Valur
1
3
Stjarnan
0-1 María Eva Eyjólfsdóttir '18
Arianna Jeanette Romero '39 , sjálfsmark 0-2
0-3 Katrín Ásbjörnsdóttir '43
Crystal Thomas '47 1-3
09.05.2018  -  19:15
Origo völlurinn
Pepsi-deild kvenna
Aðstæður: Toppaðstæður í alla staði.
Dómari: Helgi Mikael Jónasson
Áhorfendur: 180
Maður leiksins: Katrín Ásbjörnsdóttir (Stjarnan)
Byrjunarlið:
12. Sandra Sigurðardóttir (m)
8. Ásdís Karen Halldórsdóttir ('46)
10. Elín Metta Jensen
11. Hallbera Guðný Gísladóttir (f)
13. Crystal Thomas
14. Hlín Eiríksdóttir
17. Thelma Björk Einarsdóttir ('78)
18. Málfríður Anna Eiríksdóttir (f) ('46)
19. Teresa Noyola Bayardo
21. Arianna Jeanette Romero
44. Málfríður Erna Sigurðardóttir

Varamenn:
2. Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving (m)
3. Pála Marie Einarsdóttir ('46)
5. Hrafnhildur Hauksdóttir
16. Ísabella Anna Húbertsdóttir
23. Guðrún Karítas Sigurðardóttir ('78)
26. Stefanía Ragnarsdóttir ('46)
30. Ragna Guðrún Guðmundsdóttir

Liðsstjórn:
Pétur Pétursson (Þ)
Ásta Árnadóttir
Rajko Stanisic
Thelma Guðrún Jónsdóttir
Margrét Magnúsdóttir
Andri Steinn Birgisson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Helgi Mikael flautar af! Stjarnan með hrikalega sterkan sigur í kvöld. Virkuðu vel peppaðar og tilbúnar í baráttuna. Valskonur voru einfaldlega ekki nógu ákveðnar eða það vantaði bara ákveðinn neista í marga leikmenn í þessum leik þrátt fyrir að vera mest allan tímann með boltann.

Viðtöl og skýrslur koma seinna í kvöld.
94. mín
Valur fær hornspyrnu ná þær að setja eitt mark. Svarið er nei
93. mín
Inn:Viktoría Valdís Guðrúnardóttir (Stjarnan) Út:Ásgerður Stefanía Baldursdóttir (Stjarnan)
93. mín
Hlín Eiriks búinn að vera lang hættulegasti leikmaður Vals í dag á skalla framhjá eftir fyrirgjöf.
92. mín
Valur fær hornspyrnu sem að Hallbera tekur stutt á Guðrún Karítas. Guðrún spyrnir boltanum inná teig þar sem Crystal reynir að skalla hann en nær aðeins að nudda boltann og aftur fyrir fer hann.
90. mín
Inn:Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir (Stjarnan) Út:Katrín Ásbjörnsdóttir (Stjarnan)
Katrín átt flottan leik í dag allt í öllu í mörkunum
90. mín
Það eru 5 mínútur í uppbótartíma og þá á Metta skot framhjá markinu. Elín hefur lítið sést í þessum leik
89. mín
Teresa endar sók Vals með skoti sem er heldur aldrei líklegt.
88. mín
Leikurinn virðist bara vera fjara út
85. mín
Harpa Þorsteinsdóttir reynir skot frá miðju sem er aldrei líklegt.
84. mín
Inn:Birna Jóhannsdóttir (Stjarnan) Út:Guðmunda Brynja Óladóttir (Stjarnan)
82. mín
Jæja skot á markið. Harpa tekur laust skot beint í fangið á Söndru í markinu.
80. mín
Það eru tíu mínútur eftir. Fáum við auka mark eða mörk?
78. mín
Inn:Guðrún Karítas Sigurðardóttir (Valur) Út:Thelma Björk Einarsdóttir (Valur)
Thelma getur ekki haldið leik áfram virkar mjög vönkuð á hliðarlínunni.
77. mín
Valskonur halda áfram að ógna og reyna skapa sér færi en það gengur erfiðlega. Stjarnan að spila agaðan varnarleik
73. mín
Úff Thelma liggur hérna eftir á vellinum eftir höfuðhögg þetta lítur ekki vel út bara alls ekki vel út. Hún virðist fá boltann bara beint í andlitið á vondan stað og vankast eða bara hálf rotast.
70. mín
Það hefur ekki verið eitt stykki hættulegt marktækifæri hérna í svona 10 mínútur. Svo ég ætla auglýsa eftir því jafnvel bara skoti í átt að marki.
68. mín
Harpa með brot númer sirkað 7 í þessum leik. Pála liggur eftir á vellinum virðist hafa fengið smá hnykk á hnéð.
65. mín
Valskonur sækja grimmt en Stjörnustelpur virðast hafa tök á þessu ná þær að halda þessu og sigla þremur stigum heim eða nær Valur að minnka muninn og setja smá spennu í þennan leik.
61. mín
Harpa í ágætis færi eftir langan bolta fram völlinn er Harpa allt í einu kominn í gegn en færið verður þrengra eftir því sem hún hleypur lengra með boltann og Sandra ver frá henni í markinu.
60. mín
Arianna með frábæra sendingu á Teresu sem að setur boltann yfir úr frábæru færi.
59. mín
Valur fær hér tvær hornspyrnur í röð eftir mikinn darraðardans inn í teig Stjörnunar.
57. mín
Úff Helgi Mikael að dæma rosalega soft aukaspyrnu á Stjörnuna á stórhættulegum stað upp við teiginn. Hallbera gerir sig líklega og ætlar að taka spyrnuna, spyrnan er hinsvegar jafn slök og maturinn hjá Texas-Borgurum
56. mín
Hvernig er Hlín Eiriks ekki búin að skora í þessum leik það hlæytur að koma að því. Elín Metta með sendinguna en boltinn skoppar í teignum þar sem Hlín nær skallanum yfir Birnu sem var í því sem við kölluðum óþægilegu skógarhlaupi. Stálheppnar Stjörnukonur þarna
55. mín
Mér sýnist Pétur hafa gert taktíska skiptingu með því að setja Pálu inná. Valur er núna með 3 hafsenta og Hallbera virðist vera kominn ofar á kantinn.
53. mín
Thelma fær hérna tiltal frá Helga. Búið að vera mikið um hörku í þessum leik ótrúlegt það sé ekki komið spjald í þennan leik.
52. mín
Pála Marie með eina iðnaðar tæklingu á Ásgerði. Pála stimplað sig inn með tveimur rosalegum tæklingum í upphafi síðari.
50. mín
Mikill kraftur í leikmönnum Vals hér í upphafi síðari hálfleiks og þær nánast einoka boltann fyrstu 5 mínúturnar. Stjarnan er að falal svolítið aftarlega fyrir minn smekk.
47. mín
Ég vil óska Margréti Láru Viðarsdóttir leikmann Vals til hamingju en hún var að eignast strák núna í kvöld. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum veit ég að hún er að lesa þessa lýsingu.
47. mín MARK!
Crystal Thomas (Valur)
Stoðsending: Hlín Eiríksdóttir
VALUR SKORAR STRAX! Hlín Eiriks heldur áfram að spila vel og tekur varnamenn á áður en hún á skot sem að fellur fyrir Crystal Thomas sem að klárar frábærlega. 3-1
46. mín
Leikur hafinn
Síðari hálfleikur kominn af stað. Pétur gerði tvær breytingar líkt og ég spáði í hálfleik.
46. mín
Inn:Stefanía Ragnarsdóttir (Valur) Út:Málfríður Anna Eiríksdóttir (Valur)
46. mín
Inn:Pála Marie Einarsdóttir (Valur) Út:Ásdís Karen Halldórsdóttir (Valur)
45. mín
Kæmi mér ekkert á óvart ef að Pétur myndi gera tvær breytingar hérna í hálfleik. Það er alla vega 100% að hárblásarinn fór á loft inn í klefanum í hálfleik
45. mín
Hálfleikur
Ég er hálf orðlaus hérna ef ég á að segja eins og er. Leikplan Stjörnunar "Smash and Grab" eins og blaðamaður Mbl kallar það er að þrælvirka hérna og Stjarnan leiðir 3-0 í hálfleik! Leikmenn Vals þurfa virkilega að hysja upp um sig hérna í síðari hálfleik!
43. mín MARK!
Katrín Ásbjörnsdóttir (Stjarnan)
Stoðsending: Harpa Þorsteinsdóttir
Valsliðið er að hrynja hérna!! Katrín Ásbjörns með geggjað mark , tekur skotið fyrir utan teig hnitmiðað í hægra hornið og Sandra á ekki séns! Það sá enginn í blaðamannastúkunni en staðan er 3-0
42. mín
Það er kominn smá pirringur í Valsstelpur. Hallbera með flotta fyrirgjöf en Hlín nær ekki að pota í boltann
40. mín
Teresa reynir hér skot en það fer yfir markið. Hvað er að gerast hér á Valsvelli?? Hvernig svara heimakonur þessu seinna marki
39. mín SJÁLFSMARK!
Arianna Jeanette Romero (Valur)
2-0!!! Arianna skallar boltann í eigið net eftir hornspyrnuna sem að Katrín Ásbjörns tók.
37. mín
Katrín ÁSbjörns með eina ljúfffenggaaaaa sendingu út á Hörpu sem að keyrir á vörn Vals setur boltann fyrir en þær ná að hreinsa í horn.
36. mín
Stjarnan með flotta sókn færa boltann vel upp völlinn sem endará þ ví að Harpa reynir fyrirsendingu en beint í hendurnar á Söndru í markinu.
34. mín
Hlín Eiríks verið spræk í þessum fyrri hálfleik. Fer hérna léttilega framhjá Brittany og á sendingu í átt að Elínu en varnamenn Stjörnunar mættar sem fyrr.
31. mín
Ég er að elska baráttuna sem að Stjarnan er að sýna hérna. Fljótar að loka á Valsstelur og brjóta á þeim á góðum tímum. Valur eru samt líklegri til að jafna þessa stundina en Stjarnan að bæta við.
28. mín
VALUR SKORAR!!!! En það er réttilega dæmt af vegna rangstöðu. Málfríður Anna með geggjaðan bolta inn á teig. Stjarnan skallar frá en beint á Teresu sem á skalla á markið en leikmenn Vals voru fyrir innan og höfðu áhrif á Birnu í markinu.
27. mín
Katrín Ásbjörns liggur hérna eftir á vellinum og er bara ekki að standa upp. Hún endar á því að færa sig bara útaf vellinum en hún lá upp við hliðarlínuna. Þetta virðist vera hnéð á henni. Það er skellt í smá töfrasprey og hún skokkar inn á völlinn aftur.
26. mín
Málfríður Erna með stórhættulegan bolta inn á teig en það er enginn leikmaður Vals mættur í þau svæði sem þarf að mæta í.
24. mín
Elín Metta er orðinn fokill hérna út í Helga Mikael og lætur hann aðeins heyra það. Búið að vera mikið togað í hana og sparkað hérna fyrstu mínúturnar og greinilegt að hún á ekki að fá tíma með boltann.
23. mín
Harpa laumar boltanum innfyrir vörnina á Guðmundu Brynju en hún er réttilega dæmd rangstæð.
22. mín
Þegar ég tala um meiri karakter þær eru að henda sér á 110% krafti í allar tæklingar og einvígi.
21. mín
Þetta er mikilvægt mark fyrir Stjörnuna eftir erfiða fyrstu umferð. Það er miklu meiri karakter í þeim núna heldur en í síðasta leik. Hvernig bregðast heimakonur við þessu marki?
18. mín MARK!
María Eva Eyjólfsdóttir (Stjarnan)
Stoðsending: Harpa Þorsteinsdóttir
BÍDDU HA! Stjarnan er komið yfir eftir að Valur hefur sótt mestan hluta leiksins. Harpa Þorsteins á fast skot sem að Sandra ver til hliðar þar mætir María Eva eins og gammur og setur boltann í netið. 1-0
15. mín
Hlín Eiriks aftur líkleg!! Valsstelpur keyra enn og aftur upp vinstri vænginn núna á Elín MEtta sendingu sem fer af varnarmanni inná teig og skoppar þar til fyrir Hlín sem á skot en hittir ekki ramman.
11. mín
Liðskipan

Sandra í markinu

Málfríður Anna - Arianna - Málfríður Erna - Hallbera

Thelma Björk - Teresa

Ásdís Karen

Hlín Eiriks - Elín Metta - Crystal

Liðskipan Stjarnan

Birna í markinu

Anna María - Kolbrún - Megan - Brittany

Ásgerður - Lára Kristín

María - Katrín - Guðmunda

Harpa
10. mín
Valur miklu líklegri þessar fyrstu 10 mínutur eru með áætlunarferðir upp vinstri vænginn.
9. mín
Aftur skapast smá vandræði í teignum hjá Stjörnunni áður en Hallbera á skot í varnamann og Stjarnan tekur frákast.
9. mín
Hlín Eiriks svo nálagt því en Birna vera meistaralega í markinu og í horn.


8. mín
Guðmunda Brynja á hér skot sem fer langt framhjá.
6. mín
Valur fær fyrstu hornspyrnu leiksins. Hallbera Guðný býr sig undir að taka hana frá hægri

Stórhættuleg hornspyrna og Stjarnan á í vandræðum með að koma boltanum í burtu en gera það að lokum og hættan líður hjá.
5. mín
Hættuleg sókn hjá Val. Crystal kemur boltanum upp í hornið á Hallberu sem á stórhættulega sendingu inn á boxið en Birna kemur sterkt út úr markinu og handsamar knöttinn.
3. mín
Bæði lið að þreifa aðeins fyrir sér hérn og skiptast á að vera með boltann
1. mín
Leikur hafinn
Freyr Alexandersson er mættur í stúkuna um leið og leikurinn hefst þvílík tímasetning það er Valur sem að byrja með boltann.
Fyrir leik
Rauðar og Bláar treyjur labba út á völl og stilla sér upp með ungum knattspyrnuiðkendum Vals. Það er ágætis mæting í stúkuna en hún mætti vera betri.
Fyrir leik
Jæja styttist í veisluna bæði lið hafa lokið sínum upphitunum og halda inn í klefa. Valsmenn vökva völlinn aðeins meira og það styttist í að Helgi Mikael flauti þennan stórleik á!
Fyrir leik
Ég trúi þessu ekki!! Harpa Þorsteinsdóttir tekur skot í upphitun sem fer langt yfir markið yfir auglýsinga skiltið og lendir akkurat þar sem ég lagði. Ég er skíthræddur um að bíllinn sé með beyglu ef að boltinn lenti á honum svo hátt fór hann.
Fyrir leik
Fólk er byrjað að mæta í stúkuna þegar um það bil 20 mínútur eru í leik.
Skemmtileg staðreynd fyrir þá sem eru sælkerar, meðan strákarnir okkar fara til Rússlands í sumar þá ætlar Hallbera á Wok-on.
Fyrir leik
Bæði lið eru á fullu í góðri upphitun þegar "Kúst og Fæjó" dettur í gang í græjunum. Kæmi mér ekkert gífurlega á óvart ef annaðhvort Sandra Sigurðar eða Hallbera Guðný eigi heiðurinn að þessu vali.
Fyrir leik
Það er miðvikudagskvöld og það er frí á morgun svo ég ætla vera léttur og glaður og ég hvet fólk til að vera það líka, mæta á völlinn og fá sér Börger og gos.

Aðstæðurnar í kvöld eru svo geggjaðar, léttur úði kringum 10 stiga hiti og gervigrasið lítur alltaf vel út á Hlíðarenda.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár og má sjá þau efst á síðunni til hliðar.

Valur byrjar með nákvæmlega sama byrjunarlið og í síðasta leik, í 8-0 sigri á Selfossi. Engin ástæða til að breyta hjá Hlíðarendastúlkum.

Hjá gestunum úr Garðabænum kemur Birna Kristjánsdóttir í markið. annars er liðið það sama og tapaði 6-2 fyrir Breiðabliki í 1. umferð. Katrín Ásbjörnsdóttir og Harpa Þorsteinsdóttir eru að sjálfsögðu í fremstu víglínu.
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrir leik
Ef ég væri "The Betting Machine" eins og nafni minn Orri Sigurður fyrrum leikmaður Vals er. Þá myndi ég skella á 3 mörk að minnsta kosti í þessum leik.

Það verður mikið um sóknarleik á báða bófa og myndi ég ekkert missa hökuna í gólfið ef að Elín Metta eða Harpa Þorsteins myndu skora eitt mark í kvöld.
Fyrir leik
Liðin áttu mjög ólíku gengi að fagna í 1.umferð íslandsmótsins.

Valur átti heimaleik við Selfoss þar sem þær gerðu sér lítið fyrir og fóru með 8-0 sigur af hólmi. Ásdís Karen átti stórleik og skoraði þrjú mörk í sínum fyrsta deildarleik með Val. Valskonur koma fullar sjálfstrausts inn í þennan leik.

Stjarnan átti hinsvegar heimaleik gegn Breiðablik. Það er vægt til orða tekið þegar maður segir að úrslitin hafi verið vonbrigði fyrir Stjörnuna en þær fengu á sig 6 mörk á heimavelli og lokatölur urðu 6-2 fyrir Breiðablik þar sem Berglind Björg setti þrennu. Það er ljóst að Stjörnustelpur munu koma dýrvitlausar í þennan leik til þess að koma sér á blað og bæta fyrir slakan leik í 1.umferð,
Fyrir leik
Komiði Blessuð og sæl og verið velkominn í beina textalýsingu frá stórleik 2.umferðar Pepsi-deildar kvenna þar sem við eigast Valur og Stjarnan á Hlíðarenda og hefst leikurinn klukkan 19:15.
Byrjunarlið:
25. Birna Kristjánsdóttir (m)
Harpa Þorsteinsdóttir
4. Brittany Lea Basinger
6. Lára Kristín Pedersen
7. Ásgerður Stefanía Baldursdóttir (f) ('93)
10. Anna María Baldursdóttir (f)
11. Guðmunda Brynja Óladóttir ('84)
15. Kolbrún Tinna Eyjólfsdóttir
16. María Eva Eyjólfsdóttir
17. Megan Lea Dunnigan
30. Katrín Ásbjörnsdóttir ('90)

Varamenn:
12. Birta Guðlaugsdóttir (m)
1. Berglind Hrund Jónasdóttir
4. Katrín Ósk Sveinbjörnsdóttir
19. Birna Jóhannsdóttir ('84)
20. Lára Mist Baldursdóttir
22. Nótt Jónsdóttir
27. Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir ('90)

Liðsstjórn:
Ólafur Þór Guðbjörnsson (Þ)
Ana Victoria Cate
Andrés Ellert Ólafsson
Einar Páll Tamimi
Telma Hjaltalín Þrastardóttir
Viktoría Valdís Guðrúnardóttir
Róbert Þór Henn

Gul spjöld:

Rauð spjöld: