Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
Selfoss
2
1
Magni
Gilles Ondo '54 1-0
1-1 Sigurður Marinó Kristjánsson '85
Ingi Rafn Ingibergsson '89 2-1
26.05.2018  -  15:00
JÁVERK-völlurinn
Inkasso deildin - 1. deild karla
Aðstæður: Völlurinn er glæsilegur.
Dómari: Egill Arnar Sigurþórsson
Maður leiksins: Ingi Rafn Ingibergsson
Byrjunarlið:
Þorsteinn Daníel Þorsteinsson
Ingi Rafn Ingibergsson
Stefán Logi Magnússon
2. Guðmundur Axel Hilmarsson
8. Ivan Martinez Gutierrez
9. Gilles Ondo ('71)
18. Arnar Logi Sveinsson ('86)
20. Bjarki Leósson
21. Stefán Ragnar Guðlaugsson (f)
22. Kristófer Páll Viðarsson
24. Kenan Turudija

Varamenn:
3. Þormar Elvarsson ('86)
4. Jökull Hermannsson
12. Magnús Ingi Einarsson ('71)
13. Toni Espinosa
17. Guðmundur Aðalsteinn Sveinsson

Liðsstjórn:
Gunnar Borgþórsson (Þ)
Þorkell Ingi Sigurðsson
Jóhann Bjarnason
Jóhann Árnason
Baldur Rúnarsson
Arnar Helgi Magnússon
Adam Ægir Pálsson

Gul spjöld:
Guðmundur Axel Hilmarsson ('35)
Bjarki Leósson ('76)
Ingi Rafn Ingibergsson ('89)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Leik lokið. Selfyssingar vinna sinn fyrsta leik á þessu tímabili. Skýrlsla og viðtöl koma á eftir.
90. mín Gult spjald: Sigurður Marinó Kristjánsson (Magni)
Fyrir brot út á miðjum vellinum.
90. mín
Dauðafæri! Ingi Rafn aftur! Magnús Ingi kemst inn fyrir vörn Magna og þeir eru 3 á 1. Magnús rennir honum fyrir á Inga sem er aleinn gegn Steinþóri en Ingi setti hann hátt yfir.
90. mín
Magnamenn hársbreidd frá því að jafna. Sýndist þetta vera Bjarni Aðaðsteinsson sem setti hann framhjá eftir að Gunnar Örvar lét Stefán Loga hafa fyrir sér í teig Selfyssinga.
89. mín Gult spjald: Ingi Rafn Ingibergsson (Selfoss)
Ingi fékk svo gult í kjölfarið fyrir að fara úr treyju sinni.
89. mín MARK!
Ingi Rafn Ingibergsson (Selfoss)
Stoðsending: Kenan Turudija
SELFYSSINGAR ERU KOMNIR YFIR AFTUR!

Algerar senur!

Kenan stingur fullkomlega vigtuðum bolta inn fyrir vörn Magna. Ingi kom í þverhlaupinu frá vinstri og var einn gegn Steinþór. Ingi var svellkaldur og vippaði boltanum snyrtilega í markið.
86. mín
Inn:Þormar Elvarsson (Selfoss) Út:Arnar Logi Sveinsson (Selfoss)
Arnar Logi víkur fyrir Þormari.
85. mín MARK!
Sigurður Marinó Kristjánsson (Magni)
Magnamenn hafa jafnað!! Fyrirgjöf frá vinstri, boltinn skoppaði í gegnum allan pakkann og allt í einu var boltinn kominn á Sigurð Marinó sem var einn á auðum á fjærstönginni sem að hamraði honum í netið.
81. mín
Inn:Pétur Heiðar Kristjánsson (Magni) Út:Ívar Sigurbjörnsson (Magni)
Tvöföld skipting. Magni freistar þess að jafna.
81. mín
Inn:Gunnar Örvar Stefánsson (Magni) Út:Victor Lucien Da Costa (Magni)
80. mín
Flott sókn Magna endar með skoti Davíðs Rúnars en Stefan Logi greip þennan.
77. mín
Ingi Rafn með skot í utanverða stöngina! Magni tapaði boltanum á miðjunni og Ingi fékk boltann. Hann fór fram hjá einum og hamraði honum í utanverða stöngina. Magnamenn vildu aukaspyrnu í aðdragandanum en fengu ekki.
76. mín Gult spjald: Bjarki Leósson (Selfoss)
Fær gult spjald fyrir að tefja.
71. mín
Inn:Magnús Ingi Einarsson (Selfoss) Út:Gilles Ondo (Selfoss)
Ondo búinn að skila fínu dagsverki hérna. Magnús Ingi kemur inn í hans stað.
69. mín
Agnar Darri var þarna hársbreidd frá því að skora. Baldvin Ólafs með flotta sendingu bakvið vörn Selfyssinga. Stefán Logi var kominn út úr teignum en rétt náði boltanum af Agnari.
67. mín
Selfyssingar bjarga hér á línu. Sá ekki hverjum skotið var frá. Þarna skall hurð nærri hælum hjá Selfyssingum. Magnamenn eru ekki hættir.
64. mín
Inn:Bergvin Jóhannsson (Magni) Út:Kristján Atli Marteinsson (Magni)
Magni að gera sína fyrstu breytingu.
63. mín
Selfyssingar eru að hóta marki númer tvö. Pachu með fast skot á nærstöngina en Steinþór Már ver í horn.
60. mín
Vítafnykur! Ondo lék á tvo Magnamenn og Ívar Örn braut á honum þótti mér. Egill Arnar Sigurþórsson segir Ondo að standa í lappirnar sem og Ívar sjálfur. Það var hið minnsta fnykur af þessu.
57. mín Gult spjald: Ívar Örn Árnason (Magni)
Fyrir tæklingu á Arnar Loga.
54. mín MARK!
Gilles Ondo (Selfoss)
Stoðsending: Kristófer Páll Viðarsson
Það er komið mark! Fyrirgjöf frá Bjarka Leóssyni frá vinstri. Varnarmaður Magna skallaði boltann í höfuð Kristófers Páls og boltinn datt fallega fyrir fætur Ondo sem átti í engum vandræðum með að skora með góðu skoti úr miðjum teignum!
49. mín
Steinþór Már Auðunsson dömur mínar og herrar. Hann er að halda Magna á floti hérna. Arnar Logi með frábæra sendingu á Kristófer Pál sem var einn á móti Steinþóri en hann ver sem fyrr.
46. mín
Við erum nýfarin af stað hérna eftir leikhlé og þar fær Ondo frábæra stungusendingu innfyrir frá Pachu. Steinþór varði frábærlega frá Ondo, boltinn brast á Inga Rafn sem að mér sýndist tá-aði boltann hátt yfir úr frábæru færi.
45. mín
Hálfleikur
Markalaust í hálfleik. Ég ætla að fá mér rjúkandi bolla. Áhorfendur leita skjóls frá rigningunni í Tíbrá í hálfleik.
43. mín
Frábær sókn Selfyssinga! Það er leið 1 hérna. Stefán Ragnar bombaði boltanum uppá Ondo sem stóð á vítateigslínunni. Ondo kassaði hann niður fyrir Kenan sem átti flott skot nokkra sentimetra framhjá.
41. mín
Magnamenn eru farnir að gera sig líklega. Leikurinn er jafn eftir að Selfoss stýrði leiknum í upphafi.
38. mín
Heyrðu! Ég verð að skrá þetta niður sem fyrsta darraðadans dagsins. Það var uppi fótur og fit í teig Selfyssinga en Stefán Logi bjargaði því sem bjarga varð.
36. mín
Agnar Darri fær hér þetta fína færi eftir frábæra fyrirgjöf hægra megin frá en nær ekki að skalla boltann í áttina að marki. Geggjuð fyrirgjöf hjá Baldvini Ólafssyni.
35. mín Gult spjald: Guðmundur Axel Hilmarsson (Selfoss)
Guðmundur Axel fær hér gult spjald. Gaf boltann frá sér og stoppaði svo sóknina.
30. mín
Magni er að beita þessu líka fínu skyndisóknum. Agnar Darri geystist hérna upp völlinn lék á tvo Selfyssinga, fann Victor Da Costa sem að dribblaði inná teig. Selfyssingar komu boltanum í horn en Victor vildi víti. Það hefði verið strangur dómur vægast sagt.
27. mín
Magni með fyrirgjöf frá hægri, beint á Stefán Ragnar sem að mistókst að taka á móti honum og Agnar Darri náði boltanum á átti ágætt skoða á Stefán Loga sem var þó ekki í miklum vandræðum með það.
22. mín
Selfyssingar þjarma að marki Magna þessar mínúturnar. Pachu með skot sem Steinþór varði vel. Smá fát í teig Magna í kjölfarið.
15. mín
Langt innkast frá Þorsteini hægra megin frá. Ondo tekur boltann niður og snýr vel og á skot sem Steinþór ver á nærstönginni í stöngina. Selfyssingar mun líklegri hér.
13. mín
Pachu kemst inná teig og er einn á móti Steinþóri Má í þröngu færi. Steinþór gerði mjög vel og kom hratt af línunni og varði skot Pachu.
9. mín
Kenan Turudija fellur hérna í teginum eftir tæklingu frá Sveini Óla. Selfyssingar vilja víti en frá mínum bæjardyrum séð var engin snerting.
6. mín
Selfoss hefur sagt skilið við þriggja hafsenta kerfið í bili og spila núna með klassíska 4 manna varnarlínu með Stefán Ragnar og Guðmund Axel í hjartanu. Þorsteinn Daníel er svo í hægri bakverði og Bjarki Leósson í þeim vinstri.
3. mín
Fyrsta skot leiksins hefur litið dagsins ljós Magnamenn geystust upp í skyndisókn komust inná teig en Stefán Logi varði í horn. Ekkert kom uppúr henni.
1. mín
Leikur hafinn
Leikurinn er hafinn. Magnamenn sækja að hinni goðsagnakenndu Tíbrá en Selfyssingar að stóra-hól. Smá tafir verða hinsvegar þar sem Magnamönnum mistekst að taka upphafspyrnuna rétt.
Fyrir leik
Gaman er að sjá að Guðmundur Axel Hilmarsson kemur inn í lið Selfoss í dag. Strákurinn er fæddur 2001 og spilar í miðverði. Það verður gaman að sjá hann spreyta sig.


Fyrir leik
Hér hefur hellirignt í allan dag og völlurinn því vel blautur. Við fáum vonandi fallegan fótbolta og ég yrði ekki hissa ef að nokkrar tæklingar eigi eftir að sjást.
Fyrir leik
Fyrir leikinn sitja bæði lið í fallsæti en örvæntið eigi, með sigri geta bæði lið lyft sér upp úr því kviksyndi.
Selfyssingar eru enn án sigurs og hljóta að horfa á þennan leik sem gott tækifæri til þess að brjóta ísinn.
Magni hefur enn ekki leikið á Grenivíkurvelli en liðið gerði sér lítið fyrir og sigraði Víking Ólafsvík í Boganum í síðustu umferð.
Fyrir leik
Góðan og geggjaðan daginn!
Hér verður fjör í dag. Við ætlum að fylgjast með leik Selfoss og Magna hér en leikurinn er liður í 4. umferð í Inkasso deildinni. Deildinni þar sem að ástríðan ræður ríkjum og hið ótrúlega getur gerst.
Byrjunarlið:
13. Steinþór Már Auðunsson (m)
Baldvin Ólafsson
Victor Lucien Da Costa ('81)
4. Sveinn Óli Birgisson (f)
15. Ívar Örn Árnason
16. Davíð Rúnar Bjarnason
18. Ívar Sigurbjörnsson ('81)
19. Kristján Atli Marteinsson ('64)
20. Sigurður Marinó Kristjánsson
29. Bjarni Aðalsteinsson
30. Agnar Darri Sverrisson

Varamenn:
7. Pétur Heiðar Kristjánsson ('81)
8. Arnar Geir Halldórsson
9. Gunnar Örvar Stefánsson ('81)
10. Lars Óli Jessen
17. Kristinn Þór Rósbergsson
18. Jakob Hafsteinsson
26. Brynjar Ingi Bjarnason

Liðsstjórn:
Páll Viðar Gíslason (Þ)
Hjörtur Geir Heimisson
Bergvin Jóhannsson
Andrés Vilhjálmsson
Anton Orri Sigurbjörnsson
Kristján Freyr Óðinsson
Ingibjörg Ásta Halldórsdóttir

Gul spjöld:
Ívar Örn Árnason ('57)
Sigurður Marinó Kristjánsson ('90)

Rauð spjöld: