu á þá og segja að þeir muni skora a.m.k 10 mörk allir saman. Mjög raunhæft.
21. mín
Shahab með gott skot, sem fór rétt yfir.
20. mín
Færi hinum megin! Todor komst einn gegn Halldóri Pál sem hikaði aðeins og Todor komst framhjá honum, lagði boltann meðfram jörðinni en boltinn endaði í stönginni. Fjör að færast í leikinn.
19. mín
WOW! Litla varslan hjá Oskars Dargis. Atli Arnarsson átti rosalegt skot sem var á leiðina í samskeytin fjær. Frábært skot, frábær varsla!
16. mín
Ian David Jeffs þjálfari ríkjandi bikarmeistara ÍBV kvenna er mættur í stúkuna. Hann öskrar áfram með smjörið, en beinþýðingin á setningunni yfir á hans tungumál er ''on with the butter''
14. mín
ÍBV mikið meira með boltann fyrstu mínúturnar, kemur ekki á óvart.
8. mín
Sindri Snær í mjög góðu færi. En ''slæsar'' boltann framhjá.
4. mín
Þrjár breytingar á liði ÍBV frá tapleiknum á móti Breiðablik. Priestley og Derby fara á bekkinn og inn koma Devon Már og Halldór Páll. Alfreð Már er meiddur og er ekki með liðinu í dag því kemur Gunnar Heiðar beint inn í byrjunarliðið.
2. mín
Það kom skot frá Shahab sem markmaðurinn missir og Gunnar Heiðar mættur í seinni bylgjuna en varnamaðurinn kemst fyrir boltann og dæmd hornspyrna. Ekkert kom úr horninu þó. Áfram gakk.
1. mín
#celebvaktin. Yngvi Magnús Borgþórsson er mættur á leikinn. Hann er einmitt fyrrum leikmaður ÍBV, fyrrum þjálfari Einherja og núverandi þjálfari Skallagríms. Tilfinningaþrunginn leikur fyrir hann?
1. mín
Leikur hafinn
Leikurinn hafinn. ÍBV byrjar með boltann og sækir að Herjólfsdal.
Fyrir leik
Liðin ganga hér inn á völlinn. Halldór Páll í gjörsamlega geggjuðum markmannsbúning þó ég segi sjálfur frá.
Fyrir leik
Ekki mjög margir mættir í stúkuna eins og er. Vonum þó að það breytist. Þó bættist við eitt celeb núna rétt í þessu. Mick White þjálfari 2.flokks karla er mættur, he's a great guy.
Fyrir leik
Ég og Guðmundur Tómas fréttaritari mbl.is erum á #celebvaktinni í dag eins og aðra daga. Ekkert #celeb komið eins og er. Verðum þó á vaktinni.
Fyrir leik
Liðin á leið inn til búningsherbergja. Það er að koma að þessu.
Fyrir leik
Shoutout á Vilmar Þór vallarþul sem er að rífa stúkuna í gang með frábærum lögum. Lagið Fýlaða eftir undiritaðan er í gangi núna. Stoltur.
Fyrir leik
ÍBV laut í lægra hald síðasta laugardag gegn Breiðablik í Pepsi Deild karla. Leikurinn endaði 4-1 fyrir Blikum, en Kaj Leo í Bartalsstovu skoraði mark eyjamanna í leiknum. Kaj var virkilega góður í bikarnum á síðustu leiktíð fyrir eyjamenn og fékk hann viðurnefni Kaj Leo í ''Bikarsstovu'' hjá eyjamönnum nær og fjær. Skemmtilegt.
Fyrir leik
Todor Hristov, Númi Kárason og Jökull Steinn Kárason skoruðu mörk Einherja í leikjunum tveimur. Þeir eru allir með tvö mörk, og Númi með eitt gult spjald. Merkilegt nokk.
Fyrir leik
Þetta er fyrsti leikur ríkjandi bikarmeistara ÍBV í mjólkurbikarnum þetta árið, en leikur þrjú hjá Einherja. Einherji vann Sindra frá Hornafirði i fyrstu umferð 2-5 og unnu síðan Leikni frá Fáskrúðsfirði í annarri umferð 1-0.
Fyrir leik
Góðan og margblessaðan daginn og verið þið velkomin á beina textalýsingu á leik ríkjandi bikarmeistara ÍBV og Vopnfirðingana ógurlegu, Einherja í 32. liða úrslitum Mjólkurbikar karla.
Byrjunarlið:
1. Oskars Dargis (m)
4. Jökull Steinn Ólafsson
6. Heiðar Snær Ragnarsson ('88)
7. Bjartur Aðalbjörnsson (f)
9. Gunnlaugur Bjarnar Baldursson ('70)
10. Númi Kárason
11. Heiðar Aðalbjörnsson
16. Zhivko Dinev ('88)
16. Víglundur Páll Einarsson
18. Viktor Daði Sævaldsson
19. Todor Hristov

Varamenn:
12. Björgvin Geir Garðarsson (m)
2. Fjölnir Brynjarsson ('88)
3. Símon Svavarsson
5. Benedikt Blær Guðjónsson
8. Sigurður Donys Sigurðsson ('70)
13. Árni Fjalar Óskarsson
20. Óliver Jóhannsson ('88)

Liðsstjórn:
Jón Orri Ólafsson (Þ)
Aðalbjörn Björnsson
Einar Björn Kristbergsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld: