HK/Víkingur
2
1
FH
Maggý Lárentsínusdóttir '25 1-0
Stefanía Ásta Tryggvadóttir '48 2-0
2-1 Birta Georgsdóttir '65
04.05.2018  -  19:15
Kórinn
Pepsi-deild kvenna
Aðstæður: Mjög góðar, logn og fínasta hitastig
Dómari: Gunnþór Steinar Jónsson
Áhorfendur: 280
Maður leiksins: Karólína Jack
Byrjunarlið:
21. Björk Björnsdóttir (m)
Karólína Jack
Stefanía Ásta Tryggvadóttir ('71)
2. Gígja Valgerður Harðardóttir
5. Margrét Sif Magnúsdóttir ('85)
5. Fatma Kara
6. Tinna Óðinsdóttir (f)
9. Margrét Eva Sigurðardóttir
11. Þórhildur Þórhallsdóttir
13. Linda Líf Boama ('67)
20. Maggý Lárentsínusdóttir

Varamenn:
1. Katrín Hanna Hauksdóttir (m)
3. Anna María Pálsdóttir
4. Brynhildur Vala Björnsdóttir
10. Isabella Eva Aradóttir ('67)
17. Arna Eiríksdóttir
19. Elísabet Freyja Þorvaldsdóttir
26. Laufey Elísa Hlynsdóttir ('71)
28. Laufey Björnsdóttir

Liðsstjórn:
Þórhallur Víkingsson (Þ)
Milena Pesic
Lidija Stojkanovic
Andri Helgason
Ögmundur Viðar Rúnarsson
Ísafold Þórhallsdóttir

Gul spjöld:
Laufey Björnsdóttir ('87)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Síðasta fyrirgjöf FH klárast með því að Björk grípur boltann, sanngjarn sigur heimamanna staðreynd!
92. mín
Karólína Jack fer með boltann í horn og vinnur síðan horn. Hún virðist hafa fengið krampa og situr bakvið endalínu FH á meðan leikur klárast.
91. mín
Helena Ósk reynir langskot en það er vel framhjá.
90. mín
HK/Víkingur gert mjög vel að standa af sér áhlaup síðustu 10 mínútur, tekst FH að stela stigi í lokin?
88. mín
Guðný allt í einu komin nánast við vítateig HK og skýtur en hátt yfir.
87. mín Gult spjald: Laufey Björnsdóttir (HK/Víkingur)
Brýtur á kantinum til að stöðva sókn.
85. mín
Inn:Milena Pesic (HK/Víkingur) Út:Margrét Sif Magnúsdóttir (HK/Víkingur)
80. mín
Tíu mínútur eftir, bæði lið líklega til að bæta við marki.
78. mín
Hólí s***! Guðný tekur auka spyrnu við miðhringinn og dúndrar á markið, boltinn smellur í slánni svo það bergmálar í Kórunum! FH-ingar óheppnir að jafna ekki þarna
75. mín
Helena Ósk vinnur boltann á eigin vallahelming og ber hann upp hálfan völlinn, hélt hún ætlaði alla leið upp þarna en HK stoppar hana.
71. mín
Inn:Laufey Elísa Hlynsdóttir (HK/Víkingur) Út:Stefanía Ásta Tryggvadóttir (HK/Víkingur)
70. mín
FH-ingar spýtt í lófana eftir markið, eru að vinna boltann trekk í trekk á miðjunni en ekki náð að skapa sér almennilegt færi.
68. mín
Inn:Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir (FH) Út:Diljá Ýr Zomers (FH)
67. mín
Inn:Isabella Eva Aradóttir (HK/Víkingur) Út:Linda Líf Boama (HK/Víkingur)
65. mín MARK!
Birta Georgsdóttir (FH)
Stoðsending: Guðný Árnadóttir
OG ÞÓ! FH fær aukaspyrnu hálfum meter frá miðlínunni, Guðný setur hann inn í teiginn, Birta nær boltanum og skorar!
61. mín
Núna er það Þórhildur sem á skot á fínum stað, eftir að Karólina vann boltann og kom honum inn í teig. Heimakonur töluvert betri í seinni hálfleik
57. mín
HK/Víkingur með dauðafæri. Boltinn berst til Karólínu á vængnum sem kemur sér inn á teig og á gott skot á markið, sem Tatiana ver.
55. mín
Inn:Birta Georgsdóttir (FH) Út:Eva Núra Abrahamsdóttir (FH)
Tvöföld skipting hjá Orra.
55. mín
Inn:Selma Dögg Björgvinsdóttir (FH) Út:Hanna Marie Barker (FH)
54. mín
Diljá Ýr og Björk Björnsdóttir berjast um bolta, og Diljá sparkar í löppina á Björk. Óviljaverk.
51. mín
Rétt fyrir spjaldið vildu stuðningsmenn FH fá víti þegar það var sparkað í Jasmín Erlu inn í teig. Maður veltir því fyrir sér hvort það hefði verið dæmt ef hún hefði látið sig detta.
50. mín Gult spjald: Maria Selma Haseta (FH)
48. mín MARK!
Stefanía Ásta Tryggvadóttir (HK/Víkingur)
Stoðsending: Margrét Sif Magnúsdóttir
Margrét Sif vinnur boltann á miðjunni og skokkar með hann nánast óáreitt að vítateig FH og rennir honum á Stefnía Ástu sem þrumar honum í slánna og inn. Algjört kjaftshögg á FH.
47. mín
FH byrjar með boltann og fara í þunga sókn, en HK fær boltann eftir vitlaust tekið innkast.
46. mín
Leikur hafinn
45. mín
Hálfleikur
Margrét Sif reynir skot af 30 metra færi en það fer í varnarmann, spurning hvort hún hefði átt að gefa boltann frekar þarna. Dómarinn blæs til leikhlés. Nokkuð jafn leikur framan af en heimamenn hafa verið sterkari eftir markið.
44. mín
FH er mikið að reyna langa bolta yfir vörn heimamanna en eru ekki að ná að finna samherja, HK líklegri til bæta við marki en FH að jafna.
40. mín
Smá hætta skapast í teig heimamanna eftir aukaspyrnu en Björk gerir vel og bægir henni frá.
36. mín
Marjani Hing-Glover á skalla á markið en Björk ver auðveldlega.
35. mín
Yngri flokkar HK/Víkings láta vel í sér heyra á pöllunum.
31. mín
Aftur stoppað vegna höfuð höggs, í þetta sinn var það Helena Ósk sem lág eftir inn í teig heimamanna, eftir fínustu aukaspyrnu frá fyrirgjöf úr aukaspyrnu. Áhorfendur ekki alveg sáttir enda var HK að komast í álitlega skyndsókn. Helena stendur upp fljótt og leikurinn heldur áfram.
29. mín
HK/Víkingur fá annað horn eftir að þær komust í þrjár á þrjár í teig FH. Þær reuyna að leka eftir hornið á undan en í þetta sinn eru varnarmenn FH fyrri til. Talsvert meir kraftur heimakonum eftir markið.
25. mín MARK!
Maggý Lárentsínusdóttir (HK/Víkingur)
Þar kom fyrsta markið! HK/Víkingur fá horn eftir að Þórhildur kom sér í góða stöðu maður á mann við Örnu Dís. Boltinn er sendur fyrir og Maggý skallar hann í jörðina og inn!
22. mín
Leikur stöðvaður eftir að Hanna Marie og Fatma skella höfðum saman. Ekkert alvarlegt að þeim.
20. mín
Guðný klikka á hreinsun inn í teig FH og Linda Líf er hársbreidd frá því að ná honum við markteigslínuna. Guðný kvittar fyrir mistökin með að bomba boltanum í innkast
13. mín
Horn FH. Eva Núna vinnur boltan miðsvæðið og tekur sprett á vörnina. Hún sendir á Helenu Ósk sem á gott skot sem Björk ver og Maggý hreinsar í horn sem skapar litla hættu.
10. mín
HK/Víkingur fær aukaspyrnu á fínum stað en fyrirgjöfin frá Stefaníu endar í fanginu á Tatiönu
7. mín
Hætta HK megin! FH fær aukaspyrnu og vel fyrir utan teiginn og Guðný lætur bara vaða, en boltinn fer í hliðarnetið. Strax á eftir er HK/Víkinugr einni sendingu frá að komast í dauðafæri, nógur hraði hér í byrjun.
6. mín
5. mín
Hanna Marie kemst næstum í dauðafæri en Björk Björnsdóttir kemur út og nær boltanum.
3. mín
Stórhætta við mark FH! Heimamenn komast upp að línunni FH megin og senda fyrir og FH rétt nær að hreinsa í horn. Það verður einhver miskilningur í vörninni en að Tatiana nær að hreinsa.
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er byrjað!
Fyrir leik
Verið að lesa upp liðin og fólk að koma sér fyrir. Vel klappað fyrir heimamönnum
Fyrir leik
Liðin mættust núna í janúar í Faxaflóa mótinu og hafði FH betur 3-0. Þar á undan mættust liðin 2015 í undanúrslitum fyrstu deildarinnar, þar sem FH hafði betur samtals 4-3 í tveim leikjum.
Fyrir leik
Búið benda mér á að Katrín Hanna Hauksdóttir er varamarkmaður HK/Víkings, kenni tæknilegum örðuleikum um þetta.
Fyrir leik
Upphitunar playlistinn var að detta í gang, fínasta íslenskt rapp í boði hússins.
Fyrir leik
Byrjunarlið dottin í hús, athygli vekur að HK/Víkingur virðist ekki vera með varamarkmann.
Fyrir leik
FH kom upp 2015 og hafa síðustu tvö ár snúist um að festa liðið í sessi í efstu deild. Í fyrra sigldu þær lignan sjó um miðja deild allt tímabilið, voru aldrei í fallbarrátu en náðu ekki stríða toppliðunum af neinu ráði. Breytingar hafa orðið af hópnum, 5 leikmenn haldið á önnur miði og sjö komið til félagsins. Það er mikill metnaður í Kaplakrika og manni grunar að þær vilji bæta stigafjöldan frá í fyrra hressilega. Til þess að það gerist þurfa nýjir lykilmenn félagsins að stíga upp.

Spá fótbolta.net fyrir FH
Fyrir leik
Liðunum er spáð mismunandi gengi í sumar. HK/víking var spáð seinasta sæti og basli í allt sumar. Til að halda sér uppi verður lykilatriði að byrja að ná stigum strax í upphafi móts. Spánna má sjá hér fyrir neðan en þess má geta að hún var gerð áður en Tyrkneska landsliðskonan Fatma Kara skrifaði undir hjá liðinu. Orðrómur er í gangi um að önnur landsliðskona, frá Albaníu sé á leið til liðsins en það er ekki ennþá (staðfest).

Spá fótbolta.net fyrir HK/Víking
Fyrir leik
Ég er fyrsti maðurinn til að viðurkenna að ég var ekkert ógurlega spenntur fyrir að HK/Víkingur myndi leika sína fyrstu heimaleiki inn í Kór, en eftir að hafa upplifað veður síðustu daga hef ég tekið það í sátt. Að sjálfsögðu hvetjum við alla til að mæta hinga og ég get staðfest að það er algjört logn og engin snjór hér inni.
Fyrir leik
Góðan og blessaðan og gleðilega Pepsi deild. Hér í Kórnum mun HK/Víkingur taka á móti FH-ingum í fyrstu umferð Pepsi deildar kvenna 2018. Leikurinn er jafn framt fyrsti leikur sameinaðs liðs HK og Víkings í efstu deild síðan 2013.
Byrjunarlið:
Maria Selma Haseta
Erna Guðrún Magnúsdóttir
Tatiana Saunders
4. Guðný Árnadóttir
8. Jasmín Erla Ingadóttir
16. Diljá Ýr Zomers ('68)
19. Helena Ósk Hálfdánardóttir
20. Eva Núra Abrahamsdóttir ('55)
21. Arna Dís Arnþórsdóttir
23. Hanna Marie Barker ('55)
27. Marjani Hing-Glover

Varamenn:
25. Aníta Dögg Guðmundsdóttir (m)
6. Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir ('68)
9. Rannveig Bjarnadóttir
15. Birta Stefánsdóttir
28. Birta Georgsdóttir ('55)

Liðsstjórn:
Orri Þórðarson (Þ)
Halla Marinósdóttir
Selma Dögg Björgvinsdóttir
Melkorka Katrín Fl Pétursdóttir
Snædís Logadóttir
Daði Lárusson
Silja Rós Theodórsdóttir
Hákon Atli Hallfreðsson
Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir

Gul spjöld:
Maria Selma Haseta ('50)

Rauð spjöld: