Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
ÍR
0
1
Þór
0-1 Alvaro Montejo '32
02.06.2018  -  16:00
Hertz völlurinn
Inkasso deildin - 1. deild karla
Aðstæður: Fínt veður, smá gola en sólin lætur ekki sjá sig
Dómari: Arnar Þór Stefánsson
Maður leiksins: Alvaro Montejo (Þór)
Byrjunarlið:
25. Patrik Sigurður Gunnarsson (m)
4. Már Viðarsson (f)
9. Björgvin Stefán Pétursson
11. Guðfinnur Þórir Ómarsson ('70)
14. Óskar Jónsson
16. Axel Sigurðarson
17. Máni Austmann Hilmarsson
18. Aron Kári Aðalsteinsson
22. Axel Kári Vignisson ('54)
23. Nile Walwyn ('63)
24. Halldór Jón Sigurður Þórðarson

Varamenn:
3. Aron Ingi Kristinsson
6. Gísli Martin Sigurðsson
7. Jónatan Hróbjartsson
8. Aleksandar Alexander Kostic ('70)
10. Jóhann Arnar Sigurþórsson ('54)
19. Brynjar Óli Bjarnason ('63)
29. Stefán Þór Pálsson

Liðsstjórn:
Ásgeir Aron Ásgeirsson (Þ)
Brynjar Þór Gestsson (Þ)
Helgi Freyr Þorsteinsson
Eyjólfur Þórður Þórðarson
Davíð Örn Aðalsteinsson

Gul spjöld:
Halldór Jón Sigurður Þórðarson ('11)
Aron Kári Aðalsteinsson ('54)
Már Viðarsson ('69)
Björgvin Stefán Pétursson ('85)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Aranr flautar til leiksloka. Þórsarar sækja þrjú stig í Mjóddina. Viðtöl og skýrsla kemur síðar.
91. mín
Dauðafæri, sýnist það vera Jakob Snær sem kemst einn í gegn en setur hann framhjá marki ÍR.
87. mín Gult spjald: Orri Sigurjónsson (Þór )
86. mín
Það er allt í rugli hérna, Arnar dómari flautar á 10 sekúndna fresti fyrir "soft" brot út á miðjum velli.
85. mín Gult spjald: Björgvin Stefán Pétursson (ÍR)
Fyrir mótmæli
84. mín
ÍR taka aukaspyrnu og Aron Kári fellur í teignum, ég held að þetta hafi verið víti og Binni Gests er langt frá því að vera sáttur.
81. mín
Inn:Jakob Snær Árnason (Þór ) Út:Sveinn Elías Jónsson (Þór )
76. mín Gult spjald: Nacho Gil (Þór )
Er ekki sammála þessu. Fyrsta brot Ignacio í leiknum og Lárus Orri er brjálaður.
74. mín
Kostic með fína aukaspyrnu inn í teiginn og leikmaður Þórs skallar en í horn... eða nei dómarinnn og línuvörðurinn eru alveg út á túni og horfa hvorn á annan áður en Arnar ákveður að dæma markspyrnu.
70. mín
Inn:Aleksandar Alexander Kostic (ÍR) Út:Guðfinnur Þórir Ómarsson (ÍR)
Guffi varð fyrir smá hnjaski og inn kemur Kostic, maður fólksins.
69. mín Gult spjald: Már Viðarsson (ÍR)
68. mín
Það er bókstaflega ekkert að gerast hérna núna nema tæklingar og væl við dómarann.
63. mín
Inn:Brynjar Óli Bjarnason (ÍR) Út:Nile Walwyn (ÍR)
Sóknarsinnaður leikmaður inn fyrir miðvörð. Við hljótum að fara að fá fleiri mörk í þetta.
59. mín
Inn:Gísli Páll Helgason (Þór ) Út:Elmar Þór Jónsson (Þór )
57. mín
Guffi er rosalega ógnandi á vinstri kantinum og á nokkrar álitlegar fyrirgjafir sem rata ekki á rétta menn.
56. mín
Halldór Jóhann með sendingu fyrir og boltinn berst út á Guffa sem nær lúmsku skoti sem Aron Birkir ver vel.
54. mín Gult spjald: Aron Kári Aðalsteinsson (ÍR)
54. mín
Inn:Jóhann Arnar Sigurþórsson (ÍR) Út:Axel Kári Vignisson (ÍR)
49. mín
Hvernig fara þeir að þessu? En eitt dauðafærið einn á móti markmanni hjá ÍR sem fer forgörðum. Nú er það Björvin Stefán sem kemst einn inn fyrir en skotið er beint á Aron Birki.
46. mín
Leikur hafinn
Þá byrjum við aftur og Þórsarar hefja leik.
45. mín
Hálfleikur
Arnar flautar hér til hálfleiks og gestirnir leiða 1-0.
44. mín
Inn:Jónas Björgvin Sigurbergsson (Þór ) Út:Alvaro Montejo (Þór )
Markaskorarinn fer útaf, stórt skarð sem Jónas þarf að fylla.
42. mín
Celeb vaktin í stúkunni er á fullu swingi, Luka Kostic, Brynjar Björn og Gulli Gull allir í stúkunni. Þar er ekki töluð vitleysan.
38. mín
Máni Austmann með aukaspyrnu sem Aron Birkir lendir í smá vandræðum með og slær hann út í teiginn.
36. mín Gult spjald: Sveinn Elías Jónsson (Þór )
32. mín MARK!
Alvaro Montejo (Þór )
Stoðsending: Nacho Gil
Ignacio á skalla í teignum sem berst út á Montejo sem hamrar honum óverjandi í hornið.
26. mín
Guffi vinnur boltann og stingur sér inn fyrir vörnina og á frábæra sendingu inn fyrir á Axel sem kemst einn á móti markmanni en lætur Aron verja frá sér.
20. mín
Guðni Sigþór með skalla yfir Patrik í markinu og smellur í slánni!!!
17. mín
Björgvin Stefán með frábæran snúning inn í teignum en setur boltann rétt framhjá marki Þórs. Það er líf í ÍR-ingum.
15. mín
Máni Austmann fær stungusendingu inn fyrir vörnina en setur boltann í hliðarnetið, þarna á Máni að gera betur.
11. mín Gult spjald: Halldór Jón Sigurður Þórðarson (ÍR)
Hann brýtur létt á Þórsara, galið spjald hjá Arnari dómara.
9. mín
Orri Sigurjóns með skot beint í fangið á Patriki, bíðum enn eftir fyrsta alvöru dauðafærinu.
4. mín
Boltinn skoppar fyrir Aron Kára rétt fyrir utan teiginn og hann á skemmtilega tilraun rétt yfir mark Þórsara.
2. mín
Sveinn Elías á skot hátt yfir markið. Þórsarar töluvert sterkari hér í byrjun.
1. mín
Leikur hafinn
Leikurinn er hafinn og ÍR sækja í átt að Kópavogi.
Fyrir leik
Maggi skólastjóri les upp liðin og kallar Þór stóra liðið á Akureyri. Ætla ekki að mynda mér skoðun á þessari staðhæfingu.


Fyrir leik
Ég veit ekki hvaða Nígeríusvindl ÍR eru að bjóða uppá en það er 2. júní og við erum ennþá að spila á gervigrasinu í Mjóddinni. Ég er enginn Maggi Bö en það er ekkert stórvægilegt að grasinu. Þetta er rosalega dapurt.
Fyrir leik
Liðin mættust á þessum velli síðasta sumar í frekar mögnuðum leik. Staðan var 0-0 alveg fram á 86mínútu þegar Þórsarar komust yfir áður en ÍR skoruðu tvö mörk í uppótartíma og sigldu heim ótrúlegum 2-1 sigri.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin í hús.

ÍR gera tvær breytingar á sínu liði frá 3-1 tapinu gegn Leikni í síðustu umferð. Inn koma Óskar Jónsson og Máni Austmann fyrir þá Jónatan Hróbjartssson og Andra Jónasson.

Þórsarar gera eina breytingu á sínu liði frá 3-2 sigrinum á Fram, Elmar Þór Jónsson kemur inn fyrir Aron Kristófer Lárusson.

Fyrir leik
Leiknum var frestað um klukkutíma vegna bilunar í flugvél Þórsara. Hann hefst því kl 16:00 en ekki 15:00. Áfram gakk.
Fyrir leik
Alvaro Montejo leikmaður Þórs sem kom frá ÍBV fyrir tímabilið hefur byrjað mótið frábærlega og er kominn með fjögur mörk í jafnmörgum leikjum og verður gaman að fylgjast með honum í dag. Í markinu er Aron Birkir Stefánsson sem er gríðarlega efnilegur markvörður sem varði eftirminnilega þrjár vítasðyrnur þegar Þórsarar slógu út Fjölni í 16 liða úrslitum Mjólkurbikarsins í vikunni.

Hjá ÍR hefur Guðfinnur Þórir eða Guffi eins og hann er kallaður verið besti maður á ÍR á tímabilinu sem er kannski ekki frásögu færandi nema að hann er 36 ára og kominn af léttasta skeiði, það er ljóst að ungu strákarnir í liðinu þurfa að fara að sýna að þeir séu einfaldlega nógu góðir fyrir þessa deild.
Fyrir leik
Heimamenn í ÍR töpuðu illa í síðustu umferð í grannaslag á útivelli gegn Leikni þar sem leikar enduðu 3-1. ÍR sitja í 11. sæti deildarinnar með aðeins þrjú stig eftir fjóra leiki og þurfa nauðsynlega að fara að hirða stig í pokann.

Þórsarar hafa byrjað þetta mót ágætlega og unnu sterkan 3-2 heimasigur gegn Fram í síðustu umferð. Þeir sitja í 5. sæti deildarinnar með 7 stig og þeir verða að vinna í dag ef þeir ætla að setja alvöru pressu á toppliðin.
Fyrir leik
Komiði sæl og blessuð og velkomin í beina textalýsingu frá Hertz-vellinum í Breiðholti. Hér í dag ætlum við að fylgjast með leik heimamanna í ÍR og Þórsara frá Akureyri.
Byrjunarlið:
1. Aron Birkir Stefánsson (m)
Sveinn Elías Jónsson ('81)
Orri Sigurjónsson
2. Elmar Þór Jónsson ('59)
3. Óskar Elías Zoega Óskarsson
5. Loftur Páll Eiríksson
6. Ármann Pétur Ævarsson
15. Guðni Sigþórsson
24. Alvaro Montejo ('44)
30. Bjarki Þór Viðarsson
88. Nacho Gil

Varamenn:
2. Gísli Páll Helgason ('59)
4. Hermann Helgi Rúnarsson
8. Jónas Björgvin Sigurbergsson ('44)
12. Aron Ingi Rúnarsson
14. Jakob Snær Árnason ('81)
18. Alexander Ívan Bjarnason

Liðsstjórn:
Lárus Orri Sigurðsson (Þ)
Sveinn Leó Bogason
Guðni Þór Ragnarsson
Kristján Sigurólason
Óðinn Svan Óðinsson
Sölvi Sverrisson
Gestur Örn Arason
Þorsteinn Máni Óskarsson

Gul spjöld:
Sveinn Elías Jónsson ('36)
Nacho Gil ('76)
Orri Sigurjónsson ('87)

Rauð spjöld: