Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Í BEINNI
Besta-deild karla
Stjarnan
19:15 0
0
Valur
KR
0
1
Breiðablik
0-1 Alexandra Jóhannsdóttir '14
01.06.2018  -  19:15
Alvogenvöllurinn
Mjólkurbikar kvenna
Aðstæður: Glampandi sól og 10 gráður, völlurinn að koma til
Dómari: Kristján Már Ólafs
Maður leiksins: Hrafnhildur Agnarsdóttir
Byrjunarlið:
1. Hrafnhildur Agnarsdóttir (m)
Hugrún Lilja Ólafsdóttir
Mia Gunter
3. Ingunn Haraldsdóttir (f)
4. Shea Connors ('61)
10. Betsy Hassett
11. Gréta Stefánsdóttir ('82)
16. Lilja Dögg Valþórsdóttir ('58)
17. Jóhanna K Sigurþórsdóttir
20. Þórunn Helga Jónsdóttir
21. Tijana Krstic

Varamenn:
29. Ingibjörg Valgeirsdóttir (m)
2. Kristín Erla Ó Johnson
8. Katrín Ómarsdóttir
8. Fanney Einarsdóttir
10. Margrét Edda Lian Bjarnadóttir
19. Sofía Elsie Guðmundsdóttir ('82)
21. Mónika Hlíf Sigurhjartardóttir ('58)
25. Freyja Viðarsdóttir ('61)

Liðsstjórn:
Bojana Besic (Þ)
Margrét María Hólmarsdóttir
Anna Birna Þorvarðardóttir
Guðlaug Jónsdóttir
Sædís Magnúsdóttir
Kristján Finnbogi Finnbogason

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Blikar vinna sanngjarnan sigur og tryggja sig áfram í bikarnum.
KR-ingar eru úr leik.

Viðtöl og umfjöllun á leiðinni
93. mín
Hrafnhildur stendur undir því og ver frábærlega frá Áslaugu Mundu
92. mín
Hrafnhildur er KR maður leiksins
91. mín
KR-ingar henda fleirum upp á völlinn, Blikar nýta klukkuna vel
90. mín
Blikar fá horn frá vinstri þegar 90 min eru komnar á klukkuna
88. mín Gult spjald: Ólafur Pétursson (Breiðablik)
Sýndist hann sýna Ólafi markmannsþjálfara spjald, mótmælir, vildi víti áðan
87. mín
Þarna hefðu Blikar átt að fá víti! - Andrea fellur í teignum en ekkert dæmt
85. mín
Vitlaust innkast á Samönthu, allt getur gerst!
82. mín
Inn:Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir (Breiðablik) Út:Alexandra Jóhannsdóttir (Breiðablik)
82. mín
Inn:Sofía Elsie Guðmundsdóttir (KR) Út:Gréta Stefánsdóttir (KR)
81. mín
Freyja alltof sein í tæklingu en sleppur við gult spjald þarna sem er ótrúlegt
80. mín
Freyja með fína tilraun en beint á Sonný
80. mín
10 min eftir
Ég sem var búinn að lofa marki, treystum á það ennþá
76. mín
Blikar fá horn frá hægri, þær eru líklegri að bæta við en KR að jafna þessa stundina

Ekkert verður úr horninu
74. mín
KR-ingar falla svakalega aftarlega þessa stundina, bjóða Blikum í dans með þessu framhaldi
71. mín
Samantha liggur á vellinum, Mónika sparkar í hana, þetta hefur ekki verið þæginlegt
69. mín
Alexandra þarf aðhlynningu, virðist vera í lagi með hana
68. mín
Inn:Sólveig Jóhannesdóttir Larsen (Breiðablik) Út:Karólína Lea Vilhjálmsdóttir (Breiðablik)
67. mín
Brotið á Miu á miðjum vallarhelmingi Blika.
KR-ingar fá horn
65. mín
Mia með máttlaust skot framhjá marki Blika
62. mín
Sonný í smá brasi í markinu, missir boltann en KR-ingar ná ekki að nýta sér það
61. mín
Inn:Freyja Viðarsdóttir (KR) Út:Shea Connors (KR)
Nær hún að setja mark sitt á leikinn?
60. mín
Það er mikill kraftur í Blikum þessa stundina
Eru að skapa sér fína möguleika
58. mín
Inn:Mónika Hlíf Sigurhjartardóttir (KR) Út:Lilja Dögg Valþórsdóttir (KR)
Lilja búin að skila góðum leik inná miðjunni
57. mín
Blikar skalla í slána eftir horn og boltinn dansar á línunni!!

Þarna munaði ekki miklu
56. mín
Agla María með fyrirgjöfina en hún endar ofan á þverslánni
55. mín
Blikar fá horn frá hægri

KR-ingar koma boltanum í burtu
54. mín
Hugrún Lilja tekur öll útspörk fyrir Hrafnhildi, hún virðist ekki alveg vera 100%
49. mín
Agla María í daaauðafæri en Hrafnhildur heldur uppteknum hætti í markinu, ver frábærlega!!
47. mín
Blikar fá horn sem Hrafnhildur grípur
46. mín
Leikur hafinn
Þá er maður búinn að fá sér góðar veitingar eins og alltaf á KR-vellinum, til fyrirmyndar!
45. mín
Hálfleikur
Kristján Már bætir ekki neinu við og flautar til hálfleiks.

Flottur fyrri hálfleikur og liðin hæglega getað skorað fleiri mörk.
Við fáum fleiri mörk í seinni það er klárt
44. mín
Agla María sleppur í gegn á skot í stöng en aðstoðardómarinn er uppi með flaggið!
42. mín
Agla María með skot úr teignum en Hrafnhildur ver!

Hún er að standa sig frábærlega í markinu
37. mín
Blikar fá horn frá hægri en ekkert verður úr því
36. mín
Ingunn með misheppnaða hreinsun en beint á sitt eigið mark, Hrafnhildur bjargar!
32. mín
KR-ingar vilja fá víti en ekkert á þetta, Shea var að sleppa í gegn þarna!
27. mín
Krafturinn í Fjollu skilar hornspyrnu
KR-ingar koma boltanum í burtu
26. mín
KR-ingar fá hornspyrnu sem ekkert verður úr
Það er kraftur í þeim í fremstu víglínu
23. mín
Berglind sleppur ein í gegn en frábær markvarsla hjá Hrafnhildi!

KR-ingar bjarga svo í horn
Heiðdís á skalla framhjá
20. mín
KR-ingar fá hornspyrnu frá hægri. Hugrún tekur en Blikar koma boltanum í burtu
18. mín
Agla María með fína sendingu innfyrir á Berglindi sem rétt missir af boltanum, þær eru hættulegar í fremstu víglínu
16. mín
Blikar fá aukaspyrnu á miðjum vallarhelmigi KR, vinstra megin. Taka skemmtilega útfærslu og uppsera horn
14. mín MARK!
Alexandra Jóhannsdóttir (Breiðablik)
Tekur frákastið í teignum eftir að Hrafnhildur hafði varið skalla í stöngina úr teignum.
10. mín
Það er að koma aðeins meiri kraftur í Blika, fyrirgjöf frá hægri beint í hendurnar á Hrafnhildi
9. mín
Jóhanna í smá brasi í KR-vörninni en nær að skalla boltann til baka á Hrafnhildi, þarna munaði ekki miklu
6. mín
Andrea Rán í frábæru færi á vítapunktinum en skotið beint á Hrafnhildi í KR-markinu.
Þetta byrjar vel
5. mín
Mia með skot úr teignum sem fer framhjá, KR-ingar eru að byrja vel
3. mín
KR-ingar byrja þetta af miklum krafti, mikil barátta í þeirra liði
1. mín
Daaaauðafær!!
Mia Gunter sleppur ein í gegn en Sonný ver frábærlega!!

Hornspyrna sem KR-ingar ná ekki að nýta sér
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er byrjað!
KR-ingar sækja að félagsheimilinu sínu.
Fyrir leik
Liðin labba inn á völlinn, talsvert búið að bætast í stúkuna sem að er jákvætt.

Carnival de Paris stemmning þegar liðin labba út.
Þetta lag klikkar bara ekki!

Bullandi reynsla í vallarþulnum, þetta er fagmannlega lesið upp
Fyrir leik
Liðin farin inn í klefa og taka síðasta peppið fyrir leik.

Guðlaug Jónsdóttir sem er í liðstjórn KR spáir 3-0 sigri KR, hefur hún rétt fyrir sér?
Fyrir leik
Það eru 10 min í leik og það sitja 7 manns í stúkunni, hvet fólk til að kíkja á völlinn. Góður leikur framundan og geggjað veður hérna í Vesturbænum.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin hér til hliðar en þessi sömu lið mættust síðasta þriðjudag í deildinni. Sá leikur endaði 0-2 Blikum í vil.

KR-ingar gera eina breytingu frá því á þriðjudaginn
Lilja Dögg kemur inn í liðið í stað Móniku.
Blikar gera einnig eina breytingu, Fjolla Shala kemur inn í stað Ástu Eirar.

Verður það sama uppi á teningnum í kvöld eða tekst KR-ingum að hefna fyrir það tap?
Fyrir leik
Smá bið til þess að komast inn í fjölmiðlaaðstöðuna, allt lokað og læst.
En núna er þetta allt að gerast við erum komin í bullandi netamband!

Liðin og dómarar farin að hita upp
Fyrir leik
Ef skoðaðar eru innbyrgðis viðureignir liðanna frá árinu 2000 kemur það í ljós að liðin hafa mæst 46 sinnum.

KR hefur unnið 19 sinnum
15 sinnum hafa liðin gert jafntefli
Breiðablik hefur unnið 12 sinnum

Markatalan er +17 KR í vil.
Fyrir leik
Velkomin á Alvogenvöllinn. Hér í kvöld mun það koma í ljós hvort það verði KR eða Breiðablik sem verður í hattinum þegar dregið verður í 8-liða úrslit Mjólkurbikarsins.
Byrjunarlið:
Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir
Fjolla Shala
Sonný Lára Þráinsdóttir
5. Samantha Jane Lofton
7. Agla María Albertsdóttir
8. Heiðdís Lillýardóttir
9. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir ('68)
10. Berglind Björg Þorvaldsdóttir
16. Alexandra Jóhannsdóttir ('82)
18. Kristín Dís Árnadóttir
27. Selma Sól Magnúsdóttir

Varamenn:
26. Ásta Vigdís Guðlaugsdóttir (m)
13. Ásta Eir Árnadóttir
14. Guðrún Gyða Haralz
19. Esther Rós Arnarsdóttir
20. Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir ('82)
21. Sólveig Jóhannesdóttir Larsen ('68)
27. Sandra Sif Magnúsdóttir

Liðsstjórn:
Þorsteinn H Halldórsson (Þ)
Ragna Björg Einarsdóttir
Ólafur Pétursson
Atli Örn Gunnarsson
Aron Már Björnsson
Ingibjörg Auður Guðmundsdóttir

Gul spjöld:
Ólafur Pétursson ('88)

Rauð spjöld: