Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
ÍA
3
1
Haukar
Steinar Þorsteinsson '30 1-0
Stefán Teitur Þórðarson '56 2-0
Stefán Teitur Þórðarson '67 3-0
3-1 Daði Snær Ingason '84
18.05.2018  -  19:15
Norðurálsvöllurinn
Inkasso deildin - 1. deild karla
Aðstæður: Völlurinn fínn. Sex stiga hita og smá vindur.
Dómari: Jóhann Ingi Jónsson
Maður leiksins: Steinar Þorsteinsson
Byrjunarlið:
12. Árni Snær Ólafsson (m)
Arnar Már Guðjónsson
Einar Logi Einarsson
Arnór Snær Guðmundsson
2. Þórður Þorsteinn Þórðarson ('62)
2. Hörður Ingi Gunnarsson
10. Steinar Þorsteinsson ('78)
10. Ragnar Leósson
15. Hafþór Pétursson
18. Stefán Teitur Þórðarson
32. Garðar Gunnlaugsson ('68)

Varamenn:
3. Ástbjörn Þórðarson
8. Hallur Flosason
16. Viktor Helgi Benediktsson
17. Andri Adolphsson ('62)
19. Bjarki Steinn Bjarkason ('68)
20. Alexander Már Þorláksson ('78)
26. Hilmar Halldórsson

Liðsstjórn:
Jóhannes Karl Guðjónsson (Þ)
Páll Gísli Jónsson
Hlini Baldursson
Hjalti Rúnar Oddsson
Daníel Þór Heimisson
Sigurður Jónsson
Skarphéðinn Magnússon

Gul spjöld:
Arnór Snær Guðmundsson ('14)
Arnar Már Guðjónsson ('35)
Andri Adolphsson ('69)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Leik lokið með öruggum sigri heimamanna. Viðtöl og skýrsla á leiðinni
90. mín Gult spjald: Gunnar Gunnarsson (Haukar)
90. mín
Alexander Már sloppinn í gegn en Jökull bjargar. Vantaði bara smá pung þarna til að klára þetta.
90. mín
Venjulegum leiktíma lokið
87. mín
Steinar Þorsteins með skot í varnarmann og aftur fyrir. Þrettánda hornspyrna ÍA í leiknum.
84. mín MARK!
Daði Snær Ingason (Haukar)
MAAAAAARK!!!! Haukar minnka muninn. Daði Snær með skot langt fyrir utan teig uppí vinstra hornið. Virkilega huggulegt!
83. mín
Steinar Þorsteins fer illa með leikmenn Hauka og sendir inn fyrir en varnarmaður Hauka er rétt á undan Alexander í boltann.
82. mín
Inn:Birgir Þór Þorsteinsson (Haukar) Út:Arnar Aðalgeirsson (Haukar)
81. mín
Skagamenn halda áfram að sækja. Ragnar Leósson með fyrirgjöf en Jökull í marki Hauka grípur vel.
79. mín
Alexander ekki langt frá því að skora í sinni fyrstu snertingu. Hornspyrna og Alexander með skot rétt framhjá.
78. mín
Inn:Alexander Már Þorláksson (ÍA) Út:Steinar Þorsteinsson (ÍA)
72. mín
Í ljós hefur komið að leikskýrslan er í ruglinu. Samkvæmt henni er Gunnar Gunnarsson númer 6 markmaður í Haukum en það er bara alls ekki rétt. Gunnar er varnarjaxl og fyrirliði en markmaður er hins vegar Jökull Blængsson nr 1. Undirritaður reynir að muna þetta framvegis í lýsingunni.
71. mín
Inn:Álfgrímur Gunnar Guðmundsson (Haukar) Út:Þórhallur Kári Knútsson (Haukar)
69. mín Gult spjald: Andri Adolphsson (ÍA)
68. mín
Inn:Bjarki Steinn Bjarkason (ÍA) Út:Garðar Gunnlaugsson (ÍA)
67. mín MARK!
Stefán Teitur Þórðarson (ÍA)
Stoðsending: Steinar Þorsteinsson
Steinar Þorsteins fer upp hægri kantinn og setur hann á Stefán Teit sem er aleinn í teignum og klárar vel.
65. mín
Garðar fór ekki markaskóna fyrir leik. Með skot fyrir utan teig en það er skelfilegt og langt yfir.
65. mín
Daði Snær reynir skot vel fyrir utan en bient í varnarmann.
62. mín
Inn:Andri Adolphsson (ÍA) Út:Þórður Þorsteinn Þórðarson (ÍA)
61. mín
Inn:Daði Snær Ingason (Haukar) Út:Haukur Ásberg Hilmarsson (Haukar)
60. mín
ARNAR MÁR!!!! Ragnar með frábæara fyrirgjöf og Arnar aleinn en skallinn er lélegur og Jökull ver í horn.
60. mín Gult spjald: Alexander Helgason (Haukar)
58. mín
Garðar Gunnlaugs með fínt skot úr aukapyrnu en rétt yfir markið.
56. mín MARK!
Stefán Teitur Þórðarson (ÍA)
MAAAAAAAAAAARK!!!!!! Jökull með skelfileg mistök í marki Hauka! Hörður Ingi með langt innkast sem Arnar Már skallar aftur fyrir sig og Jökull missir hann undir sig og Stefán Teitur potar í tómt markið.
55. mín
Hörður Ingi með fyrirgjöf en vörn Hauka hreinsar í horn. Tíunda hornspyrna Skagamanna í leiknu. Verður samt ekkert úr henni
54. mín
Haukar mæta töluvert ákveðnari til leiks í seinni hálfleik en þeir voru í fyrri.
52. mín
Hafþór Péturs með frábæra tæklingu á miðjum vallarhelmingi Hauka og sendir svo fyrir en Gunar misreiknar boltann og missir hann yfir sig. Heppinn að það var enginn fyrir aftan hann.
49. mín
Lítið gerst fyrstu fjórar. Hafþór liggur í grasinu eftir tæklingu en stendur upp aftur.
46. mín
Seinni hálfleikur er hafinn og núna hefja Skagamenn með boltann og sækja í átt að höllinni.
45. mín
Hálfleikur
Skagamenn búnir að vera mikið betri í þessum fyrri hálfleik og í rauninni ótrúlegt að þeir hafi skorað fleiri mörk. Haukar hafa fengið sjensja og þeir verða að nýta þá.
45. mín
Hörður Ingi sendi fyrir en boltinn endaði í slánni.
44. mín Gult spjald: Þórhallur Kári Knútsson (Haukar)
42. mín
Þórhallur Kári kemur sér í gott færi en skýtur framhjá markinu. Það er áhugavert að samkvæmt skýrslu er Þórhallur númer 16 en er hins vegar í treyju nr 8!
41. mín
DAUÐAFÆRI!!!!! Einar Logi með frábæra sendingu inn fyrir á Stefán Teit sem mokar honum yfir markið! Þetta verða menn að nýta.
39. mín
Enn og aftur. Hörður Ingi með fyrirgjöf en vörn Hauka nær að hreinsa í innkast.
38. mín
Enn ein sóknin hjá ÍA. Fá svo hornspyrnu sem endar með skalla frá Garðari en beint á Jökul í markinu.
35. mín Gult spjald: Arnar Már Guðjónsson (ÍA)
Fær þetta fyrir brot. Spot on hjá Jóhanni dómari.
32. mín
GARÐAR!!! Garðar fær boltann í teignum og snýr virkilega huggulega en skotið yfir markið! Átti að gera betur þarna.
30. mín MARK!
Steinar Þorsteinsson (ÍA)
MAAAAAAAAARK!!!!!!!! Skagamenn eru komnir yfir!! Ég viðurkenni að ég sá ekki hvað gerðist en allt í einu var Steinar einn á móti Jökli og klára vel! Steinar að skora í þriðja leiknum í röð!
27. mín
ÞARNA SLUPPU SKAGAMENN! Haukur Ásberg með skot í varnarmann sem lekur framhjá stönginni.
24. mín
Þarna mátti ekki miklu muna. Haukar með fyrirgjöf frá vinstri en skallinn er framhjá.
24. mín
Haukar fá hornspyrnu sem ekkert verður úr.
22. mín
Og enn sækja Skagamenn. ÞÞÞ með fyrirgjöf en Garðar bara nær ekki til boltans.


18. mín
Enn sækja Skagamenn. Virðist vera brotið á ÞÞÞ í teignum en Arnar Már fær boltann í góðri stöðu en skotið fer framhjá. Skagamenn vilja horn en fá ekki.
18. mín
Flott sókn hjá ÍA sem endar með fyrirgjöf frá Herði Inga en varnarmenn Hauka ná að renna sér í þetta og boltin aftur fyrir.
15. mín
Skagamenn halda áfram að sækja. Fyrst var það Steinar sem fékk boltann óvænt í teingum en náði ekki að gera sér mat úr því og svo var Ragnar Leósson í ágætis skotfæri en ákvað að senda frekar fyrir en boltinn lekur aftur fyrir.
14. mín Gult spjald: Arnór Snær Guðmundsson (ÍA)
Óþarfa spjald hjá Arnóri. Brýtur Gunnari markmanni Hauka eftir hornspyrnu.
12. mín
ÞÞÞ með fyrirgjöf sem er alltof innarlega og Gunnar grípur auðveldlega. Heimamenn töluvert meira með boltann.
9. mín
Góð fyrirgjöf úr horninu og Arnar Már með skot rétt yfir.
7. mín
ÞÞÞ með hörkuskot fyrir utan teig en Gunnar ver vel. Hornspyrna.
5. mín
DAUÐAFÆRI!!!! Þarna átti ÞÞÞ að gera miklu betur. Steinar með sendingu inn fyrir og klaupaskapur í vörn Hauka og ÞÞÞ slapp einn í gegn en skotið slakt og Gunnar ver.
4. mín
Skagamenn reyna aftur. Stefán Teitur með fyrirgjöf en skallinn frá Garðari slakur og varnarmenn komast fyrir. Byrjar nokkuð fjörlega.
3. mín
Fyrsta sókn gestanna. Baldvin Sturlu reynir stungusendingu en of föst og fer aftur fyrir.
2. mín
Fyrsta færi leiksins er Skagamanna. Árni með langann fram og ÞÞÞ sendir á Garðar sem tekur hann í fyrsta en rétt framhjá.
1. mín
Leikur hafinn
Leikurinn er hafinn og það eru Haukar sem byrja með boltann og sækja í átt að höllinni. Skagamenn að sjálfsögðu í gulu og svörtu og Haukamenn alrauðir.
Fyrir leik
Liðin ganga út á völlin. Þetta er að bresta á.


Fyrir leik
Ágætis aðstæður hérna í kvöld. Ca sex stiga hiti og svolítill vindur. Völlurinn virkar í fínu standi.
Fyrir leik
Jæja þá er ég loksins kominn í netsamband hérna. Liðin að sjálfsögðu mætt út á völl og upphitun í fullum gangi. Tæpar 20mín í leik.
Fyrir leik
Byrjunarliðin dottin inn en þau má sjá hér til hliðar.


Minni fólk á Twitter, endilega nota myllumerkið #fotboltinet og valdar færslur birtast hér í lýsingunni.
Fyrir leik
Liðin mættust síðast 5.mars 2016 í Deildarbikar KSÍ og þá fóru leikar 3-3. Liðin hafa hins vegar mæst alls 14 sinnum í leikjum á vegum KSÍ og þar er allt í járnum. ÍA hafa unnið 7, Haukar 6 og einu sinni hafa liðin gert jafntefli. Skagamenn hafa skorað 24 mörk í þessum leikjum en Haukar 23.
Fyrir leik
Flautuleikari dagsins er Jóhann Ingi Jónsson og honum til aðstoðar eru Daníel Ingi Þórisson og Sigursteinn Árni Brynjólfsson. Eftirlitsmaður KSÍ er svo Björn Guðbjörnsson
Fyrir leik
Það verður að teljast líklegt að þjálfarar liðanna stilli upp sömu byrjunarliðum og í síðustu umferð, enda ekki ástæða til að breyta sigurliðum. Liðin birtast hér til hliðar um klukkutíma fyrir leik.
Fyrir leik
Skagamenn unnu Þór Akureyri fyrir norðan í síðasta leik 0-1 með marki frá Steinari Þorsteinssyni á meðan Haukar unnu nýliða Magna frá Grenivík 3-1 í Hafnarfirði með mörkum frá Þórði Jóni Jóhanessyni(2) og Arnari Aðalgeirssyni, þannig að bæði lið ættu koma inní þennan leik með bullandi sjálfstraust og megum við búast við hörkuleik hérna í kvöld.
Fyrir leik
Bæði lið hafa byrjað mótið vel en Skagamenn eru á toppnum með 6 stig eftir fyrstu tvo leikina en Haukar eru fjórða sæti með 4 stig. Eins og flestir vita er Skagamönnum spáð fyrsta sætinu og uppí Pepsi en Haukum er spáð níunda sæti í spá Fótbolta.net

1. ÍA 240 stig
2. Víkingur Ó 200 stig
3. HK 197 stig
4. Þróttur R. 166 stig
5. Selfoss 155 stig
6. Þór 142 stig
7. Fram 114 stig
8. Leiknir R. 100 stig
9. Haukar 93 stig
10. Magni 73 stig
11. Njarðvík 53 stig
12. ÍR 50 stig


Fyrir leik
Góða kvöldið kæru hálsar og velkomin í beina textalýsingu frá Norðurálsvellinum á Akranesi. Hér ætlum við að fylgjast með leik ÍA og Hauka í þriðju umferð Inkasso-deildarinnar.
Byrjunarlið:
1. Jökull Blængsson (m)
4. Ísak Atli Kristjánsson
6. Þórður Jón Jóhannesson
6. Gunnar Gunnarsson (f)
7. Haukur Ásberg Hilmarsson ('61)
8. Þórhallur Kári Knútsson ('71)
11. Arnar Aðalgeirsson ('82)
13. Aran Nganpanya
17. Daníel Snorri Guðlaugsson
19. Baldvin Sturluson
21. Alexander Helgason
22. Davíð Ingvarsson

Varamenn:
12. Óskar Sigþórsson (m)
9. Elton Renato Livramento Barros
10. Daði Snær Ingason ('61)
14. Birgir Þór Þorsteinsson ('82)
16. Birgir Magnús Birgisson
22. Alexander Freyr Sindrason
26. Álfgrímur Gunnar Guðmundsson ('71)
28. Haukur Björnsson

Liðsstjórn:
Kristján Ómar Björnsson (Þ)
Hilmar Trausti Arnarsson
Þórður Magnússon
Ríkarður Halldórsson
Sigurður Stefán Haraldsson

Gul spjöld:
Þórhallur Kári Knútsson ('44)
Alexander Helgason ('60)
Gunnar Gunnarsson ('90)

Rauð spjöld: