Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
FH
1
4
Þór/KA
0-1 Sandra Mayor '13
0-2 Arna Sif Ásgrímsdóttir '43
0-3 Sandra Mayor '52
0-4 Andrea Mist Pálsdóttir '55
Marjani Hing-Glover '84 1-4
27.05.2018  -  16:00
Kaplakrikavöllur
Pepsi-deild kvenna
Aðstæður: Manchesterveður. Grár og gloomy rigningardagur
Dómari: Ásmundur Þór Sveinsson
Áhorfendur: 132
Maður leiksins: Sandra Mayor
Byrjunarlið:
25. Aníta Dögg Guðmundsdóttir (m)
Erna Guðrún Magnúsdóttir ('72)
Selma Dögg Björgvinsdóttir ('80)
4. Guðný Árnadóttir
8. Jasmín Erla Ingadóttir
15. Birta Stefánsdóttir
16. Diljá Ýr Zomers
19. Helena Ósk Hálfdánardóttir ('72)
20. Eva Núra Abrahamsdóttir
21. Arna Dís Arnþórsdóttir
27. Marjani Hing-Glover

Varamenn:
2. Hugrún Elvarsdóttir ('72)
4. Ingibjörg Rún Óladóttir
23. Hanna Marie Barker ('80)
28. Birta Georgsdóttir

Liðsstjórn:
Orri Þórðarson (Þ)
Halla Marinósdóttir
Maria Selma Haseta
Melkorka Katrín Fl Pétursdóttir
Snædís Logadóttir
Daði Lárusson
Hákon Atli Hallfreðsson
Tatiana Saunders
Styrmir Örn Vilmundarson

Gul spjöld:
Eva Núra Abrahamsdóttir ('64)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Þetta er búið. Sannfærandi sigur Þórs/KA sem bætir markatöluna sína og kemur sér fyrir á toppnum.

FH-ingar tapa fjórða leiknum á tímabilinu og eru skiljanlega hundsvekktar. Bras á þeim í byrjun móts.

Ég þakka annars fyrir mig og minni á viðtöl og skýrslu síðar í kveld.
89. mín
Tíminn er að renna út en Þór/KA fær aukaspyrnu úti hægra megin. Andrea Mist sendir fyrir en boltinn svífur örlítið yfir pakkann.

Þór/KA heldur boltanum. Spilar aftur á miðvörð og keyrir svo aftur af stað. Sóknin endar á því að Hulda Ósk fær háa sendingu inn á teig en nær ekki að stýra honum á markið.
86. mín
VÓ!

Þarna munar litlu að gestirnir bæti við marki. Guðný fær boltann í sig eftir fyrirgjöf. Einhverjir fengu flash back og sáu fyrir sér sjálfsmarkið sem hún skoraði á móti ÍBV í 2. umferð þegar boltinn hrekkur af henni og í átt að markinu.

Guðný ætlar þó að sjálfsögðu ekki að láta það koma fyrir aftur. Er fljót að vinna boltann, taka heilan utanfótarsnúning og koma boltanum frá.
86. mín
Sandra María er komin aftur inná.
84. mín MARK!
Marjani Hing-Glover (FH)
Stoðsending: Guðný Árnadóttir
Jahérna!

Eins og þruma úr heiðskíru lofti.

FH fær hornspyrnu. Guðný setur boltann fyrir markið og Marjani skilar honum í netið með enninu. Vel gert hjá Marjani sem var að skora sitt þriðja mark í sumar.
80. mín
Inn:Hanna Marie Barker (FH) Út:Selma Dögg Björgvinsdóttir (FH)
Þriðja skipting FH.
79. mín
Æi. Þarna skella Sandra María og Andrea Mist saman eftir að hafa reynt við sama skallaboltann. Sandra María liggur eftir og þarf að fara útaf til aðhlynningar.

Þór/KA er búið að nota allar sínar skiptingar og þurfa mögulega að klára leikinn 10 á móti 11.
75. mín
Inn:Ágústa Kristinsdóttir (Þór/KA) Út:Anna Rakel Pétursdóttir (Þór/KA)
Ágústa fer í hægri vængbakvörðinn og hin fjölhæfa Hulda Björg fer yfir til vinstri.
74. mín
Lítið sem ekkert að frétta af FH-liðinu. Það má þó hrósa Anítu Dögg sem er búin að staðsetja sig vel í tvígang og koma vel út á móti til að hreinsa hættulegar stungusendingar.
72. mín
Inn:Hugrún Elvarsdóttir (FH) Út:Helena Ósk Hálfdánardóttir (FH)
72. mín
Inn:Halla Marinósdóttir (FH) Út:Erna Guðrún Magnúsdóttir (FH)
Tvöföld skipting hjá Orra. Halla kemur inn fyrir Ernu og tekur við fyrirliðabandinu.

FH-ingar hafa saknað Höllu sem er að koma til baka eftir meiðsli. Gott að sjá hana vera að koma til baka.
69. mín
Inn:Heiða Ragney Viðarsdóttir (Þór/KA) Út:Sandra Mayor (Þór/KA)
Sandra Mayor er búin að vera alveg frábær í dag en fær nú að hvíla sig. Heiða Ragney spreytir sig síðustu tuttugu plús.

Það verður gaman að sjá hvort gestirnir nái að halda sama flæði án lykilmannsins.
64. mín Gult spjald: Eva Núra Abrahamsdóttir (FH)
Eva Núra er fyrst í bókina. Brýtur á Lillý.
61. mín
Það er allt loft úr FH-ingum og gestirnir með öll völd á vellinum.
59. mín
Inn:Hulda Ósk Jónsdóttir (Þór/KA) Út:Margrét Árnadóttir (Þór/KA)
Fyrsta skiptingin í leiknum. Hulda fer út hægra megin. Sandra María til vinstri.
57. mín
ÞRUMUSKOT!

Marjani lætur vaða utan teigs og Johanna þarf að hafa sig alla við til að verja boltann sem var á leiðinni eitthvað í áttina að samskeytunum.
55. mín MARK!
Andrea Mist Pálsdóttir (Þór/KA)
Stoðsending: Sandra María Jessen
Þetta var furðulegt!

Andrea Mist var að skora fjórða markið. Hún tók þríhyrning við Söndru Maríu. Komst inná teig þar sem Arna Dís keyrði inn í öxlina á henni og virtist taka hana úr jafnvægi. Andrea Mist potaði stóru tánni þó í boltann sem lak fram hjá Anítu.

Eftir standa FH-ingar og skilja ekki neitt í neinu. Ef boltinn hefði ekki rúllað í netið hefði líklega átt að dæma vítaspyrnu þarna.
52. mín MARK!
Sandra Mayor (Þór/KA)
Stoðsending: Bianca Elissa
Sú er í stuði!

Mér sýndist það vera Bianca sem finnur Mayor inn fyrir. Hún er ótrúlega flink með boltann, leggur hann laglega fyrir sig og klárar framhjá Anítu Dögg.

Ótrúleg þessi kona!

Staðan orðin 3-0 og brekkan orðin brött fyrir FH.
49. mín
Þarna slapp Bianca við spjald. Var eitthvað pirruð þegar FH fékk dæmt innkast og grýtti boltanum í jörðina.
47. mín
Boltinn rúllar vel hjá Þór/KA hér í byrjun seinni hálfleiks.
45. mín
Leikur hafinn
Við erum komin af stað aftur. Engar breytingar voru gerðar á liðunum í hálfleik.
45. mín
Hálfleikur
Daði Lárusson markmannsþjálfari fer með Anítu Dögg út í hálfleik og þau taka smá markmannssession. Fara svo aftur inn í klefa.
45. mín
Hálfleikur
Það er kominn hálfleikur. Gestirnir komnar með þægilega forystu.

Þór/KA byrjaði betur og komst yfir með bombu frá Mayor. Eftir það náði FH-liðið að rífa sig aðeins upp og búa sér til nokkra hálfsénsa.

Þær voru þó farnar að gefa eftir undir lok hálfleiksins þegar Þór/KA tvöfaldaði forystuna með hörkuskalla Örnu Sifjar.
43. mín MARK!
Arna Sif Ásgrímsdóttir (Þór/KA)
Stoðsending: Anna Rakel Pétursdóttir
MAAAAARK!

Anna Rakel með frábæra hornspyrnu beint á kollinn á Passion-Örnu sem stangar boltann í netið!

Vel gert. 2-0 og forskotið orðið þægilegt fyrir gestina.
42. mín
Meira líf í Þór/KA þessar síðustu mínútur fyrri hálfleiks.

Jasmín Erla var að skalla stórhættulega fyrirgjöf aftur fyrir og Þór/KA fær horn.
38. mín
FÆRI!

Sandra María sendir nöfnu sína eina í gegn.

Aníta kemur vel út á móti og lokar á Söndru Mayor. Boltinn týnist þó einhvern veginn á milli þeirra í baráttunni og Mayor fær annan séns. FH-ingar eru hinsvegar fljótar til baka og ná að stoppa borgarstjórann áður en hún finnur skotið.
35. mín
JESSEN!

Þó FH hafi verið að færa sig upp á skaftið er alltaf stöðug hætta hinum megin þegar Mayorinn er annars vegar.

Hún finnur Söndru Maríu sem er með aðstoð í teignum en ákveður að reyna að komast að markinu sjálf. Tapar boltanum svo. Fyrirliðinn hefði átt að gera mikið betur þarna og spila á samherja.
30. mín
FH er að reyna að finna jöfnunarmarkið. Reyna að setja boltann aftur fyrir vörn gestanna og það gengur bara ágætlega. Er búnar að komast í 2-3 hálfsénsa og nú var verið að dæma Marjani rangstæða - og það stóð ansi tæpt!
27. mín
Það er barningur í þessu. Völlurinn greinilega þungur en það er samt ágætis hraði í leiknum.

FH-konur eru að sýna karakter eftir markið og eru að mæta Þór/KA af miklum krafti.

Eva Núra var að eiga geggjaða tæklingu þar sem hún vann boltann af Söndru Mayor.
22. mín
Gestirnir stilla svona upp:

Johanna

Arna Sif - Lillý - Bianca

Hulda Björg - Andrea Mist - Ariana - Anna Rakel

Sandra María - Sandra Mayor - Margrét
21. mín
Það er kannski ekki úr vegi að henda liðsuppstillingunum inn.

FH stillir svona upp:

Aníta

Erna - Guðný - Birta - Arna Dís

Selma Dögg - Jasmín

Helena - Eva Núra - Diljá Ýr

Marjani
17. mín
VARSLA!

Selma Dögg fær langa sendingu inn á teig er allt í einu komin ein gegn nýliðanum í markinu.

Johanna gerir virkilega vel í að mæta Selmu og ver svo frá henni.

FH fær í kjölfarið horn en norðankonur ná að skalla frá.
13. mín MARK!
Sandra Mayor (Þór/KA)
MAAAAAARK!

Þór/KA hefur tekið forystuna og það með þvílíkri bombu.

Gestirnir fengu aukaspyrnu úti vinstra megin. Bianca setti háan bolta inn á teig. FH-ingar skölluðu frá en Sandra Mayor þefaði upp frákastið og negldi boltanum í netið!

Geggjað mark. Sú smellhitti boltann!
11. mín
GEGGJUÐ MÓTTAKA!

Marjani fær háan bolta í átt að teignum. Á frábæra fyrstu snertingu, tekur boltann með sér inná teig og lætur vaða.

Ekki alveg nógu gott skot sem Johanna ver.
10. mín
FÆRI!

Sandra Mayor fær frábæra sendingu inn fyrir og er komin ein hægra megin í teignum. Setur boltann fyrir á Margréti sem var búin að gera vel í að draga sig frá varnarmanni en Selma Dögg mætti á fleygiferð og komst inn í sendinguna áður en illa fór.

Vel gert hjá Selmu sem er að byrja þennan leik af miklum krafti.
7. mín
Gestirnir byrja þetta af krafti. Orkan sem þær keyptu sér í Bónus í Mosó á leiðinni í bæinn greinilega að skila sér.

Voru að vinna fyrstu hornspyrnu leiksins. Anna Rakel snýr fínan bolta inn frá hægri en Marjani rís hæst og gerir vel í að skalla boltann af hættusvæðinu.

Boltinn endar aftur fyrir og nú er það Andrea Mist sem spreytir sig frá hægri. Setur boltann á fjær þar sem Sandra Mayor er mætt en setur boltann framhjá úr þröngu færi.
4. mín
Mayor með fín tilþrif úti hægra megin. Reynir bjartsýnisskot utan af velli og boltinn vel yfir.
2. mín
FH fær aukaspyrnu á miðjum vallarhelmingi Þórs/KA. Draumastaður fyrir Guðný Árnadóttur og það fer um gestina.

Guðný hittir boltann þó ekki vel úr spyrnunni sem fer í vegginn og Þór/KA snýr vörn í sókn.
1. mín
Leikur hafinn
Leikurinn er hafinn. Sandra Mayor sparkar þessu af stað fyrir gestina.
Fyrir leik
Það er allt að verða klárt hér í rennblautum Hafnarfirðinum.

Donni gerir tvær breytingar á sínu liði frá 2-0 sigrinum á KR í síðustu umferð. Johanna Henriksson fer í markið fyrir Bryndísi Láru sem er á bekknum. Fyrsti leikur hennar fyrir Íslandsmeistarana.

Orri gerir eina breytingu frá tapinu gegn Selfoss. Diljá Ýr kemur inn fyrir Hanna Marie.
Fyrir leik
Hlutskipti liðanna hefur verið ólíkt það sem af er móti.

Heimakonur hafa valdið ákveðnum vonbrigðum og tapað fyrir báðum nýliðum deildarinnar, HK/Víking og Selfoss. Þá töpuðu þær einnig fyrir ÍBV en unnu KR í hörkuleik.

Íslandsmeistararnir fara hinsvegar inn í þetta mót á fleygiferð og eru með fullt hús stiga.
Fyrir leik
Heil og sæl!

Verið velkomin í beina textalýsingu frá viðureign FH og Þórs/KA. Um er að ræða fyrsta leik í 5. umferð Íslandsmótsins.

Flautað verður til leiks á Kaplakrikavelli kl.16:00.
Byrjunarlið:
Johanna Henriksson
4. Bianca Elissa
5. Ariana Calderon
9. Sandra Mayor ('69)
10. Sandra María Jessen (f)
10. Anna Rakel Pétursdóttir ('75)
11. Arna Sif Ásgrímsdóttir (f)
14. Margrét Árnadóttir ('59)
21. Lillý Rut Hlynsdóttir
24. Hulda Björg Hannesdóttir

Varamenn:
25. Helena Jónsdóttir (m)
2. Rut Matthíasdóttir
8. Lára Einarsdóttir
17. María Catharina Ólafsd. Gros
22. Hulda Ósk Jónsdóttir ('59)
25. Heiða Ragney Viðarsdóttir ('69)

Liðsstjórn:
Halldór Jón Sigurðsson (Þ)
Andri Hjörvar Albertsson (Þ)
Ágústa Kristinsdóttir
Einar Logi Benediktsson
Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir
Haraldur Ingólfsson
Anna Catharina Gros

Gul spjöld:

Rauð spjöld: