Leiknir R.
3
1
ÍR
Sævar Atli Magnússon '8 1-0
Anton Freyr Ársælsson '15 2-0
Sólon Breki Leifsson '51 , víti 3-0
3-1 Björgvin Stefán Pétursson '78
24.05.2018  -  19:15
Leiknisvöllur Gervigras
Inkasso deildin - 1. deild karla
Aðstæður: Kalt og blautt en góðar aðstæður til knattspyrnuiðkunar
Dómari: Jóhann Gunnar Guðmundsson
Áhorfendur: 250
Maður leiksins: Sólon Breki Leifsson
Byrjunarlið:
Eyjólfur Tómasson
Sólon Breki Leifsson ('68)
3. Ósvald Jarl Traustason
6. Ernir Bjarnason
8. Árni Elvar Árnason
10. Sævar Atli Magnússon (f) ('74)
15. Kristján Páll Jónsson (f)
17. Aron Fuego Daníelsson
23. Anton Freyr Ársælsson
27. Miroslav Pushkarov
80. Tómas Óli Garðarsson ('68)

Varamenn:
30. Trausti Sigurbjörnsson (m)
5. Daði Bærings Halldórsson
7. Ingvar Ásbjörn Ingvarsson ('68)
11. Ryota Nakamura
14. Birkir Björnsson ('74)
20. Óttar Húni Magnússon
29. Vuk Oskar Dimitrijevic ('68)

Liðsstjórn:
Vigfús Arnar Jósepsson (Þ)
Halldór Kristinn Halldórsson
Gísli Þór Einarsson
Ari Már Fritzson
Gísli Friðrik Hauksson
Guðni Már Egilsson

Gul spjöld:
Sólon Breki Leifsson ('44)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Fyrsti sigur Leiknis staðreynd

Takk fyrir mig. Viðtöl koma innan skamms.
90. mín
+2
Leiknisliðið að spila sprengjuspilið með boltann
90. mín
+1
Þung pressa
90. mín
Uppbót 3 mín
89. mín
Skot yfir eftir aukaspyrnu. Léttir pressu
89. mín
Máni með skot í innkast! Guffi gerir frábærlega en Màni Völlurinn gleyma þessu skoti.
87. mín
Liggur þungt á Leiknismönnum
83. mín
Hriktir í Leiknisliðinu. ÍRingar líklegri. Standa heimamenn þetta af sèr??
82. mín
Opið í báða enda.
78. mín MARK!
Björgvin Stefán Pétursson (ÍR)
Vandræðagangur - Björgvin gerir vel og setur fast skot utarlega úr teignum sem siglir með jörðinni í fjærhornið. Laglega gert.
77. mín
Vá! Aron með Geggjað skot sem hristir stöngina enn. Þetta Hefði verið "Steven Gerrard ya beauty"
74. mín
Inn:Birkir Björnsson (Leiknir R.) Út:Sævar Atli Magnússon (Leiknir R.)
74. mín
Sævar Atli liggur eftir. Leikur stöðvaður.
69. mín
Ernir missir boltann og finnur sig úr stöðu. Máni í séns - tekur sénsinn en fast skotið beint á Eyjó.
68. mín
Inn:Vuk Oskar Dimitrijevic (Leiknir R.) Út:Sólon Breki Leifsson (Leiknir R.)
68. mín
Inn:Ingvar Ásbjörn Ingvarsson (Leiknir R.) Út:Tómas Óli Garðarsson (Leiknir R.)
65. mín
Frábær varsla hjá Eyjólfi. Leiknisliðið að baka vandræði og Máni uppsker færi en Eyjólfur snöggur af línunni og ver frábærlega
63. mín
Inn:Aleksandar Alexander Kostic (ÍR) Út:Nile Walwyn (ÍR)
Þriðja og síðasta skipting Brynjars
60. mín
Hætta. Guffi gerir vel. Neglir svo boltanum fyrir. En ekkert verður úr. Vantaði einhvern til að skera línu boltans þarna enda decent delivery.
57. mín
Þetta víti. Alveg gaaaaalið og drap Annars flotta byrjun gestanna. Tökum ekkert af Sævari Atla sem var klókur og vel staðsettur. Gestirnir hinsvegar klaufar í aðdragandanum.
51. mín Gult spjald: Axel Kári Vignisson (ÍR)
Fyrir mótmæli. Skiljanleg mótmæli
51. mín Mark úr víti!
Sólon Breki Leifsson (Leiknir R.)
Einkennilegt..eiginlega glórulaust. Sævar Atli fer niður. Mjög soft dómur í BESTA falli. Sólon klárar vel. Fastur niðri.
50. mín
Víti á ÍR!!! Ha?
49. mín
Gestirnir byrja af krafti! Líklegri þessa stundina
46. mín
Leikar eru hafnir á nýjan leik
45. mín
Inn:Brynjar Óli Bjarnason (ÍR) Út:Jónatan Hróbjartsson (ÍR)
Önnur skipting
45. mín
Inn:Máni Austmann Hilmarsson (ÍR) Út:Andri Jónasson (ÍR)
Skipting
45. mín
Hálfleikur
Kaffi hjá báðum liðum.
44. mín Gult spjald: Sólon Breki Leifsson (Leiknir R.)
43. mín
Vel varið! Anton með tilraun en Patrik vel staðsettur og ver í horn
43. mín Gult spjald: ()
Brot útá kanti. Anton spjaldaður. Þetta gæti verið hættulegt
40. mín
Leiknisliðið líklegra. Pressa gestanna gloppótt en það vantar ekki mikið uppá. Eitt fast leikatriði etv
29. mín
ÍRingar vinna horn. Stórhætta enda dauður seinni bolti í teignum en enginn ÍR-ingur klár. Hættuleg spyrna
28. mín
Gott upphlaup frá Leiknismönnum sem endar á skoti Arons en Patrik átti ekki í neinum vandræðum með það - enda beint á hann
26. mín
Gestirnir að vinna sig betur inn í leikinn.
25. mín Gult spjald: ()
Hárréttur dómur.
23. mín
Hættulegt! Gestirnir með tilraun eftir fyrirgjöf sem sigldi í gegnum teiginn. En náðu ekki kraft mér nákvæmni í skotið, sem fór beint á Eyjó
20. mín
Gestirnir reyna en vantar herslumuninn. Það er líf í þessu
16. mín
Hætta. Aukaspyrna frá Axel Kára. Sendingin inní hinsvegar of há og ekkert verður úr þessu með fullan teiginn.
15. mín MARK!
Anton Freyr Ársælsson (Leiknir R.)
Mark!! Sólon með annað upphlaup eftir undirbúning Arons. Keyrir á Mà sem rann. Fer framhjá honum og leggur svo boltann á aðvífandi Anton sem skýtur á markið en Patrik ver. Boltinn hafnar samt í netinu
13. mín
Jafnræði með liðunum og fullt af barning
12. mín
Markið létt vel á Leiknisliðinu sem virtist stressað í upphafi leiks
8. mín MARK!
Sævar Atli Magnússon (Leiknir R.)
Mark!! Sólon gerir hrikalega vel og keyrir inn að endalínu. Rennir boltanum svo í 45° á Sævar Atla sem klárar vel.
5. mín
Eyjó tæpur. Fær á sig pressu - hreinsar upp en hittir boltann illa en úr verður toppsending upp í gegnum miðjuna og beint í fætur á Antoni. Random
4. mín
Skottilraun frá Jónatan en framhjá. Góð tilraun.
3. mín
Hætta eftir bras. Guffi með horn og upp úr því er bölvað bras heimamanna við að hreinsa en ekkert verður úr
1. mín
Heimamenn vinna fyrstu hornspyrnuna.

Skallað yfir af Antoni eftir fína hornapyrnu Árna Elvari
1. mín
Leikur hafinn
Jæja þetta er hafið. Gestirnir byrja með knöttinn og sækja að Austurbergi.
Fyrir leik
Jæja þá ganga liðin inn á Leiknisvöll. "On a cold and grey.." syngur Elvis.

Eeeeen hér í vændum HÖRKUleikur enda bardaginn um Breiðholtið ávallt harðir slagir.
Fyrir leik
Liðin búin með upphitunar rútínur og ganga til búningsklefa. Styttist í þetta.

Búið að stytta upp. Ætli hann hangi þurr. Sennilega ekki
Fyrir leik
Bjarki Aðalsteinsson miðvörður Leiknis er fjarri góðu gamni í dag enda að jafna sig eftir höfuðáverka.
Fyrir leik
Rignir eld og brennistein hér í Efra Breiðholti. Rennandi blautt gervigras - stefnir í hasar og helling af návígjum eftir 35mín
Fyrir leik
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Lykilleikmenn

ÍR
Már Viðarsson
- gestirnir þurfa Má í toppstandi í dag í leik sem þar sem föst leikatriði og einvígi munu ráða miklu um gang leiksins

Patrik Sigurður Gunnarsson
- stórefnilegur markmaður sem verður gaman að fylgjast með í leik sem þessum. Derby leikur sem þessi býður oft ekki upp á mikið færum en þeim mun fleiri föst leikatriði og því tel ég að það muni reyna á einbeitinguna hjá Patrik og ákvörðunatöku í dag.

Björgvin Stefán Pétursson
- iðnaðarmaður sem gerir mikið fyrir liðið bæði varnarlega og sóknarlega. Gestirnir þurfa á öllu því sem Björgvin hefur fram að færa í dag og mig grunar að Björgvin mæti hungraður til leiks.

Leiknir R
Anton Ársælsson
- Happafengur fyrir liðið og sýndi fína takta gegn Fram. Heimamenn þurfa á líkamlegum eiginleikum og knattspyrnugæðum Antons á að halda í dag, ætli þeir sér sigur.

Eyjólfur Tómasson
- Liðið leitar fyrsta sigursins - fyrirliðinn og markvörðurinn með Leiknishjartað þarf að halda mönnum á tánnum í dag og taka það sem kemur í átt að marki.

Miroslav Pushkarov
- Leiknisliðið verður að fá sterka og stóra nærveru frá Miroslav í dag, en liðið hefur verið í miklum vandræðum í föstum leikatriðum það sem af er ári.
Fyrir leik
Leikmannatíðindi

ÍR
Óskar Jónsson leikmaður ÍR tekur úr leikbann í dag en hann fékk að líta tvö gul í síðasta leik á móti Þrótti. Óskar var einn besti leikmaður gestanna á síðustu leiktíð og því ljóst að þar er skarð höggvið í raðir gestanna.

Jón Gísli Ström hefur aðeins náð einum leik það sem af er tímabili vegna meiðsla. Verður Ström-vélin í leikmannahópnum í dag?

Viktor Örn Guðmundsson hefur ekki enn mundað vinstri fótinn það sem af er sumri en hann er ávallt líklegur og færir liðinu viss gæði sóknarlega.

Leiknir R
Bjarki Aðalsteinsson miðvörður Leiknis þurfti á 8 sporum að halda eftir harðan árekstur í vítateig Fram í síðustu umferð - þátttaka hans í þessum leik er því í lausu lofti.

Búlgarski miðvörðurinn Miroslav Pushkarov gæti leikið sinn fyrsta leik fyrir félagið í kvöld en hann kom til liðsins á síðustu andartökum félagsskiptagluggans. Leiknismenn binda umtalsverðar vonir við að "Miro" komi til með að styrkja varnarleik liðsins í heild sinni sem hefur verið gloppóttur það sem af er tímabili.

Markvörðurinn, fyrirliðinn og vélmennið Eyjólfur Tómasson snýr aftur úr banni en hann fékk rautt spjald í 2.umferð gegn Njarðvík.
Fyrir leik
Síðasta umferð

ÍR - Þróttur 1 - 3
Heimamenn byrjuðu leikinn herfilega og voru lentir undir 0-2 eftir uþb 15 mínútur og má segja að byrjun leiksins hafi vankað liðið sem náði sér aldrei almennilega á flug.

Fram - Leiknir 3 - 0
Jafnræði var með liðunum úti á velli lengst af í leiknum en heimamenn voru einfaldlega klínískir í sínum aðgerðum. Refsuðu Leiknisliðinu grimmilega og uppskáru sanngjarnan og nokkuð þæginlegan sigur þegar upp var staðið.
Fyrir leik
Kristófer Sigurgeirsson fyrrverðandi þjálfari Leiknis var látinn taka pokann sinn í byrjun vikunnar og stendur yfir leit að eftirmanni hans. Vigfús Arnar Jósepsson (sem var aðstoðarmaður Kristófers) og Halldór Kristinn Halldórsson fyrrverandi leikmaður Leiknis koma til með að stýra liðinu í kvöld.

Í brúnni hjá ÍR er sem fyrr Brynjar Gestsson og honum til aðstoðar er Ásgeir Aron Ásgeirsson.
Fyrir leik
Leiknisliðið er stigalaust eftir þrjá leiki í Inkasso-deildinni og sitja einir á botni deildarinnar.

ÍR-liðið ók hinsvegar stigunum þremur frá Selfossi heim í Seljahverfið eftir góðan útisigur þar í bæ í annari umferð deildarinnar og finna sig í 9.sæti.

Með sigri geta gestirnir komið sér í 50% árangur og sex stig og jafnframt tryggt Leiknisliðinu botnsætið í kaupbæti.

Leiknisliðið horfir fram á sex stiga leik í kvöld og þarf nauðsynlega á stigi eða stigum í dag því annars verður botnsæti deildarinnar óumflýjanlega niðurstaðan í lok þessarar 4.umferðar.
Fyrir leik
Heilir og sælir landsmenn góðir og verið hjartanlega velkomin í þessa lifandi textalýsingu frá Breiðholtsslag Leiknis og ÍR.

Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport en að sjálfsögðu hvetjum við fólk fjölmenna á Leiknisvöll á eftir kl 19:15.

Leikið er á gervigrasvelli Leiknis en aðalvöllur félagsins er því miður ekki upp á sitt besta eftir móðuharðindin nú í vetur.

Já ég treysti mér til að fullyrða að hér er stórgóð skemmtun í vændum í Efra Breiðholti og á þeim nótum er vert að minnast á að grillaður Leiknishamborgari og ískaldur gosdrykkur verður á litlar 1000 krónur.
Byrjunarlið:
25. Patrik Sigurður Gunnarsson (m)
4. Már Viðarsson (f)
7. Jónatan Hróbjartsson ('45)
9. Björgvin Stefán Pétursson
11. Guðfinnur Þórir Ómarsson
13. Andri Jónasson ('45)
16. Axel Sigurðarson
18. Aron Kári Aðalsteinsson
22. Axel Kári Vignisson
23. Nile Walwyn ('63)
24. Halldór Jón Sigurður Þórðarson

Varamenn:
5. Gylfi Örn Á Öfjörð
8. Aleksandar Alexander Kostic ('63)
10. Jóhann Arnar Sigurþórsson
15. Teitur Pétursson
17. Máni Austmann Hilmarsson ('45)
19. Brynjar Óli Bjarnason ('45)

Liðsstjórn:
Ásgeir Aron Ásgeirsson (Þ)
Brynjar Þór Gestsson (Þ)
Helgi Freyr Þorsteinsson
Eyjólfur Þórður Þórðarson
Davíð Örn Aðalsteinsson

Gul spjöld:
Axel Kári Vignisson ('51)

Rauð spjöld: