Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
ÍBV
0
0
FH
21.05.2018  -  15:00
Hásteinsvöllur
Pepsi-deild karla
Aðstæður: Blíðskapar veður. Smá vestanátt en sól.
Dómari: Pétur Guðmundsson
Áhorfendur: 460
Maður leiksins: Kaj Leo í Bartalsstovu
Byrjunarlið:
21. Halldór Páll Geirsson (m)
2. Sigurður Arnar Magnússon
3. Felix Örn Friðriksson
5. David Atkinson
7. Kaj Leo í Bartalsstovu
11. Sindri Snær Magnússon
18. Alfreð Már Hjaltalín
19. Yvan Erichot
25. Guy Gnabouyou ('60)
30. Atli Arnarson
77. Jonathan Franks ('60)

Varamenn:
22. Derby Rafael Carrilloberduo (m)
6. Dagur Austmann
8. Priestley Griffiths
10. Shahab Zahedi ('60)
11. Sigurður Grétar Benónýsson ('60)
17. Róbert Aron Eysteinsson
17. Ágúst Leó Björnsson

Liðsstjórn:
Andri Ólafsson (Þ)
Kristján Guðmundsson (Þ)
Jóhann Sveinn Sveinsson
Georg Rúnar Ögmundsson
Thomas Fredriksen

Gul spjöld:
Sigurður Arnar Magnússon ('48)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Leiknum er lokið. Jafntefli staðreynd. Það skoraði enginn í dag það er bara svoleiðis. Viðtöl og skýrsla koma inn eftir smá. Ég þakka kærlega fyrir mig. Guð blessi þig.
90. mín
Halldór Orri með sendingu inná teig sem Castillion skallar framhjá... en var rangstæður.
90. mín
Ætla hrósa veðurguðunum, frábært veður hérna í dag. Mætti vera aðeins minni vindur samt. Skoðum það í framhaldinu.
90. mín
90 mín á klukkunni. Hvað gerist?
86. mín
FÆRI! Sindri með geggjaða sendingu á Kaj sem nær ekki alveg nógu góðu skoti á markið, ásamt því sýndi Guðmundur gríðalega góða vörn og komst fyrir skotið. Boltinn fór í horn, en ekkert kom úr því. Fastir liðir, eins og venjulega.
85. mín
Inn:Atli Viðar Björnsson (FH) Út:Brandur Olsen (FH)
Brandur sýnt góða takta, geggjaður leikmaður þarna á ferð. En inn kemur kóngurinn sjálfur. Atli Viðar Björnsson. Ég er með svo mikla virðingu fyrir þessum manni.
82. mín
Shahab með horn, ekkert kom úr því, boltinn kemur þó aftur til hans og hann á fast skot sem Gunnar á ekki í vandræðum með.
78. mín Gult spjald: Robbie Crawford (FH)
Fyrir uppsöfnuð brot hér og þar.
77. mín
Inn:Halldór Orri Björnsson (FH) Út:Jónatan Ingi Jónsson (FH)
Jónatan búinn að vera virkilega góður í þessum leik, virkilega hættulegur á köflum. Inn kemur reynsluboltinn, Halldór Orri Björnsson.
76. mín
FÆRI! Viðar komst upp að endamörkum hægra megin og átti fasta sendingu niðri, Brandur átti skot sem Sigurður komst fyrir og boltinn endaði í horni. Ekkert kom úr horninu frekar en venjulega.
75. mín Gult spjald: Brandur Olsen (FH)
Fyrir að biðja um hendi.
74. mín
Kaj er bara að leika sér að mönnum hérna. Dansar ballett með boltann trekk í trekk. Átti núna hælsendingu á Sindra sem átti fastan bolta niðri sem fór í gegnum alla og ekkert kom úr sókninni.
73. mín
Frábært hlaup hjá Kaj Leo! Hleypur upp hægri kantinn, klobbar Davíð Þór, tekur skæri á Guðmund sem sér við honum og sparkar boltanum í horn. Ekkert kom úr horninu samt.
70. mín
Castillion með fast skot út við stöng á fjær. Halldór Páll sér við henni og á geggjaða vörslu! Dóri fékk sér greinilega boozt í morgun. Fékk snapp af því, það var skyr, banani og jarðaber. Gamli skólinn.
69. mín
Shotout á Gunnar Þorsteinsson leikmann Grindavíkur, hann er að fylgjast með textalýsingunni og er mjög sáttur. Yljar mér í hjartarætur. Minn maður.
66. mín
Kaj að dansa með boltann enn og aftur út á kant, á geggjaða sendingu fyrir þar sem Sigurður Arnar er mættur á fjær en nær ekki nægilega góðum skalla, og skallar framhjá.
65. mín Gult spjald: Davíð Þór Viðarsson (FH)
Stoppar Kaj í hlaupi upp kantinn. Hárréttur dómur.
64. mín
Lennon að dansa með boltann framhjá varnarmönnum ÍBV, sér hlaupið hjá Brandi. En sendingin er ekki nægilega góð og Halldór nær boltanum.
60. mín
Inn:Geoffrey Castillion (FH) Út:Atli Guðnason (FH)
Atli ekki sýnt sína bestu hliðar í dag. Castillion að koma inn sem fremsti maður. Skorar hann í dag loksins?
60. mín
Inn:Shahab Zahedi (ÍBV) Út:Guy Gnabouyou (ÍBV)
Siggi út á kant, Shahab fram.
60. mín
Inn:Sigurður Grétar Benónýsson (ÍBV) Út:Jonathan Franks (ÍBV)
60. mín
Í gang er að fara tvöföld skipting hjá ÍBV, Shahab og Sigurður Grétar að koma inn á.
58. mín
Atli með fínan bolta út á vængin á Kaj Leo, sem dansar með boltann og köttar yfir á vinstri, tekur skotið... en langt framhjá.
54. mín
Atli með laflaust skot fyrir utan teig sem truflaði Gunnar ekkert í markinu.
48. mín Gult spjald: Sigurður Arnar Magnússon (ÍBV)
Fyrsta gula spjaldið er komið! Sigurður var alltof seinn í þessa tæklingu á Egil Darra.
45. mín
Leikur hafinn
Seinni hálfleikurinn er hafinn. ÍBV byrjar með boltann.
45. mín
Liðin mætt aftur út á völl, seinni hálfleikur að fara í gang. Hvað gerist? Skorar Brandur? Hver fær fyrsta gula spjaldið? Mun Shahab koma inná? Fylgstu vel með lýsingunni!
45. mín
Hálfleikur
Hálfleikur. FH sterkari aðilinn í fyrri hálfleik. Hvað gerist í seinni?
44. mín
#celebvaktin. Nýkrýndir íslandsmeistarar í handbolta, ÍBV eru flest allir mættir til að styðja sitt lið. Þar má nefna, Agnar Smára Jónsson, Róbert Aron Hostert, Andra Heimi Friðriksson og kónginn Grétar Þór Eyþórsson.
40. mín
Brandur komst í gegn eftir góða sendingu, hann og David voru í baráttu sem Brandur vann. Lyfti síðan boltanum yfir Dóra.... og yfir markið.
37. mín
Færi hjá FH! Komust þrír á þrjá og Atli Guðna kemst framhjá David og sendir fyrir, en sendingin er aðeins of föst og Brandur nær ekki til boltans nógu vel. Held að Yvan náði tæklingunni áður en Brandur komst í skot.
32. mín
Skot og rangstæða! Atli Arnarsson með fast skot viðstöðulaust á lofti sem var að stefna í vinstra hornið niðri, en Sigurður Arnar er fyrir, bjargar markinu og síðan dæmdur rangstæður. Varnarmaður ÍBV bjargar FH þarna
32. mín
#celebvaktin. Grímur Kokkur mættur á leikinn. Frábær kokkur. Talandi um það, ég ætla að fá mér plokkfisk frá Grími í kvöldmat.
30. mín
Kaj með fínan bolta inn á teig, en Guy er í baráttu við Pétur og Guðmund og nær ekki að setja hausinn á boltann.
26. mín
Færi!! Sindri með no look sendingu innfyrir á Guy sem er sloppinn einn gegn Gunnari. Á fast skot sem fer beint á Gunnar í markinu. Jonathan var að lúra á fjærstöng. Hefði kannski verið betra að gefa fyrir?
18. mín
FH mikið meira með boltann og miklu líklegri þessa stundina.
14. mín
Jónatan með geggjað skot utan teigs sem endaði í stönginni og fór síðan í Dóra. Dóri náði síðan boltanum áður en Viðar Ari náði til knattarins.
7. mín
Rangstaða! Steven Lennon með góðan bolta innfyrir á Atla sem var rangstæður en kláraði færið mjög vel yfir Dóra. Shocker að Atli skoraði, djók.
5. mín
FÆRI!! Sending innfyrir á Jónatan sem komst framhjá Halldóri og var einn á móti marki. En skotið laflaust og Felix mættur á línuna og neglir boltanum í burtu. ÍBV stálheppnir.
3. mín
Steven Lennon komst upp hægri kantinn og framhjá Yvan, átti síðan gott fast skot sem Halldór Páll varði vel. Gæði þarna hjá báðum leikmönnum.
1. mín
ÍBV stillir upp í leikkerfið 5-2-3 en FH Í klassíska 4-2-3-1.
1. mín
Leikur hafinn
Leikurinn hafinn. FH sækir í átt að Týsvelli en ÍBV sækir í átt að Herjólfsdal.
Fyrir leik
Liðin að ganga hérna út á völinn sem lítur ekkert eðlilega vel út. Kaj Leo og Atli Guðna seinustu menn inn á völl. Atli er að mínu mati ''The GOAT'' ásamt Óskari Erni í KR.
Fyrir leik
#celebvaktin. Kvennaliðið er mætt á leikinn. Sóley Guðmundsdóttir fyrirliði, Kristín Erna og Margrét Íris allar mættar. Kláruðu KR á laugardaginn 2-0.
Fyrir leik
Ekkert rosalega margir mættir í stúkuna, það er skrítið því það er alveg fínt veður og vonast ég til þess að sjá fleiri. Dru**ið ykkur á völlinn.
Fyrir leik
#celebvaktin. Magnús Steindórsson, það er maðurinn sem á Axel Ó, hann er fyrrverandi leikmaður stórveldisins KFS og er á sama tíma markahæsti leikmaður KFS frá upphafi. Hann er mættur á völlinn. Algjör fagmaður þar á ferð.
Fyrir leik
Verð að viðurkenna, það eru tveir menn sem ég er að fara fylgjast vel með í dag. Það er nýi leikmaður ÍBV, Jonathan Franks. Verður gaman að sjá hann spreyta sig hér í dag gegn einu besta liði deildarinnar. Síðan ætla ég að fylgjast með að mínu mati einn mest spennandi leikmanni deildarinnar, Brandi Olsen. Er spenntur.
Fyrir leik
#celebvaktin mætt. Mér við hlið situr Guðmundur Tómas fréttaritari mbl.is. Við verðum með arnarauga í dag og fylgjumst vel með.
Fyrir leik
Þetta verður mjög erfitt verkefni fyrir ÍBV. FH er í öðru sæti, aðeins stigi frá toppliði Breiðabliks. Eyjamenn hafa verið í miklu basli og eru aðeins með eitt stig, sitja í neðsta sæti deildarinnar.
Elvar Geir Magnússon

Magnús Már Einarsson
Fyrir leik
Gunnar Jarl Jónsson er spámaður umferðarinnar.

ÍBV 0 - 1 FH
Eyjamenn byrjað mótið illa og holningin á liðinu ekki góð. Seinni hálfleikur flottur gegn Fylki. FH-ingar siglt góðum þremur sigrum í hús og þeir gera það með seiglu í dag. Atli Guðna klárar þetta.
Magnús Már Einarsson
Fyrir leik
Liðin eru klár hér til hliðar.

Markvörðurinn Derby Carillo fer á bekkinn hjá ÍBV eftir slæm mistök í síðasta leik en Halldór Páll Geirsson byrjar. Jonathan Franks, sem kom frá Englandi á gluggadeginum, fer beint í byrjunarliðið.

Dagur Austmann, Shahab Zahedi, Ágúst Leó Björnsson og Devon Már Griffin detta allir úr liðinu síðan gegn Fylki. Alfreð Már Hjaltalín, Guy Gnabouyou og Atli Arnarson koma inn í liðið hauk Halldórs og Jonathan.

Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, heldur sig við sama byrjunarlið og í 3-1 sigrinum á KA í síðustu viku. Geoffrey Castillion og Kristinn Steindórs eru því áfram á bekknum.
Magnús Már Einarsson
Fyrir leik
Góðan og margblessaðan daginn. Verið velkomin á beina textalýsingu leiks ÍBV og FH í 5.umferð Pepsi deildar karla.
Byrjunarlið:
1. Gunnar Nielsen (m)
Davíð Þór Viðarsson
4. Pétur Viðarsson
6. Robbie Crawford
7. Steven Lennon
11. Atli Guðnason ('60)
11. Jónatan Ingi Jónsson ('77)
16. Guðmundur Kristjánsson
19. Egill Darri Makan Þorvaldsson
23. Viðar Ari Jónsson
27. Brandur Olsen ('85)

Varamenn:
12. Vignir Jóhannesson (m)
8. Kristinn Steindórsson
17. Atli Viðar Björnsson ('85)
18. Eddi Gomes
19. Zeiko Lewis
20. Geoffrey Castillion ('60)
22. Halldór Orri Björnsson ('77)

Liðsstjórn:
Ólafur Helgi Kristjánsson (Þ)
Eiríkur K Þorvarðsson
Guðjón Örn Ingólfsson
Ólafur H Guðmundsson
Axel Guðmundsson
Styrmir Örn Vilmundarson
Ásmundur Guðni Haraldsson

Gul spjöld:
Davíð Þór Viðarsson ('65)
Brandur Olsen ('75)
Robbie Crawford ('78)

Rauð spjöld: