Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Fram
0
1
ÍA
0-1 Þórður Þorsteinn Þórðarson '49
Guðmundur Magnússon '68 , misnotað víti 0-1
03.06.2018  -  16:00
Framvöllur
Inkasso deildin - 1. deild karla
Aðstæður: Geggjaðar! Sólin skín og smá gola
Dómari: Elías Ingi Árnason
Áhorfendur: 325
Maður leiksins: Bjarki Steinn Bjarkason (ÍA)
Byrjunarlið:
1. Atli Gunnar Guðmundsson (m)
3. Unnar Steinn Ingvarsson
3. Heiðar Geir Júlíusson
7. Guðmundur Magnússon (f)
9. Mihajlo Jakimoski
10. Orri Gunnarsson ('71)
10. Fred Saraiva ('82)
14. Hlynur Atli Magnússon
16. Arnór Daði Aðalsteinsson ('17)
20. Tiago Fernandes
23. Már Ægisson

Varamenn:
12. Rafal Stefán Daníelsson (m)
2. Mikael Egill Ellertsson ('82)
5. Sigurður Þráinn Geirsson ('17)
9. Helgi Guðjónsson ('71)
15. Daníel Þór Bjarkason
19. Magnús Snær Dagbjartsson

Liðsstjórn:
Pedro Hipólito (Þ)
Daði Guðmundsson
Ólafur Tryggvi Brynjólfsson
Bjarki Hrafn Friðriksson
Adam Snær Jóhannesson

Gul spjöld:
Fred Saraiva ('40)
Mihajlo Jakimoski ('57)
Heiðar Geir Júlíusson ('89)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Skagamenn vinna hér sterkan sigur á útivelli. Skýrsla og viðtöl væntanleg.
91. mín
ÍA komast tveir á móti einum en Steinar með skelfilega sendingu beint á Atla í markinu.
90. mín Gult spjald: Hafþór Pétursson (ÍA)
89. mín Gult spjald: Heiðar Geir Júlíusson (Fram)
Rosaleg tækling hjá Heiðari. Tæpur þarna.
87. mín
Vinstri fóturinn svíkur Garðar Gunnlaugs sem á lélegt skot sem Atli á ekki í neinum vandræðum með.
85. mín
Helgi með ágætis tilraun rétt yfir markið.
82. mín
Inn:Mikael Egill Ellertsson (Fram) Út:Fred Saraiva (Fram)
Bæði lið búin með sínar skiptingar.
80. mín
Framarar vilja fá víti en Elías er með góða stjórn á þessu, ekkert á þetta.
79. mín
Inn:Garðar Gunnlaugsson (ÍA) Út:Stefán Teitur Þórðarson (ÍA)
Verð illa svikinn ef Garðar hendir ekki í eitt mark í lokinn.
74. mín
Í öðrum fréttum er Stefán Pálsson að sjálfsögðu að horfa á sína menn í stúkunni. Þar er verið að segja sögur.
71. mín
Inn:Helgi Guðjónsson (Fram) Út:Orri Gunnarsson (Fram)
68. mín Misnotað víti!
Guðmundur Magnússon (Fram)
Árni Snær ver!!!! Gummi Magg tekur vítið sjálfur og setur hann í markmannshæð í hægra hornið og Árni les hann eins og opna bók.
67. mín
VÍTI!!! Gummi Magg er felldur í teignum, fer auðveldlega niður en klaufalegt hjá Skagamönnum.
66. mín
Inn:Albert Hafsteinsson (ÍA) Út:Bjarki Steinn Bjarkason (ÍA)
Bjarki Steinn búinn að vera frábær, skil ekki þessa breytingu.
64. mín
Már tekur skemmtilegan Zidane snúning og vinnur aukapyrnu. Það kemur ekkert út úr aukaspyrnunni.
60. mín
Inn:Viktor Helgi Benediktsson (ÍA) Út:Ragnar Leósson (ÍA)
Ragnar búinn að skila góðu dagsverki.
57. mín Gult spjald: Mihajlo Jakimoski (Fram)
55. mín
Fram eru búnir að ógna töluvert eftir markið en það vantar þessa lykilsendingu eða lykilskot til að klára dæmið.
49. mín MARK!
Þórður Þorsteinn Þórðarson (ÍA)
Stoðsending: Bjarki Steinn Bjarkason
Bjarki með en einn frábæra sprettinn og aftur leggur hann boltann út í teiginn og núna er það ÞÞÞ sem setur hann öruggt niðri í hægra hornið.
47. mín
Orri með frábært hlaup og fær sendinguna inn fyrir en tekur hann á lofti og "kicksar" boltann út fyrir.
46. mín
Leikur hafinn
Skagamenn hefja seinni hálfleikinn, engar breytingar gerðar í hálfleik.
45. mín
Hálfleikur
Elías flautar til hálfleiks, frekar tíðindalitlum fyrri hálfleik lokið.
45. mín
Framarar fá aukaspyrnu á stórhættuelgum stað en Gummi Magg setur hana beint í vegginn.
43. mín
Guðmundur Magnússon er rifinn niður í teignum, sé þetta ekki vel en frá mínu sjónarhorni er þetta ekkert nema víti. Framarar eru ekki sáttir.
40. mín Gult spjald: Fred Saraiva (Fram)
Fer aftan í ÞÞÞ sýnist hann taka boltann.
39. mín
En einn frábæri spretturinn hjá Bjarka upp kantinn og hann skilur þrjá Framara eftir í rykinu. Rennir honum út á Steinar Þorsteins sem hamrar honum yfir félagsheimilið. Skelfilegt skot.
37. mín
Ragnar Leós með virkilega góða hornspyrnu en Arnar Már nær engri stjórn á skallanum og Framarar ná að hreinsa.
33. mín
Sjúkrabíll mættur að sækja Arór Daða, alvarleg meiðsli virðast halda áfram að hrjá Framara.
30. mín
Það er lítið að frétta hérna þessa stundina, Fram eru þó aðeins að færa sig ofar og er loksins farnir að tengja saman sendingar.
26. mín
Már Ægisson með frábæra fyrirgjöf fyrir á Gumma Magg sem hittir hann ekki vel og Árni ekki í neinum vandræðum með þetta.
20. mín
Ragnar Leós með frábæra aukaspyrnu við vinstra vítateigshornið, boltinn fer í gegnum allan pakkann en Atli ver vel í markinu.
17. mín
Inn:Sigurður Þráinn Geirsson (Fram) Út:Arnór Daði Aðalsteinsson (Fram)
Arnór Daði lág eftir hornspyrnuna og er borinn útaf, lítur ekki vel út.
14. mín
Beint eftir færið fá Skagamenn hornspyrnu sem Atli lendir í smá basli með og boltinn berst á leikmann ÍA sem skallar hann laust beint í fangið á Atla sem er fljótur niður á línu aftur.
13. mín
Steinar með frábæra sendingu innfyrir á Bjarka sem er kominn einn á móti Atla í markin en Atli lokar vel á hann.
10. mín
Fram komast í skyndisókn sem endar á því að Mihajlo á slakt skot beint á Árna Snæ í markinu.
6. mín
Bjarki Steinn er búinn að ver þvílíkt hættulegur fyrstu mínúturnar upp vinstri kantinn og á sendingu út í teiginn sem Steinar hamrar yfir.
3. mín
Steinar Þorsteinsson kemst í dauðfæri eftir fyrirgjöf en hittir boltann illa og beint á Atla Gunnar í markinu.
1. mín
Leikur hafinn
Leikurinn er hafinn og Framarar hefja leik og sækja í átt að Kringlunni.
Fyrir leik
Liðin kynnt inn, og fólk er farið að týnast á völlinn í litlu stúkuna. Gæslan er að vökva völlin. Aðstæður hér í dag eru algjörlega geggjaðar.
Fyrir leik
Það væsir ekki um mann hérna í Safamýrinni! Þetta er bara eins og að fara í mat til ömmu, það er ekki í boði að segja nei við kræsingunum og á endanum kemur Valtýr Björn sjálfur með Macintosh í blaðamannastúkuna. Geri aðrir betur!
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin í hús.

Jói Kalli gerir eina breytingu á sínu liði frá jafnteflinu gegn Njarðvík í síðustu umferð, Garðar Gunnlaugs dettur út fyrir Bjarka Stein Bjarkason.

Pedro gerir þrjár breytingar á sínu liði frá 3-2 tapinu gegn Þór. Unnar Steinn, Orri Gunnarsson og Már Ægisson koma allir inn fyrir Helga Guðjónsson, Kristófer Reyes sem er í leikbanni og Alex Frey sem meiddist illa í síðasta leik. Athygli vekur að Framarar eru ekki með fullskipaðan bekk.


Fyrir leik
Fyrrverandi markamaskína ÍR, Elías Ingi Árnason verður með flautuna hér í dag.
Fyrir leik
Á síðustu vikum hafa orðið smá breytingar á leikmannahópi ÍA, Valsmenn kölluð Andra Adolphsson til baka úr láni og þeir fengu Ástbjörn Þórðarson á láni frá KR.
Fyrir leik
Stefán Teitur Þórðarson og Steinar Þorsteinsson eru búnir að vera öflugustu leikmenn ÍA það sem af er tímabili og eru komnir með 3 mörk í 4 leikjum, menn eins og Garðar Gunnlaugs og ÞÞÞ hafa ekki enn náð að þenja netmöskvana og óska ég eftir breytingu hér í dag.

Hjá Fram hefur Guðmundur Magnússon séð um markaskorunina og er með 5 mörk í 4 leikjum það sem af er tímabili.
Fyrir leik
Heimamenn í Fram sitja í fjórða sæti deildarinnar með 7 stig. Þeir töpuðu 3-2 á útivelli gegn Þór í síðustu umferð eftir að hafa spilað einum færri frá 32 mínútu í stöðunni 1-0 fyrir Þór. Þór skoruðu svo sigurmarkið á 95 mínútu leiksins, sárt fyrir Framara. Einnig töpuðu Fram fyrir Ólafsvík í bikarnum í nýliðinni viku þar sem Framarar neituðu að mæta í viðtöl eftir leik. Það verður gaman að sjá hvort þeir taki góða skapið með sér í dag.

Skagamenn eru í öðru sæti með 10 stig og geta jafnað HK á toppnum með sigri hér í dag. ÍA gerðu 2-2 jafntefli gegn Njarðvík á heimavelli í síðustu umferð og slógu út Grindavík í bikarnum í síðustu viku 2-1.

Fyrir leik
Komiði sæl og og blessuð og velkomin í beina textalýsingu frá Framvelli í Safamýrinni þar sem við ætlum að fylgjast með leik Fram og ÍA í Inkasso deild karla.
Byrjunarlið:
12. Árni Snær Ólafsson (m)
Arnar Már Guðjónsson
Einar Logi Einarsson
Arnór Snær Guðmundsson
2. Þórður Þorsteinn Þórðarson
2. Hörður Ingi Gunnarsson
10. Steinar Þorsteinsson
10. Ragnar Leósson ('60)
15. Hafþór Pétursson
18. Stefán Teitur Þórðarson ('79)
19. Bjarki Steinn Bjarkason ('66)

Varamenn:
3. Ástbjörn Þórðarson
8. Albert Hafsteinsson ('66)
16. Viktor Helgi Benediktsson ('60)
26. Hilmar Halldórsson
27. Stefán Ómar Magnússon
32. Garðar Gunnlaugsson ('79)

Liðsstjórn:
Jóhannes Karl Guðjónsson (Þ)
Páll Gísli Jónsson
Hlini Baldursson
Hjalti Rúnar Oddsson
Daníel Þór Heimisson
Sigurður Jónsson
Skarphéðinn Magnússon

Gul spjöld:
Hafþór Pétursson ('90)

Rauð spjöld: