Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
Fylkir
2
0
Keflavík
Davíð Þór Ásbjörnsson '19 1-0
Albert Brynjar Ingason '82 2-0
08.06.2018  -  19:15
Egilshöll
Pepsi-deild karla
Aðstæður: Eins og best verður á kosið í Höllinni. Lofa allavega að það helst þurrt.
Dómari: Vilhjálmur Alvar Þórarinsson
Áhorfendur: 750
Maður leiksins: Davíð Þór Ásbjörnsson (Fylkir)
Byrjunarlið:
1. Aron Snær Friðriksson (m)
Daði Ólafsson
Ragnar Bragi Sveinsson ('77)
5. Orri Sveinn Stefánsson
9. Hákon Ingi Jónsson
10. Ásgeir Börkur Ásgeirsson
16. Emil Ásmundsson ('86)
17. Davíð Þór Ásbjörnsson
18. Jonathan Glenn ('73)
23. Ari Leifsson
49. Ásgeir Örn Arnþórsson

Varamenn:
12. Stefán Ari Björnsson (m)
2. Ásgeir Eyþórsson
11. Valdimar Þór Ingimundarson ('77)
11. Arnar Már Björgvinsson
14. Albert Brynjar Ingason ('73)
24. Elís Rafn Björnsson
28. Helgi Valur Daníelsson ('86)

Liðsstjórn:
Rúnar Pálmarsson (Þ)
Ólafur Ingi Stígsson (Þ)
Helgi Sigurðsson (Þ)
Þorleifur Óskarsson (Þ)
Ólafur Ingvar Guðfinnsson
Magnús Gísli Guðfinnsson
Halldór Steinsson

Gul spjöld:
Emil Ásmundsson ('80)
Orri Sveinn Stefánsson ('85)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Mjög verðskuldaður Fylkissigur, viðtöl og skýrsla væntanleg.
93. mín
Hákon Ingi á skot sem Sindri ver vel í markinu, þetta er að fjara út hjá okkur.
92. mín
Daði Ólafsson spriklar hér í einhverjum krampaköstum og Fylkisbekkurinn hefur mjög gaman af þessum tilburðum
90. mín
Fjórum mínútum bætt við...
89. mín
Dauðafæri!! Albert Brynjar keyrir upp miðjuna og rennir honum inn fyrir á Ásgeir Börk sem á skot framhjá.
86. mín
Inn:Helgi Valur Daníelsson (Fylkir) Út:Emil Ásmundsson (Fylkir)
Loksins! Fylkismenn taka Helga Val fagnandi.
86. mín
Inn:Dagur Dan Þórhallsson (Keflavík) Út:Einar Orri Einarsson (Keflavík)
85. mín Gult spjald: Orri Sveinn Stefánsson (Fylkir)
85. mín
Stórskotahríð á mark Keflavíkur, bæði Albert og Ásgeri Börkur eiga þrumuskot sem enda í varnarmanni.
83. mín Gult spjald: Einar Orri Einarsson (Keflavík)
Búinn að missa hausinn og þrumar boltanum í burtu eftir dóm sem hann er ósáttur við.
82. mín MARK!
Albert Brynjar Ingason (Fylkir)
Stoðsending: Emil Ásmundsson
Markamaskínan skorar sitt fyrsta mark í sumar! Frábær hornspyrna hjá Daða, Emil flickar honum áfram á Albert sem getur ekki annað en skorað.
80. mín Gult spjald: Emil Ásmundsson (Fylkir)
Emil með alvöru iðnaðartæklingu á Bojan, hárréttur dómur.
78. mín
Egilshöllin er farin að segja til sín og margir leikmenn virðast vera farnir að stífna upp.
77. mín
Inn:Valdimar Þór Ingimundarson (Fylkir) Út:Ragnar Bragi Sveinsson (Fylkir)
Ragnar Bragi búinn að standa sig mjög vel og fer meiddur útaf.
74. mín
Inn:Leonard Sigurðsson (Keflavík) Út:Juraj Grizelj (Keflavík)
Juraj fer meiddur útaf, líklega ekki alvarlegt samt.
73. mín
Inn:Albert Brynjar Ingason (Fylkir) Út:Jonathan Glenn (Fylkir)
Fínt að eiga einn Albert á bekknum.
70. mín
Ásgeir Börkur í ruglinu og Aron Freyr vinnur af honum boltann, boltinn berst á Lasser Rise sem á skot í varnarmann og Keflavík fá horsnpyrnu.

Hólmar Örn tekur spyrnuna og boltinn fer útaf og aftur inná, lýsir leik Keflavíkur ágætlega.
67. mín
Lasse Rise með skot fyrir utan sem er aldrei líklegt og er æfingabolti fyrir Aron Snæ í markinu. Hann fær prik fyrir að reyna.
65. mín
Ragnar Bragi með fína hornspyrnu og Ásgeir Börkur svífur hæst í teignum en skallar hann yfir. Held að Fylkir hafi fengið fleiri færi heldur en Keflavík náð heppnuðum sendingum.
63. mín
Inn:Adam Árni Róbertsson (Keflavík) Út:Frans Elvarsson (Keflavík)
60. mín
Það er búin að vera ágæt stemming í stúkunni og bæði lið að fá fína hvatningu.
57. mín
HVERNIG VAR ÞESSI EKKI INNI? Hákon Ingi fer illa með Sindra í bakverðinum og skrúfar hann upp í hornið en hann smellur í samskeytunum.


53. mín
Lasse Rise með tilraun af varnarmanni sem fer hátt í loft upp og Aron Snær lendir í smá vandræðum en nær að lokum að handsama boltann.
49. mín
Ragnar Bragi rennir honum fyrir teiginn á Emil sem setur hann yfir úr frábæru færi, Sindri var illa staðsettur og hann hefði bara þurft að hitta á rammann. Fylkismenn eru að kasta frá sér dauðafærunum hérna.
48. mín Gult spjald: Juraj Grizelj (Keflavík)
46. mín
Keflavík byrja vel, það kemur góð sending inn á teiginn og Aron Freyr missir af boltanum áður en hann er rifinn niður, Keflvíkingar heimta víti. Ég held að Vilhjálmur hafi gert rétt þarna.
46. mín
Leikur hafinn
Fylkir hefja seinni hálfleikinn. Leikmenn Keflavíkur tóku smá peppfund á vellinum rétt áður en Vilhjálmur Alvar flautaði þetta á, þeir þurfa að stíga upp.
45. mín
Hálfleikur
Engu bætt við hjá Vilhjálmi. Fylkir búnir að vera miklu sterkari aðilinn og leiða verðskuldað.
45. mín
Emil með skot langt fyrir utan sem Sindri missir af en boltinn rúllar framhjá. Fylkir eiga að vera búnir að skora fleiri.
42. mín
Ásgeir Örn með fyrirgjöf sem fer í Frans, breytir um stefnu og svífur rétt yfir.
38. mín
Þetta er svo döpur frammistaða hingað til frá Keflavík að þetta er vandræðalegt. Verð í sjokki ef þeir ná að skora í leiknum. Andleysi er sennilega rétta orðið yfir þetta.
35. mín
Fylkir í skyndisókn og Hákon Ingi rennir boltanum í gegnum teiginn á Ragnar Braga sem er einn á auðum sjó en hamrar honum yfir. ,,Hallaðu þér yfir boltann drengur" heyrist út stúkunni. Vona að Ragnar sé að hlusta.
33. mín
Enn og aftur er Fylkismenn að hleypa af skotum fyrir utan teig. Daði Ólafsson á núna fína tilraun sem endar rétt framhjá.
28. mín
Hákon Ingi kemst einn í gegn og setur hann framhjá. Hann er kolrangstæður frá mínu sjónarhorni og Laugi er brjálaður á hliðarlínunni.
27. mín
Það er mikil harka í leiknum þessa stundina og fara Einar Orri og Ragnar Bragi fremstir í flokki. Spái rauðu spjaldi í leiknum.
25. mín
Ari Leifsson fær frían skalla eftir góða fyrirgjöf frá Ásgeiri Erni en hann setur hann rétt framhjá. Leit út fyrir að vera á leið inn og margir Fylkismenn byrjaðir að fagna.
22. mín
Fylkismenn halda áfram að ógna og Ásgeir Örn með góðan sprett upp kantinn og rennir honum fyrir á Hákon Inga sem skýtur í sjálfan sig og útaf.



19. mín MARK!
Davíð Þór Ásbjörnsson (Fylkir)
Jájá ertu ekki að grínast með þetta? Davíð Þór hendir í eitthvað bjartsýnisskot frá 35 metrunum beint á Sindra Kristinn í markinu en hann misreiknar boltann skelfilega og hittir hann ekki. 1-0!!!
18. mín
Frans tapar boltanum klaufalega á miðjunnig og Fylkir komast í skyndisókn en Frans vinnur vel til baka og hendir í eina rándýra tæklingu. Ekkert nema boltinn.
15. mín
Ragnar Bragi með STURLAÐA sendingu á fjærstöngina þar sem Ásgeir Örn er nánast einn og óvaldaður en hann skýtur í innkast. Guð minn góður Ásgeir.
11. mín
Juraj búinn að taka tvær frábærar hornspyrnur núna á stuttum tíma en Keflavík ná ekki að nýta sér það.
8. mín
Emil Ásmunds með hörkuskot sem Sindri ver í horn, boltinn þó á leið framhjá.

Ekkert kemur úr horninu.
5. mín
Aron Snær leikur sér að eldinum og ætlar að leika á Lasse Rise sem brýtur á honum. Aron Snær heppinn þarna.
3. mín
Ragnar Bragi og Einar Orri lenda saman og Keflvíkingar segja að Ragnar Bragi hafi slegið til Einars, ég sá ekki atvikið. Þessir tveir kalla ekki allt ömmu sína.
1. mín
Glenn kemst upp hægri kantinn og á fasta fyrirgjðf sem Sindri slær í burtu.
1. mín
Leikur hafinn
Keflavík hefja leik.
Fyrir leik
Liðin ganga inn á völlin, gaman að sjá að Keflvíkingar eru komnir með myndarlega stuðningsmannasveit í stúkuna, kúdos á þá.
Fyrir leik
DJ-inn hér í Egilshöllinni fær 8/10 frá mér í dag. Bubbi Morthens, Pálmi Gunn og Quarashi eru allt listamenn sem hafa hitað upp síðustu 20 mínúturnar.
Fyrir leik
Mæli með að fólk komi með skemmtilega punkta á Twitter og noti #fotbolti.net á meðan leik stendur og nokkrar vel valdar færslur verða birtar hér í lýsingunni. Ég elska Twitter þó ég sé aðeins með 17 followers.
Fyrir leik
Það er rúmlega hálftími í leik og þjálfararnir Guðlaugur Baldursson og Helgi Sigurðsson eru með rosalegt bransatal á miðjum vellinum, báðir léttir, ljúfir og kátir.
Fyrir leik
Hjá Keflavík er ein breyting frá 2-2 jafnteflinu gegn FH í síðustu umferð. Marko Nikolic er ekki með í kvöld og Bojan Stefán Ljubicic tekur sæti hans í byrjunarliðinu.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin. Ásgeir Örn Arnþórsson, Daði Ólafsson og Jonathan Glenn koma inn í byrjunarlið Fylkis frá 2-1 tapinu gegn Grindavík í síðustu umferð. Út fara Ásgeir Eyþórsson, Andri Þór Jónsson og Albert Brynjar Ingason.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Vilhjálmur Alvar Þórarinsson verður með flautuna í dag og Oddur Helgi Guðmundsson og Ásgeir Þór Ásgeirsson eru aðstoðardómarar. Halldór Breiðfjörð er eftirlitsmaður.

Þessi færsla var í boði Facebook grúppunar Algjörlega óáhugaverðar fótboltaupplýsingar. Mæli með henni.
Fyrir leik
Það er þéttur pakki í deildinni og leikur kvöldsins gríðarlega mikilvægur. Fylkir situr í 10. sæti deildarinnar með átta stig meðan Keflavík situr sem fastast á botninum 5 stigum frá öruggu sæti og þarf nauðsynlega að vinna í kvöld.

Fylkismenn hafa verið í smá basli undanfarið og fengu 1 stig út úr síðust þremur leikjum og töpuðu nú síðast 2-1 gegn toppliði Grindavíkur.

Keflavík hefur gengið illa að fóta sig í Pepsi deildinni en náði þó í magnað jafntefli í Kaplakrika í síðustu umferð.
Fyrir leik
Komiði sæl og blessuð og velkomin í beina textalýsingu frá nýliðaslag Fylkis og Keflavíkur í 8. umferð Pepsi deildar karla.

Leikið er í Egilshöllinni en eins og flestum er kunnugt er bókstaflega ekkert að frétta í framkvæmdum aðalvallar Fylkis.
Byrjunarlið:
1. Sindri Kristinn Ólafsson (m)
Marc McAusland
2. Ísak Óli Ólafsson
3. Aron Freyr Róbertsson
5. Juraj Grizelj ('74)
6. Einar Orri Einarsson ('86)
8. Hólmar Örn Rúnarsson (f)
11. Bojan Stefán Ljubicic
16. Sindri Þór Guðmundsson
25. Frans Elvarsson ('63)
99. Lasse Rise

Varamenn:
12. Jonathan Faerber (m)
9. Adam Árni Róbertsson ('63)
15. Atli Geir Gunnarsson
22. Leonard Sigurðsson ('74)
23. Dagur Dan Þórhallsson ('86)
28. Ingimundur Aron Guðnason

Liðsstjórn:
Eysteinn Húni Hauksson Kjerúlf (Þ)
Guðlaugur Baldursson (Þ)
Ómar Jóhannsson
Þórólfur Þorsteinsson
Falur Helgi Daðason
Jón Örvar Arason
Anton Freyr Hauks Guðlaugsson

Gul spjöld:
Juraj Grizelj ('48)
Einar Orri Einarsson ('83)

Rauð spjöld: