Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Í BEINNI
Besta-deild karla
Stjarnan
LL 1
0
Valur
ÍA
2
2
Njarðvík
0-1 Stefán Birgir Jóhannesson '4
Stefán Teitur Þórðarson '36 1-1
Andri Adolphsson '66 2-1
2-1 Andri Fannar Freysson '74 , misnotað víti
2-2 Magnús Þór Magnússon '86
25.05.2018  -  19:15
Norðurálsvöllurinn
Inkasso deildin - 1. deild karla
Aðstæður: 8 gráður. Skýjað og þéttur vindur.
Dómari: Sigurður Hjörtur Þrastarson
Maður leiksins: Arnar Már Guðjónsson(ÍA)
Byrjunarlið:
12. Árni Snær Ólafsson (m)
Arnar Már Guðjónsson
Einar Logi Einarsson
Arnór Snær Guðmundsson
2. Þórður Þorsteinn Þórðarson
2. Hörður Ingi Gunnarsson
10. Steinar Þorsteinsson
10. Ragnar Leósson ('65)
15. Hafþór Pétursson ('34)
18. Stefán Teitur Þórðarson ('78)
32. Garðar Gunnlaugsson

Varamenn:
3. Ástbjörn Þórðarson ('78)
16. Viktor Helgi Benediktsson ('65)
17. Andri Adolphsson ('34)
19. Bjarki Steinn Bjarkason
20. Alexander Már Þorláksson
26. Hilmar Halldórsson

Liðsstjórn:
Jóhannes Karl Guðjónsson (Þ)
Páll Gísli Jónsson
Hlini Baldursson
Hjalti Rúnar Oddsson
Daníel Þór Heimisson
Sigurður Jónsson
Skarphéðinn Magnússon

Gul spjöld:
Hörður Ingi Gunnarsson ('44)
Stefán Teitur Þórðarson ('74)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Leiknum er lokið á Akranesi með jafntefli í fjörugum leik. Held að þetta sé nokkuð sanngjarnt á heildina litið.
90. mín
ÚFFFFFFF!!!! Njarðvíkingar bjarga nánast á línu. ÞÞÞ með sendingu fyrir úr aukaspyrnu og Einar Logi með skotið.
90. mín Gult spjald: Kenneth Hogg (Njarðvík)
90. mín
Skagamenn að leita að sigurmarki. ÞÞÞ kemur með flottann bolta fyrri en Skagmenn bara ekki nógu grimmir í teignum.
88. mín
ÞÞÞ með frábæara fyrirgjöf en Garðar nær ekki til boltans. Garðar hefur oft spilað miklu betur!
86. mín MARK!
Magnús Þór Magnússon (Njarðvík)
MAAAAAAAAAARK!!!!! NJARÐVÍKINGAR JAFNA!!!! Frábær hornspyrna og Magnús Þór með virkilega huggulegan skalla í fjærhornið.
85. mín
Stórhætta í teig Skagamanna en Njarðvík fær horn.
85. mín
Inn:Ari Már Andrésson (Njarðvík) Út:Luka Jagacic (Njarðvík)
84. mín
Skotið er beint í vegginn og svo kemur fyrirgjöf en skallinn er laaaaaang framhjá.
83. mín
Njarðvíkinar fá aukaspyrnu á hættulegum stað.
82. mín
Inn:Bergþór Ingi Smárason (Njarðvík) Út:Stefán Birgir Jóhannesson (Njarðvík)
79. mín
ÞÞÞ með fína hornspyrnu sem Robert á smá vandræðum með. Er við það að missa boltann.
78. mín
Inn:Stefán Teitur Þórðarson (ÍA) Út:Ástbjörn Þórðarson (ÍA)
Ástbjörn fer í vinstri bak og Hörður Ingi á kantinn. Fyrsti leikur Ástbjörn fyrir ÍA eftir að hann kom á láni frá KR
76. mín
Það var Hörður Ingi sem braut áðan þegar vítið var dæmt. Hárrétt ákvörðun hjá Sigurði dómara.
75. mín
Gestirnir sækja grimmt þessa stundina. Fá horn.
74. mín Misnotað víti!
Andri Fannar Freysson (Njarðvík)
Bombar í slánna!
74. mín Gult spjald: Stefán Teitur Þórðarson (ÍA)
73. mín
NJARÐVÍK FÆR VÍTI
71. mín
Inn:Atli Freyr Ottesen Pálsson (Njarðvík) Út:Theodór Guðni Halldórsson (Njarðvík)
70. mín
Rosaleg sókn hjá ÍA. Klaufaskapur í vörn Njarðvíkinga og Garðar fær boltann en nær ekki að gera sér mat úr þessu. Svo kemur önnur fyrirgjöf en Andri bara hittir ekki boltann.
68. mín
Njarðvíkingar sækja og fá hornspyrnu sem er góð og varnarmenn ÍA hreinsa aftur fyrir.
66. mín MARK!
Andri Adolphsson (ÍA)
MAAAAAAAAAARKKKKK!!!!! SKAGAMENN ERU KOMNIR YFIR! Skagamenn fengu aukaspyrnu út á hægri kanti. Þeir senda boltann fyrir markið og boltinn berst á Andra á vítateigslínunni og hann tekur hann viðstöðulaust með vinstri niðri í bláhornið.
65. mín
Inn:Viktor Helgi Benediktsson (ÍA) Út:Ragnar Leósson (ÍA)
64. mín
Þess má geta að hinum leik kvöldsins í Inkasso er lokið. Víkingur Ó gerði góða ferð í Hafnarfjörðinn og unnu 0-1 þar sem Ingibergur Kort skoraði eina mark leiksins.
63. mín
Stefán Birgir með skot langt utan af velli en laust og líka framhjá.
61. mín
Stefán Teitur er hér að skipta um skó fyrir utan völlinn. Spurning hvort þessir reynist betri.
60. mín
Theodór með skot langt utan af velli en varnarmenn ÍA henda sér fyrir.
59. mín
Stefán Teitur með skot/fyrirgjöf eftir að hafa unnið boltann á miðjunni en fer nánast í innkast.
58. mín
Andri Adolphs með skot að marki en frekar laust og Robert á ekki í neinum vandræðum með þetta.
55. mín
Skagamenn með flotta sókn og Stefán Teitur kemst upp hægra megin, sendir boltann fyrir með jörðinni en það er bara enginn Skagamaður mættur nógu grimmur.
52. mín
Einar Logi ætlar að renna sér í boltann á miðjunni en missir af honum og Helgi er aleinn en er alltof lengi að hlutunum og nær ekki almennilegu skoti.
52. mín
Stefán Teitur með skot fyrir utan teig en í hliðarnetið.
52. mín
Skagamemm með fína sókn. Steinar sendir inní teig með jörðinni og Garðar snýr vel, sendir á Ragnar sem er með laust skot en Robert ver í horn. Skapast smá hætt í teig Njarðvíkinga eftir hornið en gestirnir hreinsa
48. mín
Skagamenn með fína sókn og boltinn á Garðar í teignum sem snýr en skotið í varnarmann og lekur til Robert í markinu.
46. mín
Skagamenn eiga fyrstu sókn seinni hálfleiks. Boltinn fyrir markið en Garðar nær ekki til hans.
46. mín
Jæja þá er þetta byrjað aftur. Nú eru það Skagamenn sem byrja með boltann og sækja í átt að höllinni.
45. mín
Hálfleikur
Ég talaði um það hérna fyrir leik að Njarðvíkingar væru sýnd veiði en ekki gefin og þeir hafa sko heldur betur sýnt það hérna í fyrri hálfleik. Verður fróðlegt að sjá hvernig seinni hálfleikur þróast.
45. mín
Hálfleikur
Alls ekki ósanngjörn staða í hálfleik. Skagamenn meira með boltann en Njarðvíkingar hafa fengið fín færi til að skora meira. Eiginlega ótrúlegt að staða sé bara 1-1
44. mín Gult spjald: Hörður Ingi Gunnarsson (ÍA)
Spot on hjá Sigurði
43. mín
Garðar Gunnlaugs í fínu færi en skýtur framhjá. Skagamenn fá horn sem enginn skilur. Njarðvíkingar geysast svo í sókn og Helgi Þór í góðu færi sen skotið er mjög slakt og beint á Árna.
42. mín
Ragnar Le með skot í framhaldinu en vel yfir.
42. mín
Flott sókn hjá ÍA sem endar með fyrirgjöf frá Herði en Njarðvíkingar skalla í horn.
40. mín
ÞÞÞ er kominn í hægri bakvörðinn hjá ÍA eftir skiptinguna áðan.
39. mín
Andri Adolphs með skot eftir hornspyrnu en framhjá. Hitti boltann ekki nógu vel.
36. mín MARK!
Stefán Teitur Þórðarson (ÍA)
MAAAAAAAAAAARKKKKK! STEFÁN TEITUR JAFNAR! Andri Adolphs með flotta takta á vinstri kantinum og sendir fyrir markið þar sem boltinn hrekkur á Stefán Teit sem klárar virkilega vel
35. mín
Andri Fannar með hörkuskot en rétt framhjá. Hornspyrna.
34. mín
Inn:Andri Adolphsson (ÍA) Út:Hafþór Pétursson (ÍA)
Skagamenn gera breytingu. Geri ráð fyrir að Hafþór hafi verið meiddur.
33. mín
Skagamenn með hornspyrnu en hún er slök og fer aftur fyrir.
32. mín
Skagamenn með aukaspyrnu við vítateiginn nálægt endalínunni. ÞÞÞ með þéttingsfastan bolta fyrir en engin hætta.
30. mín
Það er byrjað að rigna hjá okkur og ekki frá því að það sé að bæta í vindinn.
29. mín
ÞÞÞ með bjartsýnis tilraun af vítateigshorninu en framhjá.
28. mín
Garðar Gunnlaugs með skot fyrir utan teig en yfir markið. Garðar ekki líklegu rmeð vinstri
26. mín
SKAGAMENN STÁLHEPPNIR!!!! Aukaspyrna af hægri kanti og setur boltann fyrir aftan vörn ÍA og bara klaufaskapur í sóknarmönnum Njarðvíkur að nýta þetta ekki.
25. mín
Föst aukaspyrna lengst utan af velli að marki Njarðvíkinga og Robert kýlir boltann í innkast. Vantaði bara greddu í sóknarmenn í þarna.
24. mín Gult spjald: Magnús Þór Magnússon (Njarðvík)
Hef ekki hugmynd fyrir hvað. Eftir skotið þá laggaði Sigurður uppa að honum og spjaldaði hann. Veit enginn af hverju.
23. mín
Skagamenn með skot framhjá.
23. mín Gult spjald: Luka Jagacic (Njarðvík)
Afskaplega kjánalegt hjá Luka. Fær dæmda á sig aukaspyrnu og tekur upp boltann og sleppir honum ekki.
22. mín
Skaginn fær strax annað horn og Arnar Már stendur aleinn í teignum en skallinn er mjög slakur og vel framhjá.
21. mín
Steinar Þorsteins með fyrirgjöf sem verður eiginlega skot og Robert þarf að verja í horn.
19. mín
Stefán Teitur með hörkuskot fyrir utan teig en Robert ver í horn.
17. mín
Steinar með flottann sprett inní teig en varnarmaður kemst fyrir sendinguna. Horn.
16. mín
Ragnar Leósson með skot úr aukaspyrnu laaaaangt utan af velli og Robert þarf að verja í horn. Einar Logi með skalla eftir hornið en vel yfir markið.
16. mín
Lítið að gerast. Skagamenn eru að reyna en gengur lítið.
11. mín
DAUÐAFÆRI!!!!! Theodór sloppinn einn í gegn á móti Árna Snæ en var bara of lengi að athafna sig og gaf Árna tíma til að koma út úr markinu og hann varði vel.
10. mín
Skagamenn halda áfram. ÞÞÞ með fyrirgjöf en Njarðvíkingar hreinsa í innkast.
9. mín
Skagamenn vilja fá aukaspyrnu rétt utan teigs en Sigurður dæmir ekkert. Steinar hafði eitthvað til síns máls þarna.
6. mín
Steinar Þorsteins hirðir boltann af varnarmanni Njarðvíkur en sendingin fyrir er léleg. Strax önnur sókn hjá ÍA og ÞÞÞ með skot en framhjá.
6. mín
Arnar Már reynir skot vel fyrir utan teig en hátt,hátt yfir.
4. mín MARK!
Stefán Birgir Jóhannesson (Njarðvík)
MARAAAAAAAAAARKKKKKK!!!!! NJARÐVÍKER KOMIÐ YFIR! Steinar Þorsteins með ömurlega sendingu á miðsvæðinu og Stefán Birgir með skot sem er beint á Árna en hann missir boltann undir sig. Skelfileg mistök hjá Árna.
3. mín
Fyrsta skot í áott að marki er Njarðvíkinga en varnarmenn ÍA henda sér fyrir.
2. mín
Skagamenn eiga strax sókn og Stefán Teitur með fyrirgjöf sem er hættulaus. Strax önnur fyrirgjöf og varnarmaður Njarðvíkur misreiknar boltann en ÞÞÞ ekki alveg tilbúin og boltinn fer aftur fyrir.
1. mín
Leikur hafinn
Þá er þetta byrjað. Það eru Njarðvík sem byrja með boltann og sækja í átt að höllinni. Skagamenn að sjálfsögðu gulir og svartir og Njarðvíkingar algrænir.
Fyrir leik
Það eru tíu mínútur í lið og bæði lið farin uppí klefa í loka pepp!
Fyrir leik
Það eru 20 mínútur í leik hérna á Norðurálsvellinum og bæði lið og dómarar að sjálfsögðu mætt út á völl að hita upp. Það er býsna létt yfir mannskapnum.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru dottin inn eins og sjá má. Skagamenn stilla upp sama byrjunarliði og í síðasta leik en Njarðvíkingar gera tvær breytingar. Helgi Þór Jónsson og Theodór Guðni Halldórsson koma inn fyrir Ara Má Andrésson og Bergþór Inga Smárason
Fyrir leik
Svo hvet ég að sjálfsögðu fólk til að skella sér á völlinn. Fátt betra á góðu föstudagskvöldi en að skella sér á leik.
Fyrir leik
Það verður að teljast líklegt að þjálfarar beggja liða stilli upp sömu byrjunarliðum og í síðasta leik. Byrjunarliðin detta inn um klukkutíma fyrir leik og birtast hér til hliðar.
Fyrir leik
Það er einn annar leikur á dagskrá í dag í Inkasso-ástríðunni. Haukar taka á móti Víkingum frá Ólafsvík kl 18:30. Umferðinni lýkur svo á morgun þegar Selfyssingar taka á móti Magna frá Grenivík og Fram skellir sér norður yfir heiðar og mætir Þór Ak.
Fyrir leik
Fjórða umferðin hófst í gær með tveimur leikjum. Þar unnu HK-ingar 1-3 sigur á Þrótti R með mörkum frá Bjarna Gunnarssyni, Kára Péturssyni og Ásgeiri Marteinssyni. Mark Þróttar skoraði Aron Þórður Albertsson.
Á Ghetto Ground í Breiðholtinu unnu svo Leiknismenn ÍR-inga í baráttunu um Breiðholtið 3-1. Leiknismenn komust í 3-0 með mörkum frá Aroni Daníelssyni, Axel Kára Vignissyni(sjálfsmark) og Sólon Breka Leifssyni. Björgvin Stefán Pétursson minnkaði svo muninn fyrir ÍR-inga. Montrétturinn í Efra-Breiðholtinu alla vega þangað til næst.
Fyrir leik
Dómari í dag er Sigurður Hjörtur Þrastarson og honum til aðstoðar eru Kristján Már Ólafs og Ragnar Þór Bender. Eftirlitsmaður KSÍ er Einar Freyr Jónsson.
Svo að sjálfsögðu minni ég menn á Twitter í kringum umræðu um leikinn, #fotboltinet er merkið, þið þekkið þetta.
Fyrir leik
Liðin hafa mæst sex sinnum í keppnum á vegum KSÍ og þar hafa Skagamenn mikla yfirburði. Hafa unnið fimm af sex og eru með markatölun 18-7. Eini sigur Njarðvíkur kom hins vegar á þessu ári en það var í deildarbikarnum, 3-2.

Liðin hafa ekki mæst í deildarkeppni síðan 2010 og þá hafði Skaginn betur í báðum leikjunum.
Fyrir leik
Njarðvíkingar hafa byrjað mótið ágætlega og eru í sjöunda sæti fyrir þennan leik með fjögur stig. Þeir hafa unnið einn, gert eitt jafntefli og tapað einum. Þeir töpuðu einmitt sínum fyrsta leik í síðustu umferð fyrir Þór Akureyri 0-1 á Njarðtaksvellinum.

Njarðvíkingum er spáð næst neðsta sæti deildarinnar en þeir hafa sýnt í upphafi móts að þeir eru sýnd veiði en ekki gefin.
Fyrir leik
Skagamenn hafa byrjað mótið af miklum krafti og unnið fyrstu þrjá leiki sína. Í síðustu umferð unnu þeir Hauka mjög sannfærandi 3-1 á heimavelli.

Skagamönnum er spáð sigri í deildinni og þeir hafa sýnt í upphafi móts að þeir eru til alls líklegir.
Fyrir leik
Góða kvöldið kæru lesendur og velkomin í beina textalýsingu frá leik ÍA og Njarðvíkur á Norðurálsvellinum á Akranesi.
Byrjunarlið:
Brynjar Freyr Garðarsson
1. Robert Blakala
2. Helgi Þór Jónsson
3. Neil Slooves
5. Arnar Helgi Magnússon
7. Stefán Birgir Jóhannesson ('82)
8. Kenneth Hogg
20. Theodór Guðni Halldórsson ('71)
22. Magnús Þór Magnússon
22. Andri Fannar Freysson
23. Luka Jagacic ('85)

Varamenn:
31. Unnar Elí Jóhannsson (m)
6. Sigurbergur Bjarnason
6. Unnar Már Unnarsson
10. Bergþór Ingi Smárason ('82)
14. Birkir Freyr Sigurðsson
15. Ari Már Andrésson ('85)

Liðsstjórn:
Rafn Markús Vilbergsson (Þ)
Árni Þór Ármannsson
Atli Freyr Ottesen Pálsson
Snorri Már Jónsson
Gunnar Örn Ástráðsson
Leifur Gunnlaugsson
Viðar Einarsson

Gul spjöld:
Luka Jagacic ('23)
Magnús Þór Magnússon ('24)
Kenneth Hogg ('90)

Rauð spjöld: