Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Keflavík
2
1
Fjölnir
Anita Lind Daníelsdóttir '26 1-0
Mairead Clare Fulton '84 2-0
2-1 Mist Þormóðsdóttir Grönvold '87
16.05.2018  -  19:15
Nettóvöllurinn
1. deild kvenna
Aðstæður: Grátt yfir, raki í loftinu og þéttur vindur á annað markið.
Dómari: Óliver Thanh Tung Vú
Maður leiksins: Keflavík
Byrjunarlið:
1. Lauren Watson (m)
Marín Rún Guðmundsdóttir ('88)
2. Þóra Kristín Klemenzdóttir ('78)
3. Natasha Anasi (f)
5. Sophie Groff
7. Mairead Clare Fulton
8. Sveindís Jane Jónsdóttir
11. Kristrún Ýr Holm (f) ('70)
20. Dagmar Mýrdal Gunnarsdóttir ('83)
21. Íris Una Þórðardóttir
24. Anita Lind Daníelsdóttir

Varamenn:
12. Auður Erla Guðmundsdóttir (m)
17. Katla María Þórðardóttir ('78)
18. Una Margrét Einarsdóttir ('83)
21. Birgitta Hallgrímsdóttir ('88)

Liðsstjórn:
Gunnar Magnús Jónsson (Þ)
Brynja Pálmadóttir
Ljiridona Osmani
Ómar Jóhannsson
Haukur Benediktsson
Eva Lind Daníelsdóttir
Ástrós Lind Þórðardóttir
Soffía Klemenzdóttir

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Leiknum er lokið með 2-1 sigri Keflvíkinga!

Hörkuleikur hérna á Nettóvellinum.

Skýrsla og viðtöl á leiðinni.
96. mín
Fjölnir setur hér þunga pressu á Keflavík og fær horn!
95. mín
Inn:Hlín Heiðarsdóttir (Fjölnir) Út:Rósa Pálsdóttir (Fjölnir)
94. mín
Aníta og Vala taka Rósu í kóngastól og hlaupa með hana útaf, Fjölnir vill greinilega jöfnunarmark!
93. mín
Rósa liggur á miðjum vellinum og heldur um hnéið, virðist vera kvalin.
92. mín
Aníta tekur skot af mjög löngu færi beint á Hrafnhildi.

Aníta er með geggjaðan vinstri fót!
90. mín Gult spjald: Aníta Björk Bóasdóttir (Fjölnir)
Aníta keyrir í bakið á Natöshu og fær verðskuldað spjald.
88. mín
Inn:Birgitta Hallgrímsdóttir (Keflavík) Út:Marín Rún Guðmundsdóttir (Keflavík)
87. mín MARK!
Mist Þormóðsdóttir Grönvold (Fjölnir)
Stoðsending: Kristjana Ýr Þráinsdóttir
MARK!

Geggjaður bolti frá Kristjönu beint á kollinn á Mist sem stangar hann í netið.
86. mín
Fjölnir fær aukaspyrnu við hliðina á teignum, Kristjana kemur til að taka hana.
84. mín MARK!
Mairead Clare Fulton (Keflavík)
MARK!

Þetta lá í loftinu, boltinn berst á Mairead sem tekur móttöku og smellir boltanum svo upp í hornið!
83. mín
Inn:Ragnheiður Kara Hálfdánardóttir (Fjölnir) Út:Eva Karen Sigurdórsdóttir (Fjölnir)
83. mín
Inn:Una Margrét Einarsdóttir (Keflavík) Út:Dagmar Mýrdal Gunnarsdóttir (Keflavík)
80. mín
Ásta setur boltann bakvið vörnina og Rósa er komin í dauðafæri en er of lengi að koma sér í skotið og Natasha tekur frábæra tæklingu fyrir skotið.
78. mín
Inn:Katla María Þórðardóttir (Keflavík) Út:Þóra Kristín Klemenzdóttir (Keflavík)
78. mín
Inn:Aníta Björk Bóasdóttir (Fjölnir) Út:Rúna Sif Stefánsdóttir (Fjölnir)
78. mín
Inn:Elísabet Guðmundsdóttir (Fjölnir) Út:Íris Ósk Valmundsdóttir (Fjölnir)
77. mín
Boltinn berst í gegn á Nadíu en Lauren er vel á verði og nær til boltans á undan.
74. mín
Ásta Sigrún og Eva Karen með skemmtilegt spil upp vinstri kantinn, Ásta sendir á Evu og fer svo í overlap, Eva Karen tekur hælsendingu upp í hornið á Ástu sem smellir boltanum fyrir og Rósa hársbreidd frá því að pota boltanum í netið.

Þóra Kristín slasar sig eitthvað í teignum og leikurinn er stopp.
73. mín
Nadía Atla lyftir boltanum inn á teiginn og Rósa lendir í samstuði við Lauren.
70. mín
Inn:Eva Lind Daníelsdóttir (Keflavík) Út:Kristrún Ýr Holm (Keflavík)
68. mín
Mikill barningur í teig Fjölnisstúlkna eftir aukaspyrnu sem endar með skoti frá Anítu rétt framhjá.
64. mín
Keflavík að sækja í sig veðrið?

Sveindís nær snúning fyrir framan teiginn og tekur skotið með vinstri rétt framhjá.
62. mín
Dagmar með gott skot fyrir utan teig, enn og aftur ver Hrafnhildur, hornspyrna!

Hornið fer ofan á markið.

Keflavíkurstúlkur þétta pakkann á marklínuna og reyna augljóslega að nota vindinn og setja hann í það svæði, ekki virkað hingað til þó.
60. mín
Boltinn berst til Anítu í teignum sem hamrar honum á markið en Hrafnhildur ver vel í horn.

Hornið fer yfir allann pakkann og afturfyrir.
58. mín
Kristjana tekur fyrirgjöf frá hægri, af Rósu berst boltinn til Rúnu sem er með boltann skoppandi og tekur skotið en Lauren ver.
55. mín
Sophie með skot af löngu færi rétt framhjá!
54. mín
Bertha María með fullorðinstæklingu á Sveindísi og Óliver dæmir ekki neitt, Gunnar Magnús ekki sáttur með dómara leiksins og urðar yfir hann fúkyrðum.
51. mín
FÆRI!

Fjölnir fer í góða sókn, Vala vinnur návígi fyrir framan teiginn og boltinn berst til Evu sem er við endalínuna, gerir vel í að halda boltanum og leggja hann svo út á Ástu sem kemur með fasta fyrirgjöf niðri, Lauren slær hana út í teiginn og Keflvíkingar koma boltanum til hliðar, þá kemur fyrirgjöf frá hægri og Lauren missir boltann en Rósa er ekki nógu fljót að átta sig og nær ekki að setja tánna í boltann!

Þetta var séns fyrir Fjölnisstúlkur.
50. mín
Dagmar sendir Marín í gegn en hún skýtur framhjá úr flottu færi!
48. mín
Fjölnir fer í skyndisókn, Rósa reynir að koma boltanum á Rúnu en Þóra Kristín er á undan, kemur boltanum upp og Sveindís fær hann, snýr Berthu af sér en Mist mætir og tekur geggjaða tæklingu.
46. mín
Eva Karen sækir aukaspyrnu úti vinstra megin.

Kristjana tekur spyrnuna og Natasha skallar frá.
46. mín
Leikur hafinn
Þetta er komið í gang aftur.
45. mín
Hálfleikur
Kominn hálfleikur!

Fjölnirsstelpur búnar að vera sprækar en Keflavík leiðir.
40. mín
Eva Karen tekur skemmtilegar drillur á miðjunni og Keflavíkurstelpur geta ekki gert annað en að brjóta á henni til að stöðva hana.
39. mín
DAUÐAFÆRI!!

Á einhvern ótrúlegan hátt berst boltinn í gegnum vörn Fjölnis á Dagmar Mýrdal sem er alein gegn Hrafnhildi en Hrafnhildur les hana og tekur geggjaða markvörslu!
38. mín
Vala tapar boltanum á hættulegum stað fyrir framan teiginn og boltinn berst á Anítu sem þrumar í hliðarnetið.
35. mín
JÁ!

Íris Una tekur fyrirgjöf og Ásta Sigrún reynir eitthvað kung-fu spark sem vill ekki betur en svo að boltinn stefnir upp í hornið á eigin marki en Hrafnhildur Hjaltalín er glaðvakandi á verðinum og bjargar þessu!

Þetta hefði getað orðið skrautlegt sjálfsmark.
33. mín
Inn:Rósa Pálsdóttir (Fjölnir) Út:Harpa Lind Guðnadóttir (Fjölnir)
Rósa kemur hér inn fyrir Hörpu.
31. mín
Harpa Lind liggur á miðjum vellinum eftir samstuð, hún hefur verið frá fótbolta í um að verða ár vegna höfuðmeiðsla...

Harpa fer beint inn í búningsklefa, lítur ekki vel út.
30. mín
Verð nú bara að segja að þetta mark kom algjörlega gegn gangi leiksins síðustu 20 mínútur, Fjölnisstelpur verið gríðarlega skipulagðar varnarlega og náð góðum skyndisóknum.
29. mín
Rúna tekur skot langt fyrir utan teig en beint á Lauren.
26. mín MARK!
Anita Lind Daníelsdóttir (Keflavík)
Stoðsending: Marín Rún Guðmundsdóttir
MARK!

Þetta var skrýtið, fyrirgjöf frá Marín Rún sem fer yfir allann pakkann á fjær og virðist sem flestir haldi að boltinn fari bara útaf en Aníta Lind kastar sér á boltann og í þrengsta mögulega færi fer boltinn yfir Hrafnhildi í markinu og dettur inn í hliðarnetið fjær.
25. mín
Fjölnir nær upp góðu spili fyrir framan vítateig Keflavíkur sem endar með skoti frá Írisi en í varnarmann.
23. mín
Fjölnir nær trekk í trekk að loka öllum sendingaleiðum Keflavíkur upp úr vörninni sem endar alltaf með bara einhverri sendingu sem Fjölnir vinnur og nær að fara í skyndisókn, Fjölnir verður hinsvegar að fara að nýta þessa sénsa betur með vindinn í bakið.
19. mín
Eva Karen fær boltann frá Nadíu, keyrir upp hægra hornið og Íris kemur boltanum í horn, flottur sprettur hjá Evu.
19. mín
Mist nær skallanum eftir hornið, rétt yfir!
18. mín
Þóra Kristín kemur á ferðinni og straujar Evu Karen!

Rúna tekur spyrnuna með vindinn í bakið og smellir honum í markmannshornið, Lauren slær boltann yfir, góð tilraun!
17. mín
Miðjumið og barningur hérna síðustu mínútur...
10. mín
Mairead fær boltann inní teignum í góðu færi en skýtur hátt yfir!
8. mín
Mairead tekur skot úr erfiðri stöðu fyrir utan teig, auðvelt fyrir Hrafnhildi sem grípur boltann.
6. mín
Fjölnir á að fá hornspyrnu eftir að hafa sett stífa pressu á Keflavík en Óliver og félegar dæma markspyrnu á einhvern undarlegan hátt.
5. mín
Eva Karen tekur vel á móti boltanum og skilur Sophie eftir, rennir boltaum í gegn á Hörpu Lind en hún nær ekki til boltans.
4. mín
Íris Ósk skallar hornið frá beint á Mairead sem tekur skot en í þéttan pakkann í teignum.
3. mín
Sveindís Jane kemst innfyrir vörn Fjölnis og fer inná teiginn, ætlar að láta vaða en Bertha María fleygði sér í geggjaða tæklingu og kom boltanum í horn!

Þetta var færi...
2. mín
Harpa kemur boltanum á Nadíu sem á fyrstu marktilraun leiksins, framhjá.
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er farið af stað!

Fjölnir byrjar mep vindinn í bakið og sækir að miðbænum.
Fyrir leik
Liðin hlaupa hérna út á völlinn á eftir dómurunum, ekki séð það oft...

Þetta er að bresta á.
Fyrir leik
10 mín í leik og liðin labba inn til búningsklefa, Gunnar Magnús og Palli Árna fara að henda í lokaorðin á sín lið.
Fyrir leik
35 mín í leik og liðin eru komin út að hita, Drunk In Love með Queen B og Jay Z ómar hér um alla Keflavík.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin inn hér til hliðar.

Íris Ósk, fyrirliði og lykilmaður Fjölnis kemur inn í liðið en hún var meidd í síðasta leik.
Fyrir leik
Keflavík er spáð 2. sæti í deildinni en Fjölni er spáð 5. sæti.
Fyrir leik
Þessi lið mættust í Lengjubikarnum í mars þar sem Keflavík hafði betur í markaleik, 5-3!
Fyrir leik
Keflavík er með 3 stig eftir 5-0 sigur gegn ÍR í síðasta leik.

Fjölnir er hinsvegar með 0 stig eftir 2-0 tap gegn Þrótti.
Fyrir leik
Góðan daginn gott fólk og verið velkomin í beina textalýsingu frá leik Keflavíkur og Fjölnis í Inkasso deild kvenna.
Byrjunarlið:
1. Hrafnhildur Hjaltalín (m)
Kristjana Ýr Þráinsdóttir
Íris Ósk Valmundsdóttir ('78)
Eva Karen Sigurdórsdóttir ('83)
Harpa Lind Guðnadóttir ('33)
3. Ásta Sigrún Friðriksdóttir
4. Bertha María Óladóttir (f)
4. Mist Þormóðsdóttir Grönvold
13. Vala Kristín Theódórsdóttir
17. Rúna Sif Stefánsdóttir ('78)
22. Nadía Atladóttir

Varamenn:
1. Margrét Ingþórsdóttir (m)
8. Elísabet Guðmundsdóttir ('78)
16. Rakel Marín Jónsdóttir
21. Aníta Björk Bóasdóttir ('78)
31. Ragnheiður Kara Hálfdánardóttir ('83)

Liðsstjórn:
Páll Árnason (Þ)
Oddný Karen Arnardóttir
Rósa Pálsdóttir
Hlín Heiðarsdóttir
Katerina Baumruk
Axel Örn Sæmundsson
Þórir Karlsson
Erna Björk Þorsteinsdóttir
Hrefna Lára Sigurðardóttir

Gul spjöld:
Aníta Björk Bóasdóttir ('90)

Rauð spjöld: