Stjarnan
3
0
Fylkir
Guðjón Baldvinsson '13 1-0
Hilmar Árni Halldórsson '21 2-0
Baldur Sigurðsson '82 3-0
23.05.2018  -  19:15
Samsung völlurinn
Pepsi-deild karla
Aðstæður: 8 gráður, 4 m/sek og skýjað
Dómari: Sigurður Hjörtur Þrastarson
Áhorfendur: 903
Maður leiksins: Baldur Sigurðsson - Stjarnan
Byrjunarlið:
Haraldur Björnsson
2. Heiðar Ægisson
2. Brynjar Gauti Guðjónsson
7. Guðjón Baldvinsson ('91)
8. Baldur Sigurðsson ('83)
9. Daníel Laxdal
10. Hilmar Árni Halldórsson
11. Þorsteinn Már Ragnarsson ('79)
15. Þórarinn Ingi Valdimarsson
20. Eyjólfur Héðinsson
29. Alex Þór Hauksson (f)

Varamenn:
13. Terrance William F. Dieterich (m)
5. Óttar Bjarni Guðmundsson
6. Þorri Geir Rúnarsson
14. Hörður Árnason
16. Ævar Ingi Jóhannesson ('79)
18. Sölvi Snær ('91)
22. Guðmundur Steinn Hafsteinsson ('83)

Liðsstjórn:
Veigar Páll Gunnarsson
Fjalar Þorgeirsson
Sigurður Sveinn Þórðarson
Davíð Sævarsson
Jón Þór Hauksson
Andri Freyr Hafsteinsson
Halldór Svavar Sigurðsson

Gul spjöld:
Brynjar Gauti Guðjónsson ('39)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Þessi umferð spilaðist mjög vel fyrir Stjörnuna. Sigur hjá þeim og þeir að ná að saxa á liðin fyrir ofan. Fylkismenn slakir í kvöld. Heimamenn mikið mun betri aðilinn.
92. mín
Áhorfendur 903. Maður leiksins: Baldur Sigurðsson.
91. mín
Inn:Sölvi Snær (Stjarnan) Út:Guðjón Baldvinsson (Stjarnan)
Sölvi er fæddur 2001 og fær sínar fyrstu mínútur í Pepsi-deildinni.

Halli Björns getur klárað leikinn eftir höggið áðan.
90. mín
Haraldur Björnsson liggur eftir og þarf aðhlynningu.
89. mín
SLÁIN! Albert Brynjar með skot í slána!
87. mín
Tíminn að fjara út!
83. mín
Inn:Guðmundur Steinn Hafsteinsson (Stjarnan) Út:Baldur Sigurðsson (Stjarnan)
82. mín MARK!
Baldur Sigurðsson (Stjarnan)
Stoðsending: Ævar Ingi Jóhannesson
ÞRJÚ STIG TIL STJÖRNUNNAR (STAÐFEST)!

Baldur Sigurðsson sem hefur verið hrikalega öflugur í leiknum innsiglar þetta. Hirðir frákastið eftir að Aron varði skot.
79. mín
FYLKIR MEÐ STANGARSKOT!!!

Orri Sveinn nær neglu langt utan af velli og þetta hamrast í stöngina. Þvílíkuf fleygur!
79. mín
Inn:Ævar Ingi Jóhannesson (Stjarnan) Út:Þorsteinn Már Ragnarsson (Stjarnan)
Þorsteinn verið öflugur í kvöld. Ævar Ingi kemur inn í sínum fyrsta leik eftir að hafa hlotið höfuðhögg í bikarleiknum gegn Fylki. Gaman að sjá Ævar aftur á vellinum.
78. mín
Næstu leikir
Þess má geta að næsti leikur Stjörnunnar verður gegn Grindavík í Garðabænum á sunnudaginn. Svo Stjarnan verður búin að spila 5 heimaleiki eftir fyrstu 6 umferðirnar!

Fylkir heimsækir FH í Kaplakrika á mánudaginn.
75. mín
Albert Brynjar skallar að marki en Halli Björns ver.
71. mín
Inn:Arnar Már Björgvinsson (Fylkir) Út:Oddur Ingi Guðmundsson (Fylkir)
68. mín
Þó Stjarnan hafi haft mikla yfirburði þá muna menn hér í Garðabæ vel eftir leiknum gegn Keflavík í fyrstu umferðinni... sá endaði 2-2.
67. mín
Heiðar Ægisson með stórhættulega fyrirgjöf sem Orri skallar í horn. Þórarinn Ingi Valdimaesson tók hornið en eftir smá darraðadans náði Aron Snær að handsama knöttinn.
61. mín
Stjarnan fær aukaspyrnu á stórhættulegum stað. Allir gerðu ráð fyrir því að Hilmar Árni myndi taka spyrnuna en það gerði Þórarinn Ingi. Hitti ekki rammann.

Hilmar tekur næstu spyrnu.
58. mín
Inn:Hákon Ingi Jónsson (Fylkir) Út:Jonathan Glenn (Fylkir)
57. mín
Gaui Bald með skot fyrir utan teig. Auðvelt fyrir Aron.
56. mín
Ragnar Bragi með góða rispu og sendir boltann á Glenn sem verður fljótt aðþrengdur. Fylkismenn hafa sáralítið náð að skapa.
54. mín
Guðjón Baldvinsson fellur í teignum og er ósáttur við að fá ekki vítaspyrnu. Lykt af þessu. Gaui verið mjög sprækur.
52. mín Gult spjald: Ásgeir Börkur Ásgeirsson (Fylkir)
47. mín
Stjarnan byrjar bara seinni hálfleikinn eins og liðið lauk þeim fyrri! Guðjón Baldvinsson með skot en beint á Aron Snær.
46. mín
Inn:Ásgeir Örn Arnþórsson (Fylkir) Út:Daði Ólafsson (Fylkir)
Eins breyting í hálfleik.
46. mín
Seinni hálfleikur er farinn á fleygiferð
45. mín
Gregg Ryder er meðal áhorfenda í kvöld. Gregg atvinnulaus eftir að leiðir hans og Þróttar skildu skömmu fyrir mót. Hvar endar Gregg?
45. mín
Hálfleikur
Rosalega verðskulduð staða. Stjarnan haft mikla yfirburði. Væri fróðlegt að vera fluga á vegg hjá Helga Sig og félögum í hálfleik.
39. mín Gult spjald: Brynjar Gauti Guðjónsson (Stjarnan)
Of seinn í Glenn.
36. mín
Baldur Sigurðsson með skalla framhjá.
33. mín
Aftur er Stjarnan nálægt því að bæta við en Aron ver. Yfirvinna á markvörð Fylkis í kvöld!
30. mín
MIKLU meira bit í Stjörnumönnum hérna. Einfaldlega haft yfirburði í leiknum. Smalinn Baldur Sigurðsson var nálægt því að skora þriðja mark heimamanna en Aron í markinu varði vel.
29. mín
Þessi lið mættust í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins þann 1. maí. Stjarnan vann þá 2-1 sigur þar sem Hilmar Árni skoraði einnig.
26. mín
Jonathan Glenn með skalla framhjá. Var ekki í miklu jafnvægi og lítil sem engin hætta.

Stjörnumenn eru annan leikinn í röð í fjögurra manna vörn eftir að hafa byrjað mótið með þriggja manna línu.
21. mín MARK!
Hilmar Árni Halldórsson (Stjarnan)
Stoðsending: Þorsteinn Már Ragnarsson
SJÖUNDA MARK HILMARS ÁRNA Í DEILDINNI!

Þvílíkur maður. Rosaleg mistök hjá Ara Leifssyni sem tapaði boltanum á glórulausan hátt á stórhættulegum stað! Þorsteinn Már kom boltanum á Hilmar Árna sem átti öruggt skot í hornið.
18. mín
Stjarnan að hóta öðru marki! Eyjó fyrst með skot sem Aron ver og svo skallar Baldur naumlega framhjá!
17. mín
Stjörnumenn vita að það borgar sig ekki að fagna strax! Liðið hefur komist yfir í öllum hinum fjórum leikjunum líka en ekki náð að landa sigri enn!
13. mín MARK!
Guðjón Baldvinsson (Stjarnan)
Stoðsending: Baldur Sigurðsson
MAAAAARK!!! STJARNAN ER KOMIN YFIR!

Þorsteinn Már kom boltanum á Baldur sem leitaði upp á hægri vænginn og sendi fyrir á Guðjón sem tók hnitmiðað skot í hornið! Ekki fast en á hárréttan stað. Aron hreyfði sig ekki í rammanum.
11. mín
Ágætis sókn Stjörnunnar endar með því að Alex Þór lætur vaða af löngu færi. Himinhátt yfir.
8. mín
Hilmar Árni með hættulega hornspyrnu sem fer framhjá öllum í markteignum. Það var eins og Stjörnumenn hefðu ekki haft áhuga á því að skora fótboltamark þarna! Furðulegt dæmi.
6. mín
FYLKIR KLÚÐRAR DAAAAUÐAAAFÆÆÆRI!!!

Haraldur Björnsson með misheppnaða spyrnu úr markinu, beint á Emil Ásmundsson. Haraldur ver skot Emils og boltinn hrekkur til Jonathan Glenn í dauðafæri en á skelfilegan hátt setur hann boltann yfir markið.

Albert Brynjar var með honum til hliðar og er undrandi yfir því að hafa ekki fengið boltann.
4. mín
HÖRKUFÆRI!!! Heiðar Ægisson með fyrirgjöf og finnur Hilmar Árna í teignum. Hilmar á fast skot en Aron Snær er meira en tilbúinn í markinu og ver vel.
3. mín
Þorsteinn Már með fyrirgjöf frá hægri, fínn bolti en Orri Sveinn vandanum vaxinn og hreinsar frá. Silfurskeiðin kyrjar í stúkunni. 20 manna hópur sem lætur vel í sér heyra.

Áfram heldur Stjarnan að sækja. Ásgeir Börkur með góða tæklingu og kemur í veg fyrir að Þorsteinn Már nær skoti á markið.
1. mín
Leikur hafinn
Árbæingar sækja í átt að Reykjanesbæ og hefja leik.
Fyrir leik
Liðin ganga út á völlinn og komið að þjóðsöngvum Garðabæjar og Árbæjar. Þetta er að hefjast. Ekki margir mættir í stúkuna en vonandi er fólk bara á Stjörnutorginu fyrir utan að kyngja hamborgurum.
Fyrir leik
Eins og fram kom í tísti frá Stjörnunni sem við birtum áðan þá er Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, í Svíþjóð að taka UEFA PRO þjálfaragráðu. Hann er því ekki á leikskýrslu í kvöld.

Jón Þór Hauksson, aðstoðarmaður Rúnars, stýrir Stjörnuliðinu af hliðarlínunni í kvöld. Hann er skráður þjálfari á skýrslu dagsins og honum til aðstoðar eru Fjalar Þorgeirsson og Veigar Páll Gunnarsson. Jón Þór var aðstoðarþjálfari ÍA í fyrra og stýrði liðinu svo á lokakaflanum eftir að Gunnlaugur Jónsson lét af störfum.
Fyrir leik
Fyrir leik
Fyrir leik
Allt að verða klárt í Garðabæ. Stjarnan á vallarþul ársins 2016 og 2017 í sínum röðum en það er Sigrún María Jör­unds­dótt­ir. Hún er mætt og byrjuð að æfa raddböndin. Margir vallarþulir í Pepsi sem setja markið á að reyna að skáka henni í ár en það er hægara sagt en gert!
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin inn.

Alex Þór Hauksson kemur inn í byrjunarlið Stjörnunar fyrir Þorra Geir Rúnarsson. Það er eina breyting Garðbæinga frá því í jafnteflinu gegn Val.

Fylkismenn eru með óbreytt lið frá sigrinum gegn ÍBV.
Fyrir leik
Ég er spenntur að sjá mætinguna á völlinn. Garðbæingar hafa ekki verið duglegir að láta sjá sig í stúkunni í upphafi móts þrátt fyrir að umgjörðin sé fyrsta flokks. Dúllubar og magrómaðir vallarborgarar.
Fyrir leik
Eyjólfur Héðinsson, leikmaður Stjörnunnar, er í miklum metum í Árbænum en hann gerði góða hluti með Fylki ungur að árum. Hann lék með liðinu 2003-2006, áður en hann hélt í atvinnumennskuna.
Fyrir leik
Fylkismenn hafa litað Pepsi-deildina skemmtilega í upphafi móts. Menn eru tilbúnir að deyja fyrir málstaðinn og ljóst að Helgi Sigurðsson er að gera fantaflotta hluti í Árbænum.

Fylkir vann ÍBV í síðustu umferð og er liðið komið með sjö stig. Þeir munu vafalítið halda áfram að selja sig dýrt í kvöld.
Fyrir leik
Það eina sem kemur til greina hjá Stjörnunni í kvöld er sigur. Uppskera liðsins er aðeins þrjú stig eftir fjórar umferðir en þetta er fjórði heimaleikur liðsins!

Hilmar Árni Halldórsson hefur verið funheitur og er kominn með sex mörk fyrir Stjörnuna en þrátt fyrir það er liðið aðeins stigi frá fallsætunum. Varnarleikur liðsins hefur verið afleitur og spennandi að sjá hvort Rúnar Páll hafi náð að bæta hann eitthvað.
Fyrir leik
Dómarinn nýkominn frá Evrópuleikum í Crossfit
Sigurður Hjörtur Þrastarson er með flautuna í kvöld en hann er að fara að dæma sinn fyrsta leik í Pepsi karla. Sigurður er búsettur á Dalvík en hann hefur einnig verið að dæma í handbolta, meðal annars á alþjóðlegum vettvangi.

Þess má til gamans geta að hann kom í vikunni frá Berlín þar sem hann var að keppa á Evrópuleikunum í Crossfit og lenti í 18 sæti af þeim 40 sem komust á þetta mót!
Fyrir leik
Fyrir leik
Gott og gleðilegt kvöld! Ég mun fylgja ykkur í gegnum leik Stjörnunnar og Fylkis í Pepsi-deildinni, 5. umferð. Aðeins tvö mörk voru skoruð í fyrstu þremur leikjum þessarar umferðar en vonandi verða menn á betri skotskóm í kvöld!
Byrjunarlið:
1. Aron Snær Friðriksson (m)
Oddur Ingi Guðmundsson ('71)
Daði Ólafsson ('46)
5. Orri Sveinn Stefánsson
8. Ragnar Bragi Sveinsson (f)
10. Ásgeir Börkur Ásgeirsson
14. Albert Brynjar Ingason (f)
16. Emil Ásmundsson
17. Davíð Þór Ásbjörnsson
18. Jonathan Glenn ('58)
23. Ari Leifsson

Varamenn:
12. Stefán Ari Björnsson (m)
9. Hákon Ingi Jónsson ('58)
10. Andrés Már Jóhannesson
11. Valdimar Þór Ingimundarson
11. Arnar Már Björgvinsson ('71)
24. Elís Rafn Björnsson
49. Ásgeir Örn Arnþórsson ('46)

Liðsstjórn:
Rúnar Pálmarsson (Þ)
Ólafur Ingi Stígsson (Þ)
Helgi Sigurðsson (Þ)
Þorleifur Óskarsson (Þ)
Ólafur Ingvar Guðfinnsson
Magnús Gísli Guðfinnsson
Halldór Steinsson

Gul spjöld:
Ásgeir Börkur Ásgeirsson ('52)

Rauð spjöld: