Selfoss
4
1
FH
Eva Lind Elíasdóttir '9 1-0
Eva Lind Elíasdóttir '37 2-0
Sophie Maierhofer '70 3-0
3-1 Guðný Árnadóttir '87
Sunneva Hrönn Sigurvinsdóttir '90 4-1
23.05.2018  -  19:15
JÁVERK-völlurinn
Pepsi-deild kvenna
Dómari: Bríet Bragadóttir
Áhorfendur: 275
Maður leiksins: Eva Lind Elíasdóttir
Byrjunarlið:
12. Caitlyn Alyssa Clem (m)
Erna Guðjónsdóttir ('60)
2. Hrafnhildur Hauksdóttir
5. Brynja Valgeirsdóttir
6. Bergrós Ásgeirsdóttir
14. Karitas Tómasdóttir
16. Allyson Paige Haran
18. Magdalena Anna Reimus
19. Eva Lind Elíasdóttir ('83)
23. Kristrún Rut Antonsdóttir ('90)
27. Sophie Maierhofer

Varamenn:
13. Friðný Fjóla Jónsdóttir (m)
8. Íris Sverrisdóttir ('90)
17. Sunneva Hrönn Sigurvinsdóttir ('60)
20. Brynhildur Brá Gunnlaugsdóttir
24. Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir

Liðsstjórn:
Alfreð Elías Jóhannsson (Þ)
Anna María Friðgeirsdóttir
Svandís Bára Pálsdóttir
Hafdís Jóna Guðmundsdóttir
Margrét Katrín Jónsdóttir
Alexis Kiehl

Gul spjöld:
Hrafnhildur Hauksdóttir ('52)
Magdalena Anna Reimus ('90)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
+3

Leik lokið. Flottur sigur Selfyssinga staðreynd og þær komnar með sín fyrstu stig. Súrt fyrir FH.

Takk fyrir mig, skýrsla og viðtöl á leiðinni.
90. mín MARK!
Sunneva Hrönn Sigurvinsdóttir (Selfoss)
Stoðsending: Anna María Friðgeirsdóttir
MAAAAARK!!!

Anna María leikur laglega á varnarmann FH, kemur með frábæra sendingu innfyrir á Sunnevu sem klárar flott.

Flottur endir hjá Selfyssingum!
90. mín Gult spjald: Magdalena Anna Reimus (Selfoss)
+2

Magdalena fær gult spjald fyrir að veifa höndunum í átt að dómaranum!
90. mín
Uppbótartimi
90. mín
Inn:Íris Sverrisdóttir (Selfoss) Út:Kristrún Rut Antonsdóttir (Selfoss)
Kristrún verið spræk í dag. Síðasta skipting leiksins.
90. mín
Það virðist vera að kvikna á FH-ingum en það er sennilega bara of seint. Fá hér hornspyrnu.
87. mín MARK!
Guðný Árnadóttir (FH)
MAAARK!

Talandi um BOMBU!

Guðný tekur aukaspyrnu langt inná vallarhelmingi Selfyssinga og lætur bara vaða! Caitlyn í marki Selfyssinga kemur engum vörnum við og boltinn syngur í netinu. Þetta var rosalegt!

Af 35 metrunum!
86. mín
Inn:Þórey Björk Eyþórsdóttir (FH) Út:Helena Ósk Hálfdánardóttir (FH)
Síðasta skipting FH-inga.
83. mín
Inn:Anna María Friðgeirsdóttir (Selfoss) Út:Eva Lind Elíasdóttir (Selfoss)
Maður leiksins fer hér af velli. Frábær frammistaða hjá Evu í dag.
79. mín
Þetta er að fjara hægt og rólega út frá FH-ingunum. Virðast vera búnar að gefast upp.

Selfyssingar meira með boltann og eru líklegri að bæta við 4. markinu.
75. mín
Selfyssingar fá aukaspyrnu á miðjum vallarhelmingi FH sem að Hrafnhildur Hauks tekur. Boltinn fer í gegnum allan mannskapinn í teignum og beint í hendurnar á Anítu Dögg .
70. mín MARK!
Sophie Maierhofer (Selfoss)
MAAAAAAARK!

Þetta var algjör bomba. Fær boltann fyrir utan teig og ákveður að hamra í skotið og sér sennilega ekki eftir því. Sláin inn og innsiglar þetta fyrir Selfyssinga!
69. mín
Inn:Halla Marinósdóttir (FH) Út:Jasmín Erla Ingadóttir (FH)
68. mín
Hrafnhildur Hauksdóttir með LÚMSKT skot langt utan af velli en Aníta Dögg gerir vel í að handsama bolltann, en þarf þó að hafa fyrir því.

Spurning hvort Hrafnhildur vilji gera Fimleikafélaginu það að skora á móti þeim þar sem kærasti hennar ver mark handboltaliðsins sem sló einmitt Selfoss út í undanúrslitum Olísdeíldarinnar, Ágúst Elí Björgvinsson. Segi svona.
65. mín
Það er ekki búið að koma eitt einasta færi í síðari hálfleik en við hér í blaðamannastúkunni bíðum SPENNT eftir því færi!
60. mín
Inn:Sunneva Hrönn Sigurvinsdóttir (Selfoss) Út:Erna Guðjónsdóttir (Selfoss)
Varnarmaður inn fyrir sóknarmann.
58. mín
Inn:Diljá Ýr Zomers (FH) Út:Hanna Marie Barker (FH)
Fyrsta skipting leiksins.
56. mín
Þetta er rosalega leiðinlegur fótboltaleikur þessar mínúturnar. Andskotinn ekki neitt að gerast!
52. mín Gult spjald: Helena Ósk Hálfdánardóttir (FH)
Hrafnhildur og Helena Ósk fá hér báðar gult spjald fyrir einhvern smá ýting á hvora aðra. Virkilega soft!
52. mín Gult spjald: Hrafnhildur Hauksdóttir (Selfoss)
Hrafnhildur og Helena Ósk fá hér báðar gult spjald fyrir einhvern smá ýting á hvora aðra. Virkilega soft!
49. mín
Gaman að taka hálfleiksröltið og sjá hversu margir frambjóðendur eru mættir á völlinn að sækja atkvæði.

Ég er búinn að ákveða hvað ég kýs, það verður ekki gefið upp hér.
47. mín Gult spjald: Eva Núra Abrahamsdóttir (FH)
Brýtur á Magdalenu, hárrétt. Stöðvar hraða sókn.
46. mín
Síðari hálfeikur kominn af stað og í þetta skiptið eru það Selfyssingar sem hefja leik með boltann.

Góða skemmtun í seinni!
45. mín
Hálfleikur
Hálfleikur á Selfossi!

Nokkuð jafnleikur en Selfyssingar átt aðeins betri færi og nýtt þau vel.

Sjáumst í síðari.
44. mín
DAUÐAFÆRI!

Eva hefði getað sett þrennu í FYRRI hálfleik! Frábært sending frá Kristrúnu innfyrir en Aníta gerir vel í úthlaupinu og kemst í veg fyrir skotið!
43. mín
Selfyssingar eru byrjaðir að tefja!

Magdalena hleypur upp að hornfána og bíður þar með boltann þangað til hún fær mann í sig og fiskar hornspyrnu.

Vel gert en sérstök ákvörðun!
40. mín
Afar mikilvægt fyrir Selfyssingar að ná þessu 2. marki fyrir hálfleik. Verður sennilega rólegra andrúmstloft inní búningsklefa.

Virkilega vont fyrir FH-inga aftur á móti!
37. mín MARK!
Eva Lind Elíasdóttir (Selfoss)
MAAAAAMAMAMARK!


Selfyssingar fá aukaspyrnu á miðjum vallarhelmingi FH, hana tekur Erna Guðjónsdóttir en hún kemur með frábæran bolta inná teig og varnarmaður FH tekst ekki að koma boltanum burt og Eva gráðug í teginum, nær til boltans og hamrar honum inn!
36. mín
Leikurinn er live hér á SelfossTV ef einhver er áhugasamur. Mæli samt alltaf með þessari lýsingu í staðinn!

https://www.youtube.com/watch?v=KjJ2UQ5Rygs
32. mín
Mér finnst sóknarleikur FH vera svolítið fyrirsjáanlegur, auðvelt fyrir Selfoss að verjast þessu eins og staðan er núna.
30. mín
Skot frá Jasmín Erlu, svolítið bjarstýnisskot sem er auðvitað bara gott. Alltaf gott að vera bjartsýinn! Boltinn hátt yfir.
26. mín
FRÁBÆRT skot frá Ernu Guðjónsdóttur! Þarna munaði ansi litlu, boltinn strýkur þverslánna!
24. mín
Það er aaaansi rólegt yfir þessu núna. Ég reyni að dotta ekki, ef það kemur ekki færsla næstu mínúturnar má hringa í s. 772-9974.
20. mín
Selfyssingar aðeins slakað á eftir markið finnst mér og það eru FH-ingarnir sem eru að sækja í sig veðrið.
15. mín
FH-ingar fá hornspyrnu en því miður fyrir þær lítil hætta og Selfyssingar hreinsa burt.
13. mín
Fínt færi hjá FH-ingum!

Marjani kemur með flotta stungusendingu ætlaða Evu Núru en frábær varnarleikur hjá Allyson Haran sem skýlir boltanum og nær að senda hann alveg niður á Caitlyn sem sparkar frá.
9. mín MARK!
Eva Lind Elíasdóttir (Selfoss)
Stoðsending: Magdalena Anna Reimus
MAAAAARK!!

Frábær leik sókn frá Selfyssingum og maður hefur tekið eftir því á þessum fyrstu mínútum að þetta er greinilega sóknaruppleggið og það heppnaðist strax eftir 9 mínútur!

Magdalena fær boltann úti á hægri kanti, kemur með frábærann bolta á fjærstöngina þar sem risinn hún Eva lúrir og stangar boltann inn. Það á að finna háu boltana á Evu!
7. mín
Fyrsta hornspyrna leiksins er heimamanna. Hana tekur Magdalena og spyrnan er ekkert sérstök en það myndast allskonar klafs í kjölfarið en FH-ingar ná loks að bæja hættunni frá.
6. mín
Virkilega fín sókn FH.

Arna Dís brunar upp kantinn og kemur með góða fyrirgjöf en Caitlyn handsamar boltann.
3. mín
Fyrsta hálffæri leiksins fá Selfyssingar, fín sókn sem endar á því að boltinn berst á Magdalenu sem ætlar að stinga boltanum á Kristrúnu en aðeins of mikill kraftur í sendingunni og Aníta Dögg kemur út á móti og handsamar boltann.
1. mín
Leikur hafinn
GAME ON!

FH-ingar hefja leikinn með boltann og sækja í átt að Tíbrá!
Fyrir leik
Hér ganga liðin út á völlinn. Bæði lið í sínum aðalbúningum, Selfyssingar í sínum vínrauðubúningum á meðan FH-ingar skjannahvítir.

Þetta stefnir bara í veislu!
Fyrir leik
Bæði lið mætt út til upphitunnar.

Burgers á grillinu og Skímó í græjunum. SÆ-lir.
Fyrir leik
Tatiana Saunders markmaður FH virðist vera á meiðslalistanum þar sem hún er ekki í hóp í dag.

Aníta Dögg er í rammanum í dag, fædd árið 2000.
Fyrir leik
Alfreð Elías hendir tveimur af sínum lykilmönnum á bekkinn. Fyrirliðinn Anna María og Alexis Kiehl setjast báðar á varamannabekkinn.

Kristrún Rut kemur beint inn í byrjunarliðið, eðlilega.
Fyrir leik
Byrjunarlið liðanna eru komin inn, þau má sjá hér til hliðanna!
Fyrir leik

Fyrir leik
....oooooog það eru heldur betur gleðifréttir en þetta er fyrsti leikur sumarsins sem er spilaður á grasi á Selfossi!!

Bæði karla og kvennalið Selfoss hafa leikið sína heimaleiki á gervigrasinu en vallarstarfsmenn meta það svo að grasvöllurinn sé tilbúinn, og ég sé ekki betur. Lítur frábærlega út, rennblautur!
Fyrir leik
Uppskera FH er aðeins betri en Selfyssinga en þær eru komnar með 3 stig eftir jafnmarga leiki. Töpuðu nokkuð óvænt í fyrsta leiknum fyrir nýliðum HK/Víkings en náðu síðan sterkum útisigri í síðustu umferð á móti KR.

Það þarf því enginn að segja mér neitt annað en að þetta verði hörkuleikur í dag á milli tveggja sterkra liða sem eru sennilega með það sameiginlega markmið að leggjast með 3 stig á koddann í kvöld.
Fyrir leik
Það hefur gengið á ýmsu hjá Selfyssingum uppá síðkastið en þær hafa náð að styrkja hópinn talsvert undanfarna daga og vikur. Það hafa verið að koma stelpur heim úr háskólaboltanum sem og Hrafnhildur sem kom frá Val og nú síðast í gær kom Kristrún frá Ítalíu, þeirra besti leikmaður á síðasta tímabili.

Úrslitin hafa ekki verið Selfyssingum í hag það sem af er og situr liðið í 9. sæti deildarinnar með 0 stig. Þær hljóta að sjá tækifæri í því að sækja 3 stig hér í kvöld.
Fyrir leik
Góða kvöldið og verið velkomin í sveitina á JÁVERK-völlinn á Selfossi.

Hér fylgjumst við með því helsta úr leik Selfoss og FH í 4. umferð Pepsi deildarinnar.

Verið með!
Byrjunarlið:
25. Aníta Dögg Guðmundsdóttir (m)
Erna Guðrún Magnúsdóttir
Selma Dögg Björgvinsdóttir
4. Guðný Árnadóttir
8. Jasmín Erla Ingadóttir ('69)
15. Birta Stefánsdóttir
19. Helena Ósk Hálfdánardóttir ('86)
20. Eva Núra Abrahamsdóttir
21. Arna Dís Arnþórsdóttir
23. Hanna Marie Barker ('58)
27. Marjani Hing-Glover

Varamenn:
1. Þóra Rún Óladóttir (m)
2. Hugrún Elvarsdóttir
6. Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir
16. Diljá Ýr Zomers ('58)
21. Þórey Björk Eyþórsdóttir ('86)

Liðsstjórn:
Orri Þórðarson (Þ)
Halla Marinósdóttir
Hafdís Erla Gunnarsdóttir
Maria Selma Haseta
Snædís Logadóttir
Daði Lárusson
Silja Rós Theodórsdóttir
Hákon Atli Hallfreðsson
Tatiana Saunders

Gul spjöld:
Eva Núra Abrahamsdóttir ('47)
Helena Ósk Hálfdánardóttir ('52)

Rauð spjöld: