ÍBV
1
1
Fjölnir
0-1 Valmir Berisha '74
Ágúst Leó Björnsson '85 1-1
06.05.2018  -  16:00
Hásteinsvöllur
Pepsi-deild karla
Aðstæður: Skiptist á milli skin, skúra og hagléls.
Dómari: Einar Ingi Jóhannsson
Áhorfendur: 358
Maður leiksins: Kaj Leo í Bartalsstovu
Byrjunarlið:
22. Derby Rafael Carrilloberduo (m)
Gunnar Heiðar Þorvaldsson
3. Felix Örn Friðriksson
5. David Atkinson
6. Dagur Austmann
7. Kaj Leo í Bartalsstovu
8. Priestley Griffiths ('77)
11. Sindri Snær Magnússon ('82)
19. Yvan Erichot
25. Guy Gnabouyou ('59)
30. Atli Arnarson

Varamenn:
21. Halldór Páll Geirsson (m)
2. Sigurður Arnar Magnússon
10. Shahab Zahedi ('59)
15. Devon Már Griffin
17. Róbert Aron Eysteinsson
17. Ágúst Leó Björnsson ('82)
18. Alfreð Már Hjaltalín ('77)

Liðsstjórn:
Andri Ólafsson (Þ)
Kristján Guðmundsson (Þ)
Jón Ólafur Daníelsson
Jóhann Sveinn Sveinsson
Georg Rúnar Ögmundsson

Gul spjöld:
Dagur Austmann ('34)
Priestley Griffiths ('55)
Gunnar Heiðar Þorvaldsson ('59)
Shahab Zahedi ('90)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Leiknum er lokið. Skemmtilegur og leiðinlegur leikur á sama tíma. Takk fyrir mig. Viðtöl og skýrsla koma á eftir.
90. mín
VÁ!!!!! Shahab leikur á mann og annan og á skot sem lekur framhjá markinu. Litla færið!
90. mín Gult spjald: Mario Tadejevic (Fjölnir)
90. mín Gult spjald: Shahab Zahedi (ÍBV)
Shahab og Mario í einhverjum kíting og verðskulda báðir gult.
89. mín
Derby með geggjaða vörslu. Valmir kjötaði Yvan sem rann í grasinu, en Derby las hann eins og opna bók.
87. mín
Kaj Leo gjörsamlega verið geggjaður í þessum leik. Sýnir gæðin sín trekk í trekk.
85. mín MARK!
Ágúst Leó Björnsson (ÍBV)
Stoðsending: Kaj Leo í Bartalsstovu
HANN SKORAÐI BARA! Kaj Leo með geggjaðan bolta inn á markmannsteig, þar er the supersub mættur og setur boltann í þaknetið.
82. mín
Inn:Ágúst Leó Björnsson (ÍBV) Út:Sindri Snær Magnússon (ÍBV)
Seinasta skipting leiksins að líta dagsins ljós. Fyrirliðinn fer út og inn kemur Ágúst Leó.
81. mín
Lítið að frétta af #celebvaktin eins og er. Vonbrigði.
79. mín
Inn:Ingimundur Níels Óskarsson (Fjölnir) Út:Valgeir Lunddal Friðriksson (Fjölnir)
Kjúklingurinn staðið sig vel hingað til. Mikið efni þarna á ferð. Inn kemur reynsluboltinn Ingimundur Níels.
77. mín
Inn:Alfreð Már Hjaltalín (ÍBV) Út:Priestley Griffiths (ÍBV)
Alfreð mættur úr meiðslum og kemur inn fyrir Priestley.
74. mín MARK!
Valmir Berisha (Fjölnir)
Stoðsending: Guðmundur Karl Guðmundsson
Fjölnismenn komust inn í gegnum vörn ÍBV, þar var Guðmundur Karl með geggjaða sendingu inn fyrir á Valmir sem kláraði færið vel undir Derby.
73. mín
Gunnar Heiðar með geggjaðan sprett, sólaði Torfa uppúr skónum og átti fast skot niðri sem Þórður varði.
71. mín
Inn:Mario Tadejevic (Fjölnir) Út:Arnór Breki Ásþórsson (Fjölnir)
68. mín
Shahab ætlaði að endurtaka leikinn frá bikarleiknum gegn Einherja. Því hann tók hornspyrnu sem var á leiðinni í markið en Þórður sló boltann í slánna og burt.
66. mín
Valmir komst í gott færi einn gegn Derby, en setti boltann yfir.
65. mín
Kaj Leo með góða takta, sólar mann og annan og á fast skot niðri sem varnarmennirnir komast fyrir.
61. mín
Inn:Igor Jugovic (Fjölnir) Út:Almarr Ormarsson (Fjölnir)
Almarr alltaf með gæði, inn kemur Igor.
59. mín Gult spjald: Gunnar Heiðar Þorvaldsson (ÍBV)
Fyrir kjaft.
59. mín
Inn:Shahab Zahedi (ÍBV) Út:Guy Gnabouyou (ÍBV)
Guy búin að sýna fína takta í dag. Inn kemur kóngurinn frá Íran, Shahab.
57. mín
Kaj Leo með gott skot rétt framhjá markinu.
55. mín Gult spjald: Priestley Griffiths (ÍBV)
Braut á Almari.
54. mín
Dagur með geggjaða sendingu fyrir sem Guy nær ekki að skalla, boltinn berst á Sindra Snæ sem á skot, en varnarmaðurinn kemst fyrir hana. Boltinn endar í hornspyrnu sem ekkert kemur úr.
45. mín
Leikur hafinn
Seinni Hálfleikur hafinn.
45. mín
Vilmar henti í lagið Carnival de Paris núna rétt í þessu. Fólk er ándjóks byrjað að dilla sér. Gaman að því.
45. mín
Shahab og Alfreð Már í alveg eins takkaskóm. Bleikir Nike Mercurial Vapor. Undirritaður á alveg eins takkaskó. Ég er mikið að pæla í þessu.
45. mín
Devon og Halldór Páll að senda á milli hérna í hálfleiknum. Góðir vinir og góðir liðsmenn. Þeir eiga það báðir sameiginlegt að elska Haribo nammi.
45. mín
#celebvaktin. Agnar Smári Jónsson og Róbert Aron Hostert leikmenn handboltaliðs ÍBV eru mættir á leikinn og sitja í stúkunni norðanmegin. Með þeim er Hallgrímur Júlíusson, toppmaður. Vorkenndi þeim mikið í haglélinu, örugglega mjög kalt. Mér líður vel í blaðamannastúkunni allavega. Hehe.
45. mín
Hálfleikur
Hálfleikur.

Elvar Geir Magnússon
43. mín
Hornspyrna hjá ÍBV. Kaj tekur hana, Guy skallar hann framhjá.
40. mín
Arnór Breki með geggjaða hornspyrnu sem Derby grípur en missir frá sér, síðan byrjar einhver mesti darraðadans sem ég hef séð. Endar síðan með því að boltinn fer aftur í hornspyrnu. Ekkert kom úr henni.
36. mín
Jahérna, það er sko að dynja niður haglél þessa stundina og rokið mikið. Ekki góðar aðstæður til þess að spila fótbolta. En eins og Ian Jeffs myndi segja ''on with the butter''
34. mín Gult spjald: Dagur Austmann (ÍBV)
Dagur braut á Birni Snæ sem var á leiðinni upp kanntinn með hraði. Hárrétt.
32. mín
Guy með geggjaðan klobba á Valgeir vinstra megin í teignum og koma svo með fasta sendingu fyrir sem ekkert kom úr.
31. mín
ÍBV að spila leikkerfið 4-4-2 en Fjölnir í leikkerfinu 5-4-1.
29. mín
Hans Viktor liggur hér á vellinum eftir skallaeinvígi við Gunnar Heiðar. Hann er þó staðinn upp aftur. Sterkur.
25. mín
#celebvaktin. Lítið að frétta af henni. Bjössi Ella mættur. Algjör meistari þar á ferð.
22. mín
Priestley með skot hátt yfir markið. Þeir skora sem þora.
20. mín
Guðmundur Karl með skot laaangt yfir markið. Endaði á Týsvellinum.
18. mín
Lítið að frétta eins og er. Gaman að sjá kviðurnar hafa áhrif á leikinn. Djók.
11. mín
Birnir Snær með virkilega fast skot sem Derby ver. Boltinn endar í hornspyrnu. Birnir Snær tók hana en Felix skallar boltann burt.
10. mín
Sindri Snær með fasta sendingu fyrir sem Þórður grípur en missir frá sér. Guy var ekki tilbúinn að ná frákastinu. Þarna skall hurð nærri hælum.
5. mín
Hornspyrna hjá Eyjamönnum. Kaj Leo tók hana og setti boltann inn á teig, þar var Yvan Erichot mættur til að sparka boltanum, en setti hann rétt framhjá.
4. mín
Það mætti halda að Ólafur Páll væri inná vellinum. Valmir er ekkert eðlilega líkur honum. Kynþokki.
2. mín
ÍBV sækir að Herjólfsdal, og það þýðir að Fjölnir sækir að Týsvellinum.
1. mín
Leikur hafinn
Leikurinn hafinn!
Fyrir leik
Liðin standa á miðjuboganum og eru með einnar mínútu klapp til heiðurs Sigurlás Þorleifssonar sem var bráðkvaddur á Heimakletti.
Fyrir leik
Liðin labba inn á völlinn, verður skemmtilegt að sjá hárið á Sindra Snæ í leiknum. Krullurnar eru að fjúka eins og ég veit ekki hvað.
Fyrir leik
Stuðningsmannasveitin Kári eru mættir til leiks. Metnaður í þeim að koma alla leið til eyja í leiðinlegu veðri og styðja sitt lið. Fá plús í kladdann frá mér. Fagmenn.
Fyrir leik
#celebvaktin. Breki Ómarsson og Sigurður Grétar Benónýsson framherjar ÍBV eru mættir á leikinn. Einn meiddur og annar nýkominn til liðsins aftur.
Fyrir leik
#celebvaktin hjá mér og Guðmundi er hafin þennan sunnudaginn. Fyrstu tvö celebin eru Halli Bedda sjávarútvegsfræðingur og Huginn Helga framkvæmdastjóri Hugþrifs. Tvö lifandi legend.
Fyrir leik
Talaði við Guy Gnabouyou nýja framherja ÍBV um daginn og spurði hvernig honum litist á lífið á Íslandi. Hann sagðist vera mjög spenntur fyrir því og litist vel á framhaldið. Hann sagði að hann væri byrjaður að fylgjast með Snapchat stjörnum Íslands. Hann sagði að uppáhalds snapparinn hans væri Gæi. Smá orðaleikur.
Fyrir leik
Shahab Zahedi er bekkjaður í dag, og nýji leikmaður ÍBV Guy Gnabouyou byrjar leikinn. David Atkinson kemur einnig inn í vörnina en hann fékk félagaskipti aftur til ÍBV í gær. Hann kemur inn í liðið fyrir Sigurð Arnar Magnússon.

Ægir Jarl Jónasson er eins og vitað var meiddur hjá Fjölni og í hans stað kemur Valmir Berisha inn í liðið. Valmir skoraði í bikarleik gegn Magna í síðustu viku.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Ægir Jarl fór meiddur útaf í bikarleik Magna og Fjölnis og verður líklega ekki með, þó veit maður aldrei. Sterkur strákur.
Fyrir leik
Englendingurinn David Atkinson er kominn með leikheimild og því löglegur fyrir leikinn. Spurning hvort hann fari beint inn í byrjunarliðið?
Fyrir leik
Eyjamenn töpuðu gegn Breiðablik í fyrstu umferðinni á Kópavogsvelli 1-4, en það var Kaj Leo sem skoraði mark ÍBV í leiknum. Fjölnismenn gerðu hins vegar 2-2 jafntefli gegn KA í Egilshöllinni. Þar voru það Ægir Jarl og Birnir Snær sem skoruðu mörk Fjölnismanna.
Fyrir leik
Góðan og margblessaðan daginn og verið velkomin á beina textalýsingu frá leik ÍBV og Fjölnis í 2. umferð Pepsi deild karla árið 2018.
Fyrir leik
Þórir Hákonarson spáir 2-1:
Þrátt fyrir slæma byrjun Eyjamanna á mótinu þá tel ég að þeir noti umræðuna og mótbyrinn í að gíra sig upp í fyrsta leik á heimavelli og vinni sigur. Annað af mörkum þeirra kemur úr Bartalsstovu, jafnvel bæði.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Elvar Geir Magnússon
Byrjunarlið:
12. Þórður Ingason (m)
3. Bergsveinn Ólafsson (f)
5. Torfi Tímoteus Gunnarsson
7. Birnir Snær Ingason
8. Arnór Breki Ásþórsson ('71)
9. Þórir Guðjónsson
11. Almarr Ormarsson ('61)
20. Valmir Berisha
23. Valgeir Lunddal Friðriksson ('79)
28. Hans Viktor Guðmundsson (f)
29. Guðmundur Karl Guðmundsson

Varamenn:
25. Sigurjón Daði Harðarson (m)
2. Mario Tadejevic ('71)
4. Sigurpáll Melberg Pálsson
8. Igor Jugovic ('61)
13. Anton Freyr Ársælsson
26. Ísak Óli Helgason
27. Ingimundur Níels Óskarsson ('79)

Liðsstjórn:
Ólafur Páll Snorrason (Þ)
Gunnar Sigurðsson
Gunnar Már Guðmundsson
Gunnar Valur Gunnarsson
Einar Hermannsson
Kári Arnórsson
Andri Roland Ford

Gul spjöld:
Mario Tadejevic ('90)

Rauð spjöld: