Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Valur
8
0
Selfoss
Ásdís Karen Halldórsdóttir '25 1-0
Elín Metta Jensen '35 2-0
Ásdís Karen Halldórsdóttir '38 3-0
Ásdís Karen Halldórsdóttir '64 4-0
Crystal Thomas '67 5-0
Stefanía Ragnarsdóttir '68 6-0
Stefanía Ragnarsdóttir '84 7-0
Guðrún Karítas Sigurðardóttir '87 8-0
04.05.2018  -  19:15
Origo völlurinn
Pepsi-deild kvenna
Aðstæður: Léttur vindur, grasið blautt og kalt.
Dómari: Bríet Bragadóttir
Áhorfendur: 280
Maður leiksins: Ásdís Karen Halldórsdótir (Valur)
Byrjunarlið:
12. Sandra Sigurðardóttir (m)
8. Ásdís Karen Halldórsdóttir ('77)
10. Elín Metta Jensen
11. Hallbera Guðný Gísladóttir (f)
13. Crystal Thomas ('70)
14. Hlín Eiríksdóttir
17. Thelma Björk Einarsdóttir ('68)
18. Málfríður Anna Eiríksdóttir (f)
19. Teresa Noyola Bayardo
21. Arianna Jeanette Romero
44. Málfríður Erna Sigurðardóttir

Varamenn:
2. Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving (m)
3. Pála Marie Einarsdóttir ('77)
5. Hrafnhildur Hauksdóttir
16. Ísabella Anna Húbertsdóttir
23. Guðrún Karítas Sigurðardóttir ('70)
26. Stefanía Ragnarsdóttir ('68)
30. Ragna Guðrún Guðmundsdóttir

Liðsstjórn:
Pétur Pétursson (Þ)
Ásta Árnadóttir
Rajko Stanisic
Thelma Guðrún Jónsdóttir
Margrét Magnúsdóttir
Andri Steinn Birgisson
Guðrún Sigurðardóttir

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Valskonur sigra Selfoss nokkuð örruglega með 8 marka sigri. Verðskuldaður sigur eins og tölurnar sýna.

Viðtöl og skýrslur koma seinna í kvöld
90. mín
Valur í langskota keppni hérna. Núna á Hallbera þrumuskot af 35 metrunum í þverslánna.
90. mín
Mettunni langar í annað mark, hún reynir hérna skot af 35 metrum sem að Caitlyn slær yfir markið.
90. mín
Valskonur vilja aftur fá víti í þetta skiptið var það Elín Metta en Bríet sveiflar bara höndunum og segir nei.
88. mín
Hlín að vakna hérna á loka mínútunum leiksins á skot á markið sem að Caitlyn ver frá henni í horn.
87. mín MARK!
Guðrún Karítas Sigurðardóttir (Valur)
Stoðsending: Hlín Eiríksdóttir
Varamennirnir svo sannarlega að skila sínu núna skorar Guðrún Karítas eftir að Hlín Eiríksdóttir labbar framhjá varnarmönnum Selfoss og setur boltann fyrir markið á Guðrún Karítas sem að klárar færið sitt vel.
84. mín MARK!
Stefanía Ragnarsdóttir (Valur)
Stoðsending: Arianna Jeanette Romero
Þvílík innkoma hjá Stefaníu skorar sitt annað mark hérna eftir flotta fyrirgjöf frá Romero.
82. mín
Selfoss með aukaspyrnu frá hægri vængnum en Valskonur koma boltanum frá. Það hefur lítið gengið hjá gestunum í síðari hálfleik.
78. mín
Valur fær hornspyrnu númer 10. en það verður ekkert úr henni þar sem línuvörðurinn flaggar brot í teignum.
77. mín
Inn:Pála Marie Einarsdóttir (Valur) Út:Ásdís Karen Halldórsdóttir (Valur)
Ásdís verið á eldi hérna í dag 3 mörk og spilað frábærlega.
76. mín
Valur fær hornspyrnu númer 9. Hallbera tekur spyrnuna og aftur skapast hætta í teig Selfoss en þær koma boltanum í burtu á endanum.
74. mín
Valur vill fá víti en Bríet dæmir bara horn. Mér fannst þetta ekki vera víti en sumir í fjölmiðlastúkunni eru ekki vissir.
72. mín Gult spjald: Magdalena Anna Reimus (Selfoss)
72. mín
Ungir stuðningsmenn Vals eru að henda í eitt stykki víkingarklapp í stúkunni. Það er stutt í HM um að gera að halda þessu heitu
70. mín
Inn:Guðrún Karítas Sigurðardóttir (Valur) Út:Crystal Thomas (Valur)
68. mín MARK!
Stefanía Ragnarsdóttir (Valur)
Stoðsending: Elín Metta Jensen
SUPER SUB Stefanía Ragnarsdóttir var að koma inná og er strax búinn að skora! Valskonur eiga skot á markið sem að endar með því að boltinn dettur fyrir Elín Mettu í teignum en varnarmenn Selfoss komast fyrir hana. Elín nær að koma boltanum úr öllu klafsinu á Stefaníu á óskiljanlegan hátt og Stefanía skorar auðveldlega.
68. mín
Inn:Stefanía Ragnarsdóttir (Valur) Út:Thelma Björk Einarsdóttir (Valur)
Thelma verið frábær í dag!
67. mín MARK!
Crystal Thomas (Valur)
Stoðsending: Elín Metta Jensen
Sveimérþááá það er 5-0 í þetta skiptið er það Chrystal Thomas eftir stungusendingu frá Mettunni!
64. mín MARK!
Ásdís Karen Halldórsdóttir (Valur)
Stoðsending: Teresa Noyola Bayardo
ÞRENNAAAAAAAA!! Ásdís Karen með þrennu í sínum fyrsta deildarleik með Val. Þvílíkur leikur hjá henni í dag, Teresa gerir frábærlega með því að keyra meðfram endanlínunni og leggur boltann á Ásdísi sem getur ekki annað en skorað!
60. mín
Þrátt fyrir að hafa fengið á sig 3 mörk virðist Caitlyn bara vera hörku keeper fyrir utan vandræðin í hornunum. Hún les leikinn vel og búinn að verja 2-3 frá framherjum Vals úr dauðafærum.
58. mín
Hallbera Guðný með frábæra aukaspyrnu inná teig en það tekur enginn árasina á boltann.
56. mín
Ætla hrósa Alfreð og stelpunum hans. Þær halda áfram að pressa og eru óhræddar við það og hafa haldið skipulaginu að mestu vel. Mörg lið myndu falla aftur gegn Val á Hlíðarenda.
54. mín
Þvílík löpp sem að Anna María hefur. Hún tekur aukaspyrnu á miðjum vellinum og þrumar boltanum á markið þar sem Sandra þarf aðeins að hafa fyrir því að grípa hann.
52. mín
ELÍN METTA þú verður að gera betur þarna. Hallbera fer á fleygiferð upp vinstri vænginn og rennir boltanum fyrir markið á Mettuna sem er alein en skýtur yfir úr dauða dauðafæri. Hún skorar úr 9 af hverjum 10 skiptum úr þessu færi.
48. mín
Magdalena Reimus með virkilega skemmtileg tilþrif hún hoppar yfir boltann eftir innkast og boltinn fer í gegnum klofið á Málfríði Önnu og kemst þannig framhjá henni.
47. mín
Síðari hálfleikur byrjar líkt og sá fyrri Valskonur eru meira með boltann og sækja. Núna á Hallbera Guðný flotta sendingu inná teig en hún er aðeins of föst fyrir Hlín sem að nær honum ekki og boltinn fer útaf.
46. mín
Leikur hafinn
Þetta er komið af stað aftur.
45. mín
Hálfleikur
Bríet hefur flautað til hálfleiks á Hlíðarenda. Valskonur hafa verið mikið sterkari í þessum fyrri hálfleik eins og við var að búast en Selfoss hafa ekki náð að ógna eða skapa sér neitt að viti fyrir utan aukaspyrnuna frá Reimus sem fór í þverslánna.

Verðskulduð staða í hálfleik
43. mín
Núna er Valur í færi það er nóg að gerast í þessum leik. Elín Metta rennir boltanum innfyrir vörn Selfoss á Crystal Thomas en Caitlyn ver mjög vel frá henni.
43. mín
Anna María með skemmtilega tilraun og tekur boltann á lofti við miðjuboga og hittir á markið en Sandra grípur boltann í markinu.
41. mín
Caitlyn virðist eiga í smá vandræðum með hornspyrnurnar hjá Val og á í erfiðleikum með að koma boltanum í burtu. Virðist skapast hætta í hverri hornspyrnu í vítateig Selfoss.
38. mín MARK!
Ásdís Karen Halldórsdóttir (Valur)
Stoðsending: Teresa Noyola Bayardo
Það streyma inn mörk í þennan leik þessa stundina. Teresa með sína aðra stoðsendingu og í þetta skiptið rennir hún boltanum á Ásdísi Karen sem að á hnitmiðað skot í fjærhornið stönginn inn. Virkilega vel klárað 3-0
35. mín MARK!
Elín Metta Jensen (Valur)
Stoðsending: Teresa Noyola Bayardo
Valur er komið í 2-0 eftir frábæra sendingu Teresu á Mettuna sem að fer framhjá Caitlyn í markinu og nær að halda varnarmanninum frá sér áður en hún rennir boltanum í autt markið.
33. mín
Magdalena tekur spyrnuna og skotið hennar er í slánna og þaðan í Selfoss leikmann og aftur fyrir. Valskonur stálheppnar þarna , virkilega falleg spyrna hjá Magdalenu.
33. mín
Selfoss fær aukaspyrnu á stórhættulegum staðrétt fyrir utan vítateig Vals. Magdalena og Anna María standa við boltann
32. mín
Núna á Chrystal Thomas sko með vinstri en Caitlyn ver fremur auðveldlega frá henni í markinu. Hún virðist vera hörku markvörður
30. mín
Hlín Eiríks með skot framhjá markinu var aldrei í jafnvægi.
28. mín
Valur fær hornspyrnu sem að Teresa tekur en Caitlyn slær boltann í burtu og hættan líður hjá.
25. mín MARK!
Ásdís Karen Halldórsdóttir (Valur)
Valur er komið yfir á Hlíðarenda. Ásdís Karen kemst fyrir sendingu og dettur ein í gegn á móti Caitlyn og klárar færið vel í fjærhornið. 1-0 Valur
23. mín
Inn:Írena Björk Gestsdóttir (Selfoss) Út:Barbára Sól Gísladóttir (Selfoss)
22. mín
Mettan aftur með skot núna utarlega í teignum hægra megin en boltinn fer framhjá markinu.
22. mín
Mér líst vel á skipulagið hjá Selfoss. Þær eru að verjast ágætlega og fljótar í hjálparvörn þegar þörf er á.
19. mín
Annað dauðafæri hjá Val! Ásdís Karen með geggjaða sendingu á Elín Mettu sem er kominn í Dauðafæri en Caitlyn Clem ver í horn.
18. mín
Valskonur aftur líklegar inná teig Selfoss en þær eru að verjast mjög vel þarna í öftustu línu gestanna.
16. mín
DAUÐAFÆRI en Hlín bara hittir ekki boltann! Frábærlega spilað hjá Val þar sem Teresa Noyola kemst inn á teig og rennir boltanum fyrir markið en Hlín bara hittir ekki boltann.
14. mín
Elín Metta keyrir hér á Brynju Valgeirs í vörn Selfoss og kemst frahjá henni en missir boltann of langt frá sér og Caitlyn í markinu er fljótt á boltann.
12. mín
Gaupi er mættur í blaðamannastúkuna og kastar hér fram góðum bransasögum. Maður lærir alltaf eitthvað nýtt af Gaupa
11. mín
Clem tekur aukaspyrnu fyrir Selfoss fram völl þar sem Magdalena á skalla utan teigs sem fer beint í fangið á Söndru í markinu.
10. mín
Alfreð er ekkert að hika við hlutina og lætur leikmenn sína fara strax að hita. Hann vill greinilega að allir leikmenn séu heitir og klárir.
7. mín
Valskonur fá hornspyrnu sem að Miss T tekur. Clem missir boltann í markinu en Selfoss stelpur ná að hreinsa.

Sóknin endar svo með skoti frá Teresu en Clem grípur það auðveldlega.
5. mín
Valskonur í góðu færi! Hlín Eiríks kemst ein í gegn eftir frábæra sendingu frá Teresu eða Miss T en Caitlyn Clem kemur vel út á móti og ver frá henni.
3. mín
Jæja fyrsta skot Selfoss og það á Magdalena Anna Reimus úr sirkað 38,5 metrunum. Skotið er ekki fast og beint á Söndru í markinu.
1. mín
Valskonur strax í færi þegar langur bolti er sendur fram og Elín Metta kemur með ágætis fyrirgjöf á Ásdísi Karen sem að á skot yfir markið.
1. mín
Leikur hafinn
GAME ON! Það eru Valskonur sem að byrja með boltan og sækja í átt að Öskjuhlíðinni.
Fyrir leik
Jæja það er dúndrandi tónlist kominn í græjurnar og liðin ganga út á völl. Vallarþulurinn tekur klassísku kynninguna og allt að verða klárt.
Fyrir leik
Valur að heiðra Reykjavíkurmeistara 4.flokks í A og B liðum í vetur þær standa hérna út á velli og taka á móti verðlaunum sínum og bikar. Til hamingju með þetta Valsstelpur
Fyrir leik
Bæði lið eru að ljúka upphitun það styttist í leik! Fólk er byrjað að mæta í stúkuna býst við klassa mætingu í kvöld.
Fyrir leik
Það er glampandi sól og farið að létta til á Hlíðarenda. Selfyssingar hafa greinilega tekið upp símtólið eða sent snapchat skilaboð á Ingó Veðurguð og beðið hann um að græja þetta fyrir þær. Ingó klikkar að sjálfsögðu ekki frekar en fyrri daginn.
Fyrir leik
Valskonur eru mættar út á völl að hita á meðan Selfyssingar eru ennþá inní klefa en þær voru að enda við að skoða aðstæðurnar á vellinum fyrir komandi átök.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár og má sjá þau hér til hliðar.

Hjá heimakonum í Val byrjar "Wok On" Drottninginn Hallbera Guðný Gísladóttir ásamt ungstirninu Hlín Eiríksdóttir og markadrottningunni Elín Metta Jensen.

Hjá gestunum frá Selfossi byrjar Fyrirliðinn og sælkerinn Anna María Friðgeirsdóttir ásamt hinni vel tönuðu Brynju Valgeirsdóttir og besta leikmanni 1.deildar í fyrra Magdalenu Önnu Reimus.
Fyrir leik
Veðrið hefur verið að leika okkur grátt í gær og í dag en það virðist vera batna til muna. Það er smá vindur og kalt í stúkunni svo það er enginn afsökun að mæta ekki en ég mæli með úlpu í kvöld! Held við sleppum við snjóbyl við krossum alla vega fingur það var á köflum mjög skrautlegt að fylgjast með leik Stjörnunar og Breiðabliks í gær.
Fyrir leik
Ég hvet fólk til þess að fylgjast með eftirtöldum leikmönnum í kvöld.

Ásdís Karen Halldórsdóttir leikmaður Vals er eitt stykki frábær leikmaður. Hún er fædd árið 1999 og kom til Vals frá KR í vetur. Ásdís er leikmaður sem að mun springa út í sumar, mikil gæði í öllum hennar leik.

Magdalena Anna Reimus leikmaður Selfoss er kannski nafn sem ekki margir kannast við en hún var kosinn besti leikmaður 1.deildar á síðasta ári. Magdalena spilar leikin á sérstakan hátt en er afburðagóð í að slútta færunum sínum. Hún hefur einnig það orð á sér að vera svolítið klikkuð á góðan hátt inn á vellinum og hlakka ég mikið til að sjá hvað hún gerir í sumar!
Fyrir leik
Jóhann Kristinn Gunnarsson sérfræðingur okkar hjá Fótbolta.net um kvennadeildina spáði liðunum 3.sæti (Valur) og 8.Sæti (Selfoss) en ljóst er að fyrsta verkefni Selfossar í Pepsi deildinni í ár er erfitt. En mikið gleður það mig að Selfoss séu mætar strax aftur í Pepsí.
Fyrir leik
Komiði blessuð og sæl og verið velkominn í beina textalýsingu frá Hlíðarenda þar sem Valur og Selfoss eigast við í 1.Umferð Pepsi deildar kvenna.
Byrjunarlið:
12. Caitlyn Alyssa Clem (m)
Anna María Friðgeirsdóttir
Alexis Kiehl
5. Brynja Valgeirsdóttir
8. Íris Sverrisdóttir
9. Halla Helgadóttir
10. Barbára Sól Gísladóttir ('23)
11. Anna María Bergþórsdóttir
18. Magdalena Anna Reimus
21. Þóra Jónsdóttir
24. Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir

Varamenn:
13. Friðný Fjóla Jónsdóttir (m)
8. Ásta Sól Stefánsdóttir
20. Írena Björk Gestsdóttir ('23)
25. Eyrún Gautadóttir
25. Halldóra Birta Sigfúsdóttir
26. Dagný Rún Gísladóttir

Liðsstjórn:
Alfreð Elías Jóhannsson (Þ)
Erna Guðjónsdóttir
Svandís Bára Pálsdóttir
Margrét Katrín Jónsdóttir
Óttar Guðlaugsson

Gul spjöld:
Magdalena Anna Reimus ('72)

Rauð spjöld: