Ísland
2
3
Noregur
0-1 Björn Maars Johansen '15
Alfreð Finnbogason '30 , víti 1-1
Gylfi Þór Sigurðsson '70 2-1
2-2 Joshua King '80
2-3 Alexander Sörloth '85
02.06.2018  -  20:00
Laugardalsvöllur
Vináttuleikur
Dómari: Jonas Eriksson
Byrjunarlið:
2. Birkir Már Sævarsson
6. Ragnar Sigurðsson ('45)
7. Jóhann Berg Guðmundsson
8. Birkir Bjarnason ('88)
11. Alfreð Finnbogason ('45)
14. Kári Árnason (f)
19. Rúrik Gíslason ('63)
20. Emil Hallfreðsson ('82)
22. Jón Daði Böðvarsson ('64)
23. Hörður Björgvin Magnússon

Varamenn:
3. Hólmar Örn Eyjólfsson
5. Sverrir Ingi Ingason ('45)
10. Gylfi Þór Sigurðsson ('64)
20. Albert Guðmundsson ('88)
21. Arnór Ingvi Traustason

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Kári Árnason (f) ('73)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Leiknum er lokið með 3-2 sigri Norðmanna. Þetta var nú ekkert sérstaklega skemmtilegur leikur þrátt fyrir markaflóðið. Menn voru max 75% í kvöld, og það er kannski vel skiljanlegt. Óþarfi samt að glutra niður sigrinum, en við vitum vel að æfingaleikir hafa ekki mikla þýðingu þegar kemur að íslenska landsliðinu.
90. mín
Norðmenn fá aukaspyrnu á ágætum stað en ná ekki að gera sér mat úr henni. Venjulegur leiktími er liðinn og Svíarnir bæta við þremur klassískum mínútum.
88. mín
Stöngin!!! Gylfi fær boltann í teignum, gerir virkilega vel og lætur vaða en boltinn fer í stöngina!
88. mín
Inn:Albert Guðmundsson (Ísland) Út:Birkir Bjarnason (Ísland)
Albert Guðmundsson kemur inn á fyrir Birki, tekst honum að töfra eitthvað fram úr erminni?
86. mín
Ég er farinn að hallast að því að okkur þyki svo vænt um Lagerback að við höfum viljað gefa honum einn sigur hér á hans gamla heimavelli.
85. mín MARK!
Alexander Sörloth (Noregur)
MARK!! Ætla Norðmenn að stela sigrinum??? Alexander Sörloth fær boltann inn í teignum og klárar með virkilega góðu skoti í bláhornið. Hvað er að gerast hjá okkar mönnum? Markið kemur eftir innkast, alger sofandaháttur í vörninni.
84. mín
Ég er enn í áfalli eftir þetta grátlega jöfnunarmark. Frederik til varnar fékk hann virkilega óþægilega sendingu til baka frá Kára Árnasyni en auðvitað átti hann bara að negla boltanum í burtu frekar en að reyna að sóla Joshua King. Þetta fer vonandi í reynslubankann hjá þessum annars efnilega markverði.
82. mín
Inn:Samúel Kári Friðjónsson (Ísland) Út:Emil Hallfreðsson (Ísland)
Samúel Kári fær nokkrar mínútur!
80. mín MARK!
Joshua King (Noregur)
MARK! Norðmenn jafna og það var gjöf frá Frederik Schram!!! Hryllilega dapurt hjá Frederik, hann reynir að sóla Joshua King sem hirðir bara af honum boltann og skorar í autt markið. Þetta var alveg virkilega slæmt hjá Frederik, þó hann hafi fengið erfiðan bolta átti hann bara að negla honum frá sér. Þetta minnti mann á ákveðinn markvörð Liverpool á dögunum, svo slæmt var þetta. Svona augnablik geta haft virkilega neikvæð áhrif þegar menn eru að reyna að sanna sig sem framtíðar landsliðsmarkverði.
77. mín
Ísland fær hornspyrnu og Sverrir Ingi nær skallanum en hann fer framhjá.
73. mín Gult spjald: Kári Árnason (f) (Ísland)
Kári fær fyrsta gula spjald leiksins.
71. mín
Inn:Alexander Sörloth (Noregur) Út:Tarik Elyounoussi (Noregur)
71. mín
Inn:Joshua King (Noregur) Út:Björn Maars Johansen (Noregur)
71. mín
Þarna munaði litlu að Ísland bætti við marki!!! Birkir Már kom með stórhættulega fyrirgjöf og Havard Nordtveit var nálægt því að setja boltann í eigið net. Fyrir aftan hann var Björn Bergmann tilbúinn.
70. mín MARK!
Gylfi Þór Sigurðsson (Ísland)
MAAAAAAAAAAAARK!! HVER ANNAR EN GYLFI ÞÓR SIGURÐSSON!! HVER ANNAR EN GYLFI - ÞÓR - SIGURÐSSON!!!!!!!!!!!!!!!!!! VARLA KOMINN INN Á OG SKORAR MEÐ GJÖRSAMLEGA STÓRKOSTLEGRI VIPPU!!! Birkir Bjarna átti laust skot sem markvörður Noregs náði ekki að halda. Boltinn féll fyrir Gylfa, sem var ekki rangstæður, og vippaði hreint út sagt frábærlega yfir markmanninn úr þröngu færi. ÞESSA HÆFILEIKA ÞURFUM VIÐ Á HM!!!! TAKK FYRIR AÐ MEIÐSLIN VORU EKKI VERRI!
67. mín
Markaskorarinn Björn Maars með hörkuskalla sem endar í þverslánni en búið að dæma á hann brot.
64. mín
Inn:Gylfi Þór Sigurðsson (Ísland) Út:Jón Daði Böðvarsson (Ísland)
Gylfi kemur inn fyrir Jón Daða.
63. mín
Inn:Ari Freyr Skúlason (Ísland) Út:Rúrik Gíslason (Ísland)
62. mín
Gylfi Þór Sigurðsson er að gera sig líklegan til að koma inn á, þvílíkt gleðiefni!!
60. mín
Jóhann Berg liggur meiddur eftir í teig Norðmanna eftir hressilega tæklingu. Á sama tíma bruna Norðmenn upp völlinn og Elyounoussi skýtur í samskeytin! Jóhann Berg stendur svo upp sem betur fer en er eitthvað að kveinka sér.
57. mín
Skemmtileg sókn hjá íslenska liðinu endar með skoti frá Rúrik Gíslasyni en það fer yfir markið.
51. mín
Ísland fékk gjöf frá sænska aðstoðardómaranum hér. Endursýning virðist gefa sterklega til kynna að Elyounoussi hafi bara alls ekki verið rangstæður! Þarna sluppum við með skrekkinn.
51. mín
Norðmenn koma knettinum í netið en búið að flagga Tarik Elyounoussi rangstæðan.
51. mín
FÍNT FÆRI eftir hornið!! Hörður Björgvin rís manna hæst og nær skallanum en hann fer yfir markið.
50. mín
Ágætis sókn hjá íslenska liðionu endar með hornspyrnu. Sáum þarna virkilega fallega móttöku hjá Birni Bergmann.
46. mín
Seinni hálfleikurinn er hafinn og íslenska liðið gerði tvær breytingar. Eins og við spáðum komu Björn Bergmann og Sverrir Ingi inn en Ragnar og Alfreð fóru af velli.
45. mín
Inn:Ole Kristian Selnæs (Noregur) Út:Sander Gard Bolin Berge (Noregur)
45. mín
Inn:Sverrir Ingi Ingason (Ísland) Út:Ragnar Sigurðsson (Ísland)
45. mín
Inn:Björn Bergmann Sigurðarson (Ísland) Út:Alfreð Finnbogason (Ísland)
45. mín
Hálfleikur
Flautað hefur verið til leikhlés. Tvö mörk komin en hálfgert "snooze-fest" þess á milli, það verður að segjast. Menn eru kannski ekki til í að fórna lífi og limum korter í HM. Rúrik Gíslason hefur verið líflegur, enda einn af þeim sem eru virkilega að berjast fyrir sínu.
43. mín
Birkir Bjarnason tekur hornspyrnuna, boltinn fer út úr teignum og þar tekur Emil Hallfreðsson viðstöðulaust skot en það fer langt yfir markið.
42. mín
Þetta er búið að vera afskaplega dautt en nú fær Ísland hornspyrnu. Sjáum hvað setur!
34. mín
Norðmenn fá hornspyrnu hægra megin. Hættunni er bægt frá.
30. mín Mark úr víti!
Alfreð Finnbogason (Ísland)
MAAAAAAAAAAAAAAAAAARK!!! ALFREÐ FINNBOGASON SKORAR AF ÖRYGGI ÚR VÍTINU! ÞRUMAR Í VINSTRA HORNIÐ OG MARKMAÐURINN FÓR Í RANGA ÁTT!! VONANDI KVEIKIR ÞETTA AÐEINS Í MÖNNUM!!
29. mín
ÍSLAND FÆR VÍTI!!! Rúrik Gíslason geysist inn í teiginn og er felldur, hárréttur dómur. Rúrik er búinn að vera kraftmikill í leiknum.
20. mín
Norðmenn fá gefins hornspyrnu og þiggja hana. Það er ekki beint mikill kraftur í íslenska liðinu fyrstu 20 mínúturnar.
18. mín
Jóhann Berg í ágætis skotfæri fyrir utan teig en lætur vaða framhjá.
15. mín MARK!
Björn Maars Johansen (Noregur)
MARK!! Norðmenn eru komnir yfir og það gerir Björn Maars Johansen með frábæru skoti!! Kemur sér í góða skotstöðu í teignum og þrumar boltanum í netið! Frederik virtist vera með puttana í boltanum en það dugði ekki til.
10. mín
Leikurinn fer nokkuð rólega af stað. Norðmennirnir hafa verið meira með boltann til þessa en hafa í sjálfu sér ekki skapað teljandi hættu. Þeir splæstu í eitt "íslenskt" innkast rétt í þessu sem ekkert varð úr.
7. mín
Flott skyndisókn hjá íslenska landsliðinu sem endar með fyrirgjöf frá Jóni Daða sem Norðmenn bægja frá. Emil Hallfreðsson var negldur niður á miðjunni og virtist þjáður en hann stendur sem betur fer upp, hress og kátur.
4. mín
Norðmenn fá aukaspyrnu og það er Sander Berge sem nær að skalla boltann en beint á Frederik í markinu.
1. mín
Leikurinn er hafinn! Ísland byrjar með boltann og sækir í átt að Laugardalshöll.
Fyrir leik
Þá styttist heldur betur í leikinn. Allt húllumæ-ið búið og nú fer þetta að byrja.
Fyrir leik
Leikmenn beggja liða ganga inn á völlinn með börn úr Klettaskóla með sér. Virkilega skemmtilegt. Þá er komið að þjóðsöngvum.
Fyrir leik
Ekki nema fimm mínútur í leik í Laugardalnum. Verður spennandi að sjá hvort þetta verður bara algjört stalemate þar sem þjálfararnir þekkja hvorn annan út og inn - eða hvort þetta verður alvöru fjör!
Fyrir leik
Ég ætla að fá spá frá félögum mínum í blaðamannastúkunni

Jóhann Ingi hjá Morgunblaðinu: 1-1, Raggi Sig með okkar mark
Kolbeinn Tumi hjá Vísi/Sýn: 1-1 og Birkir Bjarna með markið
Hörður Snævar hjá 433.is: 6-0, kippa af mörkum á þessum fallega laugardegi
Ingvi: 2-2 og Alfreð með tvö
Fyrir leik
Íslensku landsliðsmennirnir eru komnir upp á völl að hita upp. Þetta eru nokkuð fullkomnar aðstæður til fótboltaiðkunar hér í kvöld.
Fyrir leik

Fyrir leik
Helgi Kolviðsson ræddi byrjunarliðið við RÚV í dag og sagði m.a. að Ísland ætlaði að nýta allar sínar skiptingar - þar af gera tvær í hálfleik. Samkvæmt okkar heimildum munu Björn Bergmann og Sverrir Ingi koma inn á í hálfleik.
Fyrir leik
Þá er norska liðið einnig komið inn. Fátt sem kemur á óvart þar, segjum það bara.
Fyrir leik
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Við bíðum enn spennt eftir norska liðinu. Ég heyri út undan mér að Tólfan er mætt á völlinn, þá byrjar heldur betur líf og fjör. Menn gera sér glaðan dag á fanzone og fara svo að koma sér fyrir í stúkunni þegar nær dregur. Klukkutími og korter í leik.
Fyrir leik
Þegar ég mætti á völlinn voru Tryggvi Guðmundsson og Brede Hangeland í hrókasamræðum á norsku. Mjög gaman að því.
Fyrir leik
Byrjunarlið Íslands:
Frederik Schram er í marki Íslands í kvöld í leiknum gegn Noregi. Hannes Þór Halldórsson hefur verið að glíma við smávægileg meiðsli og er hann hvíldur í leiknum.

Frederik fær því stórt tækifæri en þjálfarateymi íslenska landsliðsins er mjög hrifið af þessum 23 ára markverði sem spilar fyrir Roskilde í dönsku B-deildinni.

Sjá einnig:
Frederik Schram: Kom skemmtilega á óvart að vera valinn

Annars er byrjunarlið Íslands í kvöld mjög sterkt. Varnarlínan sem byrjar væntanlega gegn Argentínu á HM hefur leik.

Birkir Bjarnason er á miðri miðjunni og við hlið hans Emil Hallfreðsson. Rúrik Gíslason og Jóhann Berg Guðmundsson eru á köntunum.

Alfreð Finnbogason og Jón Daði Böðvarsson eru saman í fremstu víglínu.

Aron Einar Gunnarsson spilar ekki í kvöld en Gylfi Þór Sigurðsson er á bekknum og spennandi að sjá hvort hann komi við sögu. Gylfi er að stíga upp úr meiðslum en Heimir Hallgrímsson tilkynnti í gær að hann væri leikfær.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Dómari dagsins í dag er Jonas Eriksson og mun hann dæma sinn síðasta leik á ferlinum í kvöld. Hann þarf þó ekki að hafa áhyggjur af því að eiga ekki lengur fyrir salti í grautinn, enda er hann þekktur sem milljónamæringurinn í heimalandinu Svíþjóð.
Fyrir leik
Það má búast við því að ýmsir leikmenn fái sénsinn í kvöld. Aron Einar mun ekki spila líkt og áður kom fram en Gylfi gæti fengið mínútur. Heimir þarf að finna góða blöndu af því að slípa saman liðið fyrir Rússland og leyfa mönnum að spreyta sig.
Fyrir leik
Ég er enn að jafna mig á þeirri staðreynd að Lars Lagerback hafi mætt með Heimi á Ölver og fært Tólfunni gjöf. Þessi maður verður að eilífu ættleiddur sonur okkar Íslendinga. Heiðurs-Íslendingur. Höfðingi. Meistari. Hetja. En við tökum það ekki af Heimi að hann hefur ekki gefið Lalla neitt eftir. Kannski voru einhverjir stressaðir þegar Lalli fór en eins og við vitum öll - þá var það algjör óþarfi!
Fyrir leik
Rúmir tveir tímar í leik og Heimir búinn að kíkja á Ölver. Mér skilst að hann hafi tekið með sér leynigest, engan annan en vin okkar og þjálfara andstæðinga dagsins, Lars Lagerback! Þetta er svo sannarlega VINÁTTUleikur í orðsins fyllstu merkingu!
Fyrir leik
Í gær voru um 1.000 miðar eftir á leikinn. Mér þætti hreint út sagt ótrúlegt ef það er ekki uppselt á næst-síðasta leik Íslands fyrir HM 2018. Í raun bara hneyksli. Fær mann sterklega til að efast um að við þurfum stærri Laugardalsvöll.
Fyrir leik
Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari tekur leikinn vissulega alvarlega og segir eitthvað mikið að ef íslensku leikmennirnir eru ekki mótiveraðri en þeir norsku:

"Við erum að undirbúa okkur undir HM á meðan Noregur er á leið í sumarfrí. Við þurfum að sýna það. Við erum að spila fyrir framan stuðningsmenn okkar og ef við erum ekki meira mótíveraðir en Noregur þá er eitthvað mikið að í hópnum okkur. Bæði lið eru að reyna að gera sömu hluti en við ættum að vera mótíveraðri og með meiri kraft."
Fyrir leik
Ég mæli með því fyrir áhugasama að kíkja á viðtöl síðustu daga við landsliðsmennina. Fókusinn hefur kannski verið meiri á HM í Rússlandi heldur en endilega þennan Noregsleik - eðlilega - en við eigum ótrúlega mikið af skemmtilegu efni og kjörið tækifæri til að skyggnast inn í hugarheim strákanna okkar nú þegar stutt er í Rússland.
Fyrir leik
Líklegt er að Kári Árnason verði fyrirliði gegn Noregi í kvöld. Það verður að segjast að það er svolítið mikill sjarmi í því ef tveir byrjunarliðsmenn Íslands á HM í sumar komi úr Pepsi-deildinni. Þá á ég að sjálfsögðu við Kára, sem gekk nýlega í raðir Víkings, og Birki Má Sævarsson sem spilar nú með Val. Svo má auðvitað ekki gleyma Ólafi Inga Skúlasyni, sem gekk nýlega í raðir Fylkis, sem fær örugglega einhverjar mínútur úti í Rússlandi. Þetta er skemmtilegt, krúttlegt.
Fyrir leik
Af okkar mönnum er það helst að frétta að Aron Einar Gunnarsson fyrirliði mun hvorki spila þennan leik né leikinn gegn Gana í næstu viku að sögn Heimis Hallgrímssonar. Hins vegar gæti vel verið að Gylfi Þór Sigurðsson fái einhverjar mínútur, sem eru auðvitað frábærar fréttir. Kapteinninn verður svo vonandi klár í slaginn gegn Argentínu.
Fyrir leik
Brede Hangeland, fyrrum varnarmaður Fulham og norska landsliðsins, lýsir leik Íslands og Noregs í norska sjónvarpinu í kvöld. Hinn 36 ára gamli Hangeland lagði skóna á hilluna árið 2016 og hefur síðan þá starfað við lýsingar í Noregi fyrir TV2.

Fótbolti.net hitti Hangeland í gær þar sem hann sagði meðal annars:

"Ég er mjög hrifinn af því sem hefur gerst hér (á Íslandi) undanfarin ár. Þetta er lið þar sem allir leggja hart að sér fyrir liðið en ekki sjálfan sig. Það er rétta leiðin til að spila fótbolta. Ísland er alls ekki sigustranglegasta liðið á HM en með þetta hugarfar og þennan leikstíl er hægt að vinna sterkari lið eins og þeir sýndu fyrir tveimur árum. Það verður spennandi að sjá þetta."
Fyrir leik
Maður þekkir varla mann í norska landsliðinu lengur. Norðmenn verða án ungstirnisins Martins Ödegaard sem hefur ekki alveg staðist þær væntingar sem gerðar voru til hans fyrir nokkrum árum en er engu að síður gríðarlegt efni. Hann er meiddur.
Fyrir leik
Mál málanna í dag er auðvitað heimkoma þjóðhetjunnar Lars Lagerback. Fáir menn eru jafn dýrkaðir og dáðir á Íslandi, nema auðvitað Heimir Hallgrímsson, sem var svo sannarlega meira en tilbúinn að taka við keflinu. Engu að síður getur enginn neitað því að Lars Lagerback gerbreytti umhverfi íslenska landsliðsins og á stóran þátt í því að við komumst á þann stall sem við erum á í dag. Vonandi munu áhorfendur bjóða hann HJARTANLEGA velkominn. Og auðvitað ætlum við að vinna hann!
Fyrir leik
Komið þið margblessuð og sæl og verið hjartanlega velkomin í beina textalýsingu Fótbolta.net frá vináttulandsleik Íslands og Noregs klukkan 20:00 á Laugardalsvelli. Þetta er næst-síðasti leikur Íslands fyrir HM 2018 í Rússlandi og kjörið tækifæri til að mæta og styðja strákana, óska þeim góðs gengis á stóra sviðinu.
Byrjunarlið:
1. Rune Almennig Jarstein (m)
3. Kristoffer Vassbakk Ajer
6. Håvard Nordtveit
8. Stefan Johansen
10. Tarik Elyounoussi ('71)
15. Sander Gard Bolin Berge ('45)
16. Jonas Svensson
17. Martin Linnes
21. Björn Maars Johansen ('71)
24. Iver Fossum

Varamenn:
12. Örjan Nyland (m)
22. Sten Michael Grytebust (m)
2. Birger Solberg Melin
4. Tore Reginiussen
5. Sigurd Rosted
9. Alexander Sörloth ('71)
13. Fredrik Midtsjö
14. Vegar Edden Hegestad
18. Ole Kristian Selnæs ('45)
20. Mats Möller Dæhli
25. Ghayas Zahid
28. Ola Williams Kamara

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld: