Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
HK/Víkingur
0
1
Stjarnan
0-1 Birna Jóhannsdóttir '37
29.05.2018  -  19:15
Kórinn
Pepsi-deild kvenna
Dómari: Elías Ingi Árnason
Maður leiksins: Björk Björnsdóttir
Byrjunarlið:
21. Björk Björnsdóttir (m)
Karólína Jack ('81)
2. Gígja Valgerður Harðardóttir
5. Margrét Sif Magnúsdóttir
5. Fatma Kara
6. Tinna Óðinsdóttir (f)
9. Margrét Eva Sigurðardóttir
11. Þórhildur Þórhallsdóttir
20. Maggý Lárentsínusdóttir ('46)
26. Hildur Antonsdóttir ('63)
28. Laufey Björnsdóttir

Varamenn:
1. Katrín Hanna Hauksdóttir (m)
4. Brynhildur Vala Björnsdóttir
10. Isabella Eva Aradóttir ('81)
13. Linda Líf Boama ('63)
17. Arna Eiríksdóttir
22. Kristina Maureen Maksuti

Liðsstjórn:
Þórhallur Víkingsson (Þ)
Milena Pesic
Lidija Stojkanovic
Stefanía Ásta Tryggvadóttir
Ögmundur Viðar Rúnarsson
Ísafold Þórhallsdóttir

Gul spjöld:
Karólína Jack ('69)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Það kemur ekki að sök.. Elías Ingi er búinn að flauta leikinn af.

Niðurstaðan eins marks sigur Stjörnunnar og magnað að mörkin hafi ekki orðið fleiri. Fimm línubjarganir hjá heimakonum og magnaðar vörslur Bjarkar komu í veg fyrir það.

Stjarnan svarar vonbrigðaleik síðustu umferðar með sigri en HK/Víkingar halda áfram að gefa stóru liðunum leik án þess þó að fá fyrir það stig.

Ég þakka fyrir mig og minni á skýrslu og viðtöl síðar í kvöld.
91. mín
Mér sýnist það vera Lára sem á skalla sem Margrét Eva bjargar á marklínu!

Aftur horn og aftur er bjargað á marklínu!

... Og ég veit þið trúið því ekki en í þriðja horninu bjarga HK/Víkingar aftur á línu!

Jahérna hér. Stjörnukonum er ekki ætlað að skora annað mark í þessum leik!
90. mín
TELMA!

Telma fær tækifæri til að bæta við marki. Fær bolta inn á teig og reynir skot undir pressu frá varnarmanni.

Skotið hinsvegar beint á Björk sem ver í horn.
89. mín
Inn:Telma Hjaltalín Þrastardóttir (Stjarnan) Út:Birna Jóhannsdóttir (Stjarnan)
Markaskorarinn útaf og stúkan fagnar innkomu Telmu.

Frábært að fá hana aftur til leiks í Pepsi-deildinni.
88. mín
Stefanía setur háan bolta inn á teig en þær María Eva og Anna María eru grimmar og fara báðar upp í boltann sem endar aftur fyrir.

Stefanía með hornið en Megan er ákveðin í teignum og skallar frá.
86. mín Gult spjald: Ásgerður Stefanía Baldursdóttir (Stjarnan)
Adda fer í bókina. Nær að setja tærnar fyrst í boltann en er samt alltof sein í hann og straujar Fatma Kara.

HK/Víkingur fær aukaspyrnu af ca. 30 metra færi.
81. mín
Inn:Isabella Eva Aradóttir (HK/Víkingur) Út:Karólína Jack (HK/Víkingur)
Þriðja skipting HK/Víkings. Karólína búin að skila góðu dagsverki og Isabella klárar leikinn á vinstri kantinum.
77. mín
LÁRA!

Katrín tekur hornspyrnu fyrir Stjörnuna. Lára Kristín er frábær skallamaður, er sterkust í teignum en skallar rétt yfir.
76. mín
Frábær sókn og þvílík björgun!

Katrín á geggjaða stungu inn fyrir á Gummu sem kemur á fleygiferð upp hægri kantinn.

Gumma lítur upp og reynir að koma boltanum fyrir á Birnu og Hörpu sem voru mættar á harðaspretti. Grimmust var þó Margrét Eva sem náði að komast fyrst í boltann og hreinsa í horn.

Frábær varnarvinna!
75. mín
Gumma kemur á fleygiferð og reynir skot hægra megin úr teignum. Er með þrjá liðsfélaga með sér. 50/50 hvort hún hefði átt að skjóta eða gefa sér aðeins meiri tíma og spila á samherja.

Það vantar aðeins upp á að Stjarnan loki leiknum.
73. mín
Karólína og Þórhildur eru búnar að skipta um kant og nú var Karólína að brjóta á Maríu Evu. Hún þarf að fara varlega, komin með gult.
69. mín Gult spjald: Karólína Jack (HK/Víkingur)
Karólína komin í bókina. Uppsafnað.
64. mín
Enn er Harpa að spila upp liðsfélaga sína og áfram halda Stjörnukonur að fá hornspyrnur sem ekkert kemur út úr. Þær verða að nýta föstu leikatriðin betur. Ég held að þetta hafi verið hornspyrna númer 7.
63. mín
Inn:Linda Líf Boama (HK/Víkingur) Út:Hildur Antonsdóttir (HK/Víkingur)
Önnur skipting heimakvenna. Senter inn fyrir miðjumann. Margrét Sif færir sig einum aftar og Linda Líf fer upp á topp.

Linda Líf er nautsterk og getur tekið mikið pláss á vellinum. Hefur eflaust fylgst vel með Hörpu Þorsteins upp yngri flokkana og lært nokkur trix úr hennar bók.
63. mín
Skemmtileg hugmynd hjá Gummu, fær boltann í brjósthæð með bakið í markið og kassar hann inn á milli miðvarðar og bakvarðar í hlaupaleið hjá liðsfélaga sem áttaði sig ekki á því hvað Gumma var að hugsa - enda óvænt - og kláraði ekki hlaupið.

Þetta hefði getað orðið mjög töff.
62. mín
KATRÍN!

Lára laumar háum bolta inn á vítapunkt þar sem Katrín er mætt í algjört dauðafæri en hún hittir ekki boltann sem endar í höndunum á Björk.

Ætlar Stjörnukonum ekki að takast að setja mark númer tvö?
58. mín
Fjúddífjúúú!

Þarna munar engu að Stjarnan skori. Gumma með hættulegan bolta frá hægri. Margrét Eva setur tánna í boltann og sem betur fer fyrir hana fer hann aðeins yfir markið.

Stjarnan fær horn en HK/Víkingar vinna boltann og bruna í stórhættulega skyndisókn þar sem Fatma Kara er arkitektinn.

Hún brunar upp völlinn, finnur Þórhildi sem er komin í fína stöðu vinstra megin en setur boltann rétt framhjá fjærstönginni.

Er leikurinn að opnast?
54. mín
Flott uppspil sem byrjaði hjá Fatma. Hún tók laglega við boltanum áður en hún fann Þórhildi sem skipti löngum bolta yfir á Karólínu. Sendingin aðeins of föst og endaði aftur fyrir en það munaði ekkert rosalega miklu að eldfljót Karólína hefði getað gert sér mat úr þessu.
53. mín
Hildur reynir langskot en það er beint á Birnu.
49. mín
Katrín!

Er undir pressu frá Tinnu en nær ágætu skoti með vinstri rétt utan teigs. Það er þó beint á Björk.

Harpa hafði spilað Katrínu í færi með því að kjöta Margréti Evu úr leik og þræða boltann svo á milli Laufeyjar og Tinnu.
49. mín
Harpa kemur boltanum í netið en er réttilega dæmd rangstæð.

Stjarnan byrjar af krafti.
48. mín
DAUÐAFÆRI!

Þarna á Gumma að gera miklu, miklu betur!

Harpa á gullfallega sendingu inn á Gummu sem kemst ALEIN gegn Björk.

Björk heldur hinsvegar uppteknum hætti. Kemur vel út á móti og kemur í veg fyrir að Stjarnan tvöfaldi forystuna. Ofboðslega vel gert!
46. mín
Leikur hafinn
Við erum farin af stað aftur í blíðviðrinu í Kórnum.
46. mín
Inn:Stefanía Ásta Tryggvadóttir (HK/Víkingur) Út:Maggý Lárentsínusdóttir (HK/Víkingur)
Ein breyting hjá HK/Víkingum í hálfleik.

Laufer fer niður í miðvörð og Stefanía inn á miðjuna.
45. mín
Hálfleikur
Það er ágæt mæting í Kórinn. Á meðal gesta er Fylkisþjálfarinn Kjartan Stefánsson sem mætir HK/Víkingum í bikarnum á föstudag.

Þá eru Valssysturnar Málfríður Anna og Hlín Eiríksdætur mættar og vonast eftir að sjá yngstu systur sína, Örnu Eiríksdóttur fá mínútur hjá heimakonum.
45. mín
Hálfleikur
Það er kominn hálfleikur og gestirnir leiða 1-0 með marki frá Birnu Jóhannsdóttur.

Stjarnan hefur verið mun sterkari í leiknum og haldið boltanum vel. Ákvarðanataka á síðasta þriðjungi hinsvegar ekki alltaf sú besta og uppskeran aðeins eitt mark þrátt fyrir allt possessionið. Liðið hefur átt 11 skot, þar af 6 á markið en nokkur þeirra fannst manni koma aðeins of snemma í sóknaruppbyggingunni.

Yfirburðirnir hinsvegar óumdeilanlegir. Heimakonur eiga enn eftir að eiga markskot og það þarf margt að breytast hjá þeim ef þær ætla að reyna að koma til baka.
45. mín
Komið að Láru að spreyta sig á langskoti. Lætur vaða utan teigs en setur fastan boltann aðeins yfir. Allt í lagi að reyna þetta. Hefur verið erfitt að komast aftur fyrir HK/Víkinga.
44. mín
Harpa!

Nautsterk snýr hún af sér varnarmann og reynir skot utan teigs. Skotið ekki gott og vel yfir en snúningurinn ljómandi.
41. mín
Aftur horn hjá Stjörnunni en Björk kemur vel út í teiginn og grípur erfiða fyrirgjöf.

Stuttu síðar kemur hún vel út á móti Gummu sem var að komast í gegn og nær að hreinsa í hana og aftur fyrir.

Björk búin að vera best heimakvenna í þessum fyrri hálfleik.
41. mín
BJÖÖÖÖRK!

Þarna má engu muna að Stjarnan komist í 2-0. Harpa fær sendingu inn á teig og þarf bara að koma boltanum framhjá Björk.

Hún kemur hinsvegar vel út á móti og ver glæsilega.
37. mín MARK!
Birna Jóhannsdóttir (Stjarnan)
Stoðsending: Ásgerður Stefanía Baldursdóttir
Ísinn er brotinn!

Hin unga Birna þakkar traustið og kemur boltanum í netið eftir fyrirgjöf/skot Ásgerðar Stefaníu frá hægri.

Verðskuldað.
29. mín
Enn eitt hornið sem Stjarnan fær. Adda með fínan bolta fyrir en heimakonur skalla frá. Gumma vinnur frákastið úti til hægri en nær ekki að koma boltanum aftur fyrir markið og HK/Víkingur fær markspyrnu.
28. mín
Leikurinn fer að mestu fram á vallarhelmingi HK/Víkings. Stjörnukonur eru aggressívar og fljótar að vinna boltann aftur þegar hann tapast.

Þeim hefur hinsvegar ekki tekist að skapa sér nein dauðafæri úr opnum leik.
27. mín
Séns!

Katrín skallar yfir eftir fyrirgjöf frá vinstri. Hefði líklega getað gert betur þarna í að stýra boltanum á rammann.
26. mín
Karólína Jack brýtur á Brittany sem var á leið upp kantinn. Jackarinn búin að vera dugleg að láta finna fyrir sér í þessum fyrstu leikjum.

Stjarnan fær aukaspyrnu. Hár bolti inn á teig sem Margrét Eva skallar aftur fyrir.

Hornspyrna. Mikið að gerast þessa stundina og ég sé ekki hvort það var Megan eða Lára sem skallaði þennan rétt yfir.
23. mín
Vel gert Björk. Er fljót út í teiginn til að handsama stungusendingu sem Harpa var að eltast við.

Björk búin að vera öflug í upphafi móts.
22. mín
Þarna sveik fyrsta snertingin Þórhildi. Karólína átti frábæra skiptingu frá hægri og yfir á fjærstöng.

María gleymdi sér við að horfa á boltann sem fór yfir hana og beint á Þórhildi sem var komin í ansi gott færi en átti slaka fyrstu snertingu og missti boltann frá sér.

Fyrsti séns HK/Víkings í leiknum.
20. mín
Stjarnan fær í kjölfarið hornspyrnu. María Eva setur heldur lausan bolta inn á teig og heimakonur hreinsa.
19. mín
Gígja bjargar aftur á línu!

Gumma komst upp að endalínu hægra megin. Sendi hættulegan bolta fyrir markið. Margrét Eva komst inn í sendinguna en boltinn snerist furðulega á gúmmíinu og var á leiðinni inn þegar Gígja mætti á ögurstundu og hreinsaði.
17. mín
Fín varnarvinna hjá Stjörnunni. María Eva mætti Þórhildi og náði að hægja á henni á meðan Gumma brunaði til baka og lokaði svæðinu sem María skildi eftir sig. Góð samvinna.
15. mín
Haaaarpa!

Harpa leikur í átt að HK/Víkingsmarkinu og lætur vaða þegar hún nálgast teiginn. Þrumuskot en aðeins yfir.
13. mín
Það vekur athygli að María Eva er í hægri bakvarðarstöðunni hjá Stjörnunni sem stillir upp svona:

Birna

María Eva - Anna María - Megan - Brittany

Ásgerður Stefanía - Lára

Gumma - Katrín - Birna

Harpa
12. mín
HK/Víkingar stilla svona upp í dag:

Björk

Gígja - Margrét Eva - Maggý - Tinna (f)

Laufey - Hildur

Karólína - Fatma - Þórhildur

Margrét Sif
11. mín
Elías Ingi dómari stoppar leikinn til að eiga orð við Hildi og Katrínu. Katrín nartaði eitthvað í hælana á Hildi áðan án þess að dæmt væri og HK/Víkingar eðlilega ekki sáttar.
10. mín
"Inná með Telmu" hrópa ungar Stjörnustúlkur. Vilja sjá fyrirmyndina sína spila.

Það verða nú engar skiptingar gerðar svo snemma leiks og spurning hvort Telma sé orðin leikfær eftir langa fjarveru vegna meiðsla. Við fögnum því allavegana að hún sé á bekknum. Frábær knattspyrnukona sem við höfum ekki fengið að sjá spila í deildinni síðan sumarið 2015.
8. mín
Aukaspyrna á miðjum vallarhelmingi HK/Víkings. Katrín setur boltann inn á teig en Gígja skallar frá.
5. mín
Úff!

Birna kemur út úr markinu til að hreinsa boltann í burtu. Hittir boltann ekki vel og bombar í Margréti Sif sem var komin í pressuna og liggur eftir.

Þetta var ekki þægilegt en eftir stutta stund stendur Margrét Sif á fætur og ætlar að halda áfram leik. Gott mál.
4. mín
Stjarnan er að byrja þetta einbeitt og vel.

Katrín Ásbjörns var að reyna skot utan teigs en það er ekki nógu fast og beint á Björk.
3. mín
Björk neglir upp í þak og Stjarnan fær innkast. Björk á nú að gera betur en þetta, verandi í sinni heimahöll.. En áfram gakk.
2. mín
Flott byrjun hjá gestunum. Þær vinna horn sem Katrín tekur.

Lára er sterkust í loftinu og á góðan skalla en Tinna Óðinsdóttir er vel staðsett og bjargar á marklínu!

Blóð á tönnum Stjörnukvenna.
1. mín
Leikur hafinn
Leikurinn er hafinn. Það er Stjarnan sem byrjar.
Fyrir leik
Það er örstutt í leik og liðin eru mætt út á völl. Ef við rennum yfir byrjunarliðin sjáum við að Gígja Valgerður kemur inn í vörnina hjá heimakonum fyrir Örnu Eiríksdóttur sem stóð sig vel gegn Val í síðustu umferð.

Hjá Stjörnunni eru þrjár breytingar. Ásgerður Stefanía, María og hin efnilega Birna Jóhannsdóttir koma inn í liðið fyrir þær Kolbrúnu Tinnu, Írunni og Þórdísi Hrönn.
Fyrir leik
Eftir fjórar umferðir sitja liðin í 5. og 7. sæti deildarinnar.

Stjörnukonur hafa ekki verið sannfærandi í upphafi móts ef undan er skilinn sterkur útisigur á Val. Þær fengu skell gegn Blikum í fyrstu umferð og töpuðu svo 2-3 gegn Grindavík á heimavelli í síðustu umferð. Það eru klárlega óvæntustu úrslit sumarsins og við hljótum að fá bandbrjálað Stjörnulið til leiks.

Nýliðar HK/Víkings byrjuðu mótið á sterkum og nokkuð óvæntum sigri á FH. Þær hafa spilað nokkuð vel síðan en þurft að sætta sig við töp gegn þremur efstu liðum deildarinnar.

Það er alveg ljóst að Stjarnan þarf að svara fyrir úrslitin í síðasta leik en vel skipulagðir og baráttuglaðir HK/Víkingar eru engir draumaandstæðingar.

Ég ætla að tippa á að við fáum bæði mörk og nokkur spjöld hér í kvöld.
Fyrir leik
Gleðilegan þriðjudag!

Verið hjartanlega velkomin í beina textalýsingu frá leik HK/Víkings og Stjörnunnar í Pepsi-deild kvenna.

Leikið verður í Kórnum og það er Elías Ingi Árnason sem flautar til leiks kl.19:15.
Byrjunarlið:
25. Birna Kristjánsdóttir (m)
Harpa Þorsteinsdóttir
4. Brittany Lea Basinger
6. Lára Kristín Pedersen
7. Ásgerður Stefanía Baldursdóttir (f)
10. Anna María Baldursdóttir (f)
11. Guðmunda Brynja Óladóttir
16. María Eva Eyjólfsdóttir
17. Megan Lea Dunnigan
19. Birna Jóhannsdóttir ('89)
30. Katrín Ásbjörnsdóttir

Varamenn:
12. Birta Guðlaugsdóttir (m)
1. Berglind Hrund Jónasdóttir
5. Írunn Þorbjörg Aradóttir
15. Kolbrún Tinna Eyjólfsdóttir
24. Bryndís Björnsdóttir
37. Jana Sól Valdimarsdóttir

Liðsstjórn:
Ólafur Þór Guðbjörnsson (Þ)
Ana Victoria Cate
Andrés Ellert Ólafsson
Einar Páll Tamimi
Telma Hjaltalín Þrastardóttir
Viktoría Valdís Guðrúnardóttir
Tinna Jökulsdóttir

Gul spjöld:
Ásgerður Stefanía Baldursdóttir ('86)

Rauð spjöld: