Fjölnir
1
1
KR
Arnór Breki Ásþórsson '35 1-0
1-1 Pálmi Rafn Pálmason '51 , víti
21.05.2018  -  19:15
Extra völlurinn
Pepsi-deild karla
Aðstæður: Ágætis veður í Grafarvoginum og völlurinn er í fínu standi.
Dómari: Þóroddur Hjaltalín
Áhorfendur: 1330
Maður leiksins: Óskar Örn Hauksson
Byrjunarlið:
12. Þórður Ingason (m)
2. Mario Tadejevic
3. Bergsveinn Ólafsson (f)
7. Birnir Snær Ingason ('76)
8. Igor Jugovic
8. Arnór Breki Ásþórsson
9. Þórir Guðjónsson
11. Almarr Ormarsson
20. Valmir Berisha
28. Hans Viktor Guðmundsson (f)
29. Guðmundur Karl Guðmundsson

Varamenn:
25. Sigurjón Daði Harðarson (m)
4. Sigurpáll Melberg Pálsson
5. Torfi Tímoteus Gunnarsson
23. Valgeir Lunddal Friðriksson
26. Ísak Óli Helgason ('81)
27. Ingimundur Níels Óskarsson ('76) ('81)
31. Jóhann Árni Gunnarsson

Liðsstjórn:
Ólafur Páll Snorrason (Þ)
Gunnar Sigurðsson
Gunnar Már Guðmundsson
Gunnar Valur Gunnarsson
Einar Hermannsson
Kári Arnórsson
Andri Roland Ford

Gul spjöld:
Mario Tadejevic ('51)
Þórir Guðjónsson ('66)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Þá flautar Þóroddur til leiksloka og 1-1 jafntefli staðreynd hér í dag. Bæði lið ganga væntanlega svekkt hér úr Grafarvogi.

Viðtöl og skýrsla koma síðar.
90. mín Gult spjald: Pablo Punyed (KR)
Kemur alltof seint inní Igor. Síðasti séns Fjölnismanna til að skora.
90. mín
Fjórum mínútum bætt við hér í Grafarvogi. Bæði lið þurfa sigur og má því búast við nokkrum sóknum til viðbótar.
86. mín
KR-ingar komast hérna í skyndisókn sem að endar með flottu skoti Atla Sigurjónssonar í hliðarnetið. Fáum við sigurmark hér undir lokin?
81. mín
Inn:Ísak Óli Helgason (Fjölnir) Út:Ingimundur Níels Óskarsson (Fjölnir)
Mikill skellur fyrir Ingimund.
79. mín
Ingimundur leggst aftur niður. Hann er að fara útaf.
79. mín
Ingimundur Níels haltrar hér inná og Fjölnismenn fá horn. Óskar Örn skallar boltann frá.
77. mín
Ingimundur Níels liggur hér eftir á vellinum eftir að vera nýkominn inná. Væri ljótt ef að hann þyrfti að fara útaf núna strax.
76. mín
Inn:Ingimundur Níels Óskarsson (Fjölnir) Út:Birnir Snær Ingason (Fjölnir)
74. mín
Hans Viktori tókst hið ótrúlega rétt í þessu að ýta Björgvini Stefánssyni. Þóroddur trúir varla eigin augum og dæmir aukaspyrnu.
72. mín
Inn:André Bjerregaard (KR) Út:Kennie Chopart (KR)
71. mín
Igor Jugovic neglir aukaspyrnunni beint í vegginn og útaf.
70. mín Gult spjald: Finnur Orri Margeirsson (KR)
Ætlaði sér að strauja Almarr Ormarsson en náði því ekki. Kiddi Steindórs sá um það og Fjölnir fá aukaspyrnu á fínum stað.
66. mín Gult spjald: Þórir Guðjónsson (Fjölnir)
Nartar í hælanna á Pablo.
66. mín
KR-ingar komast hér í fína skyndisókn sem að endar með aðeins of langri stungusendingu Kennie Chophart á Bjögga Stef. Þórður er vel á verði og handsamar boltann.
65. mín
Inn:Atli Sigurjónsson (KR) Út:Pálmi Rafn Pálmason (KR)
Markaskorari KR fer hér útaf. Atli Sigurjónsson þekktur fyrir að eiga skrautlegar innkomur, eða allaveganna eina.
63. mín
Valmir Berisha kemst hér í fínt færi eftir góðan undirbúning Birnis Snæs en Beitir ver skotið í horn.
61. mín
Lítið að gerast þessa stundina. Liðin skiptast á að vera með boltann án þess að skapa sér neitt af viti.
57. mín
Birnir Snær reynir hér skot fyrir utan teig eftir mistök Albert Watson en skotið fer beint á Beiti.
53. mín
Björgvin Stefánsson kemst aftur einn innfyrir eftir góðan undirbúning Óskars Arnar en fyrsta snertingin svíkur hann og skot hans af vítateigshorninu fer beint á Þórð.
51. mín Mark úr víti!
Pálmi Rafn Pálmason (KR)
Öruggt víti hjá Pálma. Þetta verður hörkuleikur!
51. mín Gult spjald: Mario Tadejevic (Fjölnir)
Fær gult spjald fyrir brotið.
51. mín
KR FÆR VÍTI!!!

Eftir klaufagang í vörn Fjölnis nær Björgvin að komast einn innfyrir og Mario Tadejevic brýtur á honum. Pálmi Rafn tekur.
48. mín
Valmir Berisha reynir hér skot rétt fyrir utan teig en boltinn fer yfir markið.
47. mín
Valmir Berisha nær hér fínni fyrirgjöf en Þórir nær ekki að teygja sig í boltann og markspyrna KR staðreynd.
46. mín
Þá er leikurinn hafinn að nýju. Engar sjáanlegar breytingar. KR byrjar með boltann í þetta skiptið. Þannig eru víst reglurnar.



45. mín
Hálfleikur
Þá flautar Þóroddur Hjaltalín til loka fyrri hálfleiks. Eftir að KR virtist vera eina liðið á vellinum hafa orðið hlutverkaskipti og Fjölnismenn leiða 1-0 eftir mark Arnórs Breka. Fjörugur leikur hér í Grafarvogi.
45. mín
Óskar Örn nær hér góðri fyrirgjöf ætlaða Pálma Rafni en hann nær ekki að teygja sig í boltann.
45. mín
Það er gjörsamlega allt annað að sjá Fjölnismenn eftir markið. Ná hérna um tuttugu sendingum sín á milli sem að endar með skoti Valmir en það er beint á Beiti. Þremur mínútum bætt við.
39. mín
Guðmundur Karl fær boltann við vítateigslínuna eftir hornspyrnu Birnis en fyrirgjöf hans er léleg og fer aftur fyrir endamörk. Fjölnismenn vaknaðir til lífs hér.
39. mín
Markið virðist hafa slegið KR útaf laginu. Fjölnismenn fá enn eina hornspyrnuna.
36. mín
Igor Jugovic kemst hérna í gott færi strax eftir markið en Beitir ver út á Valmir sem að skorar. Hann er hins vegar rangstæður.
35. mín MARK!
Arnór Breki Ásþórsson (Fjölnir)
FJÖLNISMENN ERU KOMNIR YFIR!!!!

Eftir hornspyrnu Fjölnismanna gengur KR illa að koma boltanum frá. Það endar með föstu skoti Arnórs Breka sem að fer í gegnum pakkann og framhjá Beiti. Þetta er þvert gegn gangi leiksins.
33. mín
Birnir Snær tekur hornspyrnuna út og Arnór Breki nær fínu skoti sem að fer í varnarmann og útaf. Eftir næstu hornspyrnu kemst Birnir í fínt færi en Morten Beck kemst fyrir skot hans.
31. mín
Fjölnismenn fá hér hornspyrnu eftir skot Þóris Guðjónssonar endar í varnarmanni KR. Albert Watson liggur eftir og fær aðhlynningu. Á sama tíma skiptir Bergsveinn um skó. Lífsráð dagsins: Alltaf vera með aukapar af skóm.
28. mín
Fjölnismenn eru í bölvuðu basli hérna. Flæðið í spilinu er ekki nægilega gott og svo virðist sem að þeir eigi engin svör við pressu KR.
25. mín
HVERNIG FÓR MAÐURINN AÐ ÞESSU!!!!????

Óskar Örn kemur með góðan bolta inná teiginn sem að Björgvin kemur fyrir á Kennie sem að kemst framhjá Þórði en nær einhvernveginn ekki skoti og Fjölnismenn bjarga á línu. Þetta er mesta dauðafæri sem ég hef séð.
24. mín
Kiddi Jóns nær hér ágætis fyrirgjöf sem að Kennie Chopart endar á að skófla yfir.
20. mín
Lítið að gerast þessa stundina. Fjölnismönnum gengur illa að ná flæði í spil sitt og KR-ingar fljótir að loka á þá.
16. mín
KR-ingar halda áfram að sækja. Hans Viktor sendir boltann beint á Kidda Jóns sem að nær að koma boltanum fyrir en fyrirgjöfin fer aftur fyrir endamörk.
14. mín
Morten Beck tók spyrnuna beint á kollinn á Albert Watson en skalli hans fer yfir markið. KR byrjar betur hér í dag.
13. mín
Þórir Guðjóns brýtur hér á Morten Beck útá kanti. Aukaspyrna á góðum stað. Pablo virðist ætla að taka.
12. mín
Þórir Guðjóns fellur hér í teignum og biður um vítaspyrnu. Þóroddur gerir hinsvegar rétt að dæma ekkert.
9. mín
Flott sókn hérna hjá KR. Óskar Örn nær frábærri stungusendingu inná Morten Beck sem að nær góðri fyrirgjöf en Björgvin Stefánsson nær ekki til boltans.
7. mín
Óskar Örn reynir hér skot af löngu færi eftir klaufagang hjá Hans Viktori en Þórður sér við honum og handsamar boltann.
6. mín
Birnir Snær leikur hér á varnarmenn KR á vítateigshorninu og reynir svo skot sem að Beitir nær að verja.
5. mín
Ekkert verður úr aukaspyrnunni annað en markspyrna. Pálmi Rafn er staðinn upp og kemur aftur inná. Það byrjaði skyndilega að hellirigna. Hvað á það að þýða?
3. mín
Pálmi Rafn liggur hér eftir á vellinum eftir viðskipti sín við Igor Jugovic. KR fá aukaspyrnu á miðjum vellinum.
2. mín
Igor Jugovic sækir hér aukaspyrnu á fínum stað. Arnór Breki tekur spyrnuna beint á kollinn á Almarri en skalli hans er ekki góður og langt framhjá markinu.
1. mín
Leikur hafinn
Þá flautar Þóroddur leikinn á og Fjölnir byrja með boltann.
Fyrir leik
Þá labba leikmenn inná völlinn við fagran söng Jónsa Í Svörtum Fötum. Áhorfendur koma sér fyrir og Þóroddur og hans teymi brosa út að eyrum. Þá er okkur ekkert að vandbúnaði.
Fyrir leik
Skúli Jón Friðgeirsson er á varamannabekk KR-inga í dag en hann gekkst undir aðgerð nú á dögunum. Spurning hvort að hann sé tilbúinn til að koma inná hér í dag.
Fyrir leik
Ingó og Veðurguðirnir virðast vera að lesa þessa lýsingu þar sem að það er komið risa ský fyrir sólina. Þakka þeim fyrir það.
Fyrir leik
Liðin eru farin að hita upp og fólk er farið að láta sjá sig. Fjölnismenn eru að vígja glænýjan veitingapall sem að er að vekja mikla lukku. Umgjörðin hjá Fjölni búin að vera frábær í byrjun þessa móts og engin breyting er á því núna. Fá stórt prik fyrir það frá mér.
Fyrir leik
Sú gula er farin að láta sjá sig en það er mikið fagnaðarefni fyrir flesta. Ég tilheyri hins vegar ekki þeim hópi þar sem að hún skín beint í augun á mér á meðan ég er að reyna að vinna. Erfitt líf.
Fyrir leik
Það er jú víst venjan að liðin mætast tvisvar á hverju Íslandsmóti en Fjölnir og KR gerðu það einmitt á síðasta ári. Fyrri leikinn vann KR 2-0 á Alvogen-vellinum en það voru þeir Pálmi Rafn og Óskar Örn sem að skoruðu mörkin.

Seinni leikurinn á Extra-vellinum endaði hins vegar með 2-2 jafntefli. Ingimundur Níels og Birnir Snær sáu um að skora mörk Grafarvogsbúa á meðan að Tobias Thomsen og Ástbjörn Þórðarson skoruðu mörk Vesturbæinga.
Fyrir leik
Þá eru byrjunarliðin klár. Fjölnismenn treysta á sömu ellefu sem að byrjuðu leikinn gegn Keflavík á meðan að KR gerir eina breytingu á sínu liði. Aron Bjarki Jósepsson kemur inní stað Arnórs Sveins Aðalsteinssonar.



Fyrir leik
Það er ágætis veður til fótboltaiðkunnar í Grafarvoginum í dag og Extra-völlurinn er í sæmilegu standi. Ég spái hörkuleik hér í dag.
Fyrir leik
Liðin eru jöfn af stigum eftir fjórar umferðir með fimm stig. Bæði lið hafa einungis unnið einn leik það sem af er af tímabilinu og er því til mikils að vinna hér á Extra-vellinum í dag.
Fyrir leik
Fjölnismenn unnu góðan sigur á Keflavík í síðustu umferð en sá leikur endaði 1-2 og voru það Birnir Snær og Almarr Ormarsson sem að sáu um að skora mörkin.

Á meðan fékk KR heimsókn frá toppliði Breiðabliks í Frostaskjólið en sá leikur endaði 1-1. Kennie Chophart, fyrrverandi leikmaður Fjölnis, skorðai mark Vesturbæinga.
Fyrir leik
Komiði margblessuð og sæl og veriði hjartanlega velkomin í þessa beinu textalýsingu á leik Fjölnis og KR í Pepsi-deild karla.

Leikurinn fer fram á Extra-vellinum í fyrsta skipti í sumar en fram af þessu hefur Fjölnir spilað heimaleiki sína í Egilshöllinni.
Byrjunarlið:
1. Beitir Ólafsson (m)
Pálmi Rafn Pálmason ('65)
2. Morten Beck
4. Albert Watson
8. Finnur Orri Margeirsson
9. Björgvin Stefánsson
11. Kennie Chopart (f) ('72)
16. Pablo Punyed
18. Aron Bjarki Jósepsson
19. Kristinn Jónsson
22. Óskar Örn Hauksson (f)

Varamenn:
13. Sindri Snær Jensson (m)
4. Jóhannes Kristinn Bjarnason
5. Arnór Sveinn Aðalsteinsson
6. Gunnar Þór Gunnarsson
7. Skúli Jón Friðgeirsson
15. André Bjerregaard ('72)
23. Atli Sigurjónsson ('65)

Liðsstjórn:
Rúnar Kristinsson (Þ)
Magnús Máni Kjærnested
Valgeir Viðarsson
Jón Hafsteinn Hannesson
Bjarni Eggerts Guðjónsson
Kristján Finnbogi Finnbogason

Gul spjöld:
Finnur Orri Margeirsson ('70)
Pablo Punyed ('90)

Rauð spjöld: