Þróttur R.
1
3
HK
0-1 Bjarni Gunnarsson '19
0-2 Kári Pétursson '49
Aron Þórður Albertsson '57 1-2
1-3 Ásgeir Marteinsson '59
24.05.2018  -  19:15
Eimskipsvöllurinn
Inkasso deildin - 1. deild karla
Aðstæður: RIgning og blautt gervigras, ekta fótboltaveður.
Dómari: Helgi Mikael Jónasson
Maður leiksins: Bjarni Gunnarsson (HK)
Byrjunarlið:
Arnar Darri Pétursson
2. Finnur Tómas Pálmason
4. Hreinn Ingi Örnólfsson (f)
7. Daði Bergsson (f)
8. Aron Þórður Albertsson ('83)
10. Ólafur Hrannar Kristjánsson ('53)
14. Hlynur Hauksson
15. Víðir Þorvarðarson ('63)
23. Guðmundur Friðriksson
24. Henry Rollinson
26. Kristófer Konráðsson

Varamenn:
12. Sindri Geirsson (m)
3. Árni Þór Jakobsson
6. Birkir Þór Guðmundsson
9. Viktor Jónsson ('53)
11. Jasper Van Der Heyden ('63)
19. Karl Brynjar Björnsson
27. Oddur Björnsson ('83)

Liðsstjórn:
Gunnlaugur Jónsson (Þ)
Haraldur Árni Hróðmarsson
Jóhann Gunnar Baldvinsson
Baldvin Már Baldvinsson
Valgeir Einarsson Mantyla
Jamie Brassington
Sveinn Óli Guðnason

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Helgi Mikael flautar af!

Ingimar Elí var að spila sinn síðasta leik fyrir HK en hann er að flytja erlendis.

Viðtöl og skýrsla á leiðinni.
94. mín
Langur bolti inn á teiginn og Ingi Óli aleinn skallar boltann frá, Gunni Helga kallar hendi... húmor í þessu!
94. mín
Bjarni Gunn og Hlynur Hauks taka glímu úti í horni, boltinn endar í markspyrnu.
93. mín
Inn:Viktor Bjarki Arnarsson (HK) Út:Brynjar Jónasson (HK)
Þessi klassíska leiðinlega skipting til að drepa leikinn í uppbótartíma, Binni Jó út og aðstoðarþjálfarinn inn!
92. mín
Þróttarar liggja á HK-ingum, fyrirgjöf eftir fyrirgjöf...

Nú grípur Arnar boltann og neglir upp, þetta er að fjara út fyrir heimamenn.
90. mín
90 komnar á klukkuna, þeir bæta 4 mín við.
88. mín
Inn:Aron Elí Sævarsson (HK) Út:Kári Pétursson (HK)
87. mín Gult spjald: Leifur Andri Leifsson (HK)
Leifur eitthvað lengi að taka aukaspyrnu og fær spjald fyrir töf.
83. mín
Inn:Oddur Björnsson (Þróttur R.) Út:Aron Þórður Albertsson (Þróttur R.)
Lækna-Oddur kemur inn á miðju.
82. mín
Nei sko þetta er ótrúleg dómgæsla, Kári kemur með fyrirgjöf sem Finnur sparkar upp í höndina á sjálfum, þaðan berst boltinn á Bjarna sem er bara að fara að hlaða í skot inní teignum en Hreinn Ingi sparkar hann niður, ekkert dæmt!

Að mínu mati tvö víti á tveim sekúndum.
81. mín Gult spjald: Ingimar Elí Hlynsson (HK)
Ingimar Elí brýtur klaufalega á Jasper og gjörsamlega tryllist, fær spjald fyrir viðbrögðin en ekki brotið.
80. mín
Inn:Arian Ari Morina (HK) Út:Ásgeir Marteinsson (HK)
78. mín
Guðmundur með fyrirgjöf á kollinn á Viktori sem skallar framhjá úr erfiðu færi.
75. mín
Þróttur fær sína áttundu hornspyrnu, Kristó tekur hana og Finnur nær skallanum en hann fer framhjá.

HK hefur ekki fengið eina hornspyrnu.
71. mín
Þróttur fær aukaspyrnu úti hægra megin.

Kristó tekur spyrnuna, Gummi Júl klifrar á bakið á Hrein og skallar frá, Viktor Jóns skallar á markið, Ingi Óli skallar af línunni og svo koma einhverjir 3-4 skallar út í loftið, sannkallað skallatennis þarna inní teig HK.

Þróttur vildi víti þegar Gummi klifraði á bakið á Hrein, ég hefði sennilega viljað það líka ef ég væri Þróttari!
69. mín
Kristó með skot langt fyrir utan teig, framhjá.
67. mín
Leifur með fyrirgjöf og Binni í baráttunni en nær ekki skallanum, fær hinsvegar eitthvað högg í andlitið og liggur eftir.
66. mín
Óli Eyjólfs tekur skæri á miðjunni og setur Aron Þórð á rassinn sem liggur eftir, virðist hafa meitt sig við að láta fara svona illa með sig.
63. mín
Inn:Jasper Van Der Heyden (Þróttur R.) Út:Víðir Þorvarðarson (Þróttur R.)
62. mín
Hlynur Hauks kemur með flotta fyrirgjöf en Gummi Júl rís manna hæst í teginum og skallar frá, Viktor Jóns var beint fyrir aftan hann klár í að stanga þetta inn.
61. mín
Birkir Valur klobbar Hlyn Hauks og neglir boltanum fyrir markið en enginn potar tánni í boltann.
59. mín MARK!
Ásgeir Marteinsson (HK)
Stoðsending: Bjarni Gunnarsson
Ásgeir Marteinsson smellir þessu bara í markmannshornið!

Sólin ekki að gera Arnari Darra neinn greiða.
58. mín
HK fær aukaspyrnu á stórhættulegum stað, Bjarni var sparkaður niður beint fyrir framan teiginn.
57. mín MARK!
Aron Þórður Albertsson (Þróttur R.)
Stoðsending: Víðir Þorvarðarson
MARK!

Flott spil hjá Þrótti, Kristó kemur boltanum á Víði sem leggur boltann út á Aron sem bombar boltanum í stöngina og inn!
56. mín
Daði fær boltann upp í hægra hornið og sækir hornspyrnu.

Ingi Óli skallar frá, geggjaður í loftinu sá gæji!
54. mín
Viktor Jóns skallar boltann niður á Kristó sem tekur snuddu rétt framhjá markinu, fín tilraun!
53. mín
Inn:Viktor Jónsson (Þróttur R.) Út:Ólafur Hrannar Kristjánsson (Þróttur R.)
Viktor kemur upp á topp fyrir Óla Hrannar.
53. mín Gult spjald: Brynjar Jónasson (HK)
Binni neglir Aron Þórð niður á miðjunni, verðskuldað spjald.
49. mín MARK!
Kári Pétursson (HK)
Mark!

Geggjað spil hjá HK upp vinstri kantinn með hælsendingum og þrígyrningum, boltinn lagður á Kára sem fær tíma fyrir framan teiginn til að færa boltann yfir á vinstri fótinn og miða upp í vinstra hornið!

Slakur varnarleikur hjá Þrótti að mæta Kára ekki fyrr.
47. mín
Binni Jóh með næstu tilraun fyrir utan teig, beint á Arnar Darra í markinu.
46. mín
Kári Péturs byrjar þennan seinni hálfleik á að skjóta af svona 40 metrum, þokkalega langt frá markinu þetta skot.
46. mín
Þetta er komið af stað aftur!
45. mín
Hálfleikur
Helgi flautar af, bolli og bakkelsi á mig...
45. mín
DAUÐAFÆRI!

Daði leikur sér hérna að Ásgeiri og Leif, leggur boltann út í teiginn á Óla Hrannar sem hendir sér ofan á boltann, kemur boltanum á Víði sem er í geggjuðu færi við markteiginn en neglir beint í Arnar Frey!
45. mín
Binni reynir að fara framhjá Guðmundi og skjóta en Guðmundur kemst fyrir skotið, boltinn berst á Kára Péturs sem tekur laust skot á Arnar Darra sem grípur boltann.
44. mín
Aron Þórður með bolta upp í hornið á Daða Bergs sem neglir botlanum fyrir í Inga og afturfyrir, Þróttarar vilja hendi og enn og aftur heyrist mest í Gunna Helga í stúkunni, hornspyrna dæmd.
42. mín
Kristó reynir skot langt fyrir utan teig, beint í hausinn á Inga og afturfyrir, horn.

Góður bolti frá Víði en enginn sem gerir árás.
38. mín
Óli Eyjólfs teikar hérna Þróttara á miðjunni og stöðvar skyndisókn, Helgi tekur hagnaðarregluna og Þróttarar senda boltann fram sem endar afturfyrir, þá dæmir Helgi brotið á miðjunni en á einhvern óskiljanlegan hátt spjaldar Óla ekki fyrir þetta.

Gunni Helga enn og aftur að öskra á Helga MIkael, Þróttarar hafa ekki verið sáttir með frammistöðu Helga í dag, ég skil þá.
33. mín
Daði Bergs kemur boltanum inn á miðjuna á Kristó sem hleður í gott skot fyrir utan teig en Arnar Freyr með geggjaða vörslu í horn!

Ekkert verður úr horninu.
32. mín
DAUÐAFÆRI!

Misskilningur hjá Aron Þórð og Hrein Inga sem endar með því að löng sending frá Leif fer í gengum þá báða og Brynjar kemst í gegn.

Finnur nær að þrengja að Binna og hann skýtur rétt framhjá.
31. mín
Þróttara spila vel upp, Henry færir boltann út á Hlyn sem kemur aftur með boltann á fjær og aftur skallar Leifur í horn.

Kristó ekki með jafn góðan bolta og áðan, skallað frá.
30. mín
Hlynur Hauks tekur fyrirgjöf og á fjær mætir Daði en Leifur skallar í horn.

Kristófer Konráðs kemur með geggjaðan boltan en Finnur hreinlega nær ekki að skalla hann! Þarna hefði hann átt að skora...
29. mín
DAUÐAFÆRI!

Leifur kemur með fasta fyrirgjöf niðri fyrir markið og Bjarni nær ekki að pota tánni í boltann, hinsvegar gerir Binni Jóh það en Arnar Darri ver!

Þarna átti HK að skora...
25. mín
Þróttarar ansi ósáttir við Helga Mikael þessa stundina, Aron Þórður var tekinn niður fyrir framan teiginn en ekkert dæmt, áfram héldu Þróttarar meðan Aron tuðaði í Helga og þá Víðir Þorvarðar sparkaður niður inn í teig og mér fannst það pjúra víti en aftur dæmir Helgi ekkert.

Svo núna meðan ég var að skrifa fær HK ódýra aukaspyrnu á miðjunni og Gunni Helga staðinn upp til að láta Helga heyra það!
23. mín
Brynjar Jóh keyrir upp hægri kantinn og fær aukaspyrnu, Leifur röltir til að smella þessum fyrir. Stóru strákarnir þeir Gummi Júl og Ingi Óli mættir inn á teig.

Spyrnan fín en í hendurnar á Arnari Darra.
19. mín MARK!
Bjarni Gunnarsson (HK)
MARK!!

Bjarni Gunn kemst hérna inná teiginn og leikur sér að varnarmanni Þróttara og neglir boltanum upp í þaknetið með vinstri!

Verð að segja að þetta er gegn gangi leiksins en HK leiðiir!
18. mín
Aron Þórður fer í hörku tæklingu við Ingimar á miðjunni og vinnur boltann, Helgi Mikael dæmir brot við litla hrifningu Þróttara.

Ætli Davíð Rúnar hefði ekki fengið rautt fyrir þetta frá Helga vini sínum?
16. mín
Þróttur kemst í hættulega skyndisókn eftir að HK átti innkast hinumegin.

Daði Bergs setti Ingimar á rassgatið en Ásgeir Marteins bjargaði liðsfélaga sínum með geggjaðri tæklingu!
13. mín
Guðmundur og Daði taka skemmtilega þríhyrning inn í vítateig HK og Guðmundur kemur skoti á markið en beint á Arnar Frey.
10. mín
Aftur fer Daði Bergs inn völlinn af kantinum, leggur hann út á Henry í þetta skiptið sem skýtur langt yfir!
8. mín
Daði Bergs fer með boltann inn völlinn, leggur hann út á Aron Þórð sem að tekur skotið en Arnar Freyr ver í horn!

Engin hætta, markspyrna.
7. mín
Það er hætt að rigna og komin sól! Ísland í hnotskurn...
5. mín
Ólafur Hrannar kemst í gegn og skorar en er réttilega dæmdur rangstæður.

Gunni Helga fagnar eins og enginn sé morgundagurinn.
4. mín
Birkir Valur og Kári Péturs spila sig skemmtilega upp hægri kantinn og inn í teiginn hjá Þrótti, endar með að Birkir nær skoti í góðu færi en Finnur hendir sér fyrir!
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er farið af stað, HK byrjar með boltann og sækir í átt að miðbænum.
Fyrir leik
Liðin labba út á völl, Þróttur í sínum hefðbundnu rauðu og hvítu röndóttu búningum, HK í geggjuðum svörtum og gráum treyjum!
Fyrir leik
10 mín í leik.

Þróttarar komnir inn á meðan HK klárar fótavinnu og spretti ala Addi Garðars.
Fyrir leik
Liðin eru komin út að hita og það er grenjandi rigning, reikna með að blautt gervigras bjóði okkur upp á free flowing football og nokkur mörk!
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin inn hér til hliðar.

Finnur Tómas, ungur KR-ingur fæddur árið 2001 byrjar sinn annan leik í röð en hann er í láni hjá Þrótturum, hvet fólk til að fylgjast með honum.
Fyrir leik
Þróttur er í 6. sæti deildarinnar með 4 stig eftir 3 leiki.

HK er hinsvegar í 3. sæti með 7 stig eftir 3 leiki.

Ætla að reikna með hörku leik hér í kvöld en Gulli Jóns tók við fínu búi af Gregg Ryder og bætti við með ungum og sprækum strákum á lokadegi gluggans.

HK er með hörku lið og Brynjar Björn hefur bætt aðeins við flottan leikmannahóp HK.

Liðin enduðu bæði með 42 stig í fyrra í 3. og 4. sæti deildarinnar, Þróttur með betri markatölu þá.
Fyrir leik
Liðin hafa mæst 26 sinnum áður, Þróttur hefur haft mikla yfirburði og unnið 18 leiki, 2 jafntefli og 6 HK sigrar.
Fyrir leik
Góða kvöldið gott fólk og verið velkomin í beina textalýsingu frá leik Þróttar og HK.
Byrjunarlið:
25. Arnar Freyr Ólafsson (m)
Bjarni Gunnarsson
4. Leifur Andri Leifsson (f)
5. Guðmundur Þór Júlíusson (f)
6. Birkir Valur Jónsson
6. Ingiberg Ólafur Jónsson
8. Ingimar Elí Hlynsson
9. Brynjar Jónasson ('93)
10. Ásgeir Marteinsson ('80)
11. Ólafur Örn Eyjólfsson
17. Kári Pétursson ('88)

Varamenn:
1. Sigurður Hrannar Björnsson (m)
12. Hjörvar Daði Arnarsson (m)
15. Trausti Már Eyjólfsson
17. Eiður Gauti Sæbjörnsson
19. Arian Ari Morina ('80)
24. Aron Elí Sævarsson ('88)
28. Guðmundur Axel Blöndal

Liðsstjórn:
Brynjar Björn Gunnarsson (Þ)
Hjörvar Hafliðason
Gunnþór Hermannsson
Þjóðólfur Gunnarsson
Matthías Ragnarsson
Styrmir Örn Vilmundarson
Viktor Bjarki Arnarsson

Gul spjöld:
Brynjar Jónasson ('53)
Ingimar Elí Hlynsson ('81)
Leifur Andri Leifsson ('87)

Rauð spjöld: