Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
Í BEINNI
Úrslitaleikur Lengjubikars kvenna
Valur
LL 2
1
Breiðablik
FH
1
0
KA
Halldór Orri Björnsson '19 1-0
31.05.2018  -  18:00
Kaplakrikavöllur
16-liða úrslit Mjólkurbikarsins
Aðstæður: 8 stiga hiti og logn
Dómari: Vilhjálmur Alvar Þórarinsson
Maður leiksins: Eddi Gomes
Byrjunarlið:
1. Gunnar Nielsen (m)
5. Hjörtur Logi Valgarðsson
6. Robbie Crawford
8. Kristinn Steindórsson ('92)
8. Þórir Jóhann Helgason ('66)
16. Guðmundur Kristjánsson
18. Eddi Gomes
19. Zeiko Lewis ('78)
19. Egill Darri Makan Þorvaldsson
20. Geoffrey Castillion
22. Halldór Orri Björnsson

Varamenn:
12. Vignir Jóhannesson (m)
4. Pétur Viðarsson ('92)
7. Steven Lennon
11. Atli Guðnason ('78)
17. Atli Viðar Björnsson
23. Viðar Ari Jónsson
27. Brandur Olsen ('66)

Liðsstjórn:
Ólafur Helgi Kristjánsson (Þ)
Eiríkur K Þorvarðsson
Guðjón Örn Ingólfsson
Ólafur H Guðmundsson
Róbert Magnússon
Ásmundur Guðni Haraldsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
FH komnir áfram.
94. mín
Martinez sparkar honum í innkast úr útsparki hérna, ekkert gengið hjá KA.
93. mín
KA menn aular að taka stutt horn hérna í blálokin sem endar með hörmungar fyrirgjöf, þarna á ekki að taka stutt horn.
92. mín
Inn:Pétur Viðarsson (FH) Út:Kristinn Steindórsson (FH)
91. mín
Inn:Hjörvar Sigurgeirsson (KA) Út:Aleksandar Trninic (KA)
Hjörvar kemur inná í lokin.
91. mín
KA menn fá 3 mínútur til að reyna að jafna.
90. mín Gult spjald: Aleksandar Trninic (KA)
Trninic tekur niður Brand á vítateigshorninu og fær hér gult spjald, það var Ólafur Aron sem fékk spjaldið rétt áðan.
88. mín
Næstum því 2-0, Brandur leggur boltann út á Castillion sem tekur skotið í nærhornið en Martinez ver vel í horn.
87. mín Gult spjald: Ólafur Aron Pétursson (KA)
Tekur Brand niður þegar FH eru á leið í skyndisókn sýnist mér.
84. mín
Eddi Gomes er að eiga hrikalega auðveldan leik hérna í hafsentinum, lýtur rosalega vel út og er eins og hann sé bara úti á leikvelli.
81. mín
Halldór Orri hendir sér niður við enga snertingu inn í teig, á klárlega að fá gult spjald þarna.
78. mín
Inn:Atli Guðnason (FH) Út:Zeiko Lewis (FH)
Reynsluboltinn Atli Guðna mættur inná.
77. mín
KA með ágætis sókn sem endar með fyrirgjöf Hrannars sem Gunni grípur, KA ná ekki að skapa nein færi.
73. mín
Grímsi setur aukaspyrnuna í kassann á Castillion í veggnum, hefði farið yfir alla hina í veggnum!
72. mín
Nú fá KA aukaspyrnu á stórhættulegum stað, Gummi Kristjáns tekur Ásgeir niður 5 metrum fyrir utan teiginn. Grímsi tekur þessa.
71. mín
Inn:Sæþór Olgeirsson (KA) Út:Daníel Hafsteinsson (KA)
Sæþór kemur hérna inná þegar 20 mínútur eru eftir og Daníel kemur útaf.
68. mín
Vá dauðafæri! Brandur með hornspyrnu beint á Castillion sem er aleinn en skallinn hans fer vel framhjá, þarna á hann bara að skora!
66. mín
Inn:Brandur Olsen (FH) Út:Þórir Jóhann Helgason (FH)
Þórir Jóhann verið bara fínn hérna á miðjunni í sínum fyrsta leik, kemur hér útaf fyrir besta leikmann FH í sumar, Brand Olsen.
63. mín
Smá hnoð hérna inni í teig og endar með að Zeiko Lewis kemst í úrvals færi en skot hans er vel yfir.
62. mín
Bjarni klifrar uppá Castillion á miðjum vellinum og fær dæmda á sig aukaspyrnu, Bjarni ekki gefið tommu eftir í loftinu við Castillion í dag!
61. mín
Inn:Frosti Brynjólfsson (KA) Út:Steinþór Freyr Þorsteinsson (KA)
Frosti kemur inná til að lífga uppá þetta hjá KA, Steinþór verið mikið meiddur í sumar og kemur hér útaf.
58. mín
Steinþór fer hér niður í baráttunni við Gumma Kristjáns og vill víti en þetta hefði verið mjög ódýrt, Steinþór er þó ekki sáttur.
54. mín
Þarna ná KA upp góðu spili, Archie chippar inn fyrir á Hrannar sem leggur hann út á Ásgeir en skot hans fer í varnarmann og í horn.
49. mín
Bjarni tekur Castillion hérna í glímutak úti á kanti og fær réttilega dæmda á sig aukaspyrnu sem FH taka hratt á Crawford, hann tekur skotið en Martinez kýlir frá.
46. mín
Leikur hafinn
KA byrja seinni hálfleikinn.
45. mín
Hálfleikur
FH fer með 1-0 forrystu í hálfleikinn.
45. mín
Ein mínúta í uppbótartíma hérna í fyrri hálfleik.
44. mín
Það sést bersýnilega gæðamunur á þessum tveim liðum í dag, KA eru enn og aftur í sumar rosalega ósannfærandi í sínum sóknarleik.
39. mín
FH fá hér aukaspyrnu á stórhættulegum stað rétt fyrir utan teig KA manna. Lewis tekur hana og skýtur boltanum í slánna og yfir.
36. mín
Besta færi KA hingað til, Grímsi með boltann upp á Ásgeir sem fer einn á einn á Eddi og sendir svo á Steinþór, skot hans fer í varnarmann og í hornspyrnu, KA menn ansi nálægt jöfnunarmarki þarna.
33. mín
Þarna munaði engu, Steinþór gefur boltann á Kidda við teigshornið, hann tekur þríhyrning við Castillion en síðasta touch Kidda er slakt og Martinez fær boltann í fangið.
29. mín
Ólafur Aron fær boltann á lofti hérna fyrir utan teig en skot hans fer vel framhjá, þegar Aron hittir boltann þá liggur hann, hann veit það að hann getur skorað þarna.
27. mín
KA aðeins að sækja hérna en lítið að frétta, nú er það Milan sem kemur með fyrirgjöf en Gunni grípur.
27. mín
Hættuleg sending innfyrir hjá KA en Gunni kemur útúr teignum og hreinsar.
21. mín
Archie reynir skot fyrir utan, ekki galin tilraun en boltinn framhjá.
19. mín MARK!
Halldór Orri Björnsson (FH)
FH komið yfir og enn og aftur lítur Martinez illa út í sumar. Halldór skaut í varnarmann, fékk boltann aftur og skaut að því virðist nánast undir Martinez og skorar hér fyrsta mark leiksins.
18. mín
Danni ber hérna upp boltann og Steinþór og Ásgeir eru með honum í skyndisókn en Danni missir boltann klaufalega.
13. mín
Castillion neglir honum fyrir utan hérna og Martinez lendir í veseni, ver hann með fætinum í horn.
12. mín
Nú er komið að Danna sem tekur skot viðstöðulaust á loftið en það fer langt yfir.
11. mín
Loksins kemst Casillion í boltann en skot hans fer beint í Bjarna og svo brýtur Crawford á Trninic í kjölfarið.
6. mín
Leikurinn fer rólega af stað og bæði lið eru bara að reyna einhverja langa bolta hérna, væri gaman að sjá meira spil bráðum.
2. mín
Hjá KA er Christian Martinez í markinu, Milan og Hrannar í bakvörðunum, Bjarni og Trninic í hafsentunum, Archie, Ólafur Aron og Danni á miðjunni, Steinþór og Grímsi á köntunum og Ásgeir uppá topp.
1. mín
Leikur hafinn
Fyrir leik
Túfa var að segja frá því á Stöð2 sport að Elfar Árni Aðalsteinsson er veikur og Haddi og Guðmann eru hvíldir vegna smávægilegra meiðsla.
Fyrir leik
FH stillir upp með Gunnar í markinu, Hjört og Egil í bakvörðunum, Gumma og Eddi í hafsentum, Þórir, Robbie og Kiddi á miðjunni, Halldór og Zeiko á köntunum og Castillion uppá topp.

KA er ekki með nátturulegan hafsent í liðinu í dag en ef ég á að gíska eru Archie og Trninic þar, ég set inn uppstillingu KA þegar leikur hefst.

Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
KA er hins vegar með mjög ungan bekk þar sem elstu leikmennirnir eru þeir Aron Elí, Sæþór og Hjörvar sem eru fæddir árið 1998. Þá eru Patrekur Hafliði Búason og Viktor Már Heiðarsson báðir í hóp í fyrsta skipti í sumar.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin inn, margir að byrja sinn fyrsta leik í sumar. Eddi Gomes, Zeiko Lewis og Þórir Jóhann hjá heimamönnum og hjá KA byrja Milan Joksimovic og Steinþór Freyr í fyrsta skipti í sumar. FH er með mjög öflugan varamannabekk með reynsluboltana Atla Viðar og Atla Guðna, bestu tvo leikmenn sína það sem af er móti þá Steven Lennon og Brand Olsen og einnig eru Viðar Ari og Pétur Viðars sem hafa byrjað alla leiki í deildinni á bekknum.
Fyrir leik
Spámaður dagsins er fyrrum leikmaður KA og núverandi leikmaður KF, hinn geðþekki Aksentije Milisic eða Acial eins og hann er kallaður. Gefum Acial orðið: ,,Ég ætla henda í 1-1 í baráttuleik eftir venjulegan leiktíma en FH-ingar sigla þessu heim í framlengingunni."
Fyrir leik
FH hafa farið vel af stað í deildinni og sitja í 3.sætinu jafnir topp 2 liðunum á meðan KA hefur farið hörmulega af stað og sitja í 10.sæti með aðeins 5 stig í fyrstu 6 umferðunum.
Fyrir leik
Þessi lið mættust í deildinni á þessum velli fyrir 2 vikum síðan þar sem FH sigraði með þremur mörkum gegn einu. Það er ljóst að hér verði um hörkuleik að ræða, KA menn vilja ekki tapa tveimur í röð í Krikanum og FH vilja að sjálfsögðu komast áfram.
Fyrir leik
Góða kvöldið og verið velkomin í beina textalýsingu frá leik FH og KA í 16 liða úrslitum Mjólkurbikarsins í Kaplakrika.
Byrjunarlið:
Aleksandar Trninic ('91)
Cristian Martínez
2. Bjarni Mark Antonsson
4. Ólafur Aron Pétursson
7. Daníel Hafsteinsson ('71)
10. Hallgrímur Mar Steingrímsson
11. Ásgeir Sigurgeirsson
12. Milan Joksimovic
22. Hrannar Björn Steingrímsson
23. Steinþór Freyr Þorsteinsson ('61)
25. Archie Nkumu

Varamenn:
18. Aron Elí Gíslason (m)
7. Hjörvar Sigurgeirsson ('91)
7. Patrekur Hafliði Búason
18. Áki Sölvason
28. Sæþór Olgeirsson ('71)
35. Frosti Brynjólfsson ('61)
77. Viktor Már Heiðarsson

Liðsstjórn:
Srdjan Tufegdzic (Þ)
Srdjan Rajkovic
Óskar Bragason
Petar Ivancic
Anna Birna Sæmundsdóttir
Einar Haraldsson

Gul spjöld:
Ólafur Aron Pétursson ('87)
Aleksandar Trninic ('90)

Rauð spjöld: