Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
Í BEINNI
Úrslitaleikur Lengjubikars kvenna
Valur
LL 2
1
Breiðablik
HK
2
1
Leiknir R.
Kári Pétursson '12 1-0
1-1 Sólon Breki Leifsson '25
Hákon Þór Sófusson '81 2-1
31.05.2018  -  19:15
Kórinn
Inkasso deildin - 1. deild karla
Aðstæður: Blankalogn og sólargeislar úr öllum áttum.
Dómari: Elías Ingi Árnason
Maður leiksins: Ásgeir Marteinsson (HK)
Byrjunarlið:
25. Arnar Freyr Ólafsson (m)
Bjarni Gunnarsson
Viktor Bjarki Arnarsson
4. Leifur Andri Leifsson (f)
5. Guðmundur Þór Júlíusson (f)
6. Birkir Valur Jónsson
6. Ingiberg Ólafur Jónsson
9. Brynjar Jónasson
10. Ásgeir Marteinsson
11. Ólafur Örn Eyjólfsson
17. Kári Pétursson ('74)

Varamenn:
1. Sigurður Hrannar Björnsson (m)
15. Trausti Már Eyjólfsson
17. Valgeir Valgeirsson
18. Hákon Þór Sófusson ('74)
19. Arian Ari Morina
24. Aron Elí Sævarsson
28. Guðmundur Axel Blöndal

Liðsstjórn:
Brynjar Björn Gunnarsson (Þ)
Hafsteinn Briem
Hjörvar Hafliðason
Gunnþór Hermannsson
Þjóðólfur Gunnarsson
Styrmir Örn Vilmundarson

Gul spjöld:
Brynjar Jónasson ('37)
Ólafur Örn Eyjólfsson ('62)
Leifur Andri Leifsson ('88)

Rauð spjöld:


Leik lokið!
Elli FM er búinn að flauta til leiksloka í Kórnum! Sterkur sigur hjá HK sem að hafa en ekki tapað í sumar og sitja í efsta sæti.

"HK Í PEPSÍ" er kyrjað á fullu hérna núna.

Viðtöl og skýrsla á leiðinni.
91. mín
Leiknir fá hornspyrnu ná þeir að jafna??

Eyjólfur markvörður Leiknis er mættur í teiginn og nær skallanum en skallinn er ekki góður!
90. mín
Það eru komnar 90 mínútur á klukkuna.
88. mín Gult spjald: Leifur Andri Leifsson (HK)
Elli spjaldar Leif hérna sem er ekki sáttur. Ég er nokkuð viss um að hann láti Ella heyra það aðeins eftir leik.
85. mín
HK fá aukaspyrnu á stórhættulegum stað! Það er brotið á Brynjari þegar hann er að hlaða í skotið á vítateigsboganum.


Ásgeir og Leifur standa yfir boltanum. Það er Ásgeir sem tekur spyrnuna í markmannshornið en Eyjólfur ver þetta nokkuð örruglega.
83. mín
"HK Í PEPSÍ" Heyrist kyrjað í stúkunni af ungum stuðningsmönnum HK. Það er gaman að vera HK-ingur þessa daganna.
81. mín MARK!
Hákon Þór Sófusson (HK)
Stoðsending: Ásgeir Marteinsson
Loksins kemur mark eftir þessar endalausu hornspyrnur. Ásgeir Marteins á flotta spyrnu sem að okkur sýnist hér í blaðamannastúkunni að Hákon skalli boltann sem að fer í varnarmann og í netið. Þetta gæti alveg skráðst sem sjálfsmark en við gefum Hákoni þetta þar til KSÍ skýrsla dómarans verður birt.
80. mín Gult spjald: Sævar Atli Magnússon (Leiknir R.)
OF seinn í Leif
78. mín
Leiknir fá hornspyrnu en spyrnan er arfa arfa arfa arfa arfa og arfa slök frá Birkir

Þeir fá aðra hornspyrnu samt og þá mætir Aron Fuego til þess að taka hana.

Spyrnan er svipað slök og spyrnan frá Birki.
74. mín
Inn:Birkir Björnsson (Leiknir R.) Út:Tómas Óli Garðarsson (Leiknir R.)
Tvær skiptingar hja Leikni og ein hjá HK og yfirvinna i gangi!
74. mín
Inn:Vuk Oskar Dimitrijevic (Leiknir R.) Út:Ósvald Jarl Traustason (Leiknir R.)
74. mín
Inn:Hákon Þór Sófusson (HK) Út:Kári Pétursson (HK)
73. mín
Stórhætta í teig HK!! Frábær sending frá Aroni á Sólon sem gerir ennþá betur og tekur feik hreyfingu til að fara framhjá Guðmundi og er að sleppa einn í gegn. Birkir Valur kemur þá á fleygiferð með geggjaða tæklingu og bjargar því sem bjarga þurfti.
72. mín
Brynjar Jónasson með lauflétta messi takta hérna þegar hann fer framhjá varnarmanni Leiknis og hleður í skotið. Þetta skot var samt í svipuðum gæðaflokki og Vanillu Coke.
71. mín
Kári Péturs nálagt því að setja Bjarna einan í gegn en það var alltof mikil vigt í þessari sendingu.
70. mín
Virðist aðeins vera að róast yfir þessu hérna. Tempóið verið mikið allan leikinn en Leiknismenn eru að koma sér meira og meira inn í leikinn og hafa stjórnað þessu síðustu mínúturnar.
67. mín
Leiknismenn fá aukaspyrnu á miðjum vallarhelmingi HK. Þeir taka spyrnuna fljótt inn á teiginn en HK hreinsa boltanum alla leið til Eyjólfs í markinu.
65. mín
Oki DEM! Þetta skot frá Aroni var fast en Ingiberg fórnar sér fyrir það og boltinn fer aftur fyrir Leiknir fær horn.

Spyrnan frá Aroni er góð en heimamenn ná að koma boltanum frá.
63. mín
Leiknismenn með hættulega aukaspyrnu inn á teiginn en HK ná að koma boltanum í burtu. Ég trúi ekki öðru en að við fáum mark hérna fljótlega annað væri einfaldlega bara stórskrýtið.
62. mín Gult spjald: Ólafur Örn Eyjólfsson (HK)
Bombar Sólón Breka með því að fara aftan í hann. Hárréttur dómur
61. mín
HK fá hornspyrnu og það heyrist "Inn með boltann" í Stúkunni.

EN þessi spyrna líkt og aðrar verið daprar frá Ásgeiri í dag þeir verða nýta þetta betur.
58. mín
Inn:Ernir Bjarnason (Leiknir R.) Út:Árni Elvar Árnason (Leiknir R.)
Fyrsta skipting leiksins.
57. mín
ÚFF! HK með geggjaaaaððððððð spil í gegnum vörn Leiknis en mér sýnist Ósvald ná að tækla boltann af tánum á Birkir Val áður en hann nær fyrirgjöfinni. Virkilega góð tækling.
56. mín
Bjarni Gunnarsson!!

Bjarni vinnur boltann á miðjunni í baráttu við Árna Elvar og hleypur upp allan völlinn að teig gestanna og á fast skot sem að Eyjólfur ver virkilega vel í markinu. Það liggur mark í loftinu.
53. mín
HK að auka pressuna núna á Ólafur Örn skot í varnarmann og aftur fyrir. Ásgeir tekur hornið en Leiknismenn ná að skalla boltann frá.
52. mín
Skemmtilega tekinn aukaspyrna. Ásgeir chippar boltanum á fjær þar sem Ingiberg skallar boltann niður fyrir Viktor Bjarka sem á ágætis skot í fyrsta en yfir markið. Góð tilraun hjá HK
51. mín Gult spjald: Árni Elvar Árnason (Leiknir R.)
Rífur Ólaf Örn niður sem var að komast í ágætis skotfæri hárrétt og HK fá aukaspyrnu á hættulegum stað.
50. mín
Fast skot frá Ásgeiri en beint í fangið á Eyjólfi í markinu.

Get ég fengið parkódín í blaðamannastúkuna? Lætin í trommunum og köllinn hjá strákunum yfirgnæfa allt hérna! Gjörsamlega geggjaðir og ég elska það
49. mín
Ásgeir Marteins með virkilega góðan sprett þar sem hann fer á milli tveggja manna á miðjunni og rýkur af stað. Hann mætir Bjarka í einn á einn stöðu rétt fyrir utan vítateig Leiknis en Bjarki gerir frábærlega og les hreyfinguna hans og vinnur boltann.
47. mín
Leiknir fá aukaspyrnu á miðjum vallarhelmingi HK. Spyrnan er hinsvegar arfaslök og fer aftur fyrir markið.
46. mín
Síðari hálfleikur er kominn af stað. Vonandi verður þetta áfram hörkuleikur með mikið af færum og hraða.
45. mín
Hálfleikur
Fyrir the loyal fans of Elvar Geir A.k.a Fjölmiðlakóngsins þá er hann hægra megin í stúkunni nýgreiddur og flottur með pennan á lofti ef fans vilja selfie og áritun.
45. mín
Hálfleikur
Halftime! Í hálfleik verður boðið upp á Nylon og fleira á virkilega góðum playlista sem Siggi vallarþulur er með.

Hörkuleikur hérna í Kórnum gott tempó og góð spilamennska.
45. mín
Tómas Óli liggur á vellinum og heldur um höfuðið á sér eftir samstuð. Hann stendur samt upp og labbar sjálfur af vellinum svo það virðist vera í lagi með hann.
43. mín
Sólon Breki með kröftugan sprett upp miðjan völlinn en Ingiberg Ólafur með mjög góða vörn og stoppar hann áður en Sólon kemst í skotið.
39. mín
Leiknismenn hafa spilað vel í fyrri hálfleik og virðist markið hans Sólons hafa gefið þeim smá auka kraft.

Bæði lið eru líkleg til að skora. Þegar þetta er skrifað á Miroslav Pushkarov sko sem er svo óendanlega lélegt að ég á varla til orð.
38. mín
Leiknismenn með fínt skot á markið. Sólon Breki tekur innanfótar skot í fjær hornið en Arnar ver það vel í markinu.
37. mín Gult spjald: Brynjar Jónasson (HK)
Fyrir kjaftbrúk. Brynjar ekki aðdáandi FM
36. mín
Stórbrotinn markvarsla hjá Eyjólfi í markinu eftir skalla frá Kára Péturs en Elli dæmir rangstæður.
35. mín
Skemmtileg tilraun hjá Bjarna eftir hornspyrnu reynir hann hjólhestarspyrnu en reyndar hittir boltann ekkert almennilega og er með varnarmann í bakinu. Greinilega Bale aðdáandi.


HK fær sína 4 hornspyrnu í kvöld en þeir eru bara ekki ná að nýta þær.
32. mín
Arnar Freyr liggur eftir á vellinum eftir samstuð við Sólon Breka. Þetta var 50/50 bolti sem Arnar var á undan í og Elli dæmir aukaspyrnu.
29. mín
ooooooooohhhh heyrist í stúkunni eftir frábæra sókn Leiknis. Tómas óli keyrir upp vinstri vænginn og setur skemmtilega klobbasendingu innfyrir á Sævar Atla sem á fínasta skot en Arnar Freyr ver í markinu.
28. mín
Það er bullandi tempó í þessu núna. HK fá hornsyrnu sem að Ásgeir tekur en gestirnir skalla í innkast.
28. mín Gult spjald: Anton Freyr Ársælsson (Leiknir R.)
Elli skellir gulu á hann
27. mín
Leiknismenn vilja fá brot þvið vítateig þegar Ingiberg Ólafur togar Sævar Atla niður en þetta var ekki nógu mikið til að Elías dæmi á það.
27. mín
Risastórt hrós á HK. Þeir voru að koma í fjölmiðlaboxið með Burger og gos handa okkur fjölmiðlamönnum. Gef þessum burger 9,3
25. mín MARK!
Sólon Breki Leifsson (Leiknir R.)
LEIKNIR ERU BÚNIR AÐ JAFNA!! Geggjað finish hjá Sólon Breka sem að tekur boltann niður í teignum og hamrar honum niður í fjær úr þröngri stöðu! 1-1
22. mín
Skemmtilega spilað hjá Leiknismönnunum ARoni og Sævari Atla. Taka þríhyrning þar sem Sævar hælar boltann aftur á Aron en hann missir boltann útaf í fyrsta touchi.
18. mín
HK eru síógnandi þessar mínúturnar. Kári Péturs tekur eina snuddu sendingu yfir varnarmann Leiknis og beint á Brynjar en skallinn hans fer framhjá markinu. Hann átti að gera betur þarna.
15. mín
Hvernig bregðast Leiknismenn við þessu marki heimamanna. Það er erfitt að koma í Kórinn og HK líður gífurlega vel þegar þeir eru yfir.
12. mín MARK!
Kári Pétursson (HK)
Drengurinn er gjörsamlega snaróður í markaskorun þessa daganna! Fimmta mark Kára Péturs í jafnmörgum leikjum!

Kári fær boltann fyrir utan vítateig Leiknis í ákjósanlegri stöðu. Tekur varnarmann á og fer til hægri ákveður samt að semí táa boltann með vinstri eftir jörðinni í fjær og Eyjólfur á ekki séns. Þetta var alltof auðvelt mark og varnarleikurinn ekki góður. 1-0!
10. mín
Ásgeir með laflausan skalla á markið sem að Eyjólfur grípur.

Það eru fjölmargir ungir knattspyrnu iðkendur mættir í Kórinn í HK búningnum. Þeir negla á trommurnar og kalla "HK, HK, HK" þetta er alvöru læti ég gæti þurft parkódín í hálfleik þar sem þeir sitja beint fyrir framan mig. Þvíílik fagmenn
8. mín
HK fá fyrsta horn leiksins eftir að skot frá Ásgeiri fór af varnarmanni Leiknis og aftur fyrir.

Eyjólfur handsamar hornspyrnuna fremur auðveldlega.
7. mín
HK fá aukaspyrnu á miðjum vallarhelming gestanna og svei mér þá mér sýnist Ásgeir ætla skjóta úr þessu færi.

Geggjað skot en Eyjólfur er eldri en tveggja vetra og ver þetta nokkuð örruglega í markinu.
6. mín
Leiknismenn byrja af krafti. Aron Fuego fær boltann út á vinstri kantinum og tekur varnarmanninn á áður en hann setur boltann inn á teig þar sem Sævar Atli nær fyrsta touchinu en nær ekki skotinu á markið og boltinn fer aftur fyrir markið.
4. mín
Fyrsta skot gestanna lítur hér dagsins ljós. Aron Fuego er með einn léttvigtar bolta hátt yfir markið.
2. mín
Fyrsta skotið er komið og það á Ásgeir Marteinsson eftir góða sókn HK. Bjarni Gunn leggur boltann út á vinstra teigshornið þar sem Ásgeir tekur viðb oltanum og leggur hann fyrir hægri löppina á sér en skotið hans fer framhjá.
1. mín
Leikur hafinn
Elli FM blæs í flautuna og leikurinn er hafinn. Það eru heimamenn sem að byrja með boltann.
Fyrir leik
Liðin ganga hér til leiks styttist í alvöru Inkasso veislu. Ég ætla bara gefa loforð hér það verða að lágmarki þrjú mörk í þessum leik.
Fyrir leik
Jæja tíu mínútur í leik og það er fámennt en um leið góðmennt í stúkunni. Gísli Pálmi ómar í græjunum og fyrir áhugasama þá er fjölmiðla kóngurinn Elvar Geir á leiðinni í Kórinn enda ljónharður stuðningsmaður Leiknis. Risa tækifæri fyrir Loyal fans til að fá selfie og áritun.
Fyrir leik
Það eru nokkrir ungir stuðningsmenn HK mættir í stúkuna með 3 trommur og tvær af þessum trommum eru stærri en þeir allir. Það verða læti í stúkunni í kvöld.


Fyrir leik
Fyrrum FM kóngurinn Elías Ingi Árnason er á flautunni í þessum leik. Hann hefur verið að dæma marga leiki undanfarið og komið vel frá þeim.

Að öðrum málum það er glæný vallarklukka hérna alvöru risa skjár líkt og á Origo vellinum. HK eru að pakka Blikum saman þegar kemur að Vallarklukku svo mikið er víst.
Fyrir leik
Það er verið að prófa glænýjar græjur hérna í Kórnum og tónlistinn er ekki af verri endanum og fékk ég að velja næsta lag sem er að sjálfsögðu "I´m the one".

Fyrir BÖ-Fans þá er Maggi Bö ekki mættur í Kórinn en hann mun vonandi mæta innan tíðar til að taka stöðuna á gervigrasinu.
Fyrir leik
Liðin hafa átt misjöfnu gengi að fagna í fyrstu 4 umferðunum. HK sitja á toppnum með 10 stig og hafa unnið þrjá leiki og gert eitt jafntefli.

Leiknir sitja hinsvegar í 10. Sæti með einungis 3 stig en eini sigur þeirra hingað til kom á móti ÍR í síðustu umferð.
Fyrir leik
Komiði blessuð og sæl og verið velkominn í beina textalýsingu frá leik HK og Leiknir í Inkasso ástríðunni.
Leikurinn hefst klukkan 19:15 og er hann í Kórnum.
Byrjunarlið:
Eyjólfur Tómasson
Sólon Breki Leifsson
3. Ósvald Jarl Traustason ('74)
4. Bjarki Aðalsteinsson (f)
8. Árni Elvar Árnason ('58)
10. Sævar Atli Magnússon (f)
15. Kristján Páll Jónsson (f)
17. Aron Fuego Daníelsson
23. Anton Freyr Ársælsson
27. Miroslav Pushkarov
80. Tómas Óli Garðarsson ('74)

Varamenn:
30. Trausti Sigurbjörnsson (m)
5. Daði Bærings Halldórsson
6. Ernir Bjarnason ('58)
7. Ingvar Ásbjörn Ingvarsson
11. Ryota Nakamura
14. Birkir Björnsson ('74)
29. Vuk Oskar Dimitrijevic ('74)

Liðsstjórn:
Vigfús Arnar Jósepsson (Þ)
Gísli Þór Einarsson
Gísli Friðrik Hauksson
Gunnlaugur Jónasson
Ásbjörn Freyr Jónsson
Þórður Einarsson

Gul spjöld:
Anton Freyr Ársælsson ('28)
Árni Elvar Árnason ('51)
Sævar Atli Magnússon ('80)

Rauð spjöld: