Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Ísland
2
2
Gana
Kári Árnason '6 1-0
Alfreð Finnbogason '40 2-0
2-1 Kasim Nuhu '66
2-2 Thomas Partey '87
07.06.2018  -  20:00
Laugardalsvöllur
Vináttulandsleikur
Aðstæður: Flott fótboltaveður
Dómari: Bobby Madley
Áhorfendur: 9.723
Maður leiksins: Gylfi Þór Sigurðsson
Byrjunarlið:
1. Hannes Þór Halldórsson (m)
3. Hólmar Örn Eyjólfsson
6. Ragnar Sigurðsson
7. Jóhann Berg Guðmundsson
8. Birkir Bjarnason ('75)
10. Gylfi Þór Sigurðsson ('67)
11. Alfreð Finnbogason ('64)
14. Kári Árnason
20. Emil Hallfreðsson ('87)
23. Ari Freyr Skúlason

Varamenn:
1. Rúnar Alex Rúnarsson (m)
2. Birkir Már Sævarsson
16. Ólafur Ingi Skúlason ('87)
17. Aron Einar Gunnarsson
19. Rúrik Gíslason ('67)
20. Albert Guðmundsson
21. Arnór Ingvi Traustason ('89)
23. Hörður Björgvin Magnússon

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Birkir Bjarnason ('17)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Jafntefli niðurstaðan.

Niðurstaðan fúl eftir góðan fyrri hálfleik og vera komnir með tveggja markaforskot.

Gestirnir fengu ekki mörg færi í leiknum og yfir höfuð voruð færin í leiknum ekki mörg. En þau voru öll nýtt vel og þegar upp er staðið, skoruðu báðar þjóðir jafn mörg mörk.
90. mín
Uppbótartíminn: 3 mínútur
89. mín
Inn:Arnór Ingvi Traustason (Ísland) Út:Björn Bergmann Sigurðarson (Ísland)
Arnór Ingvi fær nokkrar mínútur í lokin.
89. mín
Gestirnir eru líklegri til að vinna þennan leik en við Íslendingar!

Okyere, varamaðurinn fær boltann innan teigs og á skot af stuttu færi sem Hannes ver með fótunum og aftur fyrir.
87. mín
Inn:Ólafur Ingi Skúlason (Ísland) Út:Emil Hallfreðsson (Ísland)
87. mín MARK!
Thomas Partey (Gana)
Það held ég nú... Ganverjarnir eru búnir að jafna!

Eftir langa og hæga sókn gestanna, kemur fyrirgjöf frá vinstri inn á teiginn þar sem Thomas Partey þarf ekki að hafa mikið fyrir því að leggja boltann í netið af stuttu færi.

Aftur kemur mark eftir fyrirgjöf og leikmenn Gana hafa ekki mikið fyrir því að fá boltann og stýra knettinum í netið.
83. mín
Ólafur Ingi er að gera sig kláran til að koma inná.
80. mín
Inn:Albert Adomah (Gana) Út:Edwin Gyasi (Gana)
79. mín
Eftir langt innkast frá Kára Árnasyni fékk Jóhann Berg boltann fyrir utan teig. Jói með skot en í varnarmann fór boltinn og sóknin lauk þar með.
76. mín Gult spjald: Andy Yiadom (Gana)
Fyrir tuð.
75. mín
Inn:Sverrir Ingi Ingason (Ísland) Út:Birkir Bjarnason (Ísland)
Sverrir Ingi kemur inn á miðjuna.
72. mín
Maður getur eiginlega ekki annað en hlegið.

Jóhann Berg með aukaspyrnu langt utan af velli og Ati Zigi ver. En hann ver spyrnuna ekkert eðlilega, heldur með svokallaðri "sjónvarpsmarkvörslu". Þvílika bíó-ið.
71. mín
Ari haltrar á vellinum. Það er ekki jákvætt. Bara eiginlega drullu neikvætt.
69. mín
Inn:Kwasi Okyere (Gana) Út:Emmanuel Boateng (Gana)
69. mín
Inn:Frank Acheampong (Gana) Út:Nana Ampomah (Gana)
67. mín
Inn:Rúrik Gíslason (Ísland) Út:Gylfi Þór Sigurðsson (Ísland)
66. mín MARK!
Kasim Nuhu (Gana)
Eftir hornspyrnu fær Kasim Nuhu boltann í fangið, tekur eina snertingu og lætur síðan vaða í fjærhornið, uppi - óverjandi fyrir Hannes í markinu.

Þetta var óþarfi og heldur klaufalegt.
64. mín
Inn:Jón Daði Böðvarsson (Ísland) Út:Alfreð Finnbogason (Ísland)
Markaskorarinn af velli.
62. mín
Jón Daði Böðvarsson er að gera sig kláran til að koma inná.
59. mín
Enn og aftur falla Ganverjar innan teigs. Núna er það Andy Yiadom. Þetta er ekki faleg sjón, það verður bara að segjast.
56. mín
Kári Árnason með ágætis skalla eftir prýðis aukaspyrnu frá Jóhanni Berg.

Lawrence Ati Zigi gerði þó vel með því að halda boltanum.
55. mín
Það sem er allra helst að frétta þessar síðustu mínútur er að áhorfendur voru að bjóða upp á bylgju.
47. mín
Gylfi Sig með skemmtileg tilþrif, hann vippar boltanum frá endalínunni, yfir allt markið og yfir á fjærstöngina þar sem Birkir Bjarna nær að halda boltanum inn á vellinum, boltinn fer út í teiginn þar sem Emil Hallfreðs var við það að ná skoti á markið eeeeen þá var leikmaður Ganverja mættur og kom og truflaði Emil og ekkert varð úr skotinu sem allir biðu eftir.
46. mín
Leikur hafinn
Seinni hálfleikurinn er byrjaður.

Óbreytt lið hjá Íslandi á meðan gestirnir gerðu tvöfalda skiptingu í hálfleik.
45. mín
Inn:Sackey Isaac (Gana) Út:Raphael Dwamena (Gana)
45. mín
Inn:Afriyie Acquah (Gana) Út:Attamah Joseph (Gana)
45. mín
Hálfleikur
Bobby Madley hefur flautað til hálfleiks.

Ísland fer inn í hálfleikinn með tveggja marka forskot og geta verið ánægðir með margt og mikið.
45. mín
Uppbótartíminn: 2 mínútur
44. mín
Emmanuel Boateng hatar ekkert að láta sig falla og þá helst innan teigs. Aftur fellur hann innan teigs en Madley hristir bara hausinn og lætur leikinn halda áfram.
40. mín MARK!
Alfreð Finnbogason (Ísland)
Stoðsending: Gylfi Þór Sigurðsson
Eftir frábæran samleik milli Gylfa og Birkis átti Gylfi skot að marki sem Zigi varði en hélt þó ekki og Alfreð var réttur maður á réttum stað og skallar boltann í gott sem tómt markið.

Staðan er orðin 2-0!

En þvílíkt spil Gylfa og Birkis. Þetta var fallegt. Þríhyrningaspil og Gylfi á ögurstundu kominn í góða stöðu innan teigs!
35. mín
Emmanuel Boateng liggur eftir með blóðnasir. Hann hefur verið að leika með grímu og líklega eitthvað tæpur í nebbalingnum. Hann lenti síðan með andlitið í grasinu og þá hefur allt farið til fjandans eða þannig séð.
35. mín
Aron Einar Gunnarsson er byrjaður að hreyfa sig fyrir aftan markið. Það er þó ansi ólíklegt að hann spili eitthvað í kvöld... eða hvað?
33. mín
Raphael Dwamena liggur innan teigs eftir barning við Ragga Sig en Bobby Madley lætur leikinn halda áfram og Ísland vinnur boltann.
30. mín
Birkir Bjarnason reynir að þræða boltann innfyrir á Björn Bergmann en sendingin of föst og boltinn aftur fyrir.

Stuttu áður hafði Gylfi átt fyrirgjöf sem var aðeins of há og Ati Zigi í markinu greip auðveldlega.
25. mín
Andy Yiadom tók þrjár hornspyrnur Gana í röð en á endanum nær Kári Árnason að skalla boltann í burtu.
23. mín
Hannes Þór með góða vörslu.

Thomas Partey með skot utan teigs í átt að fjærstönginni sem Hannes nær á endanum að slá fingrum í og aftur fyrir.
17. mín Gult spjald: Birkir Bjarnason (Ísland)
Jóhann Berg tók spyrnuna, sem fór á fyrsta varnarmann gestanna og þeir sóttu hratt... Emil missti af boltanum fyrir framan miðjubogann og Emmanuel Boateng tók á sprett.

Birkir tók það á sig að stöðva skyndisóknina með því að tækla hann að aftanverðu og uppskar réttilega gult spjald.
16. mín
Björn Bergmann með fyrirgjöf en enn og aftur er það Nicholas Opoku sem kemur Ganverjum til bjargar og boltinn aftur fyrir. Íslendingar fá horn.
14. mín
Gylfi Sig með sendingu fyrir eftir aukaspyrnu sem Nicholas Opoku hreinsar frá.
13. mín
Og þá hefst Víkingaklappið.
12. mín
Ganverjar í sinni fyrstu sókn, með fyrirgjöf frá hægri sem Hólmar Örn Eyjólfsson gerði vel, renndi sér í boltann og skóflaði honum í burtu.
6. mín MARK!
Kári Árnason (Ísland)
Stoðsending: Jóhann Berg Guðmundsson
Það er skrýtið að segja það eftir sex mínútna leik eeeeeen þetta lá í loftinu!

Eftir færið frá Alfreð, þá fengu Íslendingar horn. Jóhann Berg með þessa fínu spyrnu og Kári Árnason stangar boltann gjörsamlega með enninu í markið. Óvaldaður og allt það, en það er öllum drullu sama.

Íslensku strákarnir eru komnir yfir!
6. mín
DAUÐAFÆRI!

Alfreð Finnbogason fær boltann við markteigslínuna, nær skoti að marki sem Nichoals Opoku kemst fyrir og boltinn rúllar framhjá nærstönginni.
4. mín
Ísland fær fyrsta hornið í leiknum. Jóhann Berg tók hornið stutt, þar sem Gylfi Sig. kom og fékk boltann og átti fyrirgjöf sem var hreinsuð frá.
2. mín
Þetta byrjar bara með alvöru fyrirgjöf frá Gylfa frá endalínunni sem Björn Bergmann tekur á móti innan teigs en nær því miður ekki skoti að marki. Björn hreinlega hittir ekki boltann eftir að hafa tekið hann niður og sóknin rennur út í sandinn.
1. mín
Leikur hafinn
Bobby Madley dómari leiksins hefur flautað til leiks.

Fyrir leik
11 Parkinson sjúklingar eru komnir út á völlinn og verða þeir hliðin á leikmönnum íslenska landsliðsins á meðan þjóðsöngurinn verður leikinn.
Fyrir leik
Bæði lið eru farin aftur inn í búningsherbergi og eru að gera sig klár í leikinn.

Það er langt í frá orðið þétt setið en fólk er þó að fjölga með hverri mínútunni í stúkuna. Þó það nú væri, enda ekki nema sjö mínútur í leik.
Fyrir leik
Það var heldur betur fjör á Ölver fyrir leik.

Þar eldaði Ganverji fyrir stuðningsmenn Íslands.

Fyrir leik
En eigum við ekki aðeins að fara yfir byrjunarlið Íslands.

Hannes Þór Halldórsson er kominn aftur í markið en hann var hvíldur í Noregsleiknum vegna smávægilegra meiðsla.

Hólmar Örn Eyjólfsson er hægri bakvörður í dag en Heimir Hallgrímsson hefur verið að prófa ýmsa leikmenn í þessari stöðu. Verður Hólmar varaskeifa fyrir Birki Má í Rússlandi?

Björn Bergmann Sigurðarson og Alfreð Finnbogason eru saman í fremstu víglínu.
Fyrir leik
Í undankeppni fyrir HM lentu Ganverjar í þriðja sæti af fjórum liðum. Egyptar voru efstir í riðlinum með 13 stig, Úganda voru í 2. sæti með níu stig, Gana í þriðja sæti með sjö stig og Kongó vermdu neðsta sætið með tvö stig.
Fyrir leik
Gana eru taplausir í síðustu fimm leikjum sínum en síðasti tapleikur liðsins kom gegn Burkino Faso 19. ágúst síðastliðinn.
Fyrir leik
Í 2-0 sigri Gana gegn Japan skoruðu þeir Thomas Partey, leikmaður Athletico Madrid og Emmanuel Boateng leikmaður Levante mörk Ganverja.
Fyrir leik
Bæði lið eru mætt á völlinn og byrjuð að hita upp.

Það er athyglisvert að Ganverjar eru aðeins með sex varamenn en þeir voru einnig bara með sex varamenn í sigri á Japan í síðustu viku. Já, það er ekki fjöldinn sem skiptir máli heldur gæðin.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Heimir gerir fimm breytingar á byrjunarliði sínu frá leiknum gegn Noregi.

Hannes Þór, Björn Bergmann, Hólmar Örn, Gylfi Þór og Ari Freyr Skúlason koma inn í byrjunarliðið í stað þeirra, Frederik Schram, Hörð Björgvins, Birkis Más, Rúriks og Jón Daða.
Fyrir leik


Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
HM-álitið á Fótbolta.net hófst í gær þar sem þjóðþekktir Íslendingar voru fengnir til að svara hinum ýmsum spurningum varðandi íslenska landsliðið og HM yfirhöfuð.

Spurningin sem birtist í dag var einföld. Hver í íslenska liðinu yrði herbergisfélaginn þinn.
Fyrir leik
Ekki er enn uppselt á leikinn í kvöld en í hádeginu í dag voru innan við 500 miðar eftir á leikinn.

Þegar ég mætti á völlinn um 90 mínútum fyrir leik, þá var miðasalan enn í gangi á Laugardalsvellinum og vonandi að strákarnir fái fulla stúku í lokaleik sínum fyrir HM.
Fyrir leik
Það eru heldur betur slæmar fréttir að berast frá Gana eftir að ný heimildarmynd sem forsýnd var í gærkvöldi fyrir framan stjórnmálamenn í Gana, þar sem gríðarleg spilling innan fótboltans í Gana afhjúpuð

Til að mynda náðust fimmtán dómarar á falda myndavél taka á móti upphæðum fyrir að hagræða úrslitum í efstu deild í Gana.
Fyrir leik
Fyrir leikinn gegn Noregi mátti heyra nýtt stuðningsmannalag Íslands en þó voru fáir sem vissu hvaða lag um var að ræða né hverjir væru að syngja lagið. Í dag kom þó lagið formlega út og því fylgdi myndband sem enginn má láta framhjá sér fara.

Hægt er að sjá og heyra myndbandið hér.
Fyrir leik
Það er ljóst að Gylfi Þór Sigurðsson byrjar í kvöld og verður með fyrirliðabandið á sér en Gylfi kom inná í leiknum gegn Noregi á laugardaginn á 60. mínútu og skoraði nokkrum mínútum seinna.

Kári Árnason var fyrirliði Íslands í þeim leik þar sem fyrirliði þjóðarinnar, Aron Einar Gunnarsson er fjarri góðu gamni vegna meiðsla.

Aron Einar á þó að ná fyrsta leik Íslands á HM gegn Argentínu.
Fyrir leik
Það væri virkilega ánægjulegt bæði fyrir leikmenn landsliðsins og alla þjóðina að fara inn í Heimsmeistaramótið með sigur.

Íslenska landsliðið hefur heldur betur ekki riðið feitum hesti í vináttulandsleikjum undanfarið og hefur landsliðið ekki unnið síðustu sex vináttulandsleiki.

Síðasti vináttulandsleikurinn sem Ísland vann var gegn Norður-Írlandi 28. mars 2017, 1-0 með aukaspyrnumarki frá Herði Björgvini.
Fyrir leik
Verið velkomin í beina textalýsingu frá Laugardalsvellinum.

Hér í kvöld koma Ganverjar í heimsókn og mæta Íslandi í síðasta leik Íslands fyrir Heimsmeistaramótið í Rússlandi.

Fyrsti leikur Íslands á HM er gegn Argentínu, laugardaginn 16. júní í Moskvu og þar verðum við á Fótbolta.net.
Byrjunarlið:
1. Lawrence Ati Zigi (m)
2. Attamah Joseph ('45)
4. Kasim Nuhu
5. Thomas Partey
11. Raphael Dwamena ('45)
14. Nana Ampomah ('69)
17. Lumor Agbenyenu
18. Andy Yiadom
19. Nicholas Opoku
21. Emmanuel Boateng ('69)
23. Edwin Gyasi ('80)

Varamenn:
6. Afriyie Acquah ('45)
7. Albert Adomah ('80)
9. Kwasi Okyere ('69)
12. Richard Ofori
13. Sackey Isaac ('45)
22. Frank Acheampong ('69)

Liðsstjórn:
Kwesi Appiah (Þ)

Gul spjöld:
Andy Yiadom ('76)

Rauð spjöld: