Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Breiðablik
1
0
ÍBV
Berglind Björg Þorvaldsdóttir '16 1-0
24.05.2018  -  18:00
Kópavogsvöllur
Pepsi-deild kvenna
Dómari: Elías Ingi Árnason
Maður leiksins: Alexandra Jóhannsdóttir
Byrjunarlið:
Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir
Fjolla Shala
Sonný Lára Þráinsdóttir
5. Samantha Jane Lofton
7. Agla María Albertsdóttir
8. Heiðdís Lillýardóttir
10. Berglind Björg Þorvaldsdóttir ('81)
13. Ásta Eir Árnadóttir (f)
16. Alexandra Jóhannsdóttir
18. Kristín Dís Árnadóttir
27. Selma Sól Magnúsdóttir ('71)

Varamenn:
26. Ásta Vigdís Guðlaugsdóttir (m)
9. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir ('71)
14. Guðrún Gyða Haralz
19. Esther Rós Arnarsdóttir
20. Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir
21. Sólveig Jóhannesdóttir Larsen ('81)

Liðsstjórn:
Þorsteinn H Halldórsson (Þ)
Ragna Björg Einarsdóttir
Ólafur Pétursson
Særún Jónsdóttir
Aron Már Björnsson

Gul spjöld:
Selma Sól Magnúsdóttir ('42)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Blikar sóttu ívið meira seinni hluta seinni hálfleiksins. En leik er lokið með 1-0 sigri Blika og þær eru á toppnum með jafnmörg stig og Þór/KA.
92. mín
Blikar fá hornspyrnu aftur. Taka hana aftur stutt og Andrea og Agla María halda honum þar, önnur hvor þeirra leikur á varnarmann ÍBV og leggur hann fyrir. Alexandra fær algjört dauðafæri sem Emily ver.
91. mín
Inn:Díana Helga Guðjónsdóttir (ÍBV) Út:Kristín Erna Sigurlásdóttir (ÍBV)
91. mín
Blikar fá hornspyrnu, gefa stutt og halda boltanum upp í horni í dágóðan tíma þar til hann fer útaf.
90. mín
Tveimur mínútum bætt við venjulegan leiktíma.
89. mín
Maður leiksins tilkynntur af vallarþuli en það er Alexandra Jóhannsdóttir.
88. mín
Karólína gerir vel, fær boltann upp í horni og leikur á varnarmann ÍBV og setur hann fyrir. Emily grípur örugglega.
87. mín
Sóley setur boltann fyrir markið en Sonný grípur hann örugglega.
85. mín
Hornspyrna ÍBV sem að Rut tekur. Boltinn berst til Sísíar sem skallar hann en Blikar ná að hreinsa.
84. mín
ÍBV búnar að vera betri það sem af er seinni hálfleiks en Blikar aðeins að verða sprækari aftur.
83. mín
Þulurinn segir 264 áhorfendur á vellinum.
81. mín
Inn:Sólveig Jóhannesdóttir Larsen (Breiðablik) Út:Berglind Björg Þorvaldsdóttir (Breiðablik)
81. mín
Inn:Júlíana Sveinsdóttir (ÍBV) Út:Ingibjörg Lúcía Ragnarsdóttir (ÍBV)
ÍBV virðist vera að fara í þriggja manna vörn og Caroline Van Slambrouck komin upp.
79. mín
Blikar eiga sókn sem endar hjá Karolínu rétt fyrir utan teig. Hún tekur skotið sem fer rétt yfir markið.
78. mín
Cloé nær fyrirgjöf fyrir ÍBV en Clara nær ekki til boltans.
76. mín
Karólína á skot fyrir blika sem endar í bakinu á vörn eyja og Emily grípur boltann.
75. mín
Blikar eiga horn. Kristín skallar hann rétt framhjá.
73. mín
Agla María kemst með boltann að markteig ÍBV, leggur hann út á Samönthu en Kristín Erna gerir vel og nær til boltans áður en hún nær að gera eitthvað og þær ná að hreinsa.
72. mín
Clara fær flott færi fyrir ÍBV en boltinn vill ekki inn.
71. mín
Inn:Karólína Lea Vilhjálmsdóttir (Breiðablik) Út:Selma Sól Magnúsdóttir (Breiðablik)
Blikar gera skiptingu. Selma Sól sem hefur átt fínan leik kemur útaf og Karólína Lea kemur inná.
69. mín
Hornspyrnan endar með skoti rétt framhjá.
69. mín
Ásta Eir á flottan sprett með boltann upp kantinn og nær fyrirgjöfinni sem endar í bakinu á Adrienne og aftur fyrir. Hornspyrna Blika.
67. mín
Alexandra á skot sem fór í höfuðið á Öglu og rétt framhjá marki ÍBV.
66. mín
Eyjakonur sækja, Kristín Erna á flottan bolta upp á Adrienne sem tekur hlaupið upp kantinn og nær boltanum fyrir en enginn til að klára.
65. mín
Blikakonur spila fast en leikurinn er nokkuð jafn.
64. mín
Kristín missir boltann í vörn Blika, rétt fyrir utan teig blika og Cloé kemst í boltann. Hún nær sendingunni fyrir og Kristín Erna skaut en hitti hann frekar illa.
63. mín
Komin glampandi sól á Kópavogsvöll.
62. mín
Eyjakonur eru aðeins að vakna til lífsins sóknarlega séð. Adrienne á flott skot sem Sonný ver.
61. mín
Eyjakonur eiga flotta sókn sem endar með fyrirgjöf en enn og aftur rúllar boltinn bara í gegnum teiginn og enginn árás á boltann.
59. mín
Blikakonur þjóta í sókn. Selma Sól á frábæra fyrirgjöf sem fer rétt yfir höfuðið á Öglu Maríu. Boltinn berst út fyrir teig þar sem Fjolla átti gott skot rétt yfir mark ÍBV.
58. mín
Eyjakonur sækja hratt en eins og í fyrri hálfleik stendur vörn Blika vel.
57. mín
Eyjakonur ná flottri fyrirgjöf fyrir mark blika en enginn til að ráðast á boltann svo hann rúllar bara í gegnum teiginn í fangið á Sonný.
55. mín
Agla María brýtur á Rut rétt fyrir utan teig ÍBV.
54. mín
Liðin skiptast á að fá hálffæri.
53. mín
ÍBV tekur spyrnuna stutt en ná ekki að búa sér til almennilega sókn og blikar ná boltanum.
52. mín
Agla María brýtur á Adrienne. Hörkuleg tækling og ÍBV fær aukaspyrnu rétt fyrir aftan miðju.
51. mín
Berglind Björg kemur hratt upp völlinn, leikur illa á varnarmann ÍBV inn í teig setur hann fyrir sig en skotið lélegt.
50. mín
ÍBV kemur í sókn, Cloé sendir hann fyrir en nær ekki á leikmann ÍBV.
49. mín
Blikar koma í sókn, sending kemur á Öglu Maríu sem sækir inn að markinu frá kantinum en er dæmd rangstæð.
48. mín
Agla María brýtur á Adrienne en ekkert verður úr aukaspyrnunni.
47. mín
Fjolla brýtur á Kristínu Ernu við miðju. Ingibjörg Lúcía tekur spyrnuna og Caroline Van Slabrouck skallar hann laust í fangið á Sonný.
46. mín
Boltinn fór beint aftur fyrir mark í honrspyrnunni.
46. mín
Boltinn berst fyrir mark ÍBV, Caloline Van Slambrouck hittir boltann mjög illa þegar hún hreinsar og boltinn endar í hornspyrnu fyrir blika.
46. mín
Leikur hafinn
Seinni hálfleikur að hefjast, rigningin er hætt og vindurinn orðinn minni.
46. mín
Hálfleikur
45. mín
Uppótartími fyrri hálfleiks er 1 mín.
44. mín
Blikar fá flotta sókn, flott spil hjá Berglindi og Selmu Sól þar sem Selma kemst í gegn og skýtur á markið. Emily varði vel, boltinn fer aftur út í teig en ÍBV nær að hreinsa.
43. mín
Ekkert varð úr aukaspyrnu ÍBV.
42. mín Gult spjald: Selma Sól Magnúsdóttir (Breiðablik)
Fjolla brýtur frekar illa á Cloé og klárt gult spjald. Einhverra hluta vegna fær hinsvegar Selma Sól gult spjald en ekki Fjolla.
40. mín
Blikar eiga innkast sem endar með lélegri hreinsun hjá vörn ÍBV. Þær koma þó boltanum frá.
40. mín
Blikakonur að spila vel fyrir framan mark ÍBV, Berglind endar á að leggja hann út á Andreu Rán sem á laust skot. Vörnin tók þann bolta.
38. mín
Samantha kemur boltanum fyrir mark ÍBV eftir flott spil en Emily grípur hann öruggt.
36. mín
Leikurinn nokkuð jafn, ÍBV aðeins búið að liggja á blikum en blikavörnin hefur staðið vaktina vel, Adrienne brunaði upp kantinn náði boltanum fyrir, ÍBV vildu vítaspyrnu en ekkert dæmt og sóknin endar með aukaspyrnu sem endar þó hjá Sonný markmanni.
34. mín
Það bætir bara í rigninguna hér í Kópavogi.
32. mín
Sóley tekur hornspyrnuna fyrir ÍBV og boltinn fór eiginlega ekkert inn á völlinn. Markspyrna blika.
32. mín
Eyjakonur fá aukaspyrnu. Sóley tekur, fer í blika og afturfyrir. Eyjakonur hefðu mátt vera agressívari á boltann þarna.
30. mín
Frábært spil hjá Blikum sem endar með því að Selma kemur með flotta sendingu inn fyrir á Öglu Maríu sem sleppur ein í gegn en hún er dæmd rangstæð. Set spurningamerki við rangstöðudóminn, þetta var tæpt.
29. mín
Sendingarnar eru eilítið út um allt og boltinn spýtist mikið í rigningunni.
27. mín
Eyjakonur reyna að sækja hratt en Blikar eru alltaf mættar í bakið á þeim.
23. mín
Blikar fá prik í kladdann frá undirritaðri fyrir að færa lýsendum kjötsúpu í rigningunni.
23. mín
Sóley fær boltann og gefur fyrir á Cloé sem skallar hann beint í fangið á Sonný.
22. mín
Spyrnan endar í klafsi inn í teig en Blikakonur ná að koma honum í innkast.
21. mín
Hornið endar í öðru horni.
20. mín
Cloé á skot í Fjollu sem endar í hornspyrnu fyrir eyjakonur.
16. mín MARK!
Berglind Björg Þorvaldsdóttir (Breiðablik)
Selma Sól á frábæra fyrirgjöf fyrir mark eyjakvenna, Emily kýldi boltann út en hann endar hjá Berglindi sem lagði hann laglega í markið.
16. mín
Blikar komast í gott færi en Berglind fær sendingu inn fyrir vörn ÍBV, Emily markmaður eyjakvenna var hinsvegar fyrri til í boltann. Flott sending.
14. mín
Kristín Dís í vörn Blika á afleita sendingu úr varnarlínunni sem endar hjá eyjakonum sem bruna í sókn. Þær sluppu þó með skrekkinn í þetta sinn.
13. mín
Katie tekur spyrnuna sem er auðveld fyrir Sonný í markinu en hún grípur hann auðveldlega.
13. mín
Heiðdís brýtur á Rut nokkrum metrum fyrir utan teig Blika. Ágætis skotfæri.
12. mín
Bæði lið að koma sér í færi en ekkert hættulegt komið síðan á fyrstu mínútunni.
9. mín
Ásta Eir og Fjolla misskilja hvor aðra um hver á að taka boltann og ÍBV kemst hratt í sókn. Breiðablik nær þó að hreinsa.
7. mín
ÍBV með aukaspyrnu sem fer rétt yfir kollinn á Caroline Van Slambrouck.
5. mín
Liðin eru aðeins að finna sig á blautu grasinu. Breiðablik hefur verið aðeins meira með boltann en ÍBV að sækja í sig veðrið.
1. mín
Breiðablik fékk dauðafæri, boltinn kom fastur niðri fyrir og markmaður ÍBV varði hann út í teiginn en enginn til að fylgja því eftir.
1. mín
Leikur hafinn
Fyrir leik
Liðin eru að ganga inn á völlinn og styttist í að leikurinn byrji.
Fyrir leik
Völlurinn er vel blautur enda búið að rigna nóg í dag.
Fyrir leik
Góðan daginn og verið velkomin í beina textalýsingu frá viðureign Breiðabliks og ÍBV sem hefst 18:00 á Kópavogsvelli.
Hafliði Breiðfjörð
Byrjunarlið:
1. Emily Armstrong (m)
2. Sóley Guðmundsdóttir (f)
4. Caroline Van Slambrouck
7. Rut Kristjánsdóttir
9. Kristín Erna Sigurlásdóttir ('91)
10. Clara Sigurðardóttir
11. Sigríður Lára Garðarsdóttir
15. Adrienne Jordan
19. Ingibjörg Lúcía Ragnarsdóttir ('81)
20. Cloé Lacasse
22. Katie Kraeutner

Varamenn:
30. Guðný Geirsdóttir (m)
3. Júlíana Sveinsdóttir ('81)
6. Sesselja Líf Valgeirsdóttir
14. Díana Helga Guðjónsdóttir ('91)
18. Margrét Íris Einarsdóttir
22. Birgitta Sól Vilbergsdóttir

Liðsstjórn:
Ian David Jeffs (Þ)
Sigríður Sæland Óðinsdóttir
Inga Jóhanna Bergsdóttir
Jón Ólafur Daníelsson
Óskar Rúnarsson
Helgi Þór Arason
Richard Matthew Goffe
Thomas Fredriksen

Gul spjöld:

Rauð spjöld: