Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
Besta-deild karla
KR
12' 0
1
Fram
Besta-deild karla
HK
LL 0
2
FH
Valur
2
0
HK/Víkingur
Elín Metta Jensen '35 , víti 1-0
Crystal Thomas '53 2-0
23.05.2018  -  19:15
Origo völlurinn
Pepsi-deild kvenna
Dómari: Helgi Ólafsson
Maður leiksins: Stefanía Ragnarsdóttir
Byrjunarlið:
12. Sandra Sigurðardóttir (m)
3. Pála Marie Einarsdóttir
8. Ásdís Karen Halldórsdóttir ('65)
10. Elín Metta Jensen
11. Hallbera Guðný Gísladóttir (f)
13. Crystal Thomas
14. Hlín Eiríksdóttir
18. Málfríður Anna Eiríksdóttir (f)
21. Arianna Jeanette Romero
26. Stefanía Ragnarsdóttir
44. Málfríður Erna Sigurðardóttir

Varamenn:
2. Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving (m)
16. Ísabella Anna Húbertsdóttir
19. Teresa Noyola Bayardo
22. Dóra María Lárusdóttir
23. Guðrún Karítas Sigurðardóttir ('65)
24. Ísabella Sara Tryggvadóttir
30. Ragna Guðrún Guðmundsdóttir

Liðsstjórn:
Pétur Pétursson (Þ)
Ásta Árnadóttir
Thelma Guðrún Jónsdóttir
Margrét Magnúsdóttir
Andri Steinn Birgisson
Jóhann Emil Elíasson

Gul spjöld:
Stefanía Ragnarsdóttir ('43)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Þetta er búið. Lokatölur 2-0 fyrir Val.

Valsarar sóttu meira í fyrri hálfleik en það var jafnræði með liðunum í seinni hálfleik. Sanngjörn úrslit í heildina.

Takk fyrir mig. Viðtöl og skýrsla koma síðar í kvöld.
90. mín
Valsarar með fína sókn. Vinnuhesturinn Stefanía á góða fyrirgjöf frá hægri en Hlín rétt missir af boltanum.
87. mín
HK/Víkingar fá tvö horn á skömmum tíma og gera svo tilkall til annarar vítaspyrnu þegar Laufey virðist vera rifin niður í teignum.

Það var sterk lykt af þessu..
82. mín Gult spjald: Þórhallur Víkingsson (HK/Víkingur)
Þórhallur heldur áfram að safna spjöldum. Fær gult fyrir að mótmæla ákvörðun Helga.
81. mín
Gestirnir halda áfram að leita að marki og nú er Kristina dæmd brotleg eftir baráttu við Söndru í teignum. Þetta var grimmt og HK/Víkingar mótmæla.
79. mín
Brotið á Kristinu en ekkert dæmt. Skil alveg að HK/Víkingar séu orðnar pirraðar á dómgæslunni.
73. mín
Pála vinnur horn eftir langt innkast. Hallbera tekur aftur en gestirnir hreinsa frá.
71. mín
Hallbera með horn fyrir Val. Setur frábæran bolta út í teig í áttina að Fríðu en hún er undir pressu og nær ekki skallanum. Kemur boltanum hinsvegar út til hægri á Arianna en HK/Víkingar verjast vel og bægja hættunni frá.
70. mín
Obbobobb. Þarna stoppar Málfríður Anna boltann með höndinni en Helgi dæmir ekkert. Það er óhætt að segja að litlu atriðin séu ekki að falla með gestunum.
65. mín
Inn:Guðrún Karítas Sigurðardóttir (Valur) Út:Ásdís Karen Halldórsdóttir (Valur)
Guðrún Karítas leysir Ásdísi af.
62. mín
Inn:Kristina Maureen Maksuti (HK/Víkingur) Út:Hildur Antonsdóttir (HK/Víkingur)
Kristina fer upp á topp og Margrét Sif í holuna. Hildur búin að standa sig vel í sínum fyrsta leik fyrir HK/Víking.
60. mín
Gestirnir eru ekki búnar að gefast upp og reyna að minnka muninn. Nú má litlu muna að Karólína Jack nái til boltans eftir fyrirgjöf Þórhildar en Hallbera er klók og nær að komast fyrir.
59. mín
Fínt færi hjá HK/Víkingum.

Arna sendir boltann frá hægri og í áttina að teignum þar sem Fatma kemur á ferðinni og reynir viðstöðulaust skot en það er beint á Söndru.
56. mín
Valskonur fá aukaspyrnu á hættulegum stað, rétt utan D-bogans. Crystal tekur spyrnuna en setur boltann yfir markið.
53. mín MARK!
Crystal Thomas (Valur)
Stoðsending: Elín Metta Jensen
2-0!

Crystal skallar fyrirgjöf Elínar Mettu í netið.

Fínn undirbúningur Elínar Mettu á hægri kantinum. Sendi svo góðan bolta á fjær þar sem Crystal var mætt til að klára með kollinum.
51. mín
Fín skottilraun hjá Ásdísi Karen.

Hún lætur vaða utan teigs en setur boltann aðeins yfir.
47. mín
Aftur horn hjá HK/Víkingum. Í þetta skiptið er Sandra undir pressu en nær að blaka boltanum út í teig og Valskonur hreinsa.
46. mín
Gestirnir byrja af krafti og vinna hornspyrnu. Fatma setur boltann fyrir en Sandra kemur vel út í teiginn og hirðir boltann.
45. mín
Leikur hafinn
Leikur er hafinn að nýju. Hvorugt liðanna gerir breytingu.
45. mín
Hálfleikur
Það er kominn hálfleikur. Staðan 1-0 fyrir Val.

Tökum okkur korterspásu og sjáumst svo aftur.
44. mín
Ágæt sókn hjá gestunum. Hildur rennir boltanum fyrir Fatma sem reynir skot en það er aðeins yfir.
43. mín Gult spjald: Stefanía Ragnarsdóttir (Valur)
Stefanía fer í bókina. Straujar Fatma sem var á leið upp hægri kantinn.
41. mín Gult spjald: Margrét Sif Magnúsdóttir (HK/Víkingur)
Margrét Sif fær gult fyrir brot á Hallberu.
38. mín
HK/Víkingur fær tvö horn í röð en það verður ekkert úr þeim.
35. mín Mark úr víti!
Elín Metta Jensen (Valur)
VÍTI - MARK!

Elín Metta er búin að koma Val yfir. Skorar örugglega úr vítaspyrnu sem hún sótti sjálf.

Mér sýndist það vera Hildur sem braut á markaskoraranum þegar vítaspyrnan var dæmd.
32. mín
Víti?

Þarna vildu gestirnir fá víti og svei mér þá ef það var ekki eitthvað til í því.

Karólína féll við eftir viðskipti sín við Málfríði Ernu. 50/50 segir blaðamannastúkan.
29. mín
FÆRI!

Bekkjarsysturnar búa til séns. Hlín á fína fyrirgjöf frá hægri og á Stefaníu sem hittir boltann ekki nógu vel úr fínasta færi og setur boltann beint á Björk.
27. mín
Valskonur eru búnar að vera með boltann örugglega 80% en í þau örfáu skipti sem gestirnir hafa náð að vinna boltann í opnum leik hefur myndast svolítill titringur aftast hjá Val.
22. mín
Aftur horn hjá Val. Í þetta skiptið skrúfar Ásdís Karen boltann inn að marki en Björk gerir vel í að stíga út og handsama boltann sem er eins og límdur í lúkunum á henni.
21. mín
Vel gert hjá Fatma Kara. Vinnur boltann af Málfríði Önnu og reynir svo fyrirgjöf en Margrét Sif nær ekki til boltans.
20. mín
Það liggur þungt á HK/Víkingum þessa stundina en varnarmúr þeirra er þéttur.
18. mín
Fínasta færi hjá Hlín!

Hún fær boltann með fullt af plássi á fjær eftir hægri fótar (já, hægri fótar) fyrirgjöf frá Hallberu sem lak í gegnum allan pakkann.

Hlín fer hinsvegar illa með góðan séns og neglir hátt yfir.
15. mín
Skemmtileg tilþrif hjá hinni lipru Crystal Thomas. Hún heldur boltanum laglega inná við vinstri hliðarlínuna áður en hún klobbar Karólínu Jack. Karólína er ekki paránægð með það og kippir Crystal niður áður en hún kemst af stað.
13. mín
Valskonur eru miklu meira með boltann en þarna munar litlu að HK/Víkingar nái að nýta sér slaka sendingu til baka. Sandra nær þó að hreinsa áður en að raunveruleg hætta skapast.
11. mín
SÉNS!

Ásdís vinnur útspark og kemur boltanum inn á Elínu Mettu en hún er alltof lengi að athafna sig og er komin undir þónokkra pressu þegar hún loksins nær skotinu sem er ekki nógu gott.
6. mín
Annað horn Valskenna. Í þetta skiptið tekur Ásdís Karen spyrnuna en hún er slök og Tinna hreinsar af nærsvæðinu.
4. mín
Valur fær fyrsta horn leiksins. Hallbera á fína sendingu fyrir en mér sýnist það vera Maggý sem nær að skalla frá.
2. mín
Ágæt sókn hjá Val. Fríða spilar boltanum út til vinstri á Crystal sem finnur Hallberu sem sendir fyrir. Ásdís Karen kemst í boltann en nær ekki góðum skalla og boltinn endar hjá Björk.
1. mín
Leikur hafinn
Leikurinn er hafinn. Valskonur byrja og leika í átt að Öskjuhlíð.
Fyrir leik
Það styttist í fjörið og liðin eru farin inn í lokaundirbúning. Fínasta vorveður. Fólk ætti að drífa sig á völlinn!
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár eins og sjá má hér til hliðar.

Pétur Pétursson þjálfari Vals gerir eina breytingu frá 3-0 sigrinum á Grindavík. Pála Marie Einarsdóttir kemur í byrjunarliðið fyrir Teresu Noyola Bayardo sem er á bekknum.

Breytingarnar eru öllu fleiri hjá gestunum. Þjálfarinn Þórhallur Víkingsson og Maggý Lárentsínusdóttir snúa aftur eftir leikbann og nýja lánskonan Hildur Antonsdóttir fer beint í byrjunarliðið. Þá kemur Þórhildur Þórhallsdóttir einnig inn í liðið. Þær Gígja Valgerður, Stefanía Ásta og Kristina Maureen Maksuti fara á bekkinn.
Fyrir leik
Það er Helgi Ólafsson sem mun sjá um að dæma leikinn hér á eftir. Honum til aðstoðar verða þau Jónas Geirsson og Eydís Ragna Einarsdóttir.

Eftirlitsmaður er Heimir Bergmann Vilhjálmsson.
Fyrir leik
Eftir fyrstu þrjár umferðir móts sitja Valskonur í 3. sæti. Þær hófu mótið á flugeldasýningu og sigruðu nýliða Selfoss 8-0. Lutu svo í gervigras í 3-1 tapi gegn Stjörnunni og unnu svo solid 3-0 útisigur á Grindavík í síðustu umferð.

Nýliðar HK/Víkings byrjuðu mótið einnig af krafti og lögðu FH 2-1 í fyrsta leik. Á eftir fylgdu svo tveir tapleikir gegn öflugum liðum Þórs/KA og Breiðabliks. HK/Víkingur er því með 3 stig í 8. sæti.

Valskonur þykja líklegri hér í kvöld en það verður ekkert gefins. Valsarar eru enn að pússa sig saman og HK/Víkingar hafa spilað mjög þétt og grimmt í upphafi móts.

Ég er því nokkuð viss um að við fáum hasar, fjör og falleg tilþrif.
Fyrir leik
Góðan dag!

Hér verður hægt að fylgjast með beinni textalýsingu frá viðureign Vals og HK/Víkings í 4. umferð Pepsi-deildar kvenna.

Flautað verður til leiks á Origo-vellinum kl.19:15.
Byrjunarlið:
21. Björk Björnsdóttir (m)
Karólína Jack
5. Margrét Sif Magnúsdóttir
5. Fatma Kara
6. Tinna Óðinsdóttir (f)
9. Margrét Eva Sigurðardóttir
11. Þórhildur Þórhallsdóttir
17. Arna Eiríksdóttir
20. Maggý Lárentsínusdóttir
26. Hildur Antonsdóttir ('62)
28. Laufey Björnsdóttir

Varamenn:
1. Katrín Hanna Hauksdóttir (m)
2. Gígja Valgerður Harðardóttir
3. Anna María Pálsdóttir
10. Isabella Eva Aradóttir
13. Linda Líf Boama
22. Kristina Maureen Maksuti ('62)

Liðsstjórn:
Þórhallur Víkingsson (Þ)
Milena Pesic
Lidija Stojkanovic
Stefanía Ásta Tryggvadóttir
Andri Helgason
Ögmundur Viðar Rúnarsson
Ísafold Þórhallsdóttir

Gul spjöld:
Margrét Sif Magnúsdóttir ('41)
Þórhallur Víkingsson ('82)

Rauð spjöld: